Fréttablaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 74
42 26. apríl 2008 LAUGARDAGUR Sæluvika Skagfirðinga stendur yfir nú dagana 27. apríl til 4. maí. Í tilefni hennar efnir hin fram- takssama Ópera Skagafjarðar til tónleika í íþróttahúsinu í Varma- hlíð kl. 16 á morgun. Þar verða flutt valin lög úr óperunum Rigol- etto og La Traviata við undirleik 15 manna kammerhljómsveitar. Sérstakur gestasöngvari á tón- leikunum verður engin önnur en Sigrún Hjálmtýsdóttir sem einn- ig er þekkt sem Diddú. Að auki stendur Söngskóli Alexöndru, í samvinnu við Guð- rúnu Ásmundsdóttur leikkonu, fyrir menningardagskrá undir yfirskriftinni Ég lít í anda liðna tíð. Um er að ræða metnaðarfulla leik- og söngdagskrá um ævi og störf tónskáldsins Sigvalda Kaldalóns þar sem blandað er saman frásögn og flutningi á verkum hans. Tónlistarflutning- urinn er í höndum söngnemenda úr Söngskóla Alexöndru. Sigvaldi Stefánsson Kaldalóns, tónskáld og læknir, fæddist árið 1881 og lést 1946. Hann var hér- aðslæknir á ýmsum stöðum en lengst í Nauteyrarhéraði við Ísa- fjarðardjúp. Sigvaldi samdi hátt á annað hundrað sönglaga sem mörg hver hafa orðið gríðarlega vinsæl og eru enn á hvers manns vörum. Meðal laga hans eru Á Sprengisandi, Þú eina hjartans yndið mitt, Hamraborgin og Svanasöngur á heiði. Hann samdi einnig nokkur kórlög, meðal ann- arra Ísland ögrum skorið, og fáein lög fyrir hljóðfæri. Sýningar helgaðar Sigvalda Kaldalóns verða þrjár til fjórar, en fjöldi þeirra fer eftir eftir- spurn, og fara fram dagana 28. apríl til 1. maí í Villa Nova, einu elsta og virðulegasta húsi Sauð- árkróks. Skagfirðingum og öðrum Norðlendingum gefst með þessari dagskrá tækifæri til að fræðast um ævi og störf Sigvalda Kaldalóns í flutningi einnar dáðustu leikkonu lands- ins og nemenda úr Söngskóla Alexöndru. - vþ Óperuperlur á Sæluviku ÓPERA SKAGAFJARÐAR Kemur fram á tónleikum í íþróttahúsinu í Varmahlíð á morgun. Það er ekki á hverjum degi sem færi gefst á því að virða fyrir sér listsköpun þriggja náskyldra listamanna. Slík tækifæri bjóðast þó frá og með deginum í dag, bæði í Ráðhúsi Reykjavíkur, sam- anber Ekki missa af... , og í Hafn- arborg, menningar- og listastofn- un Hafnarfjarðar, en kl. 15 verða þar opnaðar sýningar þriggja listamanna sem tilheyra einni og sömu fjölskyldunni. Í aðalsal safnsins verður opnuð yfirlitssýning á verkum Einars Más Guðvarðarsonar mynd- höggvara sem lést 2003; í Sverr- issal sýnir systir Einars, leirlista- konan Jóna Guðvarðardóttir, en í Apóteki verður sýning dóttur hennar, Hildar Ýrar Jónsdóttur, sem hefur nýlega lokið listnámi í Hollandi og sýnir skúlptúr og skartgripi. Þetta er 16. sérsýn- ingin á verkum Einars og 17. einkasýning Jónu en Hildur opnar nú sína fyrstu einkasýn- ingu. Jafnframt verður gefin út bók um höggmyndalist Einars með textum eftir Jón Proppé og Halldór Ásgeirsson. Hafnarborg er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til kl. 17. Aðgangur að safninu er ókeyp- is. - vþ Fjölskylda sýnir saman HAFNARBORG Hýsir áhugaverðar sýningar skyldra listamanna. Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.