Fréttablaðið - 29.11.2007, Page 81

Fréttablaðið - 29.11.2007, Page 81
SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is www.skrudda.is FJÖLDAMORÐ Í FRAMHALDSSKÓLA Peter Houghton er 17 ára og hefur mátt þola grimmilegt einelti frá jafnöldrum sínum frá sex ára aldri. Öll þessi ár hafa kvalarar hans fundið upp á nýjum aðferðum til að niðurlægja hann þar til hann grípur loks til örþrifaráða. Hann fyllir bakpokann sinn af byssum, fer í skólann og drepur níu skólafélaga sína og einn kennara. Hvað fær ungan mann til að fremja slíkan glæp? Hvaða leið á einstaklingurinn út úr óbærilegum kringumstæðum? Er í lagi að svara fyrir sig? Má maður vera öðru vísi en allir hinir? Í þessari æsispennandi sögu veltir Jodi Picoult m.a. upp þessum spurningum um sekt, samvisku og baráttu við ofurefli. Ingunn Ásdísardóttir þýddi bókina. ENN EIN METSÖLUBÓKIN FRÁ HÖFUNDI Á ÉG AÐ GÆTA SYSTUR MINNAR? Bókin fær algerlega fjórar stjörnur í mínum kladda og ég mæli með henni í hvaða jólapakka sem er. – Kolbrún Skaftadóttir, Pennanum REBUS OG RANKIN UPP Á SITT BESTA Forystumenn G8 – helstu iðnríkja heims – eru samankomnir í Edinborg. Lögreglan á í mesta basli með að halda aftur af kröftugum mótmælum. John Rebus varðstjóri hefur verið gerður óvirkur á þessari örlagstundu af því að yfirvöld óttast að hann kunni að stofna til einhverra leiðinda. Það breytist þó allt þegar ungur stjórnmálamaður fellur niður af múrum Edinborgarkastala og dregur Rebus inn í atburðarásina. Annað og ógnvænlegra mál skyggir brátt á þetta. Dularfullar vísbendingar benda til þess að raðmorðingi sé á ferli steinsnar frá Gleneagles, þar sem æðstu menn sitja á fundi. Yfirvöld vilja umfram allt breiða yfir bæði þessi mál til þess að skyggja ekki á heimssögulegan atburð. Rebus fylgir þó engum reglum fremur en fyrri daginn. Þýðandi er Björn Jónsson. MORÐ Í REYKJAVÍK Þann 18. janúar 1968 var Gunnar S. Tryggvason leigubílstjóri myrtur í bíl sínum við Laugalæk í Laugarnesi. Rannsóknin sem fylgdi í kjölfarið varð strax mjög umfangsmikil án þess að nokkur haldbær spor fyndust eftir ódæðismanninn. Rúmu ári eftir að rannsókn málsins hófst fannst morðbyssan fyrir algjöra tilviljun. Í framhaldi af þeim fundi var maður handtekinn og grunaður um morðið. DULARFYLLSTA MORÐGÁTA 20. ALDAR Hver myrti Gunnar Tryggvason leigubílstjóra? Hvers vegna var hann myrtur? Hvað fór úrskeiðis við rannsóknina? ÆSISPENNANDI FRÁSÖGN AF EINU EINKENNILEGASTA MORÐMÁLI 20. ALDAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.