Fréttablaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 26. apríl 2008 27
LANDSMÓT Á HÖFN
lá í leyni
Einar á Kálfafellsstað var beðinn
fyrir skilaboð til almættisins.“
Eitt af nýmælum mótsins er að
hver kona í kórunum þrettán gat
valið sér vinnuhóp. Þeir eru fjórir
talsins og skiptast í þjóðlög, dæg-
urlög, ryþmískan söng og erfið-
ari verk. Hóparnir eru að störfum
fram eftir degi í dag en síðdegis er
komið að sameiginlegri dagskrá í
íþróttahúsinu, þar sem hver kór
flytur tvö lög sem hann hafði í far-
teskinu. Í kvöld er hátíðarkvöld-
verður og heimatilbúin skemmti-
dagskrá. Á morgun klukkan 14 er
svo komið að hápunktinum er kór-
arnir kynna afrakstur vinnuhópa
og syngja saman landsmótslagið.
Það var samið sérstaklega fyrir
mótið af Þóru Marteinsdóttur
(Marteins Hunger Friðrikssonar)
við ljóð staðarskálds Hornafjarð-
ar, Guðbjartar Össurarsonar og
nefnist Þegar sólin skín. Undirleik
annast stórhljómsveit Jóhanns
Moráveks sem sköpuð var fyrir
þennan viðburð. Þess má geta að
ókeypis er á tónleikana bæði í dag
og á morgun. gun@frettabladid.is
KVENNAKÓR
HORNAFJARÐAR
Gestgjafar
Gígjunnar að
þessu sinni.
Kvennakór
Hornafjarðar
ásamt kórstjór-
anum Svavari
Sigurðssyni og
undirleikaranum
Jónínu Einars-
dóttur.
M
YN
D
/K
VE
N
N
A
KÓ
R
H
O
R
N
A
FJ
A
R
Ð
A
R
Styrmir Barkarson, leiðbeinandi
í Akurskóla í Reykjanesbæ, mun
ásamt einum stofnenda félags anti-
rasista fara af stað með fræðslu
um fjölmenningu og fordóma í
öllum 4. bekkjum Reykjanesbæjar
á mánudag. Styrmir, sem er nem-
andi í Kennaraháskólanum, var á
fyrirlestri þegar hann fékk hug-
myndina að verkefninu. „Mig lang-
aði að fá börn til að hugsa um þann
fjölbreytileika sem við höfum í
samfélaginu. Þegar krakkar eru að
nota tréliti og lita andlit þá er laxa-
bleikur sá eini í boði. Mig langaði
að sjá hvort til væru litir sem ná
yfir alla hörundsliti.“
Styrmir fékk Alþjóðahúsið í
samstarf við sig og starfsmenn
þess komu honum í samband við
félag anti-rasista sem ætla að
hjálpa honum við fræðsluna. „Við
förum í fimm skóla á mánudag
og þriðjudag þannig að dagskráin
er mjög þétt.“ Hafa skólayfirvöld
tekið vel í framtakið.
Eftir fræðsluna fá öll börnin
tréliti að gjöf sem í eru andlitslit-
ir allra kynþátta og efnt verður til
teiknisamkeppni með yfirskrift-
inni „fjölmenning.“ Ákveðið var
að fara af stað með þessa fræðslu
í 4. bekk því þar eru börnin enn á
þeim aldri að þau hafa gaman að
því að lita og teikna, en þó nægi-
lega gömul til þess að skilja mál-
efnið.
Litirnir eru gjöf frá Sparisjóði
Keflavíkur, sem einnig styrk-
ir teiknisamkeppnina. Sigurveg-
ari hennar fær peningaverðlaun í
bekkjarsjóð og myndirnar verða
svo sýndar á Ljósanótt í Reykja-
nesbæ í september næstkomandi.
Styrmir vonast til þess að
verkefnið stækki með tímanum.
„Gaman væri ef þetta gæti orðið
árlegt átak í skólum Reykjanes-
bæjar og frábært ef fleiri bæjar-
félög tækju verkefnið upp.“ - kka
Laxableikur ekki eini liturinn
FRÆÐSLA Farið verður af stað með fræðslu um fjölmenningu í Reykjanesbæ á
mánudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
AFMÆLI
Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson borg-
arfulltrúi er 62 ára
í dag.
Eva María Jóns-
dóttir sjónvarps-
kona er 37 ára í
dag.
Ríkharður Daða-
son fótboltamaður
er 36 ára í dag.
Unnur Steinsson
verslunarkona er 45
ára í dag.
MERKISATBURÐIR
1858 Póstgufuskipið Victor Emanuel
kemur til Reykjavíur í fyrstu áætl-
unarferðinni frá Kaupmanna-
höfn.
1915 Gullfoss leggur af stað til New
York fyrst íslenskra skipa með ís-
lenskri áhöfn síðan á dögum
Leifs heppna til að sigla milli Ís-
lands og Ameríku.
1944 Niðurstöður úr samkeppni um
hátíðarljóð fyrir lýðveldishátíðina
kynntar. Kvæði eftir Huldu og Jó-
hannes úr Kötlum eru hlutskörp-
ust.
1940 Himmler ýtir af stað stofnun
Auschwitz, útrýmingarbúða fyrir
gyðinga.
1961 Sierra Leone lýsir yfir sjálfstæði
undan breskum yfirráðum.
1989 Fellibylur í Bangladess verður
500 manns að bana.