Fréttablaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 24
24 26. apríl 2008 LAUGARDAGUR UMMÆLI VIKUNNAR,, U MÆLI VIKUN AR ,, stjornmal@frettabladid.is nánar á visir.is Pétur H. Blöndal Sjálfstæð- isflokki vill að skoðað verði hvort raunveruleg þörf sé á öllum utanlandsferðum ráð- herra. Álfheiður Ingadóttir væntir svars við fyrirspurn um erindi ráðherra út fyrir landsteinana. Margir ráðherrar hafa verið á far- aldsfæti síðustu vikur og mánuði. Fyrir vikið hefur ríkisstjórnin verið uppnefnd Útlagastjórnin og Fararstjórnin, svo eitthvað sé nefnt. Ekki ríki full vissa meðal allra um að öll ferðalögin séu landi og lýð nauðsynleg. Fréttablaðið spurði þingmenn allra flokka hvort ráðherrar væru of mikið í útlönd- um að óþörfu. Pétur H. Blöndal segir að auðvit- að fylgi ferðalög alþjóðasamstarfi, ekki síst á tímum alþjóðavæðingar, alþjóðakreppu og útrásar. Hann telur þó að í mörgum tilvikum megi notast við fjarfundabúnað, slíkt tíðkist í einkageiranum. Sjálfur hefur hann þó rekið sig á hindranir því víða í útlöndum sé slíkur búnað- ur ekki til staðar. „Eflaust er eitt- hvað óþarft af þessum ferðalögum og það þarf að skoða nákvæmlega hve mikið er raunveruleg þörf fyrir,“ segir Pétur. Álfheiður Ingadóttir VG vill ekk- ert fullyrða um hvort ráðherrar séu of mikið í útlöndum að óþörfu en segir að væntanlegt svar for- sætisráðherra við fyrirspurn henn- ar muni leiða það í ljós. Hún hefur spurt forsætisráðherra um utan- ferðir allra ráðherra frá myndun ríkisstjórnarinnar, fjölda þeirra, tilefni, fylgdarlið og kostnað. „Ég legg mikla áherslu á alþjóðlegt samstarf, ég tala nú ekki um á vett- vangi Norðurlandaráðs og Samein- uðu þjóðanna. Ég legg hins vegar minni áherslu á samstarf á vegum hernaðarbandalagsins Nató og gæti bent á það sem óþarfa.“ Grétar Mar Jónsson, Frjálslynda flokknum, vill að ráðherrar séu á Íslandi. „Þeir eiga að sinna þeim málum sem brenna á fólki innan- lands en ekki þvælast út í heim til að tryggja atkvæði í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna,“ segir hann. „Það er líka skondið að þeir skuli vera að tala um mannréttindabrot við aðrar þjóðir en brjóta sjálfir mannréttindi á eigin þegnum,“ segir Grétar Mar og vísar þar til álits Mannréttindanefndar Samein- uðu þjóðanna um íslenska kvóta- kerfið. Guðbjartur Hannesson Samfylk- ingunni telur ekki að ráðherrar séu of mikið í útlöndum að óþörfu. „Við erum að auka alþjóðleg samskipti og erum háð því að vera mikið á ferðinni. Það er af hinu góða að sækja upplýsingar til útlanda og vera í persónulegum tengslum við fólk,“ segir Guðbjartur en viður- kennir að helst vildi hann hafa ráð- herrana nær sér. Hann kveðst ekki geta dæmt um nauðsyn allra ferða ráðherra en er engu að síður viss um að margar þeirra séu mjög mik- ilvægar. Bjarni Harðarson Framsóknar- flokki er á því að ráðherrar séu of mikið í útlöndum að óþörfu, og eins og staðan sé í efnahagsmálum væri æskilegt að þeir sinntu þeim málum meira. „Þeir gera það auðvitað ekki á meðan þeir eru á ferðalögum í útlöndum.“ Bjarni telur átökin við Rauðavatn á miðvikudag eina af afleiðingum þess að stjórnvöld hafi ekki unnið heimavinnuna sína. „Lokaorð hæstvirts ráðherra voru hrokafull ónot í garð undirritaðs og ekki ný af nálinni. Ég á þá sjálfsagt öðrum mönnum fremur að taka til mín ummæli ráðherranna um að það eigi ekki að ræða um efnahagsvandann. Þeim verður ekki að ósk sinni.“ Steingrímur J. Sigfússon VG „Ef ég hef verið með hrokafull ónot í garð háttvirts þingmanns þá bið ég hann afsökunar á því.“ Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra Íslandsmet féll í vikunni. Aldrei fyrr hefur nokkrum hópi - sem haft hefur uppi kröfur á hendur ríkinu - tekist að klúðra sínum málum jafn gjörsam- lega og bílstjórunum sem höfðu sig mest í frammi síðasta vetrardag og sumardaginn fyrsta. Með framgöngu sinni sáu þeir til þess að ríkisvaldið mun aldrei nokkurn tíma ræða við þá um álögur og vinnutíma. Hafa ber í huga að bílstjórarnir áttu ekki í sérstökum viðræðum við stjórnvöld og höfðu ekki skilgreinda samningsstöðu. Þetta voru ekki hefðbundnar kjara- eða samningaviðræður. En þeim fannst dropinn dýr og vildu að ríkið lækk- aði álögur á olíuna. Það er getur verið fullkomlega eðlilegt að menn sem horfa upp á reikningana sína hækka og hækka reyni að fá yfirvöld til að sýna sérstök- um aðstæðum skilning. Að sama skapi getur verið eðlilegt að þeim svíði að þurfa að fara eftir lögum og reglum um vinnutíma. Jafn eðlilegt er að yfirvöld hlusti á mennina og skoði málið. En það er ekki þar með sagt að fara beri að kröfum þeirra. Eftir atburði árstíðamótanna má ljóst vera að yfirvöld muni hvorki hlusta né skoða málið. Eitt er að vera fastur fyrir og standa á kröfum sínum, annað er að vera dóni og ýmislegt þaðan af verra. Stjórnvöld geta ekki rætt við fólk sem hagar sér eins og Sturla Jónsson og hans kónar gera. Er þetta nú líklegt? Því hefur verið haldið fram af álitsgjöfum og bloggurum að Geir H. Haarde og Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, hafi víst rætt um vaxandi líkur á aðild Íslands að Evrópusambandinu á fundi þeirra í Downingstræti 10 á fimmtudag. Upphafleg fréttatilkynning breska forsætisráðuneytisins hafi sem sagt verið rétt en henni verið breytt að kröfu íslenska forsætis- ráðuneytisins sem vildi ekki að sannleikurinn spyrðist út. Auðvelt er að halda svonalöguðu fram en öllu erfiðara að færa fyrir því sæmileg rök. Í fyrsta lagi má spyrja hvort menn telji í alvöru að íslenska forsætis- ráðuneytið hafi slík ítök í breska forsætisráðuneytinu að þar séu skrifaðar fréttatilkynningar eftir pöntun, út í loftið. Í öðru lagi má spyrja hvort menn telji í alvöru að ef íslensk stjórnvöld ákveða í leyni að hefja viðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu að þær fari fram við breska embættismenn, líkt og sagði í fréttatilkynning- unni. Er ekki líklegra að slíkar viðræður verði við embættismenn Evrópu- sambandsins? Það rennir svo enn frekari stoðum undir að fyrri tilkynningin hafi verið röng að í henni var notast við orðalagið „strategic dialogue“ um Evrópu- sambandsmálin. Það er hernaðarlegt orðfæri og var notað yfir viðræður um varnarsamstarf Íslands og Bretlands, sem einmitt var annað tveggja aðalumræðuefna fundarins. Hitt er svo annað mál að í fréttatilkynningu íslenska forsætisráðuneyt- isins kemur fram að Evrópumál hafi verið á dagskrá. Ekki hefur verið upplýst hvaða Evrópumál það voru. VIKA Í PÓLITÍK BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON Ónýt staða og vald Geirs Árni Þór Sigurðsson hefur óskað eftir að forsætisráðherra feli starfs- mönnum forsætisráðuneytisins að ráðast í svolítið verkefni. Hann vill að þeir taki saman upplýsingar um þróun efnahags- mála í „nokkrum“ ríkjum. Árni vill vita hver þróun atvinnuleysis, hagvaxtar, verð- bólgu, viðskiptahalla, stýrivaxta, gengisvísitölu og afkomu rík- issjóðs hefur verið undanfarin fjögur ár og vill að spár fyrir árið í ár og það næsta fylgi með. Og hvaða „nokkur“ ríki ætli það séu sem Árni vill að upplýsingarnar nái til? Jú, það eru Sviss, Bandaríkin og Japan, auk aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins. Auk Íslands, Noregs og Liechtenstein eiga Evr- ópusambandsríkin 27 aðild að EES. Efnahagsupplýsingarnar eiga því að ná til 33 ríkja. Samkvæmt starfsvenjum þingsins hafa ráðherrar tíu daga til að svara skriflegum fyrirspurn- um. Árni lagði fyrirspurnina fram á mánudag og ætti svarið samkvæmt því að fást öðru hvoru megin við mánaða- mót. Staðan í „nokkrum“ ríkjum Meta á nauðsyn utanferða PÉTUR H. BLÖNDAL BJARNI HARÐARSON ÁLFHEIÐUR INGADÓTTIR GRÉTAR MAR JÓNSSON GUÐBJARTUR HANNESSON INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR OG GEIR H. HAARDE „Eðlilegt er að varpa fram þeirri spurningu hvort það sé í anda hugsjóna Jóns Sigurðs- sonar að afsala hluta fullveldis okkar og flytja valdið yfir auðlindum sjávar til sameiginlegs og yfirþjóðlegs valds Evrópusambandsins.“ Þetta sagði Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, í ræðu í Jóns- húsi í Kaupmannahöfn á fimmtudag. Af orðunum má ráða að Sturla telji eðlilegt að við meðferð stórra pólitískra álitamála þurfi að spekúlera í hvað Jóni hefði fundist. Hvað ætli hann hefði sagt um, tja, fjölmiðlafrumvarpið? Er það eðlilegt?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.