Fréttablaðið - 26.04.2008, Side 40

Fréttablaðið - 26.04.2008, Side 40
Íslenskri hönnun hefur á undan- förnum árum vaxið ásmegin, margir hönnuðir komið fram með góða hönnun og umfjöllun aukist til muna. Aftur á móti hefur að- gengi að íslenskri hönnun á ver- aldarvefnum ekki verið eins góð og hún ætti að vera en með tilkomu Birkilands, www.birkiland.is, hefur orðið breyting þar á. Kjartan Sturluson og Ingvi Þór Guðmundsson eru eigendur og stofnendur Birkilands en þeir hafa báðir haft mikinn áhuga á íslenskri hönnun í gegnum tíðina. „Á Ís- landi hefur skort vettvang fyrir ís- lenska hönnuði á vefnum svo þeir geti á auðveldan hátt komið verk- um sínum á framfæri, bæði hér heima og erlendis. Með tilkomu Birkilands er á einfaldan hátt hægt að nálgast gott úrval af íslenskri hönnun á einum og sama staðnum. Svo er Birkiland auðvitað alltaf opinn og sendir vörur til viðskipta- vina sinna um allan heim,“ útskýrir Kjartan. Margir af fremstu hönnuð- um Íslands eru með vörur sínar á Birkilandi og má þar nefna Tinnu Gunnars dóttur, Hrafnkel Birgis- son, Björg Juto og Óðin Bolla. Inni- heldur síðan ítarlegar upplýsingar um hönnuðina og vörur þeirra. Þar að auki er hægt að panta bækur um hönnun, arkitektúr, ljósmyndun og fleira í gegnum síðuna. „Hugmyndin að Birkilandi hefur í nokkurn tíma blundað í okkur en undirbúningsvinnan hófst fyrir tæpu ári. Viðtökurnar hafa verið góðar og höfum við fengið mikið lof fyrir framtakið. Þessi góðu við- brögð sem við höfum fengið síðustu daga sannfærir okkur enn frekar um hversu nauðsynlegt er að skapa íslenskri hönnun alvöru samastað á veraldarvefnum.“ Framtíðarmarkmið Birkilands eru skýr en Kjartan lýsir þeim á eftirfarandi hátt: „Fram undan hjá Birkilandi er að halda áfram að styðja við bakið á íslenskri hönn- un og koma henni á framfæri, hérlendis sem og erlendis. Við í Birkilandi erum með fullt af hug- myndum sem allar tengjast hönn- un á einn eða annan hátt og viljum að sjálfsögðu koma þeim í fram- kvæmd í allra nánustu framtíð.“ Kjartan bendir á að hönnuðir sem vilji koma hönnun sinni á fram- færi geti haft samband með því að senda póst á netfangið birkiland@ birkiland.com. - mmr Íslensk hönnun á einn stað ● Birkiland er ný vefverslun helguð íslenskri hönnun og ýmsu sem henni viðkemur. Kökuform, sem kallast Tools You Bake, eftir Hrafnkel Birgisson. Haustblóm eftir Tinnu Gunnarsdóttur. Litrík glös eða bollar eftir Hrafnkel Birgisson sem kallast Hoch die Tassen. Snaginn Starkaður eftir Tinnu Gunnarsdóttur. Kjartan Sturluson og Ingvi Þór Guðmundsson eru eigendur og stofnendur Birkilands. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 26. APRÍL 2008 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.