Fréttablaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 66
34 26. apríl 2008 LAUGARDAGUR
2. SÆTIÐ - Með allt á hreinu
Með allt á hreinu
Það er við hæfi að Með allt á hreinu vermi annað sætið. Enda má
með góðum rökum telja hana til íslenska kvikmyndavorsins sem
hófst þegar fyrstu myndirnar fengu styrk úr Kvikmyndasjóði
Íslands. Íslendingar gátu allt í einu búist við íslenskri kvikmynd á
ári hverju og grínið var aldrei langt undan; Líf-myndir Þráins Bert-
elssonar, Magnús og Jón Oddur og Jón Bjarni kítluðu hláturtaugar
landsmanna.
Myndin er samkvæmt óform-
legum mælingum vinsælasta
kvikmynd Íslandssögunnar og
hermt er að tæplega hundrað
þúsund Íslendingar hafi borgað
sig til að sjá hinn kolklikkaða
húmor hljómsveitar allra lands-
manna.
Hefðbundnum aðferðum við
kvikmyndagerð var ekki beitt
við gerð Með allt á hreinu.
Þannig er ekki til eiginlegt handrit að myndinni. Hljómsveitarmeð-
limirnir spunnu allt á staðnum, svo var atriðið æft og það tekið
upp.
En óhætt er að segja að þetta hafi þrælvirkað. Myndin er full af
sígildum atriðum sem þjóðin hefur hlegið að í rúman aldarfjórðung
og eins og kom fram í viðtali við Eggert Þorleifsson er enn hringt í
hann um miðjar nætur og lausnin á lás bláa reiðhljólsins þulin upp í
gegnum símann. Tónlistin skipaði ekki síður stórt hlutverk í mynd-
inni en í henni má heyra mörg af vinsælustu lögum Stuðmanna og
Grýlanna.
Leikstjóri: Ágúst Guðmundsson
Aðalhlutverk: Egill Ólafsson, Jakob Frímann Magnússon, Ragnhild-
ur Gísladóttir og Anna Björns
Handrit: Ágúst Guðmundsson og Stuðmenn
Tónlist: Stuðmenn, Grýlurnar og Sigurður Bjóla
Kvikmyndataka: David Brigdes, Ari Kristinsson og Guðmundur
Kristjánsson
Börnin hans Friðriks best
Þær íslensku kvikmyndir sem gerðar hafa verið út telja orðið á annað hundrað. Margar þeirra hafa slegið í gegn og lifa og munu
lifa með þjóðinni. Aðrar voru grafnar nær lifandi og þykja enn í dag jafn slæmar og þegar þær komu út. Í tilefni af 30 afmæli
kvikmyndasjóðs leitaði Fréttablaðið til málsmetandi aðila og bað þá að tilnefna bestu og verstu kvikmyndir Íslandssögunnar.
Þessar skoruðu líka hátt:
Fyrir utan þessar þrjár
efstu komust nokkrar
aðrar einnig mjög hátt á
lista. Rétt á eftir Englum
alheims, sem tók annað
sætið, kom kvikmynd
Baltasars Kormáks,
Brúðguminn og ekki
langt undan henni var
hin sígilda Sódóma
Reykjavíkur sem virð-
ist eldast jafnvel og gott
vín. Eldri myndir Hrafns Gunnlaugssonar, Hrafninn flýgur
og Í skugga hrafnsins, fengu einnig mun betra dóma en Opin-
berun Hannesar og voru báðar nefndar nokkrum sinnum. Jón
Oddur og Jón Bjarni var eina barnamyndin sem komst á lista en
halaði til sín nokkrum atkvæðum og að lokum má nefna í flokki
þeirra mynda sem skoruðu hátt: Mýrina.
3. sætið - Englar alheimsins
Fyrirfram var búist við því að kvikmyndin Englar alheimsins myndi
fá góða aðsókn. Hún var byggð á frægri sögu Einars Más Guð-
mundssonar sem velflestir Íslendingar höfðu lesið í grunnskóla. En
varla hefur nokkur búist við því að yfir áttatíu þúsund Íslendingar
myndu borga sig inn til að sjá Pál glíma við sína andlegu erfiðleika.
Met Englanna var ekki slegið í sjö ár eða þar til Mýrin, byggð á bók
Arnaldar Indriðasonar, tröllreið bíósölunum.
Englar Alheimsins segir frá Páli, ungum manni á uppleið, sem verð-
ur andlega veikur og er í kjölfarið komið fyrir á Kleppi. Myndin
þykir lýsa með mikilli næmni lífi geðsjúklinga á Íslandi og dvöl á
Kleppi og er ljúfsár, fyndin, sorgleg og dramatísk, allt í senn. Tón-
list Sigur Rósar og Hilmars Arnar Hilmarssonar gæddi myndina
síðan aukinni dýpt og munaði þar mestu um útsetningu þeirra á
stefi Jóns Múla Árnason; Dánarfregnir og jarðarfarir, sem hljómaði
undir þegar Páll var borinn til grafar og skildi eftir ófáa tárvota
hvarma í bíóhúsunum. Að lokum má geta þess að leikarahópur
myndarinnar þótti eiga gullna frammistöðu.
Leikstjóri: Friðrik Þór Friðriksson
Byggt á bók Einars Más Guðmundssonar
Aðalhlutverk: Ingvar E. Sigurðsson, Hilmir Snær Guðnason, Björn
Jörundur Friðbjörnsson og Baltasar Kormákur
Tónlist: Hilmar Örn Hilmarsson
Kvikmyndataka: Harald Gunnar Paalgard
1. SÆTIÐ - Börn náttúrunnar
Börn náttúrunnar er vel að titlinum komin sem besta íslenska kvikmyndin. Hún er eina íslenska kvik-
myndin í fullri lengd sem hefur náð svo langt að hljóta náð fyrir augum Óskarsakademíunnar. Og þótt
Friðrik og félagar hafi ekki farið heim með styttuna vakti tilnefningin áhuga erlendra aðila á íslenskri
kvikmyndagerð. Myndin var frumsýnd árið 1991, fjórum árum eftir að Friðrik hafði gert Skytturnar.
Börn Náttúrunnar segir frá Þorgeiri sem þarf að flytja
á mölina til að dveljast þar á elliheimili. Honum hugnast
ekki vistin meðal elliærra gamalmenna og þegar hann
kemst í kynni við gamla æskuvinkonu sína, Stellu,
ákveða þau að stela jeppa og keyra á æskuslóðir hennar
á Hornströndum.
Þrátt fyrir að Friðrik Þór hefði hlotið mikið lof fyrir
leikstjórn sína þá voru það ekki síður Sigríður Hagalín
og Gísli Halldórsson sem voru stjörnur myndarinnar.
Leikur þeirra er án nokkurs vafa einn sá magnaðasti í
sögu íslenskra kvikmynda og hreinlega vafamál hvort
samspil þeirra tveggja verði nokkurn tímann toppað.
Enda var Sigríður tilnefnd til evrópsku kvikmyndaverð-
launanna fyrir frammistöðu sína í myndinni. Tónlist
Hilmars Arnars Hilmarssonar setti svo punktinn yfir i-ið en hún hlaut Evrópsku kvikmyndaverðlaunin
sem besta tónlistin.
Leikstjóri: Friðrik Þór Friðriksson
Handrit: Friðrik Þór og Einar Már Guðmundsson
Aðalhlutverk: Gísli Halldórsson og Sigríður Hagalín
Tónlist: Hilmar Örn Hilmarsson
Kvikmyndataka: Ari Kristinsson
Andri Snær Magnason rithöfundur
Auðunn Blöndal, dagskrárgerðar-
maður
Ágúst Héðinsson, forstöðumaður
útvarpssviðs 365
Álfrún Helga Örnólfsdóttir leikkona
Árni Þórarinsson rithöfundur
Ásgrímur Sverrisson, dagskrár- og
kvikmyndagerðarmaður
Bjarni Arason dagskrárstjóri
Bjarni Haukur Þórsson athafnamaður
Bogi Ágústsson sjónvarpsmaður
Guðmundur Andri Thorsson rithöf-
undur
Guðmundur Breiðfjörð markaðsstjóri
Guðmundur Steingrímsson varaþing-
maður
Hrönn Marínósdóttir, framkvæmda-
stjóri Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar
Jóhann Páll Valdimarsson bókaútgef-
andi
Ísleifur B. Þórhallsson framkvæmda-
stjóri
Kristín Marja Baldursdóttir rithöfundur
Kristjana Thors Brynjólfsdóttir dag-
skrárstjóri
Pálmi Guðmundsson sjónvarpsstjóri
Rúnar Róbertsson útvarpsmaður
Sigríður Pétursdóttir dagskrárgerðar-
kona
Silja Aðalsteinsdóttir ritstjóri
Stefán Karl Stefánsson leikari
Sæbjörn Valdimarsson gagnrýnandi
Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhús-
stjóri
Unnur Jökulsdóttir rithöfundur
Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona
Viðar Eggertssson leikstjóri
Víkingur Kristjánsson leikari
Þorsteinn J. Vilhjálmsson dagskrár-
gerðarmaður
Þorsteinn Jónsson kvikmyndagerðar-
maður
Þórarinn Eldjárn rithöfundur
ÁLITSGJAFAR FRÉTTABLAÐSINS VORU:
Vond opinberun
Þrátt fyrir að margar magnaðar íslenskar
kvikmyndir hafi litið dagsins ljós höfðu
álitsgjafarnir auðvitað álit á því hvað væri
með því versta sem ratað hefði á Hvíta
tjaldið. Þar bar kvikmynd Hrafns Gunn-
laugssonar, Opinberun Hannesar, höfuð og
herðar yfir aðrar myndir og fékk flest
atkvæði sem slæm mynd. Ekki fengu kvik-
myndirnar Blossi og Nei er ekkert svar
mikið færri atkvæði sem slæmar myndir
og hún Stella okkar í framboði þótti mun
betri þegar hún skellti sér í orlof og þótti
þessi seinni mynd með þeim verri íslensku
myndum sem gerðar hafa verið. Önnur slík
endurkoma - Í takt við tímann - Stuðmanna-
myndin seinni fékk svipaða útreið og að
lokum má geta þess að kvikmynd Mikaels
Torfasonar, Gemsar, skoraði hátt á Vondu-
mynda listanum.
Þess má geta að ekki mátti nefna kvikmyndir er tengdust viðkomandi.