Fréttablaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 78
46 26. apríl 2008 LAUGARDAGUR
folk@frettabladid.is
> AU NATUREL
Það er þegar vitað að leik-
konunni Juliu Roberts finnst
ekki nauðsynlegt að raka sig
reglulega undir höndunum,
en í viðtali við Opruh Win-
frey ljóstraði hún því nýlega
upp að hún notaði ekki held-
ur svitalyktareyði. Roberts fer
gömlu leiðina, sem felur í sér
sápuþvott yfir daginn.
Ofurfyrirsætan Jerry Hall, sem var
lengi gift Mick Jagger, hefur sagt frá
því að hún og fjórar systur hennar hafi
verið fórnarlömb heimilisofbeldis í
æsku. Hall er nú að skrifa ævisögu sína,
og hefur í fyrsta skipti sagt frá því
ofbeldi sem hún og systur hennar máttu
þola af hendi föður þeirra, John.
„Ég er ekki að reyna að vera hefni-
gjörn, en hann var vissulega mjög erfið-
ur. Hann var mjög ofbeldisfullur,“ sagði
Hall nýlega í viðtali. „Hann varð að
flytja sprengifim efni yfir landið þvert
og endilangt, tók örvandi lyf og kom
svo heim og barði okkur stelpurnar
fimm. Hann braut bein,“ segir Hall.
Faðir hennar var fyrrverandi her-
maður, og að sögn Jerry talaði hann við
dætur sínar eins og liðþjálfi talar við
hermenn sína. „Hann var mjög hug-
myndaríkur í móðgunum sínum,“ segir
fyrirsætan.
Jerry, sem keypti sér flugmiða aðra
leiðina til Parísar aðeins sextán ára
gömul til að komast að heiman, sagðist
reyna að skilja hvers vegna faðir hennar
hegðaði sér á þennan hátt. „Hann átti
skelfilega æsku, faðir hans drakk og
móðir hans dó þegar hann var smábarn
– maður reynir að skilja af hverju ein-
hver verður svona ofbeldishneigður.
Hann gekk í gegnum skelfilega hluti.
Hann þurfti að sleppa fólki úr fangabúð-
um og fann þar átján þúsund lík,” segir
fyrirsætan.
Greinir frá heimilisofbeldi
ERFIÐ ÆSKA Jerry Hall segist reyna að skilja af
hverju faðir hennar var svo ofbeldishneigður,
en hann beitti hana og fjórar systur hennar
ofbeldi í æsku. NORDICPHOTOS/GETTY
Ofurfyrirsætan Heidi Klum vill
spreyta sig á hönnun einkennisbún-
inga. Hún hefur áður hannað föt
fyrir þýska pöntunarlistann Otto,
skó fyrir Birkenstock, skartgripi
fyrir Mouawad og sundföt, svo eitt-
hvað sé nefnt. Einkennisbúninga er
hins vegar ekki að finna á ferilskrá
hennar til þessa, en Klum segir að
fólk biðji hana daglega um að taka
slíkt að sér.
„Ég fer á sama Starbucks-kaffi-
hús í Beverly Hills á hverjum degi,
og þau eru alltaf að spyrja, „Get-
urðu sagt þeim að við viljum fá
nýja búninga?“,“ segir Heidi í við-
tali við Contactmusic. „Ég flýg með
American Airlines, og sami hlutur
gerist. Það er alltaf að gerast. Stór-
ar keðjur eða stór fyrirtæki, þau
eru alltaf að koma til mín. Það væri
skemmtilegt, því svo margir myndu
sjá afraksturinn,“ segir fyrirsætan.
Henni hafa þó ekki borist fyrir-
spurnir frá fyrirtækjunum sjálfum
enn sem komið er.
Vill hanna búninga
HEIDI OG STARBUCKS Heidi Klum hefði
ekkert á móti því að fá að hanna nýja
einkennisbúninga á starfsfólk Starbucks-
kaffihúsakeðjunnar. NORDICPHOTOS/GETTY
Leikarinn Ewan McGregor er í
samningaviðræðum um að taka
að sér hlutverk í kvikmyndinni
Angels & Demons, sem er byggð
á samnefndri bók Dans Brown og
gerist á undan atburðunum í The
Da Vinci Code.
Gangi viðræðurnar vel mun
McGregor leika aðstoðarmann
páfans í myndinni. Tom Hanks
hefur þegar samþykkt að
endurtaka hlutverk sitt sem
táknfræðingurinn Robert
Langdon, sem í þetta skiptið
reynir að afhjúpa samsæri um að
sprengja upp Vatíkanið. Tökur á
myndinni hefjast í Evrópu í júní
og er hún væntanleg í bíó í maí á
næsta ári.
Aðstoðar páfa
EWAN MCGREGOR
Bandaríski leikarinn Wesley
Snipes hefur verið dæmdur í
þriggja ára fangelsi fyrir skatt-
svik. Dómurinn var jafnþungur
og saksóknarar höfðu óskað eftir,
eða eitt ár fyrir hvert skipti sem
hann taldi ekki fram til skatts.
Lögfræðingar Snipes töldu
brotið ekki alvarlegt og sögðu að
Snipes væri góð mann-
eskja. Saksóknararnir
töldu aftur á móti að
með því að veita Snipes
þungan dóm myndu
yfirvöld setja gott
fordæmi fyrir annað
fólk.
Snipes var í febrú-
ar fundinn sekur um
að hafa ekki talið
fram til skatts árin
1999, 2000 og 2001.
Hann var sýknaður
af ákærum um alvar-
legri svik.
Fyrir rétti sagðist
hann iðrast gjörða sinna og bætti
því við að hann hefði hagað sér
barnalega auk þess sem hann
hefði lítið kunnað fyrir sér í lög-
fræði og fjármálum. Á
meðal þeirra sem sendu
bréf til réttarins til stuðn-
ings vini sínum voru leik-
ararnir Woody Harrelson
og Denzel Washington, en
allt kom fyrir ekki.
Snipes er ekki í
varðhaldi sem stend-
ur og ekki er vitað
hvenær hann þarf að
setjast á bak við lás
og slá. Hann er
þekktastur fyrir
leik sinn í myndun-
um White Men Can´t
Jump, Demolition Man
og Blade-þríleiknum.
Snipes í fangelsi
WESLEY SNIPES Snipes hefur
verið dæmdur í þriggja ára
fangelsi fyrir skattsvik.
Vandræðin halda áfram
að hrannast upp hjá Amy
Winehouse. Svo gæti farið
að hún feti í fótspor eigin-
manns síns og gisti fanga-
klefa á næstunni.
Söngkonunni Amy Winehouse
gengur lítið í haginn þessa dag-
ana. Í síðustu viku hélt hún einu
sinni sem oftar út á lífið, með
afleiðingum sem gætu orðið til
þess að hún þurfi að gista fanga-
klefa á næstunni. Fregnir herma
að Amy hafi ráðist á tvær mann-
eskjur á þriðjudagskvöldi.
Fyrra atvikið ku hafa átt sér stað
þegar tónlistarmaðurinn Mustapha
el Mounmi neitaði að gefa billjard-
borðið sem hann var að leika á upp
á bátinn fyrir Winehouse. Amy
réðst þá að honum með þeim afleið-
ingum að Mustapha skartar nú
glóðarauga og bólginni vör. „Ég er
svo reiður,“ segir Mustapha. „Hún
lamdi mig fast í andlitið. Ég gat
ekki slegið til baka – hún er kona,“
segir tónlistarmaðurinn.
Síðar ku söngkonan hafa skall-
að manneskju sem hjálpaði henni
að ná í leigubíl í Camden. Lög-
regla hefur staðfest að hún hafi
hafið rannsókn á málinu. „Lög-
regla rannsakar meinta líkamsár-
ás á Chalk Farm Road,“ staðfestir
talsmaður lögreglunnar. „38 ára
gamall maður hefur haft samband
við lögreglustöðina í Kentish
Town og segir 24 ára gamla konu
hafa ráðist á sig. Enginn hefur
verið handtekinn sem stendur, en
rannsókn stendur yfir,“ segir lög-
reglan. Amy fór í gær á fund lög-
reglunnar í yfirheyrslu, sem tals-
maður söngkonunnar sagði hana
gera af fúsum og frjálsum vilja.
Breska blaðið The Sun taldi sig
hins vegar hafa heimildir fyrir
því að hún yrði handtekin. Ef svo
fer að Amy verði sakfelld gæti
hún átt von á allt að sex mánaða
afplánun í fangelsi, og sekt sem
hljóðar upp á andvirði um 300
þúsund króna.
Þessi hegðun söngkonunnar
virðist vera í anda þess sem á
undan er gengið, en fyrr í vikunni
er hún sögð hafa ráðist að leigubíl-
stjóra eftir að hafa neitað að
greiða fyrir aksturinn. Sama kvöld
og líkamsárásin átti sér stað segja
heimildarmenn að hún hafi verið
stjórnlaus inni á skemmtistaðnum
Bar Tok. „Hún henti drykkjum í
kringum sig og velti borðum,“
segir einn sjónarvottur, sem segir
söngkonuna einnig hafa öskrað,
„Ég er goðsögn, komið þessu fólki
út. Ég vil taka eiturlyf.“ Aðrir
sjónarvottar segja að hún hafi þar
að auki kysst ónefndan mann, sem
var augljóslega ekki eiginmaður
hennar, Blake Fielder-Civil, sem
situr í fangelsi.
Amy gæti lent í fangelsi
EKKERT LÁT Á VANDRÆÐAGANGI Amy Winehouse gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist,
en hún er sökuð um að hafa ráðist að tveimur manneskjum í vikunni.
NORDICPHOTOS/GETTY
Paula Abdul, sem eins og flestir
vita er einn dómara í American
Idol, ku hafa hug á því að ganga í
raðir þeirra stjarna sem spreyta
sig á mismunandi dansstílum í
þáttunum Dancing with the Stars.
Dansþættirnir njóta mikilla
vinsælda úti sem stendur.
Paula sagði í viðtali við
tímaritið OK! að hún væri að velta
þáttöku fyrir sér, eftir að kynnir
þáttanna, Tom Bergeron, missti
það út úr sér í síðasta mánuði að
hún gæti orðið á meðal þátttak-
enda.
„Ég er mikill aðdáandi þátt-
anna. Það væri frábær reynsla
fyrir mig að verða nemandi og
læra dans-stíla sem ég hef aldrei
kynnst,“ segir Paula, sem hefur á
árum áður samið dansa og dansað
í eigin tónlistarmyndböndum, sem
gæti orðið til þess að ekki þyki við
hæfi að bjóða henni þáttöku. „Ég
var alltaf danshöfundur…,“ segir
Paula hins vegar. „Ég hef aldrei
fengið að vera nemandi og ég hef
aldrei dansað með félaga. Ef ég
reyndi það einhvern tímann varð
ég að vera strákurinn og það er
ekkert gaman. Ég vil vera í
flottum kjólum eins og
stelpurnar,“ segir söngkonan.
American Idol og Dancing with
the Stars eru sýndir á sama tíma á
þriðjudagskvöldum; Idol á
sjónvarpsstöðinni FOX en hinn á
stöðinni ABC.
Vill komast í
dansþátt
ÚR IDOL Í DANSÞÁTT Paulu Abdul langar
til að taka þátt í dansþættinum Dancing
with the Stars. Hér er hún með sam-
dómurum sínum í American Idol, þeim
Simon Cowell og Randy Jackson.
NORDICPHOTOS/GETTY