Fréttablaðið - 29.11.2007, Síða 46

Fréttablaðið - 29.11.2007, Síða 46
 29. NÓVEMBER 2007 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● íslenskur iðnaður Stefnt er að því að sameina rekstur Iðn- skólans í Reykjavík og Fjöltækniskólans til að efla starfsemi skólanna og tengja þá þörfum atvinnulífsins. Samkvæmt tillögum Samtaka iðnaðar- ins sem lagðar voru fyrir á fundi með iðn- nefnd Alþingis er stefnt að því að sameina rekstur Iðnskólans í Reykjavík og Fjöl- tækniskólans með það að markmiði að efla starfsemi þeirra og tengja þá þörfum at- vinnulífsins. Talið er að með þessu náist einnig hagræðing í rekstri. Fyrirætlunin er sú að Samtök iðnaðar- ins, LÍÚ, Samtök kaupskipaútgerða, Sam- orka og Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík taki að sér rekstur hins sameinaða skóla. Ingi Bogi Bogason, sviðsstjóri menntunar og mannauðs hjá Samtökum iðnaðarins, hefur komið að mótun og framkvæmd þessara hugmynda um sameiningu Iðn- skólans og Fjöltækniskólans. Spurður hvers vegna hugmyndirnar skjóti fyrst upp kollinum núna segir Ingi Bogi að á undanförnum árum hafi atvinnu- lífið í auknum mæli litið til menntakerfis- ins sem meginstoðar í atvinnueflingu. „Þetta nýja fyrirkomulag er tækifæri til að efla iðnmenntun og iðnað með beinni tengslum við atvinnulífið. Með samein- ingunni verður til stærsti framhaldsskóli landsins og einnig stærsti iðnmenntaskól- inn,“ segir hann og bendir líka á að sveins- prófum hafi ekki fjölgað í réttu hlutfalli við mannfjölgun eða aukna framleiðni í iðnaði. „Gott dæmi um þetta er byggingariðn- aðurinn, sem er mjög háður erlendu vinnu- afli. Þetta skýrist að hluta til af því að þrengt hefur verið að iðnmenntun hvað fjárveitingar varðar, en iðnnám er dýrt.“ En hvaða leið ætla hinir nýju rekstrar- aðilar að fara til þess að koma þessum breytingum á? „Tengingin milli skólans og atvinnulífsins verður miklu beinni en verið hefur,“ segir Ingi Bogi. „Skólanum verður deilt niður í mismun- andi svið, eða skóla, með skólastjórnum sem í munu sitja starfsmenn og stjórn- endur fyrirtækja sem reiða sig á þekkingu viðkomandi sviðs í iðnaði. Skólinn í heild verður hlutafélag í eigu atvinnulífsins sem mun reka skólann samkvæmt nýja fyrir- komulaginu en í umboði menntamálaráðu- neytisins.“ Ingi Bogi bætir við að fulltrúar atvinnu- lífsins muni sitja í stjórninni, sem geri skólanum auðveldara að svara kröfum nú- tímans um gæði og sveigjanleika náms og auka atvinnumöguleika þeirra betur sem þar hafa stundað nám. „Við höfum fengið ótrúlega góð viðbrögð við þessum hugmyndum, sérstaklega frá nemendum en einnig kennurum og sömu- leiðis frá atvinnulífinu og stjórnvöldum,“ segir Ingi Bogi. „Mikil undirbúningsvinna stendur nú yfir við að undirbúa næstu haustönn hins nýja skóla. Henni verður að vera lokið fljótlega eftir áramót enda þarf skipulag námsskeiða þá að vera komið á hreint.“ - þr Stærsti iðnmenntaskóli landsins Ingi Bogi Bogason, sviðsstjóri menntunar og mannauðs hjá Samtökum iðnaðarins, hefur komið talsvert að mótun og framkvæmd hugmynda um sameiningu Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskólans. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Samtök iðnaðarins hafa stofn- að starfshóp sem mun kanna hlutfall kynjanna í iðnnámi og -störfum innan iðnaðarins. Í kjölfarið munu samtökin standa fyrir fundi, í byrjun febrúar á næsta ári, þar sem niðurstöður könnunarinnar verða ræddar. „Við höfum þegar gert bráða- birgðakönnun á hlutföllum kynj- anna meðal stjórnenda fyrirtækja í Samtökum iðnaðarins. Þar kom í ljós að karlmenn eru í miklum meirihluta í stjórnendastöðum, sérstaklega innan stærstu fyrir- tækjanna,“ segir Rakel Pálsdóttir, forstöðumaður almannatengsla hjá Samtökum iðnaðarins. Í kjölfarið var stofnaður starfs- hópur á vegum samtakanna sem mun kanna hlutdeild kvenna í iðn- aði. „Hópurinn mun kanna hlutfallið á almennari grundvelli en við höfum þegar gert. Það er þá bæði í námi og starfi. Síðan munum við meta orsakir ójafnvægis komi það í ljós þegar niðurstöður liggja fyrir,“ segir Rakel. Í kjölfar könnunarinnar munu samtökin standa fyrir fundi í byrjun febrúar þar sem fjallað verður um konur í iðnaði, nánar tiltekið í störfum innan fyrir- tækja sem eru í Samtökum iðnað- arins. „Tilgangur fundarins er að draga fram konur sem starfa hjá fyrirtækjum innan Samtaka iðnaðarins og hvetja þær til að taka meiri þátt í starfseminni. Fá konur til að beita áhrifum sínum til eflingar fyrirtækjanna og beita sér út á við. Einnig munum við velta upp spurningum á borð við: Af hverju sækja konur ekki í iðngreinar? Hvernig snýr um- hverfi iðnfyrirtækja að konum? Hvað þarf til að konur sæki meira í iðnað? Enda vantar fólk í iðn- fyrirtæki og konur búa yfir sams konar mannauði og karlmenn sem fyrirtæki ættu að geta sótt, “ segir Rakel. - rh Hlutfall kynjanna kann- að innan iðngreina Konur hafa alla tíð unnið við iðnað en hafa þó verið mun færri í þeim störfum en karlar. Nú ætla Samtök iðnaðarins að kanna hlutdeild kynjanna og hvetja konur til þátttöku.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.