Fréttablaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 2
2 26. apríl 2008 LAUGARDAGUR
MÓTMÆLI Fjöldi fólks sat fastur í
umferðinni þegar ríflega eitt
hundrað unglingar lokuðu allri
umferð vestur Miklubraut við
gatnamót Kringlumýrarbrautar í
ríflega klukkustund. Mótmælin
höfðu verið auglýst á Netinu og
smáskilaboð gengið á milli. Boðað
var til andúðar undir fyrirsögninni
„Látum ekki berja niður lýðræð-
ið“.
Ungmennin söfnuðust saman um
tvöleytið og á sama tíma hafði
hópur unglinga ákveðið að gera sér
glaðan dag og efna til „spaugilegra
mótmæla“. Þeir mættu með hár-
kollur og skrautleg mótmæla-
spjöld, gáfu súkkulaði og hvöttu
alla til að skemmta sér vel.
Brátt fjölgaði í hópnum, krakkar
langt undir fermingu flykktust að
og ljóst var að stefndi í einhvern
hasar.
Ungmennin lokuðu umferð á
tveimur akreinum; beygjuakrein-
um til hægri inn Kringlumýra-
braut. Annarri umferð var leyft að
halda áfram fyrsta kastið, en eftir
því sem fjölgaði í hópnum var fleiri
akreinum lokað uns allt var stopp.
Tveir lögreglumenn mættu á
svæðið og reyndu að tala um fyrir
krökkunum, sem létu sér ekki segj-
ast. Eftir mikið þóf var kallað út
aukalið. Á endanum var gatan rudd
og umferð komst í samt lag.
Mótmælin voru af ýmsum toga.
Sumir töluðu um hátt bíóverð, aðrir
að allt væri svo dýrt, einhverjir
nefndu bílstjóra og aðrir sögðust
mótmæla öllu.
Bílstjórar virtust flestir taka
þessu vel þótt einhverjir hefðu á
orði að mótmælendur væru svo
ungir að árum að hátt bensínverð
truflaði þá varla.
kolbeinn@frettabladid.is
Þorsteinn, er þetta ólöglegt
brottkast á eggjum?
„Nei, bara fínn bissness fyrir mig.“
Eggjum var kastað að lögreglumönnum í
átökunum í Norðlingaholti í vikunni. Þor-
steinn Sigmundsson er formaður Félags
eggjabænda.
ostur.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
Grill og
ostur
– ljúffengur
kostur!
Hundrað unglingar
lokuðu Miklubraut
Hópur unglinga lokaði umferð vestur Miklubraut við gatnamót Kringlumýrar-
brautar í gær í mótmælaskyni. Lögregla ruddi götuna eftir nokkurt þóf.
UMFERÐ STÖÐVUÐ Krakkarnir settust sumir á götuna og stöðv-
uðu þannig umferð. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
MÓTMÆLT Ýmsu var mótmælt og fólki
var misheitt í hamsi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
LÍFSGLAÐIR Nokkrir ungir menn hófu það sem þeir kölluðu
„spaugileg mótmæli“. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
„Ég er að mótmæla
þessari svívirði-
legu gjaldtöku
sem ríkisstjórnin
stendur fyrir,“ segir
Karl Jóhannsson.
„Þegar maður fær
útborgað eru lagðir
skattar á allt, skattur á bensín,
skattur í bíó og allt. Á hverju á
maður eiginlega að lifa?“
SVÍVIRÐILEG
GJALDTAKA
„Ég er hér til að
mótmæla háu
bensínverði og ekki
síst allt of harka-
legum aðgerðum
lögreglu á miðviku-
dag,“ segir Kristrún
Pétursdóttir.
„Við sýnum hér að við tökum
líka þátt í þessu og segjum okkar
skoðun. Þetta er algjört rugl!“
LÖGREGLA OF
HARKALEG
FJÖLMIÐLAR „Mín skoðun er sú að
blaðamaður er ekkert ef hann
hefur ekki trúverðugleika. Þar
sem einhverjir
voru farnir að
efast um hann var
ekki um annað að
ræða,“ segir Lára
Ómarsdóttir
sjónvarpsfrétta-
kona sem í gær
sagði upp og
hætti störfum á
Stöð 2.
Lára sagði upp í kjölfar
umdeildra ummæla sinna um að
hún gæti ef til vill fengið mót-
mælendur á Norðlingaholti á
miðvikudag til að haga eggjakasti
sínu þannig að það hentaði
útsendingu á Stöð 2. Lára segir
þetta aðeins hafa verið gráglettið
grín. Steingrímur Sævarr
Ólafsson, fréttastjóri Stöðvar 2,
sagði í gær að ákvörðun Láru
væri rétt. - gar
Dýrkeypt orð um eggjakast:
Segist hafa misst
tiltrú og hættir
LÁRA ÓMARS-
DÓTTIR
BANDARÍKIN, AP George W. Bush
Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í
gær að byrjað yrði að greiða út
áður boðaðan skattaafslátt strax á
mánudag, öllu fyrr en áformað
hafði verið. Þetta væri gert í því
skyni að hjálpa bandarískum
almenningi að standa af sér
hækkanir á eldsneytis- og
matvælaverði og forða banda-
rísku efnahagslífi frá kreppu.
„Frá og með mánudegi munu
áhrif efnahagshvatapakkans
byrja að ná til milljóna heimila
um land vort þvert og endilangt,“
sagði Bush í ávarpi í Hvíta
húsinu. - aa
Aðgerðir gegn kreppu vestra:
Bush flýtir skatt-
endurgreiðslum
SVEITARSTJÓRNIR Borgarráð sam-
þykkti í gær að selja félaginu
Novator, sem er í eigu Björgólfs
Thors Björgólfssonar, Fríkirkju-
veg 11 fyrir 650 milljónir króna.
Ólafur F. Magnússon borgar-
stjóri segir að bindandi kaupsamn-
ingur um viðskiptin hafi verið
gerður fyrir fimmtán mánuðum.
Hann hafi í upphafi verið andvígur
hugmyndinni um sölu hússinu
enda hafi aðgengi almennings að
Hallargaðinum ekki verið tryggt.
„Ég lét þá bóka að það væri óheppi-
legt að samþykkja söluáformin þar
sem þau væru ekki nægilega vel
undirbúin. Það hafa reynst orð að
sönnu, því síðan er liðið eitt og
hálft ár án þess að söluferlinu
ljúki,“ segir í bókun borgarstjóra
sem almenningi nú hafa verið
tryggt óskert aðgengi að Hallar-
garðinum.
Þorleifur Gunnlaugsson úr
Vinstri grænum, sem einn greiddi
atkvæði gegn sölunni, segir í
bókun að Reykjavíkurborg sé að
afsala sér forræðis yfir Hallar-
garðinum öllum. „Hér tekur stein-
inn úr þegar auðmenn fá slík for-
réttindi til afnota,“ segir
Þorleifur.
Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður
Björgófs Thors, segir í tilkynningu
að nú geti allir velunnarar húsins
og Hallargarðsins snúið bökum
saman. „Vonast félagið eftir góðu
og farsælu samstarfi við borgaryfir-
völd og borgarbúa alla við þá upp-
byggingu sem laða mun almenning
á nýjan leik að þessum fallega stað
í miðbæ Reykjavíkur.“ - gar
Borgarstjóri segir fimmtán mánaða gamlan kaupsamning hafa verið bindandi:
Sala á Fríkirkjuvegi samþykkt
HALLARGARÐURINN Nýr eigandi vill
samstarf við alla borgarbúa um upp-
byggingu í Hallargarðinum.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
VESTURLAND Ljósleiðari milli
Ólafsvíkur og Hellissands rofnaði
laust fyrir hádegi í gær.
Rofið varð við Hólmgeirsá og
hafði þau áhrif að Internet- og
GSM-sambandslaust varð á
Hellissandi og Rifi mestanpart
gærdagsins.
Ráðist var í viðgerð á ljósleiðar-
anum samstundis og lauk henni
laust fyrir klukkan 18. - kg
Rof á ljósleiðara í gær:
Hellissandur og
Rif án Netsins
DÓMSMÁL Birgir Páll Marteinsson
hefur ákveðið að áfrýja ekki sjö
ára fangelsisdómi sem hann fékk í
Færeyjum, fyrir fíkniefnasmygl.
Ekki var ljóst hvort saksóknari
myndi áfrýja þegar blaðið fór í
prentun. Ef af því verður er ljóst
að Birgir Páll mun gagnáfrýja,
segir Ólavur Jákup Kristoffersen,
verjandi hans.
Ólavur segir að Birgir hafi
óttast að dómurinn yrði þyngdur ef
hann áfrýjaði. Þá þrái hann að
komast til Íslands, en ef hann hefði
áfrýjað hefði setið í fangelsi í
Danmörku eða Færeyjum þangað
til málið yrði tekið fyrir. Það gæti
tekið hálft til eitt ár. - kóp
Birgir Páll í Færeyjum:
Áfrýjar ekki
fangelsisdómi
Lækka hámarkshrað víðar
Borgarráð hefur falið umhverfis- og
samgönguráði að gera tillögur um
fjölgun svæða í íbúðarhverfum þar sem
hámarkshraði verði 30 kílómetrar á
klukkustund. Einnig á að gera áætlun
um fjölgun „mislægra göngutengsla“.
REYKJAVÍK
MÓTMÆLI Félagsskapurinn Vinir
Tíbets mun standa fyrir mótmæl-
um fyrir utan kínverska sendiráð-
ið við Víðimel klukkan 13 í dag.
Í fréttatilkynningu segir að
tilgangur mótmælanna sé að
minna á að heimurinn fylgist
grannt með ástandinu í Tíbet og
einnig til að heiðra Panchen
Lama, næstæðsta Lama Tíbeta,
sem var rænt í æsku af kínversk-
um yfirvöldum þegar hann var
sex ára gamall.
Lögregla hefur að ósk kín-
verska sendiráðsins vaktað
sendiráðið allan sólarhringinn
síðustu tvær vikur. Ekki er vitað
til þess að hótanir hafi borist
sendiráðinu. - kg
Mótmæli við sendiráð Kína:
Ástandinu í Tí-
bet mótmælt
VAKT Lögregla hefur vaktað kínverska
sendiráðið í ómerktum bíl síðustu daga.
DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur
úrskurðað að samningar um
byggingu tónlistar- og ráðstefnu-
húss í Reykjavík verði gerðir
opinberir, að undanskildum til-
greindum upplýsingum.
Forsaga málsins er sú að Eign-
arhaldsfélagið Fasteign hf. og
Klasi hf. buðu í sérleyfi til að
byggja og reka húsið, ásamt Port-
usi hf., sem fékk verkið. Fyrir-
tækin tvö óskuðu eftir afriti af
samningunum, en því var neitað.
Úrskurðarnefnd upplýsingamála
komst að þeirri niðurstöðu að
fyrirtækjunum bæri aðgangur að
samningunum. Reykjavíkurborg,
Portus og Ríkiskaup kærðu þann
úrskurð til héraðsdóms sem
sýknaði Klasa og Fasteign og nú
hefur Hæstiréttur staðfest þann
dóm.
Ríkið og Reykjavíkurborg
stofnuðu á sínum tíma með sér
einkahlutafélagið Austurhöfn –
TR. Samningur þess við Portus
var gerður þann 9. mars 2006 og
kynntur samdægurs í borgarráði
sem trúnaðarmál. Fyrirtækin
kröfðust afrits af samningnum
með bréfi 22. mars sama ár og
nú, rúmum tveimur árum síðar,
er kominn botn í málið með
úrskurði Hæstaréttar.
Jón Steinar Gunnlaugsson
hæstaréttardómari skilaði sérá-
liti, en hann telur að ekki þurfi að
veita aðgang að samningnum.
- kop
Úrskurður úrskurðarnefndar um samninga um Tónlistarhús stendur:
Þurfa að opinbera samninga
SAMNINGAR OPINBERIR Þessir samn-
ingar skulu opinberaðir að mestu. Frá
undirritun 2006. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
SPURNING DAGSINS