Fréttablaðið - 29.11.2007, Síða 52

Fréttablaðið - 29.11.2007, Síða 52
 29. NÓVEMBER 2007 FIMMTUDAGUR12 ● fréttablaðið ● íslenskur iðnaður Heimurinn er fullur af ómissandi hlutum sem hugsuðir hafa fundið upp okkur hinum til hagleiks. Hér eru fimm hlutir sem breyttu heiminum til hins betra. Fimm frábærar uppfinningar KLÓSETTIÐ Reyndu að ímynda þér stórborgir heimsins án klósetts. Sú uppfinning að fjarlægja skolp jafnóðum með hreinu vatni hefur gert okkur mögulegt að búa í þéttbýli án sjúkdóma og smithættu af völdum saur- gerla og almenns óþrifnaðar. SÍMINN Marga hafði reyndar dreymt um einhvers konar tæki sem gerði fólki kleift að tala við aðra án þess að fara að heiman, en loks þegar síminn varð að veruleika gat hver sem er talað við hvern sem er á hvaða tíma sem var. Í kjölfarið minnkaði heimurinn og tengslanet mannanna þéttist. P-PILLAN Getnaðarvarnapillan breytti hlutverki kvenna í samfélaginu og mannkynssögunni. Loks gátu konur notið kynlífs á við karla, án þess að eiga á hættu á ótíma- bærri þungun. TÖLVAN Einmana fólk eignaðist vini á endanum. Tölvan spilar leiki við eiganda sinn, segir honum brandara, leikur tón- list fyrir hann, fyllir út skattframtalið og er endalaus uppspretta samræðna við aðra heimsbúa, og þá er fátt upptalið af kostum tölvunnar og áhrifum hennar í veröldinni. BÍLLINN Eftir að bíllinn var fundinn upp bötnuðu vegir og þegar vegir skánuðu byrjuðu borgir að myndast því fólk gat loks búið í sveitum en unnið í borginni. Enn fremur blómstraði olíuiðnaður eftir því sem bílaeign varð algengari og olía varð lykill að völdum og auðæfum. Þegar farið er inn á vefsíðu Iðunnar fræðsluseturs má sjá árganga útskrifast úr mannvirkjahönnun, en þar er þó ekki um nýtt eða sérhæft nám í mann- virkjahönnun að ræða. „Námskeið í mannvirkjahönnun sækja arki- tektar, byggingafræðingar, verkfræðingar, tæknifræðingar og aðrir sem hanna mann- virki. Á því er aðallega farið yfir reglu- gerðir og lög sem heyra undir mannvirki,“ segir Birgir Hólm Ólafsson, fræðslufull- trúi bygginga- og mannvirkjasviðs á Iðunni fræðslusetri. „Námskeiðið heitir Löggilding mann- virkjahönnuða og var sett á laggirnar í kjölfar nýrrar reglugerðar sem iðnaðar- ráðuneytið setti árið 2002. Þetta er 48 tíma námskeið á þremur helgum sem endar með prófi sem veitir þeim sem standast það lög- gildingu til að skila inn teikningum til sam- þykktar hjá byggingarnefnd og byggingar- fulltrúa,“ segir Birgir, en allir sem útskrif- ast hafa í ofantöldum starfsgreinum frá árinu 1998 þurfa að fara í gegnum nám- skeiðið til að öðlast löggildingu. „Þessu námskeiði ljúka um sextíu manns á ári, en til þess að mega sækja það þurfa menn að hafa á bilinu tuttugu mánaða til þriggja ára starfsreynslu. Það á þó ekki við um arkitektinn,“ segir Birgir. - þlg Hvað er mannvirkjahönnun? Þótt vatnstankarnir í Öskjuhlíð myndi góða stólpa undir Perlunni þarf meiri tækniútfærslu til að halda svo flókinni byggingu uppi og til þess þarf löggild- ingu í mannvirkjahönnun. VIÐ FJÁRMÖGNUM ÞAÐ SEM UPP Á VANTAR! Ertu að spá í atvinnutæki? Nýttu þér upplýsingar og reiknivélar á www.gf.is eða hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 440 4400. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 7 2 3 5
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.