Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.04.2008, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 19.04.2008, Qupperneq 64
36 19. apríl 2008 LAUGARDAGUR Ú TÓN var stofnuð fyrir til- stuðlan Samtóns, sem eru regnhlífarsamtök rétthafa- samtaka í tónlistargeiranum. Samstarfsaðilar að skrifstof- unni eru Landsbanki Íslands og Útflutningsráð Íslands, en þar að auki leggja utanríkisráðuneytið, menntamála- ráðuneytið og iðnaðarráðuneytið fram fé til rekstursins. Þegar nægilegs fjár hafði verið aflað til þess að reka skrifstofuna í þrjú ár var Anna Hildur ráðin framkvæmdastjóri. ÚTÓN hefur á þessum tíma fest sig rækilega í sessi, byggt upp öfluga vefsíðu sem er and- lit skrifstofunnar út á við, og sinnir mikil- vægu markaðs- og kynningarstarfi. ÚTÓN hefur einnig staðið fyrir fjölda kynninga á viðburðum og hátíðum þar sem íslenskar hljómsveitir hafa komið fram. Mikil ánægja hefur með störf ÚTÓN til þessa, bæði meðal Útflutningsráðs og helstu samstarfsaðila skrifstofunnar. „Þeir hafa allir lýst því yfir með einum eða öðrum hætti að verið sé að vinna gott starf, þannig að ég held að við séum í góðum málum. Það er alla- vega nóg að gera hjá okkur og það er næg eftirspurn eftir að fá að nýta skrifstofuna. Ef það er til einhver mælikvarði um hvort skrifstofan hafi sannað tilverurétt sinn eða ekki held ég að henni hljóti að hafa tekist það,“ segir Anna og örlítið stolt gerir vart við sig. Jákvætt andrúmsloft Þegar Anna Hildur var nýbyrjuð í þessu starfi birtist viðtal við hana hér í Fréttablað- inu, en þá var hún stödd á SPOT hátíðinni í Danmörku þar sem Reykjavík!, Pétur Ben og Helgi Hrafn komu fram. Þá hafði Anna uppi háleitar hugmyndir um framtíð skrif- stofunnar og því lá beinast við að spyrja Önnu hvernig þetta fyrsta ár hefur gengið. „Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt ár, jafnvel skemmtilegra en ég átti von á. Ég átti alltaf von á að þetta myndi ganga vel en það hefur skapast alveg einstaklega jákvæð- ur andi í kringum þetta. Mikið og gott sam- starf er við alla samstarfsaðila og auðvitað við tónlistarfólkið sjálft,“ svarar Anna Hild- ur og heldur áfram. „Við höfum formast og mótast, bæði eftir viðbrögðum og fyrir- spurnum sem hafa komið til okkar. Það hefur myndast skemmtilegur díalógur milli okkar og þeirra sem eru í útrás og það hefur tekist mjög vel að byggja grunninn að einhverju þar sem fólk getur komið saman og unnið að árangri.“ Skemmtilegast af öllu finnst Önnu að nefna þann beina árangur sem orðið hefur af ÚTÓN. „Ein hátíð þar sem okkur tókst mjög vel upp var SPOT-hátíðin [árleg hátíð haldin í Árósum] en þar tókum við þátt í að kynna íslensku tónlistarmennina mjög vel. Þar fékk Helgi Hrafn Jónsson umboðsmann og er núna að túra með Teiti á þriggja mánaða heimsreisu og nýverið fór Pétur Ben á þriggja vikna tónleikaferð með Kaizers Orchestra í Noregi og það er líka tilkomið með þáttöku hans á SPOT-hátíðinni. Auðvit- að er gaman þegar svona raunverulegur árangur hlýst og að við áttum þátt í því. En auðvitað eru það samt alltaf listamennirnir sem verða þess valdandi að einhver árangur náist.“ Tíu þúsund fá fréttir frá ÚTÓN Anna Hildur segir að fyrst og fremst hafi ÚTÓN náð að stimpla sig inn á þessum erfiða markaði sem tónlistarbransinn er. Fyrir- spurnum til Önnu hefur fjölgað gríðarlega á þessu ári sem nú er liðið, sem er mjög jákvætt að sögn enda höfuðmarkmið skrif- stofunnar að vera gluggi út á við. „Við eigum að vera með aðgengi að þeim tenglum og upplýsingum sem fólk þarf að utan. Í gegn- um okkur á að vera hægt að tengjast við- skiptaböndum.“ Anna Hildur nefnir sérstaklega heimasíðu ÚTÓN (icelandmusic.is) sem lykilhlekk að árangri. Þar er að finna helstu þjónustu sem aðilar að tónlistarmarkaðnum þurfa á að halda. Þar eru einnig sagðar fréttir af íslensku tónlistarlífi, listamönnum, tónlist- arhátíðum og svo framvegis. ÚTÓN sendir einnig út mánaðarlegt fréttabréf sem fer til um tíu þúsund manns um allan heim. Styðja þarf innviðina Eftir allt bjartsýnistal verður samt ekki hægt að komast hjá því að spyrja út í það sem miður hefur farið á fyrsta starfsári ÚTÓN. „Ákveðnir þættir á heimasíðunni tóku lengri tíma í þróun en ég get ekki sagt annað en að allt hafi gengið vel og verið jákvætt,“ svarar Anna. Hún segir jafnframt að skrifstofan finni núna fyrir einhverjum takti sem skrifstofan fylgi eftir. Hún nefnir sem dæmi fræðslukvöld sem skrifstofan setti á laggirnar. „Við vissum ekki á hverju við áttum von. Við byrjuðum á námskeiði um styrki og sjóði, enda erum við alltaf að fá fyrirspurnir um slík mál. Við tókum saman efni þessu tengdu, héldum námskeið í Nor- ræna húsinu og það var uppselt á það. Það kom okkur algjörlega í opna skjöldu að svona mikill áhugi væri á efninu en um 120 manns mættu á þriðjudagskvöldi.“ Anna sleppur samt ekki svona auðveldlega frá því að segja frá neikvæðum hliðum starfs síns. Hún er því áfram spurð hvað vanti fyrir íslenskan tónlistarmarkað í útrásarhugleið- ingum. „Ég held að það vanti að styðja við innviðina. Við þurfum að styrkja viðskipta- umhverfið til þess að eiga betri möguleika á að eiga alþjóðleg viðskipti í kringum íslenska tónlist.“ Anna undrast að ekki sé unnið meira með íslenska tónlist því hún sé ein af okkar sterk- ustu greinum. „Fólk er mikið að tala um ímyndarmál Íslands, verið var að gera skýrslu um ímynd landsins og hvernig eigi að halda á ímyndarmálum. Íslenskt tónlist- arfólk hefur skapað alveg gríðarlega sterka ímynd á alþjóðlegum vettvangi, en við þurf- um sjálf að styrkja innviðina hér heima, byggja grunninn og styrkja viðskiptaum- hverfið. Þannig lærum við betur að halda utan um viðskiptin til að það komi peningar.“ Anna nefnir einnig að bæta þurfi hringrás fjármagns í gegnum tónlistargeirann. Nálg- ast þurfi meira fjármagn til að skapa betra viðskiptaumhverfi sem yrði nægilega öflugt til að hvetja til alþjóðlegra viðskipta í tónlist. „Íslenskt tónlistarlíf þarf að fara í laxveiði, renna fyrir á öllum stöðum og sjá hvar bítur á,“ útskýrir Anna og hlær. Heimspressan liggur dolfallin Að sögn Önnu er tónlistarbransinn að ganga í gegnum einhvers konar millibilsástand á heimsvísu og á meðan þessar breytingar eigi sér stað verði að nýta þau tækifæri sem bjóð- ast. En hver eru þessi tækifæri og hvernig á íslenskt tónlistarlíf að nýta sér þau? „Mögu- leikarnir eru mjög miklir. Íslenskir tónlist- armenn eru eftirsóttir og þeir fá mikla athygli.“ Anna nefnir sem dæmi að á Aldrei fór ég suður hafi verið 23 blaðamenn frá fjórum löndum. „Síðan birtast stórar greinar í heimspressunni þar sem fólk er dolfallið yfir hæfileikunum hérna og hvað sé mikil sérstaða og gróska í tónlistarlífinu. Okkur skortir þess vegna ekki athyglina eða áhug- ann en við þurfum að næra hann og koma okkar fólki í þau tengsl og á þá markaði sem þau geta virkilega uppskorið. Þrátt fyrir að plötusala hafi dregist saman er fullt af tæki- færum þarna úti. Viðskiptamátinn er að breytast, meiri peningar eru til dæmis í tón- leikahaldi. Það eru að skapast öðruvísi sam- bönd og við eigum alveg jafn mikla mögu- leika og allir aðrir. Ég tala nú ekki um að með þessari stafrænu byltingu sem er að festa sig í sessi eru möguleikar lítilla þjóða eins og Íslands í rauninni miklu meiri en þeir hafa nokkurn tíman verið. Sérstaðan felst í fjölbreytni Eftir ár í mótun er komið að því að styrkja og bæta starf ÚTÓN enn frekar. „Við erum að skoða hvar við getum þróað betra tengslanet við tónlist með sérstöðu, eins og í heimstón- list. Við erum einnig að skoða hvernig við getum unnið með tónskáldum og klassíska geiranum. Þetta eru hlutir sem fá meiri athygli og vægi á þessu ári,“ segir Anna. Hugmyndin með því að sýna þessum geirum meiri athygli sé að útvíka hugmyndir fólks um íslenskt tónlistarlíf. „Sérstaða íslensks tónlistarlífs felst í fjöl- breytninni. Þetta er klisja sem maður rekst aftur og aftur á en útlendingar heillast af. Frjáls og óhefluð sköpunargleði einkennir tónlistarlífið og fólk tekur eftir því hvað lítið er farið eftir formúlum hér. Sérstaða íslensks tónlistarlífs felst þess vegna ekki bara í ein- hverju einu, sem sést best á því hverjir eru að ná árangri. Þarna komum við einmitt að helsta hlut- verki skrifstofunnar, sem er þetta samtal milli okkar og tónlistarmanna á öllum svið- um. Galdurinn að árangri er að við vinnum saman og áttum okkur á því hvað virkar og hvað ekki,“ segir Anna Hildur að lokum. Hefur sannað tilverurétt sinn Fyrir rétt rúmu ári síðan var Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) sett á laggirnar. Anna Hildur Hildibrandsdóttir var ráðin framkvæmdastjóri og hefur hún sinnt þessu starfi af mikilli kostgæfni undanfarið ár og séð um að móta stefnu ÚTÓN. Steinþór Helgi Arnsteinsson settist niður með Önnu Hildi eftir þetta fyrsta viðburðaríka ár og ræddi við hana um hvernig starfið á skrifstofunni hefur vaxið og dafnað. ANNA HILDUR AÐ STÖRFUM Á FLATEYRI Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri Útflutningsskrif- stofu íslenskrar tónlistar mætti að sjálfsögðu á Aldrei fór ég suður og sá meðal annars um ferð erlendra blaðamanna í Önundarfjörð. Skrifstofan hefur verið starfandi í rúmt ár og hefur á þessum stutta tíma svo sannarlega sannað tilverurétt sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR SVEINSSON ➜ UM ÚTÓN JÓN ÁSBERGSSON, FRAMKV.STJÓRI ÚTFLUTN- INGSRÁÐS „Þó svo að skrifstofan hafi aðeins starfað í rúmt eitt ár hefur hún að mínu mati náð afar góðum árangri. Mark- aðs- og kynningarstarfið fór strax af stað og hefur verið mjög öflugt, og þar höfum við notið þeirra tengsla sem Anna Hildur hefur inn í þennan heim tónlistar í gegnum fyrri störf sín. Þá finnst mér líka ástæða til að benda á fræðslustarfið, sem boðið hefur upp á margar nýjungar sem hin unga stétt tónlistarfólks hefur móttekið með miklum fögnuði. Mér finnst því að starfið hafi tvímælalaust skilað árangri. Fyrir okkur hér hjá Útflutningsráði hefur það líka verið gefandi að hafa ÚTÓN sem samstarfsaðila og ég tel samstarfið gott dæmi um hvernig ólíkir aðilar geta haft gagn og gaman af nánu samstarfi.“ NÍNA MARGRÉT GRÍMSDÓTTIR, PÍANÓLEIKARI „Það er mikill fengur að tilkomu Útflutningsskrifstofunnar fyrir tónlistarfólk á Íslandi og á hún örugglega eftir að vaxa og dafna undir öruggri forystu Önnu Hildar. Ég hef tekið þátt í nokkrum tón- listarráðstefnum innanlands og erlendis á vegum Útflutningsskrif- stofunnar á tímabilinu 2007-08. Þar má telja Popkomm í Berlín, Midem í Cannes og ráðstefnu um tónlist á veraldarvefnum sem haldin var í Reykjavík með þátttöku erlendra og innlendra fyrirlesara. Það er styrkur fyrir tónlistarfólk að eiga aðgengi að formlegri skrifstofu sem rekin er á sömu forsendum og skrifstofur annarra útflutningsgreina, þ.e. að markaðssetja og flytja störf tónlistarfólks út fyrir landsteinana. Slík skrifstofa hefur margfalt meiri möguleika á að ná árangri fyrir hönd sinna umbjóðenda heldur en einstaklingarnir, ástæðan er einfaldlega að vægi starfseminnar er meira gagnvart umheiminum.” MUGISON, TÓN- LISTARMAÐUR „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur tónlistarmenn sem erum í endalausum útrásarpæling- um að geta leit- að á einn stað og aflað okkur upplýsinga. Þá erum við sérstaklega heppin að hafa Önnu því hún á að baki margra ára reynslu í bransanum. Maður er oft að finna upp hjólið í þessu og þess vegna er gott að fá ráðleggingar frá Önnu um útrásarhugmyndir.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.