Fréttablaðið - 29.11.2007, Side 85

Fréttablaðið - 29.11.2007, Side 85
FIMMTUDAGUR 29. nóvember 2007 57 Hljómsveit- irnar Cliff Clavin, Art- ika og Thing- tak eru komnar í úrslit hljóm- sveitar- keppninnar Global Batt- le of the Bands sem verður hald- in á Gauki á Stöng á föstudags- kvöld. Fleiri hljómsveitir bætast við í kvöld þegar síðara undanúrslita- kvöldið verður háð á Gauknum. Etja þá kappi Endless Dark, Ask the Slave, My Cryptic Project, Narfur, Tab 22 og Stor- yteller. Sig- urvegarinn á föstudags- kvöld kepp- ir fyrir Íslands hönd í lokakeppni Global Batt- le of the Bands í London 4. til 6. desember. Í verðlaun eru sex milljónir og tónleikaferð um heiminn. Gauk- urinn verður opnaður kl. 20 öll kvöldin og kostar 500 kr. inn. Þrjár sveitir áfram ASK THE SLAVE Hljómsveitin Ask the Slave verður á meðal keppenda í kvöld. Plötusnúðurinn Deadmau5 þeytir skífum á Nasa á föstudagskvöld. „Hann er nýkominn á danstónlist- armarkaðinn en er strax búinn að slá í gegn,“ segir Kiddi hjá Flex Music sem stendur fyrir tónleik- unum. Tónlistarmenn og plötusnúðar á borð við Tiesto, Carl Cox, Nic Fanciulli, James Zabiela, Paul Van Dyke, Sasha, John Digweed, Sebastien Leger, Chris Lake og Eddie Halliwell hafa allir verið að spila tónlist frá Deadmau5. Sömuleiðis hefur hann verið iðinn við að endurhljóðblanda hin ýmsu lög. Forsala á Deadmau5 fer fram í Mohawks og á Skór.is. Miðaverð er 2.000 krónur. Deadmau5 þeytir skífum DEADMAU5 Plötusnúðurinn Deadmau5 þeytir skífum á Nasa á föstudagskvöld. Hljómsveitin Thundercats heldur útgáfutónleika á Organ í kvöld til að fagna sinni fyrstu plötu, New Wave. Þýska útgáfufyrirtækið Nordic notes gefur plötuna út í Þýskalandi, Austurríki og Sviss en útgáfa kattanna, Hanndatt, gefur út hér á landi. Kjarni sveitarinnar er mannað- ur af tveimur meðlimum rokk- sveitarinnar Úlpu en að vanda mun tónlistarkonan Jara syngja með þeim á tónleikunum og grípa í einhver hljóðfæri. Tónleikarnir hefjast klukkan 23 og er ókeypis inn. Hægt verður að kaupa plötuna á góðu verði á tónleikun- um. Nánari upplýsingar um Thundercats má finna á www. myspace.com/hanndatt. Thundercats fagna útgáfu THUNDERCATS Hljómsveitin Thundercats heldur útgáfutónleika á Organ í kvöld. Hljómsveitin Hjálmar heldur tvenna útgáfutónleika fyrir norðan á næstunni til að kynna nýjustu plötu sína, Ferðasót. Fyrri tónleikarnir verða á Græna hattinum á Akureyri á föstudags- kvöld og síðari tónleikarnir verða í Síldarminjasafni Siglufjarðar, Gránu, á laugardag klukkan 15. Hjálmar héldu vel heppnaða útgáfutónleika á Nasa síðastliðinn laugardag þar sem gestir skemmtu sér konunglega. Spiluðu þá þrír nýir liðsmenn sveitarinn- ar með henni í fyrsta sinn, þeir Helgi Svavar, Davíð Þór og Valdimar úr hljómsveitinni Flís. Tvöfalt hjá Hjálmum HJÁLMAR Hljómsveitin Hjálmar heldur tvenna útgáfutónleika fyrir norðan á næstunni. Anarkistahópurinn Andspyrna og náttúruverndarhreyfingin Saving Iceland halda andspyrnuhátíð í Tónlistarþróunarmiðstöðinni á föstudag. Fram koma sjö hljóm- sveitir úr pönk- og rokkgeiranum, þar meðal Reykjavík!, Celestine, We Made God og Dys. Skipuleggjandinn Siggi Pönk segir að hátíðin sé sú sjöunda í röð- inni. „Markmiðið með þessari hátíð er að gefa út túristabækling á ensku og þýsku til að benda þeim á að það er verið að eyðileggja landið sem þau eru að skoða,“ segir Siggi. „Það verður að hafa öll járn úti til að verja landið fyrir gróða- pungum. Það er engin hugsjón á bak við það að virkja enda er ekk- ert atvinnuleysi eða neitt.“ Á hátíðinni verða hljómsveitir færðar niður af sviðinu þannig að skilin milli hljómsveitar og tón- leikagesta verða engin. Myndvarpi mun varpa kvikmyndum á veggi Hellisins auk þess sem geisladisk- ar, vinylplötur og kassettur verða seld. Hátíðin hefst klukkan 20 og ætti að vera lokið um klukkan 23. Aðgangseyrir er 500 krónur. Rokk og andspyrna REYKJAVÍK! Hljómsveitin Reykjavík! spil- ar á andspyrnutónleikum á föstudag. NÝDÖNSK Frábær safnplötupakki Vinsælustu lögin og DVD mynddiskur með öllum myndböndunum. 8 geislaplötur Allar hljóðversplöturnar ásamt aukaplötu. 60 síðna textabók með öllum textunum. 20 ára afmælisútgáfur 1987 - 2007

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.