Fréttablaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 82
50 26. apríl 2008 LAUGARDAGUR
sport@frettabla-
> Leikur FH og Fram ekki færður
Næstsíðasta umferð N1-deildar kvenna fer fram í dag
með fjórum leikjum. Topplið Fram spilar sinn síðasta leik
í dag en Framstúlkur sitja hjá í lokaumferðinni eftir viku.
Umræða var um hvort færa ætti leik FH og Fram um eina
helgi svo spenna væri í fleiri leikjum um næstu helgi. Að
sögn Róberts Gíslasonar, mótastjóra
HSÍ, var ákveðið að færa ekki leikinn
þar sem sú ákvörðun
hefði óeðlileg áhrif á leik
Stjörnunnar og Vals sem
fer fram eftir viku enda
eru möguleikar Vals á
titlinum úr sögunni vinni
Fram lið FH í dag. Leikir
dagsins hefjast klukkan 16.
Línutröllið Vignir Svavarsson hefur leikið sinn síðasta leik fyrir
danska félagið Skjern, en hann hefur verið í herbúðum félagsins
síðustu þrjú ár. Vignir hefur bætt sig stöðugt þessi ár í Dan-
mörku og lék einstaklega vel í vetur. Hann var síðan verðlaun-
aður fyrir frammistöðuna er hann var kosinn besti leikmaður
félagsins með miklum yfirburðum.
„Ég er búinn að eiga fínt tímabil en ég átti kannski von
á því að einhver af dönsku gulldrengjunum í landsliðinu
fengi þessi verðlaun. Það var því verulega ánægjulegt
að fá þessa viðurkenningu,“ sagði Vignir sem kom til
Íslands í gær. Hann mun fara í sprautumeðferð hjá
Brynjólfi Jónssyni lækni vegna meiðsla næstu daga.
„Ég er búinn að vera slappur í maganum síðan í
desember og það hefur aukist með hverri vikunni og leiðir
niður í nárann og annað. Ég hef ekki æft eins og maður
síðan í febrúar og vonandi verður hægt að hjálpa mér. Ég
þarf helst að hitta Ella sjúkraþjálfara líka. Ef hann er að
lesa má hann hringja í mig,“ sagði Vignir.
Eins og áður segir hefur Vignir sífellt verið að bæta sig
hjá Skjern og hann telur sig vera að taka næsta skref á réttum tíma.
„Ég er á því að þetta sé rétti tíminn að fara í sterkari deild
og fá nýja áskorun. Ég hef bætt mig mikið í Danmörku
og vonandi næ ég að bæta mig enn meira í Þýskalandi,“
sagði Vignir, en kemur hann til með að sakna Skjern? „Ég
mun sakna félagsins en ekki bæjarins. Þetta er frábært
félag þar sem er gríðarlega vel staðið að öllum hlutum. Það
er ekki hægt að kvarta yfir neinu hjá þessu félagi.“
Í Lemgo hittir Vignir fyrir félaga sinn í landsliðinu,
Loga Geirsson. Vignir hefur mikið gert grín að því að
í Skjern sé ekkert annað en sólbaðsstofur, en er Logi
búinn að athuga með sólbaðsstofurnar í Skjern?
„Mér skilst að ljósabekkjamenningin sé ekki sterk
í Lemgo en ég frétti að það væru allir í brúnkuklútum
þar. Klútarnir eru víst það heitasta þarna þessa dagana, segir
Logi,“ sagði Vignir léttur, en ætlar hann að prófa klútana?
„Hver veit nema maður hendi í sig strípum og prófi síðan.
Er samt ekki viss um að klútar dugi fyrir mig. Ég þarf frekar
handklæði.“
VIGNIR SVAVARSSON HANDBOLTAKAPPI: VALINN BESTUR HJÁ SKJERN OG HELDUR NÚ TIL LEMGO Í ÞÝSKALANDI
Skilst að allir séu í brúnkuklútunum í Lemgo
FÓTBOLTI Chelsea og Manchester Unit-
ed mætast í toppslag ensku úrvals-
deildarinnar á Brúnni kl. 11.45 í dag.
United hefur sem stendur þriggja
stiga forskot á Chelsea þegar þrjár
umferðir eru eftir af deildinni og
Englandsmeistararnir hafa
jafnframt átján mörkum
hagstæðari markatölu
þannig að Chelsea þarf
nauðsynlega á sigri að
halda í leiknum til þess að
eiga raunhæfa möguleika
á titlinum.
Chelsea verður án Frank Lampard,
sem syrgir móður sína sem lést nýlega
eftir erfið veikindi, og ekki er vitað
hvenær hann snýr aftur í lið Chelsea.
Michael Essien verður aftur á móti
með að nýju eftir að hafa tekið út leik-
bann í Meistaradeildarleiknum gegn
Liverpool á þriðjudag. Chelsea
hefur verið á miklu skriði í
deildinni og er þar enn
taplaust á nýju ári eftir
átján leiki þar sem liðið
hefur unnið þrettán og
gert fimm jafntefli. Chelsea
hefur jafnframt ekki tapað í
áttatíu leikjum í röð á heima-
velli sínum í deildinni, eða rúm
fjögur ár, sem er vitanlega met á
Englandi.
United vonast til þess að endurheimta
Nemanja Vidic sem gat ekki leikið í
Meistaradeildarleiknum gegn Barce-
lona á miðvikudag vegna magaverkja
en Wes Brown leysti reyndar hlutverk
miðvarðar óaðfinnanlega af hendi í
hans fjarveru. United hefur ekki
tapað á útivelli í deildinni á
þessu ári en leitar að fyrsta
marki sínu í fimm deildar-
leikjum á Brúnni og fyrsta
sigri sínum þar í sex til-
raunum. - óþ
Chelsea og Manchester United mætast í toppslag deildarinnar á Stamford Bridge leikvanginum rosalega:
Taplaust í deildarleik á Brúnni í fjögur ár
LOKASPRETTURINN Rio Ferdinand
og félagar í United eru komnir
með aðra höndina á titilinn.
NORDIC PHOTOS/GETTY
ALLT UNDIR Chelsea verður
að vinna til þess að eiga
raunhæfa möguleika á
titilinum. NORDIC PHOTOS/GETTY
KÖRFUBOLTI Gunnar Einarsson vann
sinn sjötta Íslandsmeistaratitil
sem leikmaður með Keflavík og
jafnaði þar með félagsmet Guð-
jóns Skúlasonar. Gunnar var sinn
fyrsta titil 1997 en var einnig
Íslandsmeistari 1999, 2003, 2004,
2005 og svo á fimmtudagskvöldið.
„Ég veit ekki hvort sá sjöundi
kemur, hvort sem það verður sem
leikmaður, þjálfari, vatnsberi eða
eitthvað. Það verða engar yfirlýs-
ingar í kvöld. Maður er í sigur-
vímu og þú gætir fengið mig til
þess að skrifa undir hvað sem er,”
sagði Gunnar þegar titilinn var í
höfn.
Gunnar var frábær í úrslita-
keppninni með Keflavík og átti
stóran hlut í krafti og grimmd liðs-
ins á lokasprettinum. Hann var
frábær varnarlega en þess að auki
átti hann hvern stórleikinn á fætur
öðrum í sókninni og skoraði sem
dæmi 13,8 stig á 23,8 mínútum í
sex síðustu leikjum Keflavíkur í
úrslitakeppninni, en þeir unnust
allir.
Gunnar segir sjálfur lykilinn að
velgengni liðsins vera fórnfýsi og
samheldni leikmanna. „Það eru
leikmenn í okkar liði sem eru á
bekknum en gætu byrjað inn á hjá
hvaða liði sem er og verið þar aðal-
driffjaðrirnar. Þeir fá það mikið út
úr því að vera í þessu Keflavíkur-
liði. Það er gífurleg samkeppni
innan liðsins, bæði að komast í
byrjunarliðið og að fá einhvern
spilatíma,” segir Gunnar, sem
sjálfur var í byrjunarliðinu í fyrsta
sinn í vetur í leik þrjú á móti ÍR, en
byrjaði síðan síðustu sex leikina.
Það dylst engum að lykillinn að
sigri Keflavíkur á ÍR var hvernig
Gunnar tók Hreggvið Magnússon
út úr sínum leik og drap um leið
niður allt sjálfstraust í ÍR-liðinu.
„Frá fyrstu vörn sem við spiluðum
í þriðja leiknum á móti ÍR settum
við tóninn. Ég byrjaði á því að setja
hann,” sagði Gunnar Einarsson um
þennan þriðja leik, sem var upp-
hafið að einum flottasta enda-
spretti í sögu úrslitakeppninnar.
„Það var ætlun mín fyrir þetta
tímabil að klára þetta með stæl,”
sagði Gunnar sem æfði mikið
aukalega á þessu tímabili, og naut
þar dyggrar aðstoðar eiginkonu
sinnar Ásdísar Þorgilsdóttur sem
er íþróttakennari. Gunnar ætlaði
að klára frábæran feril með glæsi-
brag en miðað við frammistöðu
hans nú gæti orðið afar erfitt fyrir
hann að hætta.
Magnús Þór Gunnarsson tók við
fyrirliðabandinu af Gunnari fyrir
tveimur tímabilum síðan, en hann
er ánægður með elsta manninn í
liðinu sem er þó ekki nema 31 árs.
„Gamli karlinn er geggjaður.
Hann er í þvílíku formi og sýndi að
það á ekki að vanmeta Gunnar því
hann er maðurinn. Hann er maður-
inn í bæði vörn og sókn,” sagði
Magnús eftir að Íslandsmeistara-
titillinn var í höfn.
ooj@frettabladid.is
Átti að vera lokatímabilið
Gunnar Einarsson varð Íslandsmeistari í sjötta sinn með Keflavík í fyrrakvöld
og hefur nú unnið jafnmarga titla sem leikmaður og Guðjón Skúlason.
GUNNI ER MAÐURINN Gunnar Einarsson fagnar sjötta Íslandsmeistaratitli sínum á
ferlinum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
MEISTARATITLARNIR SEX
1997 3 leikir (3 sigrar)
Stig/Framlag í leik 5,0/9,0
1999 5 leikir (3 sigrar)
Stig/Framlag í leik 10,6/9,2
2003 3 leikir (3 sigrar)
Stig/Framlag í leik 10,7/11,0
2004 4 leikir (3 sigrar)
Stig/Framlag í leik 10,8/12,0
2005 4 leikir (3 sigrar)
Stig/Framlag í leik 5,5/5,0
2008 3 leikir (3 sigrar)
Stig/Framlag í leik 15,0/15,0
FLESTIR ÍSLANDSMEIST-
ARATITLAR MEÐ KEFLAVÍK
Guðjón Skúlason 6
Gunnar Einarsson 6
Jón Norðdal Hafsteinsson 5
Albert Óskarsson 4
Falur Harðarson 4
Hjörtur Harðarson 4
Magnús Þór Gunnarsson 4
Arnar Freyr Jónsson 4
Lengjubikar kvenna í fótb.
KR-Valur 4-0
1-0 Hólmfríður Magnúsdóttir, 2-0 Katrín Ómars-
dóttir, 3-0 Hólmfríður Magnúsdóttir, 4-0 Katrín
Ómarsdóttir. Rautt spjald: Vanja Stefanovich(Val).
1. deild karla í handbolta
Víkingur-ÍR 35-30
Markahæstir hjá Víkingi: Ásbjörn Stefánsson 8,
Hreiðar Haraldsson 7, Sverrir Hermannsson 6.
Markahæstir hjá ÍR: Brynjar Valgeir Steinsson 6,
Kristinn Björgúlfsson 6, Davíð Georgsson 5.
Sænska úrvalsdeildin í fótb.
Ljungskile-Gautaborg 2-1
Hjálmar Jónsson og Ragnar Sigurðsson léku allan
leikinn í vörn Gautaborgar.
ÚRSLIT
FÓTBOLTI Baldur Ingimar Aðal-
steinsson, miðvallarleikmaður
Vals, missir af fyrstu leikjum liðs
síns í Landsbankadeildinni eftir
að í ljós kom að hann er með
rifinn liðþófa í hægra hné.
„Þetta gerðist ekkert skyndi-
lega heldur var ég búinn að vera
frekar slæmur í hægra hnénu í
nokkurn tíma og eftir skoðun kom
svo í ljós að liðþófinn var rifinn,“
sagði Baldur, sem fer í aðgerð á
þriðjudag og mun í kjölfarið
missa af nokkrum leikjum.
„Það er auðvitað alltaf leiðin-
legt að vera frá vegna meiðsla en
ég ætti að vera klár í slaginn á ný
eftir rúman mánuð,“ sagði
Baldur, sem er lykilmaður í
Íslandsmeistaraliði Vals; lék
sautján leiki með liðinu síðasta
sumar og skoraði í þeim fjögur
mörk. - óþ
Baldur Ingimar Aðalsteinsson:
Missir af fyrstu
leikjum Vals
MEIDDUR Baldur missir af fyrstu leikjum
Vals í Landsbankadeildinni vegna
meiðsla í hné. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FÓTBOLTI KR vann Val í úrslitaleik
Lengjubikars kvenna í gærkvöld.
Hólmfríður Magnúsdóttir kom
KR yfir eftir hálftíma leik og
staðan var 1-0 í hálfleik.
Um miðjan seinni hálfleik var
Vanja Stefanovich leikmaður Vals
rekin af leikvelli. Edda Garðars-
dóttir tók aukaspyrnuna og hitti
beint á kollinn á Katrínu Ómars-
dóttir sem skallaði og kom KR í 2-
0. KR bætti við tveimur mörkum
áður en yfir lauk. Fyrst skoraði
Hólmfríður með skoti úr teignum
og loks skoraði Katrín eftir
sendingu frá Hrefnu Jóhannes-
dóttur og lokatölur 4-0.
Helena Ólafsdóttir þjálfari KR
var ánægð í leikslok. „Mér fannst
sigurinn sanngjarn,“ sagði
Helena sem kvað markmiðin
fyrir tímabilið klár. „Markmiðið
hjá KR er alltaf að vinna bikara
og ég tel okkur vera með nógu
gott lið til að landa bikar í sumar,“
sagði Helena að lokum. - sjj
Úrslitaleikur Lengjub. kvenna:
KR sigraði Val
SIGURLAUNIN Hrefna Jóhannesdóttir
lyftir Lengjubikarnum hátt á loft fyrir KR
í gærkvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
HANDBOLTI Víkingur sigraði ÍR 35-
30 í toppbaráttuslag 1. deildar
karla í Víkinni í gærkvöld og
tryggði sér sæti í efstu deild.
Leikurinn einkenndist af mikilli
baráttu og lítilli markvörslu. Í
fyrri hálfleik skoruðu liðin nánast
mark í hverri einustu sókn og
staðan í hálfleik 18-17.
Heimamenn komu gríðarlega
öflugir til seinni hálfleiks og
skoruðu fjögur fyrstu mörk hans
þar og lögðu með því grunninn að
sannfærandi sigri sínum og
lokatölur urðu 35-30. Víkingur er
því kominn aftur upp í úrvalds-
deild á hundrað ára afmælisári
félagsins, glæsilegur árangur.
„Árangurinn vill ég þakka
mikilli samheldni í hópnum. Við
erum komnir með góðan grunn til
að byggja á og nú hefst vinnan
fyrir næsta vetur,“ sagði Reynir
Víkings þjálfari í leikslok. -rv
1. deildin í handbolta karla:
Víkingar upp í
úrvalsdeild
BARÁTTA Það var hraustlega tekist á í
Víkinni í gærkvöld enda mikið í húfi fyrir
bæði lið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI