Fréttablaðið - 29.11.2007, Page 65

Fréttablaðið - 29.11.2007, Page 65
FIMMTUDAGUR 29. nóvember 2007 37 ÞÓR JAKOBSSON UMRÆÐAN Bækur Fram undan er gjafatími ársins. Jólin nálgast. Tugþúsundir Íslendinga streyma senn í verslan- ir í leit að einhverju til að gleðja vini og vandamenn. Leitað er að flíkum, tólum, tækjum, tölvum og bókum. Mikið er brotið heilann um hvað hver ætti að fá eða vildi fá. Samráð eru leyfileg á þessum leikvelli ef þörf krefur en skemmti- legast þykir að einhver leynd hvíli yfir enda eykur það tilhlökkunina hjá þeim sem á von á pakkanum, mjúkum eða hörðum. Bókatíðindi eru þarfaþing. Þar er sagt frá öllum bókum sem út hafa komið árið 2007, alltént bókum útgefenda sem hafa haft rænu á að koma upplýsingum til rit- stjórnar tíðindanna í tæka tíð. Tíðindin spara sporin um bókabúðir. Áhuga- samir lesendur Bókatíð- inda geta auðveldlega uppgötvað þar forvitni- legar bækur sem ella eru ekkert auglýstar í öðrum fjölmiðlum, sjónvarpi, útvarpi eða með stórum auglýs- ingum í blöðunum. Það er jafnvel ekki svo vitlaust að grafa upp Bókatíðindi frá því í fyrra eða hitteðfyrra í von um að detta þar niður á góða gjöf. Úrvalsbækur ganga vissulega ekki úr sér á tveimur til þremur árum! Ég freistast til að mæla með heillandi bók sem höfundur sendi mér þegar hún kom út fyrir örfáum mánuðum og er nú í bókabúðum. Bókin yrði góð gjöf handa öllum sem fræðast vilja um hið nýjasta sem vitað er um sólkerfið, stjörn- ur himinsins og alheim- inn. Einnig er skilmerkilega fjallað um leit vísindamanna síð- asta áratuginn að hnöttum á göngu umhverfis aðrar sólir en okkar eigin ágætu sól, þ.e.a.s. stjörnur himinsins, – og líkum á lífi annars staðar en hér á jörð- inni. Sannarlega stórkostleg við- fangsefni. Vilhelm Sigmundsson, höfund- ur bókarinnar, hefur um árabil kennt stjörnufræði og eðlisfræði við framhaldsskóla og háskóla hér heima og erlendis en bók sína kallar hann „Nútíma stjörnufræði – frá sólkerfinu okkar til vetrar- brauta og endimarka alheimsins“. Bókin er sérstaklega myndauðug og aftast er ítarefni. Það gerir bókina vel fallna til kennslu í framhaldsskólum þótt hver sem er geti notið bókarinnar, enda er hún lipurlega samin og greint þar frá ýmsum sem koma við sögu stjörnufræðinnar. Nú er mikið rætt um forvarnir og hættur sem unglingar standa frammi fyrir í upphafi fullorðins- áranna – og er það vel að rætt sé að gagni. En það hvarflar að mér að fólgin sé forvörn í því fyrir lífið að láta heillast af stjönunum og himingeimnum á unga aldri. Hvað sem fyrir liggur í framtíð- inni hjá unga fólkinu, hvort sem það leggur fyrir sig viðskipta- fræði, sjómennsku, barnakennslu, stjórnmál eða listir, mun áhugi sem vaknar á unga aldri á furðum alheimsins ætíð verða dálítil upp- örvun og styrkur í lífsins ólgusjó. Það ættu þeir að íhuga sem ráfa nú um í vandræðum sínum um búðirnar í leit að góðri gjöf handa vini í mótun unglingsáranna. Höfundur er veðurfræðingur. Falleg bók um stjörnufræði UMRÆÐAN Bæjarmál í Kópavogi Nú hefur fyrstu lóðunum í Vatnsendahlíðinni verið úthlutað og var eftirspurn að venju meiri en framboð. Á auka- fundi bæjarráðs lagði meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks fram tillögur að úthlutun, en full- trúar minnihlutans höfðu einungis nokkrar klukkustundir til að kynna sér þær tillögur. Ég hef oft gert athugasemdir við þau vinnu- brögð sem tíðk- ast í Kópavogi við lóðaúthlut- anir og er ekki sú eina, því aðferðarfræðin hefur verið fræg að endemum. Reglurnar eru ógegnsæjar þar sem fjölskylduaðstæður og fjár- hagsstaða er lögð til grundvallar úthlutun skv. mati þeirra sem fara yfir umsóknirnar. Þrátt fyrir að umsækjendur skili staðfestingu frá banka um lágmarksgreiðslu- getu leggja pólitískir fulltrúar bæjarins huglægt mat á tekjur og eignastöðu viðkomandi. Umsækj- endur velja sér lóð um leið og þeir sækja um. Velji margir sömu lóð- ina skal draga milli jafnhæfra umsækjenda. Flestir sækja um bestu lóðirnar á meðan enginn sækir um aðrar. Stundum er ákveðnum umsækjendum boðið að færa sig á auðu lóðirnar til að losna við að lenda í úrdrætti, en ekki öllum og virðist engin regla ráða því hverjum er boðið að færa sig. Tökum dæmi. Tíu sækja um eina lóð og enginn um aðra. Einum af þessum tíu er boðið að flytja sig á auðu lóðina á meðan dregið er milli þeirra níu sem eftir eru. Óljóst er hvernig þessi eini er val- inn sem þarf ekki að fara í pottinn. Því ræður huglægt mat fulltrú- anna sem fara yfir umsóknirnar. Reglur og aðferðafræði við lóða- úthlutanir í Kópavogi eru ekki nógu gegnsæjar. Samfylkingin í Kópavogi hefur gagnrýnt þessar reglur og undir þá gagnrýni hefur félagsmálaráðuneytið tekið og oft úrskurðað lóðaúthlutanir í Kópa- vogi ólögmætar. Við höfum m.a. lagt til að allar umsóknir séu með- höndlaðar nafnlaust og sótt sé um byggingarrétt og dregið um lóðir í framhaldi af því. Þeim tillögum hefur meirihlutinn ávallt hafnað og vísað allri gagnrýni á bug, hvaðan sem hún kemur.. Þeir fjölmörgu einstaklingar sem hafa EKKI fengið lóð í Kópa- vogi, þurfa að geta treyst á hlut- laus og sanngjörn vinnubrögð, að gildar forsendur hafi legið því til grundvallar að þeir fengu ekki lóð. Á meðan huglægt mat og per- sónuleg skoðun pólitískra fulltrúa ræður valinu er engu að treysta! Höfundur er oddviti Samfylking- arinnar í Kópavogi. Lóðaút- hlutanir GUÐRÍÐUR ARNARDÓTTIR Reykskynjarar á þúsund kall (rafhlaða innifalin)! Hvers virði er fjölskyldan? 990 krónur* Reykskynjarar eru ódýrir. Auðvelt er að setja þá upp og halda þeim við. Þeir eru mikilvægasta öryggistæki heimilisins. Skerandi vælið í þeim hefur bjargað fjölmörgum mannslífum. Samt eru talsverð brögð að því að reykskynjara vanti á íslensk heimili. Eftir hverju ert þú að bíða? Þú færð reykskynjara, slökkvitæki, eldvarnateppi og annan eldvarna- búnað í byggingavöruverslunum, sérverslunum, hjá trygginga- félögunum og víðar. Er þér þá nokkuð að vanbúnaði? Ítarlegar upplýsingar um eldvarnir heimilanna birtust í Eldvarnablaðinu sem kom út með Morgunblaðinu 23. nóvember. Blaðið er að finna á www.lsos.is. TM er samstarfsaðili LSS í Eldvarnaátakinu 2007. TRYGGINGAMIÐSTÖÐINwww.lsos.is www.tm.is *dæmi um verð í byggingavöruverslun 31.10.07 – á ekki við reykskynjarann á myndinni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.