Fréttablaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 40
Íslenskri hönnun hefur á undan- förnum árum vaxið ásmegin, margir hönnuðir komið fram með góða hönnun og umfjöllun aukist til muna. Aftur á móti hefur að- gengi að íslenskri hönnun á ver- aldarvefnum ekki verið eins góð og hún ætti að vera en með tilkomu Birkilands, www.birkiland.is, hefur orðið breyting þar á. Kjartan Sturluson og Ingvi Þór Guðmundsson eru eigendur og stofnendur Birkilands en þeir hafa báðir haft mikinn áhuga á íslenskri hönnun í gegnum tíðina. „Á Ís- landi hefur skort vettvang fyrir ís- lenska hönnuði á vefnum svo þeir geti á auðveldan hátt komið verk- um sínum á framfæri, bæði hér heima og erlendis. Með tilkomu Birkilands er á einfaldan hátt hægt að nálgast gott úrval af íslenskri hönnun á einum og sama staðnum. Svo er Birkiland auðvitað alltaf opinn og sendir vörur til viðskipta- vina sinna um allan heim,“ útskýrir Kjartan. Margir af fremstu hönnuð- um Íslands eru með vörur sínar á Birkilandi og má þar nefna Tinnu Gunnars dóttur, Hrafnkel Birgis- son, Björg Juto og Óðin Bolla. Inni- heldur síðan ítarlegar upplýsingar um hönnuðina og vörur þeirra. Þar að auki er hægt að panta bækur um hönnun, arkitektúr, ljósmyndun og fleira í gegnum síðuna. „Hugmyndin að Birkilandi hefur í nokkurn tíma blundað í okkur en undirbúningsvinnan hófst fyrir tæpu ári. Viðtökurnar hafa verið góðar og höfum við fengið mikið lof fyrir framtakið. Þessi góðu við- brögð sem við höfum fengið síðustu daga sannfærir okkur enn frekar um hversu nauðsynlegt er að skapa íslenskri hönnun alvöru samastað á veraldarvefnum.“ Framtíðarmarkmið Birkilands eru skýr en Kjartan lýsir þeim á eftirfarandi hátt: „Fram undan hjá Birkilandi er að halda áfram að styðja við bakið á íslenskri hönn- un og koma henni á framfæri, hérlendis sem og erlendis. Við í Birkilandi erum með fullt af hug- myndum sem allar tengjast hönn- un á einn eða annan hátt og viljum að sjálfsögðu koma þeim í fram- kvæmd í allra nánustu framtíð.“ Kjartan bendir á að hönnuðir sem vilji koma hönnun sinni á fram- færi geti haft samband með því að senda póst á netfangið birkiland@ birkiland.com. - mmr Íslensk hönnun á einn stað ● Birkiland er ný vefverslun helguð íslenskri hönnun og ýmsu sem henni viðkemur. Kökuform, sem kallast Tools You Bake, eftir Hrafnkel Birgisson. Haustblóm eftir Tinnu Gunnarsdóttur. Litrík glös eða bollar eftir Hrafnkel Birgisson sem kallast Hoch die Tassen. Snaginn Starkaður eftir Tinnu Gunnarsdóttur. Kjartan Sturluson og Ingvi Þór Guðmundsson eru eigendur og stofnendur Birkilands. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 26. APRÍL 2008 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.