Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.11.2007, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 29.11.2007, Qupperneq 72
44 29. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Kl. 17.15 92. Skáldaspírukvöldið fer fram á Amtsbókasafninu á Akureyri í dag kl. 17.15. Þar mun Árni Þórarinsson lesa upp úr nýútkominni skáld- sögu sinni, Dauði trúðsins. Yfir orðinu kontrapunktur hvílir dálítil dulúð eins og aldrei hafi tekist að svipta af því hulunni fyrir leikmenn. Þó ætti ekki að vera erfitt að gefa einhverja hugmynd um merkingu orðsins. 1) Tónskáld þarf að kunna að skrifa tvær eða fleiri raddir, laglínur, sem hljóma saman eftir settum reglum. Kontrapunktur er námsgreinin sem æfir þetta. Hann hefur áþekka stöðu í tónlistarnámi og teikniþjálfun í myndlist. Tekið er mið af stíl einhvers meistara frá liðnum öldum og líkt eftir aðferðum hans. Í tónlist felur þetta í sér dálitla hugarleikfimi, segjum eins og að gera létta súdóku. Það eru reyndar margir möguleikar á lausn dæmisins en leita þarf að þeirri fallegustu, þar sem mest jafnvægi og samræmi er milli raddanna. Á efri stigum þarf að semja línur sem passa saman eins og í keðjusöng eða hlýða öðrum og flóknari skilyrðum. Tilgangurinn er að þjálfa handverk nemandans svo hann læri að vinna skipulega með tónana til að ná einhverju markmiði sem hann setur sér. 2) Orðið er síðan notað um raddir í tónverki sem bera vott um þessa þjálfun: Til dæmis þegar sagt er að bassinn spili kontrapunkt við laglínuna. Átt er við að hann svari henni en hljómi samt við hana. Raddirnar mynda andstæður en um leið samhljóm. 3) Sem fyrr segir er þjálfunin bundin við tiltekinn stíl og algerlega er undir nemandanum komið hvernig hann nýtir hana við eigin tónsmíðar. Fyrirmyndin setur engar algildar reglur um hvernig raddir eiga að hljóma saman í tónverki. Hvert tímabil hefur sinn kontrapunkt og stundum á sjálf hugmyndin – að fella saman sjálfstæðar raddir – alls ekki við. 4) Öll tækni þarf að lúta æðri tilgangi. Annars verður hún eins og innantóm mælska. Þeim sem gleyma sér í kunnáttunni hættir til að skrifa eitthvað „af því það passaði svo vel“ þótt það eitt sé aldrei næg ástæða til að setja eitthvað á blað. Auðvitað freistast þeir sem mikið kunna til að sýna kunnáttu sína en oft hefur tónlistin liðið fyrir þetta. Þá getur kontrapunkt- ur verið leið þeirra sem ekkert hafa að segja til að tala gáfulega. En hann einn hefur aldrei verið mælikvarði á gildi tónverks. 6) Hvort sem tónskáldið notar svona tækni eða ekki er þjálfunin sem í faginu felst ómetanleg. Hún eykur útsjónarsemi, styrkir sýn á möguleika formsins, og gefur tilfinningu fyrir jafnvægi og andstæðum. Þekking á kontrapunkti ætti síðan að hjálpa höfundinum að ákvarða hvenær kontrapunkts er ekki þörf. Kontrapunktur Aðventan hefst nú um helg- ina með pomp og prakt þar sem margir af helstu kórum landsins bjóða upp á glæsi- lega tónleika af því tilefni. Hinn sívinsæli Kvennakór Reykjavíkur ríður á vaðið og kemur fram í Grensás- kirkju í kvöld kl. 20. Kórinn endurtekur tónleikana á laugardag kl. 17. Meðleikari á tónleikunum er Vignir Þór Stefánsson píanóleikari. „Efnisskrá tónleikanna einkennist af fjölbreytileika,“ segir Sigrún Þorgeirsdóttir, en hún er stjórn- andi kórsins. „Við ætlum að skapa hefðbundna aðventustemningu fyrir hlé með því að flytja kirkju- tónlist sem tengist árstíðinni, bæði íslenska og erlenda. Þar á meðal má finna tvo fallega sálma með raddsetningu eftir Þorkel Sigur- björnsson og Salve Regina eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Eftir hlé tekur allt önnur stemning við því þá munum við flytja gospeltónlist og vinsæl jólalög. Það verður því boðið upp á sitt lítið af hverju á þessum óvenjulegu aðventutón- leikum.“ Athygli vekur að kórinn flytur lög frá bæði Úkraínu og Afríku, en aðventutónlist frá þessum fram- andi stöðum hljómar sjaldan á tón- leikum hérlendis. „Úkraínska lagið, sem við flytjum með íslensk- um texta, er reyndar nokkuð þekkt jólalag í Bandaríkjunum en hefur ekki mikið heyrst á Íslandi. Texti afríska lagsins býður fólk velkom- ið og því þykir okkur við hæfi að hefja dagskrána eftir hlé á því. Afrísk tónlist helst að vissu leyti í hendur við gospeltónlistarhefðina og því passar þetta lag vel inn í efnisskrá tónleikanna.“ Sigrún hefur verið stjórnandi kórsins undanfarin ellefu ár. Hún segir tímann hafa liðið hratt, enda starfið afar skemmtilegt. Kórinn hefur á þessum tíma haldið fjöld- ann allann af tónleikum og ferðast til ólíkra landa. Fram undan hjá kórnum eru margvíslegir spenn- andi viðburðir að sögn Sigrúnar. „Ég hef stundum sagt í upphafi nýs árs að árið verði rólegt, en ég held að kórinn sé fyrir lengstu hættur að taka mig trúanlega. Við erum þegar komnar með þéttskipaða dagskrá á næsta ári með fyrirhug- aðri utanlandsferð, vortónleikum, þátttöku í kvennakóramótum og fleiru. Það er því meira en nóg að gera hjá okkur, en þannig viljum við líka hafa það.“ vigdis@frettabladid.is Fjölbreytileiki í fyrirrúmiSINNEP Atli Ingólfsson Borgarbókasafnið býður Reyk- víkingum upp á bókagöngu í tengslum við jólabókaflóðið, sem er með stærra móti þetta árið. Gengið verður um miðborgina og nýjar bækur kynntar áhugasömum lesendum. Leiðsögumenn verða ekki af verri endanum; þær Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur og Margrét Árnadóttir leikari munu ausa úr viskubrunnum sínum og glæða jólabækurnar lífi af sinni alkunnu færni. Gengið verður spölkorn um Kvosina, staldrað við hér og þar, aðallega þar sem húsaskjól býðst, og lesið úr nokkrum nýútkomnum bókum. Viðfangsefnið er Reykjavík, miðbæjarlífið, bóklestur og jólin. Markmiðið með göngunni er að bjóða upp á öðruvísi bók- menntakynningu á þessu tímabili anna í bókaútgáfu og bóklestri. Sérstakir gestir göngunnar verða rithöfundarnir Ari Jóhannesson, Einar Kárason, Gerður Kristný og Þórunn Erlu- Valdimarsdóttir sem öll standa í útgáfu nú fyrir jólin, en jafnframt verður lesið úr nýjum bókum fleiri höfunda. Ekkert kostar í gönguna og allir eru velkomnir. Líkast til er bókaormum þó hollara að vera vel klæddir, í skjólgóðum hlífðarfatn- aði og með húfu, vettlinga og trefil, þar sem veturinn er óneitanlega genginn í garð. Gangan fer fram á laugardag kl. 14 og lagt verður af stað frá Borgarbókasafninu við Tryggvagötu. Reikna má með að bókagangan taki um eina og hálfa klukkustund. - vþ Gengið um bókaslóðir > Ekki missa af … fimmta Súfistakvöldinu sem fer fram í kvöld á kaffihúsi Súfistans á Laugavegi 18. Að þessu sinni verða það höfundarnir Valur Gunnarsson, Eyvindur Karlsson, Sif Sigmars- dóttir og Aron Pálmi ásamt Jóni Trausta Reynissyni sem lesa upp úr verkum sínum. Upplesturinn hefst kl. 20. Gradualekór Langholtskirkju sendi nýverið frá sér sinn fjórða geisla- disk, en hann er samnefndur kórn- um. Kórinn sendi síðast frá sér disk fyrir tíu árum og því löngu orðið tímabært að hann láti að sér kveða á sviði útgáfu að nýju. „Það má segja að lagavalið á diskinum ráðist af því að við höfum haft flest þessarra laga á efnis- skránni hjá okkur undanfarin ár og þótti því við hæfi að taka þau upp og gefa út. Okkur langaði einfald- lega að koma þeim frá okkur á þennan hátt,“ segir Jón Stefánsson, organisti í Langholtskirkju, en hann hefur verið stjórnandi Grad- ualekórsins frá upphafi. Meðal verka sem flutt eru á disknum má nefna Maríuljóð Báru Grímsdóttur, japanska þjóðlagið Aizu-Bandai-San og tvær Ave Mari- ur, annars vegar eftir þá Bach og Gonoud og hins vegar eftir Cacc- ini. „Það kennir margra grasa á þess- um diski enda hefur kórinn ávallt sung- ið tónlist úr ólík- um áttum. Bæði kórinn og ég höfum gaman að því að blanda djass- aðri tónlist inn á milli sígildra verka. Ég tel fjölbreytnina að auki góða þjálfum fyrir kórinn þar sem ólíkar tónlistarstefnur krefjast ólíkrar raddbeitingar,“ segir Jón. Upptökur fyrir diskinn fóru fram í Langholtskirkju síðastliðið vor og var það Bjarni Rúnar Bjarnason, tónmeistari Ríkisút- varpsins, sem annaðist hljóðritun. Margir góðir tónlistarmenn koma fram með kórnum á disknum. Má þar nefna Ólöfu Kolbrúnu Harðar- dóttur söngkonu, sem syngur ein- söng í tveimur lögum. Sjö hljóð- færaleikarar koma fram á disknum, þau Lára Bryndís Eggertsdóttir á orgel og píanó, Arna Kristín Ein- arsdóttir og Kristjana Helgadóttir á flautur, Victoria Tarveskaia á selló, Kjartan Valdemarsson á píanó, Gunnar Hrafnsson á bassa og Erik Quick á trommur. - vþ Grallarar gefa út ÚLFHILDUR DAGSDÓTTIR Leiðsögumaður á bóka- göngu. FRÍÐUR FLOKKUR KVENNA Kvennakór Reykjavíkur æfir fyrir aðventutónleika sína. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR JÓN STEF- ÁNSSON Stjórnandi Graduale- kórsins. NÝI DISKURINN Fjórði diskurinn sem kórinn sendir frá sér. Fréttaveitan, fréttabréf HS hf fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir og efnir fyrirtækið til ljósmyndasamkeppni af því tilefni. Myndefnið skal vera af mannvirkjum HS hf en er að öðru leyti frjálst. Vegleg verðlaun eru fyrir fyrstu þrjú sætin og má nálgast nánari upplýsingar á heimasíðu HS hf. Slóðin er www.hs.is. Síðasti skiladagur er 7.12.2007. Hitaveita Suðurnesja hf, Brekkustíg 36, 260 Reykjanesbæ. Sími: 422 5200 - www.hs.is - hs@hs.is Ljósmyndasamkeppni Fréttaveitan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.