Fréttablaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 26. apríl 2008 17 UMRÆÐAN Sigurjón Þórðarson skrifar um efnahagsmál Það hefur verið ljóst um nokkra hríð að íslenskt efnahagslíf stendur frammi fyrir miklum vanda. Vandinn hefur valdið ólgu meðal almennings og meðal annars birst í kröftugum mótmælum vöru- bílstjóra. Rót vandans er augljóslega bankakreppa og rúið traust íslensku bankanna. Á umliðnum árum hafa bankarnir gerst stórtækir í að slá lán á lágum vöxtum í útlandinu og endurlána íslenskum lántakendum á hærri vöxtum. Í lok árs 2005 voru nettóskuldir íslensku bankanna að frádregnum eignum liðlega 1.200 milljarðar. Ýmsum þótti nóg um, s. s. vinaþjóðinni í Danmörku sem varaði Íslendinga við þessari skuldasöfnun. Íslenskir bankar og stjórnmálamenn létu sér þessar viðvaranir danskra sem vind um eyru þjóta og héldu áfram að smala inn í landið erlendu fé sem olli eignaverðbólgu. Um síðustu áramót var svo komið að skuldir að frádregnum eignum í útlöndum höfðu aukist, sem sagt hafði nettóstaða bankanna versnað um helming og var orðin neikvæð um liðlega 2.500 milljarða. Í kjölfar erfiðleika í efnahagskerfi heimsins og aukinnar áhættufælni fjárfesta var farið að setja spurningarmerki við að endurfjármagna sístækk- andi skuldasúpu bankanna. Inn í það voru dregnir ýmsir veikleikar íslenska efnahagskerfisins, s.s. gríðarlegur viðskiptahalli, eigna- tengsl og uppskrúfað hlutabréfa- verð. Þegar innstreymi erlends fjármagns stöðvaðist hríðféll gengi íslensku krónunnar, sem hafði í för með sér hækkandi verðlag. Aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar Íslenskir ráðamenn hafa ekki í neinu brugðist við þeim teiknum sem hafa verið á lofti um nokkurt skeið og bera fjárlög ársins 2008 þess glögglega merki, þar sem sam- þykkt var aukin eyðsla ríkisins upp á um 20 prósent. Fyrstu viðbrögð oddvita ríkisstjórnarinnar þegar efnahagsillviðrið var í þann mund að skella á var að fara í auglýsinga- ferð og halda því fram á fundum austan hafs og vestan að íslenska bankakerfið væri sterkt, nánast best í heimi. Forsætisráðherra sagði að það væri best að gera ekki neitt á meðan utanríkisráðherra hélt áfram að jafna óréttlætið í samfélaginu og skipa hálfa kippu af sendiherrum þar sem helmingi fleiri voru konur en karlar. Á sama tíma og ríkis- stjórnin getur ekki komið á sáttum við bílstjóra hér heima tók formaður Samfylkingarinnar upp á því að skipa sérstakan sendi- fulltrúa í Palestínu til þess að lappa upp á heimsfriðinn. Margir bjuggust við því að ríkis- stjórnin hefði ráðið ráðum sínum í löngu páskafríi og myndi kynna þjóðinni yfirvegaðar lausnir á efna- hagsvandanum. Því var ekki að heilsa. Yfirmaður efnahagsmála, formaður Sjálfstæðisflokksins, varði fyrstu ræðu sinni á Alþingi í að varpa allri ábyrgð á umrót erlendis, s.s. ýmsa skuldabréfa- vafninga og einhverja óprúttna aðila sem gerðu atlögu að íslensku efnahagskerfi. Ekki hefur hann losnað úr því fari, horfst í augu við eigin ábyrgð og gripið til aðgerða, heldur bætt fjölmiðlum og stjórn- arandstæðingum í hóp meintra sökudólga í málinu. Þorskinn fram yfir kjúklinginn Eina ráð Samfylkingarinnar til að lina þjáningar íslensks almennings var að lækka verð á haughoppur- um. Varaformaður Samfylkingar- innar hefur reynt að snúa vörn í sókn í efnahagsumræðunni með því að saka einstaka liðsmann stjórnar- andstöðunnar um að vilja ekki koma til móts við íslenskan almenn- ing með lækkun kjúklingaverðs vegna umhyggju fyrir nokkrum kjúklingabændum. Ef í raun á að leysa vandann hlýt- ur að þurfa að beina sjónum að rótum hans. Ríkisstjórnin reynir með öllum ráðum að tryggja stöðu bankanna. Það kann eflaust að vera nokkuð sárt fyrir íslenskan skatta- og vaxtapíndan almenning að þurfa að horfa upp á stjórnvöld fara í björgunarleiðangur fyrir banka sem hafa misboðið íslenskum almenningi með sérgæsku við stjórnendur og taumlausu óhófi. Ég get ekki betur séð en að ríkið sé nauðbeygt til að tryggja stöðu bankanna með lántökum eða ábyrgðum ef staða þeirra breytist ekki til batnaðar hið fyrsta. Í fram- haldinu yrði sett eitthvert mark á að bæta skuldastöðu innlánastofn- ana við útlönd. Það er tímabært að Samfylkingin beini sjónum sínum frá kjúklinga- rækt um hríð og gæti að annarri skepnu, þorskinum, og setjist nú gagnrýnið yfir hvort ekki sé mögu- legt að veiða meira. Margt bendir til þess að hægt sé að veiða a.m.k. 250.000 tonn af þorski árlega, og það myndi leiða til þess að gjald- eyristekjur þjóðarinnar ykjust um á að giska 50 milljarða og viðskipta- hallinn hyrfi við það eins og dögg fyrir sólu. Höfundur er líffræðingur. SEND IÐ OKK UR LÍNU Við hvetj um les end ur til að senda okk ur línu og leggja orð í belg um mál efni líð andi stund ar. Grein ar og bréf skulu vera stutt og gagn- orð. Ein göngu er tek ið á móti efni sem sent er frá Skoð ana síð unni á vis ir.is. Þar eru nán ari leið bein- ing ar. Rit stjórn ákveð ur hvort efni birt ist í Frétta blað inu eða Vísi eða í báð um miðl un um að hluta eða í heild. Áskil inn er rétt ur til leið rétt- inga og til að stytta efni. SIGURJÓN ÞÓRÐARSON Kjúklingastjórnin Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.