Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.11.2007, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 29.11.2007, Qupperneq 50
 29. NÓVEMBER 2007 FIMMTUDAGUR10 ● fréttablaðið ● íslenskur iðnaður Petromodel er nýtt sprotafyrirtæki hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Það hannar hugbúnað og mælitæki fyrir malariðnað. Þorgeir Helgason er frum kvöðull þeirrar tækni sem þar er þróuð en hann segir markmið fyrirtækisins vera að færa malar iðnaðinn nær nútímanum. Petromodel er nýtt sprotafyrirtæki sem hefur hafið starfsemi hjá Nýsköpunar- miðstöð Íslands. Fyrirtækið hannar hug- búnað og mælitæki fyrir malariðnað. „Við hjá Petromodel hönnum hugbúnað og mælitæki til þess að prófa framleiðslu frá jarðefna- og steinefnaiðnaðinum. Um er að ræða til dæmis möl, sand og grjót- mulning sem aftur á móti eru hráefni í steypu, húsgrunna, malbik og stíflur svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Þorgeir Helgason, frumkvöðull þessarar tækni. „Framleið- endur eiga að uppfylla viss skilyrði varð- andi þessi efni en dráttur hefur orðið á því hér á landi að uppfylla nýlega Evrópu- staðla.“ Þorgeir starfaði í tíu ár hjá Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins og í önnur tíu ár á verkfræðistofu, eftir að hafa lokið jarðfræðiprófi á Íslandi og meistaraprófi í jarðverksfræði í Kanada. Hann hefur því verið viðloðandi jarðefnaiðnaðinn mestalla sína starfsævi, löngu áður en Petromodel var sett á laggirnar. Þorgeir bendir á að í fyrrnefndum stöðlum sé kveðið á um þá eiginleika sem framleiðendur eigi að gefa upp um fram- leiðslu sína við kaupendur efnanna. „Til dæmis þurfa byggingaverktakar sem kaupa hráefni í steypu að geta gengið að eigin- leikum vörunnar sem vísum. Með útbúnaði frá Petromodel geta kaupendur þessarar vöru kannað gæði hennar,“ segir hann. Þorgeir bendir enn fremur á að þótt jarðefnaiðnaðurinn styðjist við traustar aðferðir til mælinga og stöðlunar séu þær gamlar og oft og tíðum úreltar og seinvirkar. „Petromodel er að færa þennan iðnað nær nútímanum, svipað og til dæmis Marel hefur gert í matvælaiðnaðinum,“ segir hann og bætir við að fyrirtækið hafi nýlega gengið til samstarfs við Sigurð Þór Kristj- ánsson um fjárfestingu í Petromodel. „Sigurður hefur tæplega þrjátíu ára reynslu af greininni sem framleiðslustjóri Björgunar ehf. og hefur fullan skilning á okkar vinnu. Þetta er stórt skref fram á við en oft hefur verið erfitt að fjármagna verkefni okkar.“ Þorgeir bendir á að starf Petromodel hafi þýðingu fyrir Ísland frá alþjóðlegu sjónarmiði því að jarðefnaiðnaðurinn sé gríðarstór í heiminum og vaxi víða mjög hratt í löndum sem eru í óða önn að tækni- væðast með tilheyrandi framkvæmdum. „Því eykst þörfin fyrir mælitækin jafn- hliða auknum framkvæmdum. Þar sem Petromodel hefur alþjóðlegt einkaleyfi á þeirri tækni sem það er að þróa fyrir greinina leiðir það aftur til þess að staða fyrirtækisins er einstök í heiminum.“ - þr Malariðnaður í takt við nútímann Þorgeir Helgason er frumkvöðull þeirrar tækni sem þróuð er á Petromodel. Fyrir aftan hann situr Þorsteinn Sigfússon, forstöðumaður Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, sem virðir fyrir sér mælitæki fyrirtækisins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Mælitækið er notað til að prófa framleiðslu frá jarð- efna- og steinefnaiðnaðinum, til dæmis möl, sand og grjót sem eru hráefni í steypu og fleira. Með notkun SuncoolTM HP gæðaglers frá Glerborg er auðvelt að halda kjörhita innandyra og hitaútstreymið er lítið. Dalshrauni 5 220 Hafnarfi rði Sími 555 3333 www.glerborg.is Gæði glersins skipta öllu máli
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.