Fréttablaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 6
6 26. apríl 2008 LAUGARDAGUR UTANRÍKISMÁL „Persónulega vona ég innilega að Austurríki nái kjöri,“ sagði Ban Ki-moon, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna (SÞ), í viðtali við austurríska vikuritið Profil nýverið. Ummælin féllu þegar Ban var spurður um framboð Austurríkis til öryggisráðs SÞ. Þar keppir Austurríki um tvö laus sæti í ráðinu við Ísland og Tyrkland. Túlka má ummæli Ban sem stuðning við framboð Austurríkis. Ban sagði Austurríki ætíð hafa verið mikilvægt aðildarríki SÞ. Landið væri meðal rausnarlegustu greiðenda í sjóði SÞ, og hafi tekið þátt í mörgum friðargæsluverkefnum. Þannig hafi landið unnið sér virðingu aðildarríkja SÞ. „Þar af leiðandi vona ég að ríkisstjórnir og sendierindrekar í SÞ veiti Austurríki brautargengi í tímabundið sæti í öryggisráðinu,“ sagði Ban. Kosið verður milli Íslands, Austurríkis og Tyrk- lands um tvö laus sæti í Öryggisráðinu í október. „Ef rétt er haft eftir aðalframkvæmdastjóranum er um að ræða mál sem ekki eingöngu snertir Ísland heldur einnig öll önnur aðildarríki“ segir Kristín Árnadóttir, kosningastjóri framboðs Íslands til öryggisráðsins. Íslensk stjórnvöld vilja skýringar á ummælunum. Þau íhuga að óska eftir símafundi við framkvæmda- stjórann strax, og fundi í eigin persónu þegar hann snýr aftur til höfuðstöðva SÞ í New York. Bjarni Benediktsson, formaður utanríkismála- nefndar Alþingis, segir ekki rétt að gera of mikið úr ummælum Ban. „Ég vænti þess að hann óski öllum frambjóðendum góðs gengis. Ég tek þetta ekki þannig að hann sé að gera upp á milli frambjóðenda í þeim skilningi,“ segir Bjarni. brjann@frettabladid.is FRAMBOÐ TIL ÖRYGGISRÁÐS SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA Niðurstaða kannana í apríl 2008 og september 2005 um afstöðu til framboðs Íslands til Öryggisráðsins Apríl 2008 September 2005 Hlynnt(ur) 46,5% Andvígur 36,1% Hvorki né 17,4% Hlynnt(ur) 27,9% Andvígur 53% Hvorki né 19,1% KÍNA, AP Kínastjórn féllst í gær á að fulltrúar hennar ættu fund með fulltrúa útlagastjórnar Tíbeta sem Dalai Lama fer fyrir. Með þessu virðast ráðamenn í Peking vera að bregðast við áskorunum ráða- manna hvaðanæva úr heiminum í kjölfar óeirðanna í Tíbet í mars. „Í ljósi ítrekaðra beiðna af hálfu Dalai-liða um að viðræður yrðu teknar upp að nýju mun þar til bær deild alríkisstjórnarinnar hafa samband og samræður við einkafulltrúa Dalai á komandi dögum,“ hafði kínverska ríkis- fréttastofan Xinhua eftir ónafn- greindum talsmanni Kínastjórnar. Ekki var nánar tilgreint hvar og hvenær þessar boðuðu viðræður myndu fara fram, né heldur hverj- ir nákvæmlega myndu taka þátt í þeim. Forsætisráðherra tíbetsku útlagastjórnarinnar á Indlandi sagðist ekki hafa fengið neina formlega staðfestingu á þessari frétt Xinhua og sagði ástæðu til að taka henni með fyrirvara. „Dalai Lama er ávallt reiðubú- inn til viðræðna en þær aðstæður sem nú ríkja í Tíbet virðast ekki gefa viðeigandi grundvöll fyrir uppbyggilegar viðræður,“ tjáði forsætisráðherrann, Samdhong Rimpoche, AP í aðsetri útlaga- stjórnarinnar í Dharmsala. - aa Xinhua-fréttastofan segir Kínastjórn fallast á viðræður við fulltrúa Dalai Lama: Fréttinni tekið með fyrirvara SAMDHONG RIMPOCHE Samdhong er forsætisráðherra tíbetsku útlagastjórnar- innar á Indlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Framkvæmdastjóri SÞ styður Austurríki Framkvæmdastjóri SÞ vonar að Austurríki vinni kosningar um sæti í örygg- isráði SÞ. Íslensk stjórnvöld vilja skýringar framkvæmdastjórans. Ný könnun sýnir að sýnir að konur eru líklegri til að styðja framboð Íslands en karlar. Verður Eyþór, sigurvegari Bandsins hans Bubba, stór- stjarna? Já 49,1% Nei 50,9% SPURNING DAGSINS Í DAG: Finnst þér rétt hjá Láru Ómars- dóttur fréttamanni að segja upp starfi sínu? Segðu skoðun þína á vísir.is Konur eru mun líklegri en karlar til að styðja framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sam- kvæmt nýrri könnun Capacent Gallup fyrir utanríkis- ráðuneytið. Samkvæmt könnuninni eru 46,5 prósent lands- manna hlynntir framboði Íslands til Öryggisráðsins. Um 36,1 prósent sögðust andvíg framboðinu. Um 17,4 prósent sögðust hvorki hlynnt því né andvíg. Konur eru líklegri til að styðja framboðið en karlar. Alls sögðust 53,5 prósent kvenna hlynntar framboðinu, og 27,1 prósent sögðust andvígar. Stuðningur karla var mun minni. Alls sögðust 40,4 prósent karla hlynntir framboðinu, en 44 prósent á móti. Utanríkisráðuneytið hefur látið kanna stuðning við framboðið reglulega frá miðju ári í fyrra. Afstaða almennings hefur haldist nokkuð stöðug á þeim tíma. Stuðningur við framboðið hefur þó aukist frá því í september 2005. Þá studdu um 28 prósent framboðið, en um 53 prósent voru á móti. Könnun Capacent Gallup var símakönnun með 1.380 manna úrtaki. Þátttakendur voru valdir handa- hófskennt úr Þjóðskrá. Svarhlutfall var 61,3 prósent. - bj KONUR STYÐJA FRAMBOÐ ÍSLANDS HEIMSÆKIR AUSTURRÍKI Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er nú í heimsókn í Austurríki. Í gær heimsótti hann alþjóðlegan barnaskóla í Vín. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLA Maðurinn sem kastaði grjóti í lögreglumann í átökunum í Norðlingaholti var tekinn í gær. Tveir köstuðu grjóti á miðviku- daginn, annar náðist strax, en sá sem hitti lögregluþjóninn gekk laus þar til í gær. Ýmsu fleiru var kastað í lögregluna og voru egg þar mest áberandi. Lögreglan hafði einhver afskipti af eggjaköstur- um á svæðinu. Hörður Jóhannesson aðstoðar- lögreglustjóri telur ólíklegt að nokkrir eftirmálar verði af eggjakastinu. Sá sem kastaði í lögregluþjóninn á hins vegar kæru yfir höfði sér. - kóp Eftirmálar átaka við lögreglu: Grjótkastari gómaður ORKUMÁL Mannvit hf. og íslensk- ameríska fyrirtækið Carbon Rec- ycling International ehf. hafa und- irritað samstarfssamning um hönnun og byggingu verksmiðju sem breytir koltvísýringsút- blæstri frá jarðvarmavirkjunum í metanól, fljótandi eldsneyti fyrir bíla og önnur farartæki. Verður verksmiðjan sú fyrsta sinnar teg- undar í heiminum. Vonast er til að framleiðsla á slíku eldsneyti geti í framtíðinni gert Ísland óháð olíu og minnkað útblástur koltvísýrings, auk þess sem framleiðsla jarðvarmavirkj- ana verði nýtt á arðbærari hátt en verið hefur. Mannvit hf. mun annast verk- efnastjórnun við hönnun og bygg- ingu verksmiðjunnar, sem mun rísa á Reykjanesi. Árleg afkasta- geta hennar verður 4,5 milljón lítrar af metanóli sem blandað verður bensíni í hlutföllunum 5 á móti 95. Sú blanda hækkar oktang- ildi eldsneytisins, stuðlar að hreinni brennslu, betri nýtingu og eykur afl bensínbíla. Samkvæmt áætlun mun bensínblandan standa ökumönnum á höfuðborgarsvæð- inu til boða frá og með maí á næsta ári. Carbon Recycling International er í eigu íslenskra og bandarískra fjárfesta. Fyrirtækið rekur starf- semi í Bandaríkjunum en höfuð- stöðvar þess eru í Reykjavík. -kg Verksmiðja sem breytir koltvísýringi í metanól mun rísa á Reykjanesi: Gæti gert Ísland óháð olíu METANÓL Vonast er til að framleiðsla metanóls minnki útblástur koltvísýrings. Opnunartími: Mánudaga - föstudaga 10 - 18 Laugardaga og sunnudaga 13 - 16 Ford 350 árgerð 2005, ekinn 30.095 km + Sunlite 865 WS pallhýsi árgerð 2005. Verð: 5.300.000 Elnagh húsbíll, háþekja árgerð 2006 Ekinn 8.893 km Verð: 4.300.000 Til sölu Til sölu Hobbyhúsið ehf - Dugguvogi 12 - 104 Reykjavík - S: 517 7040 www.hobbyhusid.is Auglýsingasími – Mest lesið KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.