Fréttablaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 61
LAUGARDAGUR 26. apríl 2008 29
Illugi: Sennilega yrði það Ráð-
herrabústaðurinn í Tjarnargötu.
Það hús stóð áður á grunni þess
húss sem konan mín ólst upp í á
Flateyri,sem sagt á grunni húss-
ins sem faðir hennar, Einar Oddur,
byggði sér. Þetta er fallegt hús
sem tengist þá fjölskyldu minni
með þessum hætti og er með
góðum garði. Ég yrði þó að fjölga
hellunum eitthvað í garðinum því
ég er með ofnæmi fyrir grasi.
Þetta yrði frekar dauður garður.
Jónsi: Opinbera byggingin sem
ég ætla að búa í er verið að byggja
hérna niður við höfn.
Illugi: Já, þessi sem kostar alla
milljarðana.
Jónsi: Einmitt. Tónlistarhúsið.
Eflaust hægt að hafa einhver fal-
leg svefnherbergi þarna inni. Ég
myndi svo bara vera með vatns-
leikjagarð í höfninni.
Illugi: Fallegasti garður á Íslandi
– það er nú vont að lenda í þessari
spurningu – því af ofnæmisástæð-
um veit ég ekkert um garða. En
reyndar finnst mér Hljómskála-
garðurinn vera mjög sjarme-
randi.
Jónsi: Ætli uppáhaldsgarðurinn
minn sé ekki bara heimatúnið í
sveitinni á Hvammsstöðum degi
fyrir slátt.
Óska-jarðarberjajógúrt
Á meðan einhverjir segja að allir
séu orðnir hundleiðir á fréttum
um efnahagsástandið hefur
heimasíða Dr. Gunna, sem tekur
við ábendingum neytenda um
okur, aldrei fengið fleiri tilkynn-
ingar. Hafið þið hætt við að kaupa
ykkur eitthvað nýlega vegna þess
að ykkur fannst það okur? Ef þið
ættuð að velja þrjár vörur í hill-
unni úti í matvörubúð til að lækka
verðið á – hvaða vörur yrðu fyrir
valinu?
Jónsi: Já, ég fór inn á bensínstöð
um daginn, ætlaði að kaupa mér
flögupoka, hann kostaði um 500
krónur og mér fannst það mjög
óþægileg tilhugsun að kaupa hann
– sér í lagi þegar að ég kom með
hann kassanum og í ljós kom að í
rauninni kostaði pokinn 610 krón-
ur.
Illugi: Ég kaupi satt best að segja
ekki mikið umfram það sem nauð-
synlegt er og það er auðvitað
ýmislegt sem maður neitar sér
um í lífinu. Tek ég þá dýra bíla
sem dæmi. Ég sé engan tilgang
slíkum kaupum. Maður starði ein-
mitt úr sér augun þegar þeir í
4x4-klúbbnum voru að mótmæla
háu bensínverði fyrir utan þing-
ið. Þar mátti til dæmis sjá einn á
risastórum bíl sem eyddi svo
miklu að það þurfti að hafa auka-
bensíntank upp á honum. Ég get
vel skilið að fólk sé óánægt með
hátt bensínverð, en þegar maður
er reiður yfir því og er um leið á
svona bíl er það eitthvað skrítið.
Jónsi: Ef ég ætti að velja þrjár
vörur til að lækka verðið á yrðu
það bleyjur, hörfræolía og þar
sem ég er mikill mjólkurvörufík-
ill myndi ég vilja sjá lægra verð á
Óska-jarðarberjajógúrti, sem
mér þykir afskaplega gott.
Illugi: Það væri ágætt ef verð á
kjúklingabringum myndi lækka,
ég kaupi dálítið af þeim. Einnig
verðið á léttmjólk. Svo borða ég
mikið af tómötum þannig að þeir
mættu lækka.
Davíð yrði foringinn
Erlend mafíustarfsemi virðist
hafa skotið rótum hér á landi.
Hvaða Íslendingur, burtséð frá
starfi hans og fortíð, hefur flott-
asta “mafíulúkkið”? Hvaða fjóra
Íslendinga mynduð þið vilja fá
með ykkur ef þið ættuð að stofna
íslenska mafíu?
Jónsi: Mér finnst Valdimar Örn
Flygering hafa þetta skuggalega
útlit. Fjallmyndarlegur en á sínar
dekkri skörpu hliðar. Ég gleymi
honum aldrei úr Foxtrott.
Illugi: Já, það er rétt. Við erum að
tala um einhvern Íslending sem
gæti gengið þá beint inn í God-
father-myndina. Það er fyrir það
fyrsta augljóslega ekki ég. Ég
held hins vegar að Jónsi fúnkerar
mjög vel sem mafíósi. Hann er
hæfilega röff en ekki þannig að
maður fari strax í varnarstöðu.
Jónsi: Jú, ég var til dæmis Immi
Ananas í Ávaxtakörfunni og hef
því leikið vonda karlinn áður. En
fjögurra manna mafía segirðu?
Hvað segirðu Illugi – viltu ekki
draga einhverja fram?
Illugi: Jú, vinnum þetta saman
Jónsi. Er ekki rétt að hafa Skatt-
stjórann með okkur? Einhvern
sem er vanur því að safna saman
peningum?
Jónsi: Jú, vissulega. Ef við erum
svo að leita að manni í hópinn sem
er dagfarsprúður en gæti fengið
mafíuinngöngu, er það þá ekki
Garðar Thór Cortes?
Illugi: Sammála með Garðar – það
verður að vera einn með sjarma.
Ókei, hann og skattstjórinn. Þá
vantar okkur ennþá foringjann og
hrottann.
Jónsi: Já, eða fixerinn – sá sem
reddar öllu. Eins og Harvey Keit-
el.
Illugi: Getur Garðar ekki séð um
fixið?
Jónsi: Nei, þurfum við ekki víga-
legri mann en hann? Og hann þarf
að vera með hár. Við getum ekki
notað Bubba Morthens. Hvað með
Kristján Jóhannsson?
Illugi: Sem fixer? Njaaa …
Jónsi: Bjarni Ármannsson?
Illugi: Já! Bjarni gæti virkað sem
fixer. En þá vantar okkur enn for-
ingja.
Jónsi: Það verður náttúrulega að
vera maður sem hefur vald og
getur hrifið fólk með sér.
Illugi: Já, ég vann náttúrulega
með svoleiðis manni. Honum
Davíð.
Jónsi: Er það ekki kjörið? Með
fullri virðingu fyrir háttvirtum
seðlabankastjóra.
Illugi: Jú, eigum við ekki bara að
hafa Davíð þarna? Ég held hann
yrði ótrúlega góður í foringjahlut-
verkinu.
Jónsi: Mér dettur líka Jói Sig. leik-
ari í hug.
Illugi: Er hann ekki full ljúfur í
þetta? Þetta þarf að vera svolítið
boðvalds-týpan, sem þarf samt
ekki að tala í skipunartón til að fá
hlutina gerða. „Það væri gott ef þú
…“
Jónsi: Já, akkúrat þannig. Og svo,
fimm mínútum síðar er verkið í
höfn. En já, þetta er góður hópur
– hæfileg blanda af ljóshærðu og
dökkhærðu fólki.
Léttklæddir rónar vorboði
Að lokum: Sumardagurinn fyrsti
var í vikunni sem leið. Hver er
sumarlegasti Íslendingurinn að
ykkar mati og af hverju?
Jónsi: Ég var að vinna hjá Lands-
símanum og þegar rónarnir við
Austurvöll fór að láta á sér kræla,
léttklæddari en venjulega, fannst
mér það viss vorboði. Þar af leið-
andi finnst mér sumarlegasti kar-
akterinn vera maður sem er þá
bara búinn til í huganum á mér og
ég kýs að kalla Sumarliða og hann
er fullur. Ég hugsa til Sumarliða
af ákveðinni væntumþykju.
Illugi: Þú hefðir þá væntanlega
verið sammála mér um að vera
ekkert að taka vínkælinn í Austur-
stræti úr sambandi Jónsi? Það var
nefnilega ein hugmyndin, að
hreinsa miðborgina af þessum hóp
með því að fjarlægja þann ágæta
vínkæli.
Jónsi: Já, ég býst fastlega við því
þeim sé nokk sama hvort vínið sé
kælt og drekki þá helst eitthvað
annað en hvítvín.
Illugi: Nei, ég skildi aldrei það
mál. En af þessum persónum sem
ég hitti dagsdaglega að þá er ein
manneskja, Jóhanna Vigdís frétta-
kona, sem mér dettur strax í hug.
Það er sama hvort maður hitti
hana um jól eða í snjóbyl, fas
hennar er þannig að manni finnst
eins og það sé sumar engu að
síður.
Alltaf í sókn
Við óskum körfuknattleiksliðum okkar
til hamingju með Íslandsmeistaratitlana
í körfuknattleik 2008.
TIL HAMINGJU
STRÁKAR OG STELPUR Í KEFLAVÍK!
ÍS
L
A
N
DS
MEISTARA
R
20 08
m
74