Fréttablaðið - 26.04.2008, Side 34

Fréttablaðið - 26.04.2008, Side 34
[ ] Sæmundur Jón Jónsson, bóndi í Árbæ í Hornafirði, ætlar ásamt konu sinni að framleiða ís undir heitinu Jöklaís handa samsveitungum sínum og þeim sem eiga leið um ríki Vatna- jökuls, frá Kirkjubæjarklaustri til Djúpavogs. „Þetta er það sem við köllum ekta rjómaís, búinn til úr rjóma og mjólk frá okkur sem kemur beint af kúnum,“ segir Sæmundur Jón Jónsson, bóndi á Árbæ í Horna- firði. „Það er engin meðhöndlun að öðru leyti en að ísvélin geril sneyðir mjólkina og hitar hana, eins og verður að gera við alla mjólk sem er seld. En hún er ekki fitu- sprengd.“ Sæmundur segir að mjólk verði yfirleitt verri á bragðið þegar hún er fitusprengd, enda sé það aðeins gert til að lengja endingartíma vörunnar. „Þessu sleppum við alveg og framleiðum ísinn sama dag og við mjólkum úr kúnum. Þegar þetta fer beint í frystinn er ekki eins mikil hætta á að ísinn skemmist.“ Sæmundur og kona hans, Anne Manly Thomsen, vonast til að geta selt sem mest af ís beint frá býl- inu. Þau reka þar ferðaþjónustu þar sem ferðalangar geta fylgst náið með mjöltum. „Gestirnir geta fylgst með skepnunum éta og sofa og mjöltum í sjónvarpinu inni í herbergi hjá sér. Svo geta þeir keypt ísinn úr kúnum sem við vorum að mjólka,“ segir Sæmund- ur, en býli hans er ekki nema hundrað metra frá þjóðvegi eitt og þrjátíu kílómetra fyrir vestan Höfn. Þar sem framleiðslan byrjar smátt sér Sæmundur ekki fram á samkeppni við stærri og rótgrón- ari ísframleiðendur. „Þetta er eigin- lega ný vara á markaði og í allt öðrum gæðaflokki. Ef við sjáum fram á að það verði eftirspurn sem við getum annað munum við reyna að komast í búðir, til dæmis í Reykjavík. Við byrjum auðvitað smátt og sníðum okkur stakk eftir vexti.“ niels@frettabladid.is Ísinn beint af kúnni Sæmundur Jón Jónsson, bóndi á Árbæ í Hornafirði, ásamt konu sinni, Anne Manly Thomsen, og börnum. Út að leika NÚ ÞEGAR ÚTILEIKIR BARNA FARA AÐ HEFJAST ER MIKILVÆGT FYRIR FORELDRA AÐ KYNNA SÉR ÚTIVISTAR REGLUR. Þegar fer að vora og dagurinn virð- ist endalaus er vinsælt hjá yngri kynslóðinni að vera úti í leikjum fram eftir kvöldi. Foreldrar ættu því að kynna sér settar útivistarreglur og fara eftir þeim. Frá 1. september til 1. maí mega börn 12 ára og yngri aðeins vera úti til klukkan 20 en 13-16 ára mega vera úti til klukkan 22. Yfir sumartímann mega 12 ára og yngri hins vegar vera úti til 22 en 13- 16 ára til 24. Regl- urn- ar mið- ast við fæðing- arár. - eö Sumarið er komið með gleði og yl. Skelltu þér í sandala og settu upp sólgleraugun, það mun ekki draga ský fyrir sólu í allan dag. Ármúla 42 · Sími 895 8966 mánudaga - föstudaga 10-18 laugardag 10-17 sunnudag 13-17Opið 30-70% afsláttur Rýmingarsala • Vasar • Diskar • Lampar • Pottar • Myndir o.m.fl . Jeppahlutir Allt fyrir jeppaman ninn á einum stað 4X4 Yukon drifhlutföll Loftdælur Skriðgírar Mælar Dalsbraut 1 600 Akureyri Sími 464-7960 Lækkun í lága drif Afar vönduð pallhús í úrvali www.K2icehobby.is A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.