Fréttablaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 26. apríl 2008 11
HEILBRIGÐISMÁL Vinnustaðakeppn-
in Hjólað í vinnuna fer fram 7. til
23. maí næstkomandi, en þetta er í
sjötta sinn sem Íþrótta- og Ólymp-
íusamband Íslands (ÍSÍ) stendur
fyrir keppninni.
Hafa landsmenn tekið þessu
hvatningar- og átaksverkefni afar
vel og hefur þátttakendum fjölgað
um 1.275 prósent frá því keppnin
var fyrst haldin árið 2003. Þá voru
keppendur 533 talsins en 7.333 í
fyrra. Hefur keppnisliðum fjölgað
úr 71 í 913, eða um 1.186 prósent.
Árið 2007 hjóluðu þátttakendur
417.106 kílómetra, sem jafngildir
311 hringjum í kringum landið og
hálfum hring betur, eða vel á ell-
efta hring í kringum jörðina. Með
framtaki sínu má áætla að þátttak-
endur hafi sparað tæplega 46 þús-
und lítra af bensíni, rúmlega átta-
tíu tonn af koltvísýringsútblæstri
og brennt tólf milljón hitaeining-
um.
Samstarfssamningur vegna
átaksins Hjólað í vinnuna 2008 var
í gær undirritaður af Ólafi Rafns-
syni, forseta ÍSÍ og Rannveigu
Rist, forstjóra Alcan á Íslandi, en
Alcan er aðalstyrktaraðili keppn-
innar í ár. Aðrir samstarfsaðilar
ÍSÍ eru Lýðheilsustöð, Umhverfis-
svið Reykjavíkurborgar, Umferð-
arstofa, Rás 2, Eskill, Örninn, Fjöl-
skyldu- og húsdýragarðurinn og
Landssamtök hjólreiðamanna. Á
síðunni www.isi.is má fylgjast
með keppninni.
- ovd
Hvatningar- og átaksverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands vel tekið:
Hafa sparað 46 þúsund lítra af bensíni
FRÁ UNDIRRITUNINNI Í GÆR Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ og Rannveig Rist, forstjóri
Alcan á Íslandi, ásamt aðstandendum keppninnar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
LÖGREGLUMÁL Ökumaður og
farþegi fólksbifreiðar hlupu af
vettvangi eftir árekstur bifreið-
arinnar og sendibifreiðar á
Kirkjubraut á Akranesi um
klukkan átta á fimmtudagskvöld-
ið.
Við áreksturinn kastaðist
sendibifreiðin á ljósastaur og
skemmdist nokkuð. Ökumaður
hennar kenndi til eymsla í fæti
og var fluttur á sjúkrahúsið á
Akranesi til skoðunar.
Ökumaður fólksbifreiðarinnar
gaf sig fram við lögreglu í
gærmorgun þar sem tekin var
skýrsla af manninum og honum
sleppt að því loknu. - ovd
Árekstur á Akranesi:
Stungu af
frá árekstri
VEIÐI Veiðifélag Laxár og Krákár í
Þingeyjarsýslu auglýsti nýlega
eftir tilboðum í silungsveiði á
starfssvæði félagsins fyrir árin
2009 til 2013 að báðum árum
meðtöldum.
Eru þetta nokkur tíðindi meðal
veiðimanna en fram til þessa hafa
bændur sjálfir haldið utan um
sölu veiðileyfa og umsjón með
ánum. Nær útboðið til alls
veiðisvæðisins, beggja stóru
urriðasvæðanna ofan virkjunar í
Mývatnssveit og Laxárdal. Þá
nær útboðið einnig til umsjónar
með veiðihúsunum að Hofi og
Rauðhólum. Tilboðsfrestur
rennur út föstudaginn 2. maí. - ovd
Þingeyjarsýsla:
Tilboða óskað í
silungsveiðina
URRIÐI Veiðileyfi hafa oft hækkað í verði
eftir að veiði í ám hefur verið boðin út.
MYND/EINAR SÆMUNDSSEN
Hraðakstur í Ölfusinu
Lögreglan á Selfossi stöðvaði átján
ára ökumann bifreiðar eftir að bíll
hans mældist á 136 kílómetra hraða
á Suðurlandsvegi milli Selfoss og
Hveragerðis á fimmtudagskvöld-
ið. Var ökumaðurinn aðeins með
tveggja mánaða gamalt ökuskírteini
til reynslu sem hann missir, auk þess
sem hann þarf að fara aftur í ökunám
og taka bílpróf á ný. Þá þarf hann að
greiða háa sekt.
LÖGREGLUFRÉTTIR
Finnarnir koma heim
Flogið var heim til Finnlands í gær
með fyrstu þrjú líkin úr rútuslysinu
sem varð á Spáni fyrr í mánuðinum,
þar sem níu Finnar létu lífið og nítján
slösuðust..
FINNLAND
BANDARÍKIN, AP Bandarísk
stjórnvöld hafa í hyggju að veita
ólöglegum innflytjendum sem
misstu ættingja í árásunum 11.
september 2001 tímabundið
dvalarleyfi.
Alls er um 25 manns að ræða
sem misstu maka eða foreldra í
árásunum. Fólkið hefur hlotið
bætur frá hinu opinbera, að
meðaltali nærri 150 milljónir
króna, en hefur átt erfitt með að
ráðstafa fénu vegna óvissu um
lagalega stöðu sína.
Lögfræðingar fólksins hafa
jafnvel hikað við að veita hinu
opinbera upplýsingar um það af
ótta við brottvísun úr landi. - gb
Ættingjar ólöglegra innflytjenda:
Fá tímabundin
dvalarleyfi
Nóatúni 4 • Sími 520 3000
www.sminor.is
Fagnaðu sumrinu
með Siemens
A
T
A
R
N
A
í dag frá 10 til 16
Sölusýning
Raftæki frá Siemens í miklu úrvali
R
N
R
N
R
N
R
NN
R
N
RRRRRRRRRRR
AAAAAAAA
T
AA
TTTT
A
T
A
T
A
T
A
TTT
AAAAAAAAA
AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA
Í dag, laugardag, efnum við til sölu-
sýningar í verslun okkar að Nóatúni 4.
Þar gefst tækifæri til að skoða allt hið
nýjasta sem við bjóðum, m.a. þráðlausa
síma, eldunartæki, kæli- og frystitæki,
uppþvottavélar, þvottavélar, þurrkara,
ryksugur, smátæki, ýmsar gerðir lampa,
rofa- og tenglaefni og dyrasímabúnað
frá Siedle. Fjöldi tilboða í tilefni dagsins.
Ríflegur staðgreiðsluafsláttur.
Skoðið öll Tækifæristilboðin á
www.sminor.is.