Fréttablaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 8
8 26. apríl 2008 LAUGARDAGUR
SAMFÉLAGSMÁL Um 1.200 manns
búa í dag á gamla varnarsvæðinu á
Keflavíkurflugvelli og um 300 til
viðbótar hyggjast hefja þar störf á
næstu mánuðum. Alls munu því
um 1.500 manns starfa og búa á
svæði Þróunarfélags Keflavíkur-
flugvallar innan skamms tíma. Þar
eru starfrækt hátt á fjórða tug fyr-
irtækja.
Aðalfundur þróunarfélagsins
var haldinn í gær en félagið starf-
ar eftir þeirri stefnu að umbreyta
varnarsvæðinu í vísindasamfélag.
Stjórn félagsins telur að umbreyt-
ingarferlið hafi gengið vonum
framar. Keilir – miðstöð vísinda,
fræða og atvinnulífs er að að
byggja upp háskólastarfsemi á
svæðinu, Base vinnur að uppbygg-
ingu Tæknivalla þar sem fjöl-
breytt starfsemi hefur skotið
rótum og fyrirtækið Verne vinnur
að verkefni um að hýsa tölvubún-
að, netþjóna og gagnageymslur
fyrir alþjóðlega stórnotendur.
Efnahagleg áhrif þeirra verkefna
sem eru hafin hlaupa á tugum
milljarða, að mati stjórnar félags-
ins. Mörg önnur verkefni eru á
teikniborðinu svo sem heilsutengd
uppbygging.
Hagnaður þróunarfélagsins nam
131 milljón króna árið 2007. Heild-
areignir félagsins voru bókfærðar
á 314 milljónir króna. Skuldir
félagsins námu 252 milljónum
króna. Eigið fé félagsins nam 62
milljónum króna í árslok. - shá
Um 1.200 manns starfa og búa á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli:
Fjörutíu fyrirtæki nú starfandi
FRÁ VARNARSVÆÐINU Fjöldi starfa tap-
aðist þegar varnarliðið hvarf á brott en
uppbygging á svæðinu gengur vonum
framar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
TÆKNI Hinn gangandi risi bar sigur
út býtum í alþjóðlegri samkeppni
um hönnun háspennulínumastra
sem Landsnet stóð fyrir. Það var
austurríski arkitektinn Sebastian
Krehn sem átti vinningstillöguna.
Þórður Guðmundsson, forstjóri
Landsnets, segir að tillögurnar
verði þróaðar áfram í samvinnu við
höfunda. „Uppsetning fer svo eftir
þeim verkefnum sem liggja fyrir,
en við sjáum þetta fyrir okkur í
tengslum við verkefni eins og
Helguvík og einnig ef af fram-
kvæmdum í Þorlákshöfn og Húsa-
vík verður.
Alls bárust 98 gildar tillögur í
keppnina. Verðlaun fyrir fyrsta
sætið voru 15 þúsund evrur. Í
umsögn um vinningstillöguna segir
að burðarvirki hennar sé fallegt og
lifandi og sótt í mannslíkamann.
Önnur verðlaun, tíu þúsund
evrur, hlaut Young-ho Shin frá
Suður Kóreu. „Við sjáum fyrir
okkur að kannski yrðu sett niður
eitt eða tvö möstur af þeirri gerð,
sem skúlptúr,“ segir Þórður.
Þórður telur að samkeppnin muni
ekki hafa áhrif á kröfur um að
strengir fari í jörðu. - kóp
Alþjóðleg hönnunarkeppni um háspennumöstur:
Gangandi risi vann
HINN GANGANDI RISI Vinningstillagan,
ásamt fleirum, er til sýnis í húsnæði
Landsnets að Gylfaflöt 9.
ÚKRAÍNA Leikfangaframleiðandi í
Úkraínu býr sig nú undir að setja
á markað dúkku í líki Adolfs
Hitler.
Samkvæmt frétt á Ananova
verður dúkkan fyrst í stað fáanleg
í Kiev, höfuðborg Úkraínu, og
verður um 40 sentímetrar að hæð.
Hægt verður að hreyfa handleggi
Adolfs upp og niður og dúkkunni
fylgja búningar frá hinum ýmsu
skeiðum í lífi einræðisherrans.
Einnig verða fáanlegir ýmsir
fylgihlutir, til dæmis smáútgáfa af
Blondi, hundi Hitlers.
Öll jákvæð umfjöllun um
nasisma er bönnuð samkvæmt
lögum í Úkraínu. - kg
Nýtt leikfang í Úkraínu:
Dúkka í líki
Adolfs Hitler
NÚ FER HVER AÐ
VERÐA SÍÐASTUR
40-70%
AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM
ALLT Á AÐ KLÁRAST
GILDIR Í VERSLUNUM OKKAR
Í KRINGLUNNI OG SMÁRALIND
SIMBABVE, AP Lögreglan í Simbabve
réðst í gær alvopnuð inn á skrif-
stofur stjórnarandstæðinga og
óháðra kosningaeftirlitssamtaka í
höfuðborginni Harare. Á báðum
stöðum varð fólk fyrir barsmíðum
lögreglunnar og hundruð manna
voru handtekin.
Lögreglan lagði hald á gögn um
talningu atkvæða á báðum skrif-
stofunum. Um 200 manns voru
handtekin á skrifstofu Morgan
Tsvangirais, helsta leiðtoga stjórn-
arandstöðunnar.
Formaður og varaformaður
kosningaeftirlitssamtakanna
ZEZN voru báðir fjarverandi
þegar ráðist var inn á skrifstofur
þeirra. Formaðurinn, Noel
Kutuwa, segir að þeir séu í felum
og sakar lögregluna um að grafa
undan samtökunum svo þau verði
ófær um að hafa eftirlit með seinni
umferð forsetakosninga, sem
stjórnin vill að verði haldnar en
stjórnarandstaðan er andvíg.
Daginn áður en árásirnar voru
gerðar höfðu bandarískir embætt-
ismenn fullyrt að Tsvangirai hafi
sigrað í forsetakosningunum 29.
mars síðastliðinn.
Landsmenn bíða enn eftir að
úrslit kosninganna verði gerð
opinber. Tsvangirai hefur ítrekað
fullyrt að hann hafi sigrað, en
Robert Mugabe forseti hefur ekki
viljað staðfesta ósigur.
Fyrir aðeins fáeinum dögum
kom ZANU-PF, flokkur Mugabes
forseta, með tilboð um að stjórn-
arandstaðan og Mugabe myndu
skipta með sér völdum, þannig að
Mugabe yrði leiðtogi þjóðstjórnar.
Stjórnarandstaðan hafnar hins
vegar öllum slíkum tillögum og
segir að Tsvangirai sé ótvíræður
sigurvegari kosninganna.
Sjálfur hefur Mugabe ekkert
gefið í skyn um að hann muni
sætta sig við slíkt, en í Simbabve
og víðar í Afríku hafa síðustu daga
heyrst raddir um að hann eigi sem
gömul frelsishetja skilið að geta
látið af embætti með einhverri
reisn, þrátt fyrir harðstjórn og
mannréttindabrot sem hann er
sakaður um að hafa framið síðustu
árin.
Jafnvel úr röðum flokksmanna
Mugabes hafa heyrst slíkar hug-
myndir. Margir óttast að eina leið-
in til að tryggja framtíð lands-
manna í Simbabve sé að tryggja
Mugabe örugga framtíð.
„Maðurinn vekur upp kenndir
sem stangast á,“ sagði Tsvangirai
nýlega í viðtali. „Umbreytingin
sem hefur orðið á honum, frá hetju
yfir í skúrk, á sér engin fordæmi.“
gudsteinn@frettabladid.is
Árás á stjórn-
arandstöðu
Lögreglan í Simbabve réðist í gær á skrifstofur
stjórnarandstæðinga. Hundruð manna handteknir
og gögn gerð upptæk. Óvissa um framtíð Mugabes.
STJÓRNARANDSTÆÐINGUM SMALAÐ Í BÍL Lögreglan handtók hundruð manna og
hirti gögn um talningu atkvæða. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
RÚSSLAND, AP Rússneska þingið
hefur samþykkt nýjar hömlur á
fréttamiðla. Stjórnvöldum verður
nú heimilað að
stöðva starfsemi
fjölmiðla sem birta
ærumeiðingar og
rógburð.
Nýju lögin eru
bein viðbrögð við
frétt, sem rúss-
neska dagblaðið
Moskowsky
Korrespondent
birti nýverið um Vladimír Pútín
forseta. Þar var því haldið fram
að Pútín væri skilinn við eigin-
konu sína og hafi í hyggju að
kvænast 24 ára gamalli fimleika-
stjörnu, Alinu Kabajevu.
Bæði Pútín forseti og Kaba-
jeva, sem nú er þingkona, hafa
harðneitað þessum fréttum. - gb
Rússneska þingið:
Frekari hömlur
á fjölmiðlana
PÚTÍN FORSETI
1. Hvað heitir maðurinn sem
sló lögreglumann á Kirkju-
sandi?
2. Hvaða íslenskur söngvari
verður myndaður fyrir tímaritið
Vogue?
3. Hvort telja fleiri eða færri í
skoðanakönnun Fréttablaðsins
að hagur þeirra vænkist næsta
árið?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 54
VESTMANNAEYJAR Mildi þykir að
enginn hafi slasast þegar löndun-
arkrani gaf sig í Vestmannaeyjum
í gær.
Unnið var að löndun úr skipinu
Kap VE-4 þegar bóma kranans fór
í sundur og féll á skipið. Lúga á
skipinu skemmdist. Sigurður
Friðbjörnsson, verksmiðjustjóri
hjá Vinnslustöðinni, sagði það
vinnureglu að menn færðu sig frá
þegar híft er svo enginn hafi verið
nálægt þegar kraninn gaf sig. - ovd
Mildi að enginn skyldi slasast í Vestmannaeyjum:
Löndunarkrani gaf sig
KRANINN BROTINN VIÐ KAP VE-4
Löndunarkraninn, um átta ára gamall, fór
í sundur við löndun úr Kap VE-4.
MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON
VEISTU SVARIÐ?