Fréttablaðið - 29.11.2007, Síða 68

Fréttablaðið - 29.11.2007, Síða 68
 29. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Upp með hök- una! Það gæti nú gerst að þú hittir hana aftur! Já! Og kannski finna þeir Elvis á Mars! Hún gæti verið næsti kúnni sem kemur hingað inn! Einmitt! Það er alveg jafn líklegt og að vinna stóra vinninginn í Lottó! Pabbi... Farðu og keyptu nokkra lottómiða á meðan þetta endist! Hringdu í Tim varðandi efna- fræðiskýrslu Lesið og fjallið um grunnlögin Hagfræði, lesið kafl. 17 - 26 Hornafræðipróf á morgun 10 síðna ritgerð um myndmál í Laxness Skrifið um valfrjálst efni skil. miðvikudag Þú lítur út fyrir að vera afslappaðri en áðan! Í hvert skipti sem mér finnst ég hafa átt erfiðan dag kíki ég í dagbókina hans Palla, og þá líður mér betur. Pabbi, heldurðu að það sé ekki ódýrara að borga bara hrekkju- svíninu? KARATE- SKÓLINN Sjálfs- varnar- námskeið 19.990 Hérna Lalli, prófaðu þennan skó. SLEF TYGG TUGG Hmm... áttu eitthvað með minni hæl? Ertu búin að fæða, Linda?? Það var gott að heyra. Við samgleðjumst þér innilega! Stelpu eða strák? Stelpu eða strák? Stelpu. Já! Oh! Það gerir: tvær hæst- ánægðar, einn situr hjá. Það fer fátt meira í taug- arnar á mér en frasinn „konur eru konum verst ar“. Konur virð- ast ekki mega gera á hlut annarra kvenna án þess að hinn og þessi keppist við að halda þessu fram. Ég bíð alltaf eftir því að þetta æði renni yfir en það virðist ætla að verða löng bið. Um daginn fékk einhver erlend fegurðardrottning piparúða í and- litið og kjólunum hennar var stolið. Bingó! „Konur eru konum verstar,“ skrifaði einhver sem fann sig knú- inn til að blogga um fréttina. Þar áður voru knattspyrnukonur sagð- ar hafa tekið sig saman og kosið einn leikmann fram yfir annan. Virtur þjálfari kom í viðtal og lýsti því yfir að „konur væru konum verst ar“. Ég verð síðust til þess að halda því fram að konur séu alltaf til fyr- irmyndar í samskiptum sín á milli. Ofangreind dæmi sanna annað. Hins vegar heyrði ég engan segja að karlar væru körlum verstir þegar Björn Ingi sagði skilið við Vilhjálm & co. Júdas sveik Jesú en enginn hefur séð ástæðu til þess að klína því á hann að hafa verið vond- ur við allt sitt kyn. Börn bíta hvert annað og skilja útundan. Samt hrista fóstrurnar ekki hausinn og tauta: „Ussu, sussu. Börn eru börn- um verst.“ Enginn segir heldur neitt í þessa átt eftir slagsmál í miðbænum þar sem karlmenn ganga í skrokk hver á öðrum helgi eftir helgi. Öðru máli gildir í þeim örfáu tilfellum sem konur ráðast hver á aðra. Þá er alltaf einhver til- búinn til að halda því fram að 50 prósent mannkyns geri sér far um að vera andstyggileg innbyrðis. Tilgangurinn með þessum orðum er ekki að halda því fram að það séu eftir allt saman karlar sem eru hverjir öðrum verstir. Eða að konur séu körlum verstar, að karlar séu konum verstir eða eitthvað þaðan af heimskulegra. Mér þætti bara vænt um að fólk sparaði alhæfing- arnar og hlífði mér og mínu kyni við að vera sett í sama flokk og þær sem klína naglalakki í augun hver á annarri, stela kjólum og skilja útundan í fótboltaleik. STUÐ MILLI STRÍÐA Heimskulegasti frasi landsins SIGRÚN ÓSK KRISTJÁNSDÓTTIR ÞOLIR EKKI ALHÆFINGAR UM KONUR OG KARLA Villidýr í verði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.