Fréttablaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 62
30 26. apríl 2008 LAUGARDAGUR M itt í alþjóðlegum lausafjárvanda, þar sem lánastarfsemi banka víðs vegar um heim er næstum lömuð með víðtæk- um áhrifum á atvinnulíf, standa íslensk fyrirtæki frammi fyrir miklum breyt- ingum á alþjóðamörkuðum. Þær gætu verið þeim hliðhollar til framtíðar litið, segja álitsgjafar Fréttablaðsins. Ísland hefur möguleika á að verða vin í eyðimörkinni, eins og alþjóðlegum fjármálamarkaði var nýlega lýst í Wall Street Journal. Matur er að hækka mikið í verði og það sama má segja um orkugjafa. Fatið af olíu kostar um 117 dollara, 8.860 krónur, en fyrir fimm árum kost- aði það tæplega 25 dollara, 1.875 krón- ur að núvirði. Þessar miklu verðhækk- anir hafa mikil áhrif á ýmsar hliðar alþjóðlegra viðskipta. Samhliða miklum verðhækkunum á olíu og matvöru hefur markaður fyrir endurnýjanlega orku verið að stækka í sífellu og verð á hverju megavatti raf- magns sem framleitt er með endur- nýjanlegri orku hefur hækkað mikið. „Það bendir allt til þess að verðið geti hækkað mikið í framtíðinni, jafnvel margfaldast,“ segir Grímur Björns- son, sérfræðingur í forðafræði jarð- hita hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Tækifæri ekki glatast „Tækifærin á sviði jarðhita í heimin- um hafa ekkert minnkað,“ segir Grím- ur. „Við eigum að geta haft forskot á þessu sviði og ef eitthvað er þá eru tækifærin alltaf að verða meiri og meiri. Ástæðan fyrir því hvers vegna íslensk fyrirtæki eiga að geta staðið vel, og betur en önnur, er sú að með þekkingu sem er hér á landi er hægt að vinna að verkefnum frá upphafi til enda. Það eru mörg erlend fjárfest- ingafélög sem vilja gera eitthvað með endurnýjanlega orku en þau búa ekki yfir tækniþekkingunni eins og við Íslendingar. Í þessum geira skiptir hún gríðarlega miklu máli og hún ein getur gefið mönnum hugmynd um arð- semi og áhættu,“ segir Grímur. Innanlands blasa einnig við tæki- færi á sviði orkumála, segir Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans. Þau tækfæri geta íslensk fyrirtæki nýtt betur. Sigurjón segir stöðu íslensku bank- anna um margt einkennilega. Ekki síst í ljósi þess að þeir hafi ekki tengt starf- semi sína svonefndum undirmáls- lánum í Bandaríkjunum, sem er undir- rót lausafjárvandans. „Það er hægt að segja ýmislegt um íslenskt efnahags- líf en þegar allt kemur til alls stendur tvennt upp úr. Annars vegar erum við matvælaþjóð, sem selur fisk á erlenda markaði, og hins vegar er það orkan okkar sem við getum nýtt, og erum að nýta, til verðmætasköpunar. Við stönd- um miklu betur en flestar aðrar þjóðir, einmitt vegna þess hvað er að gerast úti í hinum stóra heimi.“ Sigurjón segir eina hugmyndina vera að stofna auðlindasjóð, svipaðan olíusjóði Norðmanna, en með honum ætti að vera hægt að skapa meiri stöð- ugleika í efnahagsmálum en hér hefur ríkt. Með þessu tekur Sigurjón undir með Björgólfi Guðmundssyni, for- manni bankaráðs Landsbankans, sem setti nýlega fram hugmynd um að stofna þjóðarsjóð. „Ef við ætlum að halda í íslensku krónuna, sem ég er reyndar ekki hrifinn af, þá finnst mér koma til greina að vera með orkusjóð sem gæti hjálpað til við að halda krón- unni stöðugri. Þetta ætti að vera raun- hæft því hagnaður af orkusölunni, til dæmis til álvera, verður mjög mikill í framtíðinni,“ segir Sigurjón og vitnar til þess að þættir sem hafi áhrif á sölu- verð orku til notenda hafi verið að hækka mikið. Nú er heimsmarkaðs- verð á áltonnið rúmlega þrjú þúsund Bandaríkjadalir, 225 þúsund krónur, en það var 1.600 dalir á sama tíma fyrir fjórum árum. „Þessi verðþróun gefur okkur vísbendingu um hversu mikil verðmæti liggja í orkulindum landsins,“ segir Sigurjón. Orka og fiskur Glitnir hefur byggt upp sérþekkingu í sjávarútvegi og orkuiðnaði, bæði hér á landi og erlendis. Afurðaverð í báðum atvinnuvegunum hefur hækkað mikið að undanförnu, í takt við alþjóðlega þróun. Magnús Bjarnason, forstöðumaður alþjóðasviðs Glitnis, og Árni Magnús- son, sem leiðir viðskiptateymi Glitnis á sviði orkumála, telja íslensk fyrirtæki standa frammi fyrir miklum tækifær- um vegna þróunar á alþjóðamörkuðum. Árni tekur í sama streng og Grímur og segir möguleika á sviði endurnýjan- legrar orku gríðarlega mikla. Eftir- spurnin aukist jafnt og þétt og tæki- færin séu til staðar. „Þó að aðgangur fyrirtækja að lausafé hafi takmarkast mjög að undanförnu breytir það ekki því að tækifærin eru mikil og blasa við okkur. Þau erum við að nýta og getum vitaskuld nýtt betur í framtíðinni. Í gegnum sjóð okkar, Glacier Renewable Þó að að- gangur fyr- irtækja að lausafé hafi takmarkast mjög að undanförnu þá breytir það ekki því að tækifær- in eru mikil og blasa við okkur. ÁRNI MAGNÚSSON FORSTÖÐUMAÐUR VIÐ- SKIPTATEYMIS GLITNIS JARÐHITAORKA Í HEIMINUM Sérfræðingar hjá Glitni sem vinna að jarðhitaverkefnum víða um heim birtu þetta kort í skýrslu sem unnin var til kynningar á starfsemi fyrirtækisins á sviði jarð- hita. Eins og sést á kortinu eru miklar jarðhitaauðlindar vannýttar í heiminum. FRÉTTABLAÐIÐ/GLITNIR 150 140 130 120 110 100 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 Verðvísitala sjávarafurða í SDR-myntkörfu 420 38.000 3.200 42.000 440 9.000 3.500 30.000 420 5.800 900 10.000 140 14.000 Vannýtt orka Nýtt orka Tækifærin í eyðimörkinni Verðmæti atvinnugreina sem bera uppi íslenskt atvinnulíf er sífellt að aukast. Fiskur hefur aldrei verið dýrari á heimsmarkaði og þá hækkar endurnýjanleg orka í verði dag frá degi. Mitt í eyðimörk fjármálamarkaðarins blasa við tækifæri. Magnús Halldórsson skoðaði aðstæður á heimsmarkaði fyrir íslensk fyrirtæki og leitaði álits hjá mönnum sem hafa góða innsýn í markaðinn. AFURÐAVERÐ Eins og sést á þessu grafi hefur verð á sjávarafurðum hækkað jafnt og þétt að undanförnu. Á grafinu sést einnig hvernig gengi íslensku krónunnar hefur sveiflast samhliða verðþróuninni. Gengi krónu gagnvart erlendum gjaldmiðlum hefur mikil áhrif á afkomu sjávar- útvegsfyrirtækja. FRÉTTABLAÐIÐ/HAGSTOFA ÍSLANDS-GLITNIR HELLISHEIÐARVIRKJUN Vannýttar orkuauðlindir Íslands fela í sér mikil viðskiptatækifæri fyrir íslenskt efnahagslíf, að mati álitsgjafa Fréttablaðsins. Á myndinni sjást jarðhitavirkjanaframkvæmdir Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Energy Fund, munum við halda áfram að fjárfesta í verkefnum sem við telj- um spennandi á þessu sviði,“ segir Árni. Sjóðurinn er einn stærsti hluthaf- inn í orkufyrirtækinu Geysi Green Energy, með rúmlega fjörutíu prósenta hlut. Sjávarútvegur hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum. Vinnslan er sífellt að verða tæknilegri og markaðirnir að breytast. Á síðustu árum hefur eldisfiskur verið að ryðja sér til rúms á alþjóðamörkuðum, eins og fram kom í greinaflokki hér í Frétta- blaðinu 6. til 10. mars síðastliðinn. Afurðir úr villtum fiskistofnum eru að verða að skilgreindri lúxusvöru á mörk- uðum, sem hækkar þær í verði. Veiði- heimildir hafa þrengst nokkuð á veiði- svæðum víða um heim, sem dregur úr framboði. Hér á landi voru þorskveiði- heimildir til að mynda dregnar saman um þriðjung í fyrra, úr 193 þúsund tonnum í 130 þúsund, og bendir margt til þess að heimildir verði ekki rýmkað- ar mikið á næstu árum, samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknastofn- uninni. Þetta, meðal annars, hefur leitt til þess að afurðaverð hefur hækkað töluvert. „Glitnir er sá banki í heimin- um sem er að leiða þróunina í alþjóðleg- um sjávarútvegi. Af hundrað stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum í heiminum hefur Glitnir átt í góðu samstarfi við helminginn,“ segir Magnús Bjarnason. Hann segir þróun á alþjóðamörkuð- um fela í sér sóknarfæri fyrir íslensk fyrirtæki, ekki síst Glitni. Stefna fyrir- tækisins byggist meðal annars á því að bjóða upp á þjónustu fyrir orkuiðnað og sjávarútveg. Nú þurfi að nýta tímann vel á meðan lausafjárvandi sé á fjár- málamörkuðum til þess að skipuleggja hvernig best sé að nýta tækifærin. „Það hefur verið byggð upp þekking hér innan húss sem gæti verið lykill að vel- gengni til framtíðar litið. Grunnurinn í íslensku efnahagslífi er í atvinnuveg- um þar sem markaðsskilyrði eru að breytast mikið til hins betra og það felur í sér tækifæri fyrir íslenskt efna- hagslíf í heild sinni.“ Tækifærin „Það eru alltaf tækifæri þó að tíma- bundin vandamál séu fyrir hendi,“ segir Óli Björn Kárason, fyrrverandi ritstjóri Viðskiptablaðsins og eigandi fréttavefsins t24.is. Hann segir íslenskt atvinnulíf standa traustum fótum þó að staðan sé nú sé erfið, vegna alþjóðlegs lausafjárvanda. „Öll efnahagskerfi ganga í gegnum þrengingar til lengri eða skemmri tíma. Við svoleiðis aðstæður geta myndast tækifæri þar sem augu manna opnast fyrir ein- hverju sem hefur kannski gleymst. Hér á Íslandi má segja að sjávarútveg- urinn sé ágætt dæmi um það,“ segir Óli Björn. Þar séu mikil tækifæri. „Tæki- færi blasa við í matvælaiðnaðinum á öllum sviðum í ljósi þess að afurðaverð hefur verið að hækka mikið. Íslenskur sjávarútvegur verður vafalítið enn sterkari vegna þróunar á alþjóðlegum mörkuðum.“ Það sama á við um orkugeirann, segir Óli Björn. „Þar eru gríðarleg tækifæri, um það efast enginn. En eins og þjóðin hefur orðið vitni að, í tengsl- um við málefni REI, útrásarfyrirtæki Orkuveitu Reykavíkur, er þeim iðnaði stýrt að nánast öllu leyti af hálfu hins opinbera. Til þess að tækifærin í iðnað- inum nýtist sem best tel ég að losa þurfi um opinbera eignaraðild og gefa einkafyrirtækjum færi á að koma beint að nýtingu á auðlindunum. En það má búast við harðri pólitískri umræðu um þær hugmyndir.“ MAGNÚS BJARNASON OG ÁRNI MAGNÚS- SON Telja breytingar á alþjóðamörkuðum geta opnað mikil tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki. SIGURJÓN ÁRNA- SON Telur til greina koma að koma á fót orkusjóði til að auka stöðugleika í íslensku efnahagslífi. GRÍMUR BJÖRNS- SON Telur íslensk orkufyrirtæki geta leitt verkefni frá upphafi til enda. Það sé þeirra styrkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.