Fréttablaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 16
16 26. apríl 2008 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björgvin Guðmundsson og Björn Ingi Hrafnsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 En þegar helmingur heimilanna eyðir meiru um hver mánaðamót en tekjur leyfa er hins vegar kominn tími til að senda þjóðina á fjármálanámskeið. UMRÆÐAN Sigurður Líndal skrifar um mótmæli vörubílstjóra Þegar lögregla þarf að hafa afskipti af upphlaupum og óeirðum er það nokkuð fastur liður í öllum fréttum að lögreglan beiti harðræði og sé að minnsta kosti öðrum þræði sökudólg- urinn, en ekki óeirðaseggirnir – aðgerð- ir þeirra hafi verið „friðsamleg mót- mæli“. Í samræmi við þetta voru fréttir af átökum sem urðu á Suður- landsvegi við Norðlingaholt 23. apríl sl. Ýmsir voru til kallaðir að segja álit sitt og margir töldu lögregluna eiginlega sökudólginn, þar á meðal voru þrír þingmenn. Atli Gíslason sagði reyndar í sjónvarpsfréttum sama kvöld að bílstjórar hefðu gengið of langt, en lögreglan var jafnframt sökuð um að hafa gengið of hart fram og ekki gætt meðal- hófs. Steingrímur J. Sigfússon gaf sterklega í skyn að lögreglan hefði beitt óþarfa hörku og Guðjón Kristjánsson varpaði allri sök á lögregluna og taldi viðbrögð hennar fáheyrð. (sbr. Fréttablaðið 24. apríl). – Svo mörg voru þau orð. Ekki þarf að lýsa aðgerðum vörubílstjóra undan- farið. Lögregla hefur sýnt fádæma langlundargeð, en að því hlaut að koma að það þryti og ofbeldis- verkin yrðu stöðvuð, enda almannahagsmunir í húfi. Tilmælum lögreglu var ekki hlýtt og fyrir- mælum var fylgt eftir, en aðgerðum var svarað með hnefum, bareflum, grjóti og eggjum. Nú er eðlilegt að spyrja: hvaða skilaboð eru þingmennirnir að flytja? Í orðum Atla felst naumast annað en grýta megi lög- reglumenn í krafti meðalhófsreglu stjórn- sýsluréttarins, en óljóst hvenær þeir megi bera hönd fyrir höfuð sér. Steingrímur hefur lögfræðina ekki jafn tiltæka, en af orðum hans má ráða lögreglan eigi að bíða þar til bílstjórum þóknist að opna veginn, en þola grjótkast öðrum kosti. Ósvarað er hins vegar hversu margir lög- reglumenn eiga að liggja í valnum áður en þeir mega stjaka við baráttuhetjunum. Guðjón Kristj- ánsson hefur gefið allsherjar barsmíða-, grjót og eggjaleyfi á lögregluna. Oft er rætt um vaxandi ofbeldi í þjóðfélaginu. Um hverja helgi flytja fjölmiðlar fréttir af ofbeldis- verkum helgarinnar. Árásum á lögreglumenn og öryggisverði fer fjölgandi. Miðbær Reykjavíkur tekur um nætur að líkjast vígvelli sem fólk hættir sér varla inn á. Nýjasta birtingarmynd þessa ástands eru aðgerðir vörubílstjóra og þeim fylgja síðan óstýrilátir unglingar og þar á eftir soraöfl þjóðfélagsins. Þeim hefur nú bætzt stuðningur, beinn og óbeinn úr röðum handhafa löggjafarvalds. Höfundur er lagaprófessor. Vörubílstjórum berst stuðningur SIGURÐUR LÍNDAL Jarðarfarir eru naglarnir í byggingu lífsins. Þær negla þig niður í tilveruna: Hér er þitt líf, í þessu landi á þessum tíma. Líttu út um gluggann og sjáðu; hér og nú er ævi þín. Því henni gæti lokið á morgun. Allir bændur Suðurlands voru mættir í Selfosskirkju á laugar- daginn var, þegar bóndinn í Litlu- Sandvík var borinn til grafar. Setið var með öllum veggjum, inni í safnaðarheimili og frammi í anddyri, og staðið í hverju útskoti. Ég áttaði mig á því að bóndinn sem ég hafði verið í sveit hjá var Forseti Suðurlands. Minningargreinar voru svo margar að Mogginn játaði sig sigraðan. (Því er þessi birt hér.) Að athöfn lokinni náði biðröðin frá gröf til kirkju. Veðrið var líkt og til heiðurs hinum látna; fjórtán stiga sólskin að loknum hörku- vetri. Aprílsvörðurinn þýður efra en frosinn neðra. Hvítri kistunni var slakað niður í kuldann og þáði svo sjö hundruð krossmörk. Ölfusá rann hjá í þögn. Þegar röðin kom að mér fylltist ég óvæntri reiði yfir því að jörðin skyldi hafa opnast þessum manni. Páll Lýðsson var óvenjulegur maður. Og enginn venjulegur bóndi. Fyrir fáum árum hitti ég hann nýkominn úr sumarbústað í Selvogi. Hann hafði legið þar í Ilíonskviðu Hómers um vikutíð. Kannski var hann síðasti bóndi Íslandssögunnar sem stóð undir frægu orði sem fyrrum fór af þeirri stétt; í harðbýlum sveitum Íslands sátu útiharðir bændur sem við fyrstu sýn virtust einfaldir sveitamenn en voru, þegar betur var að gáð, hámennt- aðir heimsborgarar sem fyrr en varði voru farnir að ræða klassískar bókmenntir. Þannig maður var Páll Lýðsson. Víðlesinn og veðurbarinn. Á hverjum vetri las hann allar helstu bækur sem komu út á Íslandi þau jólin. Og skráði þær hugsanir sem síðurnar kveiktu. Ástríðufyllri lesanda þekkti ég ekki. Og sorglega sjaldgæft að hitta mann sem sem hafði jafn mikla trú á bókmenntum og Páll í Sandvík. Hann var samsettur maður. Grúskari af þjóðlega skólanum sem þó var félagsmálatröll. Bóndi af framsóknarskólanum sem þó var alsjáandi í fyrirtækjarekstri. Og Forseti Suðurlands átti ekki í fórum sínum vott af yfirlæti. Þrátt fyrir alla titla var öðlingur hans aðalstarf. Og Palli var alltaf hugsi. Tilveran aldrei tómt hey. Hlaða hans var ætíð full, vetur sumar vor og haust. Því hans var innra lífið. Ég var tvö sælusumur í sveit í Litlu-Sandvík. Skemmtilegur tími á stóru heimili. Og Palli úti í flekk að raka dreif, á lopapeysu og gúmmískóm í glaðasól og hita. „Ég klæði hann af mér.“ Honum leiddust tækin. Ekki man ég eftir honum á traktor. Hinsvegar setti hann drengstaulann á einn slíkan strax fyrsta daginn. Og sagði mér að múga. Svo hann gæti rólegur rakað sína hugardreif. Ég hafði verið í sveit á öðrum bæjum, og settur á traktor, en gert axarsköft, vegna þess að við því var búist. En Palli treysti mér frá fyrsta degi og bjóst aðeins við því besta. Því fékk hann það. Í lok sumars var enginn betri að bakka fullum heyvagni inn í of litla hlöðu. En sumarið eftir komu þó stóru mistökin, þegar ég af ævintýra- legum klaufaskap ók heimilis- jeppanum á símastaur á miðju túni svo sambandslaust varð við Sandvíkurhrepp í heila tvo daga, og búið jafn lengi bíllaust. Þá kom lífsins lexía frá Páli Lýðssyni. Engar skammir, aðeins æðruleysi hins andlega manns. „Þetta var nú meiri óheppnin,“ var það eina sem hann sagði áður en hann lagðist undir Land Rover-jeppann til að gera við stuðarann. Það tók hann tvö kvöld. Af og til rölti samviskubitinn drengur út í skemmu í þeirri von að fá skammirnar sem hann átti skilið. „Verður þetta örugglega allt í lagi?“ — „Ha? Með hvað?“ kom svarið. Sjálfsagt var minn maður staddur í miðri upprifjun á sögu rjómabúanna. Æ síðan hefur hún fylgt mér, þessi mynd af dreng í sveit sem þráir skammir fyrir að rjúfa símsamband við sextán bæi og bónda sem er í svo öflugu sambandi við sjálfan sig að hann man ekki hvað drengur hefur gert. Páll Lýðsson var einstakur maður og gleymist ekki þeim sem þekktu. Hann var einn þeirra fáu sem virðast hafa höndlað þá frægu innri ró. Mér er sem ég heyri anda hans segja, þar sem hann svífur yfir vettvangi lífs síns og snöggum endi þess: „Þetta var nú meiri óheppnin.“ Ég votta Ellu og öllu hans fólki mína dýpstu samúð. Forseti Suðurlands HALLGRÍMUR HELGASON Í DAG | Minning um mann Spíritistinn Sturla Trukkaforingjanum Sturlu Jónssyni er margt fleira til lista lagt en að stöðva umferð og kasta grjóti. Í gömlu viðtali sem finna má á Netinu kemur fram að hann er til dæmis ramm- ófreskur og getur beygt skeiðar með hugaraflinu einu saman. Þetta skýrir eflaust hvernig hann fer að því að bera kennsl á hnémeiðsl manna sem hann þekkir ekki neitt. Í viðtalinu kemur einnig fram að eitt sinn hafi ærsladraugur tekið líkama hans trausta- taki undir stýri, með þeim afleið- ingum að fjórir bílar lentu í árekstri. Nú hefur sú kenning verið smíðuð að Björn Bjarnason sé fyrst og fremst í hlutverki kirkjumálaráðherra í máli vörubílstjóra og nýti sér bjargir dóms- málaráðuneytisins í baráttunni gegn villutrú og fordæðuskap. Hólmarar við Hólmsheiði Enn af Sturlu Jónssyni. Ekki allir vita að millinafn Sturlu er Hólm, sem setur stutt sjónvarpsviðtal við hann í Norðlingaholti á miðvikudag í nýtt samhengi. Þar spjölluðu við hann þau Svanhildur Hólm og Haukur Holm af Stöð tvö, en í bakgrunni blakti við sjálf Hólms- heiði. Í takt við tímann „Ég legg kapp á það að utanríkis- þjónustan þróist í takt við nýja tíma,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra í ræðu á þingi fyrir nokkrum vikum. Það er göfugt mark- mið og ekki úr vegi að hún brýni það fyrir umsjónarmanni vefsíðu utanríkisráðuneytisins. Þar má finna að minnsta kosti tvö dæmi um nostalgíu, í fyrsta lagi að Varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins fari með mál „sem tengjast varnarliðinu og veru þess hér á landi“ og í öðru lagi að núverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna sé Kofi Annan. bergsteinn@frettabladid.isÞ að var ekki fyrr en á þessu ári að það rann upp ljós fyrir almenningi um að góðæristíðinni væri lokið. Þá var erlendum fasteignamörkuðum og innfluttri fjár- magnskreppu kennt um. Vandamálið er mun eldra, eins og kemur fram í Fréttablaðinu dag, þar sem kaupmáttur rýrnaði á tímabilinu frá því mars í fyrra til mars í ár. Þó svo rýrnun kjara nái ekki einu prósentustigi á þessu tímabili, lítur út fyrir að þetta sé einungis upphafið að erfiðu tímabili með hækkandi verðbólgu. Íslendingar hafa lifað hátt undanfarin misseri, líkt og góð- ærið muni vara að eilífu. Auðvelt hefur verið að nálgast lánsfé til að fjármagna kaupin á því sem við áttum ekki fyrir. Það eru skuggalegar tölur Hagstofunnar sem sýna að helmingur heimila lifir um efni fram. Rétt er að taka fram að auðvitað er hópur heimila sem lifir við fátækt og hefur síður en svo verið að lifa um efni fram með því að taka af fullum krafti þátt í neyslukapphlaupinu. Þeir allra tekjulægstu ná ekki endum saman um hver mánaðamót af því að þeirra tekjur eru svo skammarlega lágar að þær duga ekki fyrir nauðsynjum. En þegar helmingur heimilanna eyðir meiru um hver mánaða- mót en tekjur leyfa er hins vegar kominn tími til að senda þjóð- ina á fjármálanámskeið. Það er erfiður tími framundan hjá þessum heimilum. Ef ekki tekst að halda bókhaldinu í plús í góðærinu, er lítil von til þess að bókhaldið stemmi þegar verðbólgan hefur vaxið enn frekar. Undir þessum kringumstæðum vex þrýstingur á verkalýðsfé- lögin um að laun skuli hækka. Það verður erfitt fyrir verkalýðs- félögin að sannfæra sína umbjóðendur, sem nú þegar eru ósáttir við nýgerða samninga, um að taka á sig í raun kjaraskerðingu vegna verðbólgu. Hingað til hafa forsvarsmenn verkalýðsfélaganna hins vegar talað af mikilli skynsemi og ró; vísað til nauðsynjar á nýrri „þjóðarsátt“ og samstarfs aðila á vinnumarkaði. Nauðsynlegt sé að lágmarka skaðann vegna verðbólgunnar. Ríkisstjórn, Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins munu funda í næstu viku, en enginn hefur lýst því um hvað eigi að ná þjóðarsátt og hvernig það verði framkvæmt. Enginn virð- ist hafa töfralausnir þegar kemur að efnahagsmálunum. Annað en að treysta á að stýrihækkanir Seðlabankans muni einhvern tímann fara að virka. Rafiðnaðarsambandið vill svo að „vinnu- markaðurinn og aðrir ábyrgir aðilar taki upp Evrópuumræðuna og leiði hana til lykta til hagsbóta fyrir þjóðina“, eins og segir í nýrri ályktun sambandsstjórnar félagsins. Helmingur heimila eyðir um efni fram Er ekki allt í lagi með okkur? SVANBORG SIGMARSDÓTTIR SKRIFAR Vor í Kaupmannahöfn! Come2 Scandinavia er með tvær íbúðir í miðborg Kaup- mannahafnar. Einungis 15mín gangur að Ráðhústorgi. Þetta er frábær og ódýr lausn fyrir hópa og fjölskyldur sem vilja hafa það gott yfir helgi eða viku í Köben. Erum einnig með góð verð á bílaleigubílum. Nánari upplýsingar á www.come2scandinavia.com Sími: +45 3325 6425 • Netfang: info@come2scandinavia.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.