Fréttablaðið - 26.04.2008, Page 64

Fréttablaðið - 26.04.2008, Page 64
32 26. apríl 2008 LAUGARDAGUR saman og það er alltaf góður andi á vinnustaðnum sem er lykilatriði því við vinnum allt í sameiningu. Þetta gengur mjög vel. Ég er til dæmis meira í sköpuninni og markaðsmálum en Andrea sér um viðskiptahlutann. Þetta er orðið ellefu ára gamalt fyrirtæki og er brautryðjandi á sínu sviði. Undan- farin ár hafa stúlkur frá Brasilíu og öðrum löndum Suður-Ameríku gengið mjög vel en norrænar stúlk- ur eru sígildar. Íslenskum stúlkum hefur vegnað mjög vel erlendis allt frá byrjun, en svo eru margar af rússnesku fyrirsætunum okkar líka að slá í gegn á heimsmælikvarða. Í fjölbreyttri starfsemi Esk- imo kom fyrirtækið einnig að uppsetningu nokk- urra stórra tískuviðburða, til dæmis Future Ice og Made in Iceland, og við vonumst til að íslensk tísku- vika verði að lokum að árlegum viðburði sem við styðjum heilshugar. En þetta er mikil vinna og markaðurinn er erfiður og allt mjög dýrt um þess- ar mundir. Við erum því frekar að einbeita okkur að því að gera fáa hluti og gera þá vel.“ S töllurnar Ásta Kristjánsdótt- ir og Andrea Brabin eru Íslendingum kunnar fyrir að vera andlitin á bak við umboðsskrifstofuna Eskimo sem hefur átt góðu gengi að fagna á erlendri grund. Íslenskar fyrir- sætur Eskimo hafa margar átt farsælan starfsferil fyrir framan myndavélina bæði hér heima og utan landsteinanna, meðal annars á Indlandi þar sem fyrir- tækið rekur útibú. En fyrir um hálfu ári lögðu Ásta og Andrea upp í nýtt ævin- týri, merkið E-label. „Þetta byrjaði með því að okkur lang- aði að nýta Eskimo-nafnið sem er orðið nokkuð þekkt og gera eitthvað sniðugt við það. Sú hugmynd þróaðist út í það að framleiða fatnað enda höfðum við góð tengsl úti á Indlandi varðandi efni og framleiðslu. Svo erum við svo heppnar í okkar bransa að þekkja mikið af hönn- uðum og stílistum þannig að byrjunar- örðugleikar voru fáir. Við fengum Ásgrím Má, „Ása“, til þess að hanna fyrstu línuna okkar með þarfir hinnar íslensku nútímakonu í huga og ákváð- um að selja fötin aðeins á netinu í takt við tíðarandann.“ Fatnaðurinn á það sameiginlegt að vera allur svartur, úr þægilegum og mjúkum efnum og sniðin eru nútímaleg, praktísk og frumleg. „Línurnar frá okkur henta alls kyns týpum og gerðum kvenna,“ útskýrir Ásta. „Efnin koma öll frá Indlandi og eru sumsé silki, baðmull og flís. Við erum með 25 snið núna en förum upp í 45 í haust. Þetta eru mjög sniðugar flík- ur og flestar konur geta klæðst þeim. Þau fela þarf sem þarf að fela, sýna það sem konur vilja sýna og svo auðvitað eiga konur að geta blandað sínum eigin stíl við. Fötin eiga að vera þægileg í vinnu og svo á að vera hægt að skella háum hælum við og slá í gegn í kokk- teilboðinu á eftir.“ Íslenskar konur eru ekki með væl „Íslenska konan er ótrúleg,“ segir Ásta og útskýrir að E-label merkið gangi út á að markaðssetja hina íslensku ofur- konu. „Við höfum til dæmis oft fengið heimsóknir frá útlöndum og fólk á oft ekki til orð hvernig íslenskar konur lifa lífinu. Við erum kannski einstæðar mæður með tvö börn, í fullri vinnu, og sjáum um allt heima fyrir líka. Fran- kvæmdastjóri Eskimo á Indlandi kom til dæmis um daginn og hún skildi ekki hvernig við, konur með fyrirtæki, gátum eiginlega lifað án barnapíu, hreingerningakonu og bílstjóra.“ Ásta sýnir mér skemmtilega auglýsingaher- ferð sem sýnir fyrirsætu með barna- skara að ganga niður Laugaveginn, og að klára úr vodkastaupi þegar hrúga af karlmönnum liggja dauðir í kringum hana. Markaðssetning e-label hefur hingað til einungis verið miðuð á íslenskan markað en þær stefna inn á danskan, breskan og þýskan markað á næstu tveimur árum. „Íslenska konan er þekkt erlendis fyrir að vera falleg, dularfull og sterk. Hún er metnaðar- gjörn, með allt í skorðum, vinnur kannski fulla vinnu á daginn og vinnur aukavinnu á kvöldin og um helgar. Hún veður snjóinn ótrauð í háum hælum og þarf engan karlmann til þess að sjá fyrir sér. Flestar konur á Íslandi eru duglegar og bjarga sér sjálfar. Þær eru ekki með neitt væl.“ Aðspurð segist Ásta auðvitað samsama sig við þetta líka en bæði hún og Andrea eru mæður. „Ég á eina dóttur og er heppin að hún er ótrúlega góð og stillt. Hér heima er við- horfið líka svo þægilegt gagnvart börn- um. Maður getur kippt barni á fund eða í boð án þess að maður sé litinn horn- auga. Erlendis finnst mann oft að börn- in séu í felum. Áframhaldandi útrás Hugmyndin á bak við E-label mun fara ört víkkandi en Ásta segir að það sé margt í pípunum. „Við ætlum til dæmis að setja vítamín á markaðinn líka. Þetta verður sérstök blanda fyrir konur og samanstendur af omega-3 sýrum, kalki og grænu tei og það verður virkilega spennandi. En við erum líka að skoða ýmislegt fleira. Í dag er allt að 80 pró- sent af öllum innkaupum heimilanna gerð af konum og þar af leiðandi er markaðssetningu E-label beint að þeim. Við stefnum á að flokka fleiri vörur undir E-label merkið eins og töskur, skartgripi, snyrtivörur, vítamín, barna- og herraföt, möguleikarnir eru enda- lausir. Íslenska vatnið og íslensku jurt- irnar eru til dæmis kjörið hráefni í frábærar vörur fyrir húðina. Við viljum að konur geti í raun nálgast allt sem þær þurfa fyrir sjálfa sig og fjölskylduna í gegnum E-label.“ Ásta segir fyrirtækið auðvitað vera lítið enn þá og því hörku- vinna að baki öllum verkefnum. „Við sem vinnum hjá Eskimo náum mjög vel Hannað fyrir hina íslensku ofurkonu Umboðsskrifstofan Eskimo selur fatnað sem rýkur út undir merkinu E-LABEL. Anna Margrét Björnsson spjall- aði við Ástu Kristjánsdóttur framkvæmdastjóra um markaðssetningu á hinni fjölhæfu íslensku konu. ÁSTA KRISTJÁNSDÓTTIR „Okkur langaði að nýta Eskimo-nafnið sem er orðið þekkt og gera eitthvað sniðugt við það.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Íslenska konan veður snjóinn ótrauð í háum hælum og þarf engan karlmann til þess að sjá fyrir sér. Fyrirsætur: Linda P. , Lúlla, Rósa. Ásta / Hár: Karl Berndsen / Make-up : Sóley hjá EMM / Stilisti : Anna Clausen og Ási

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.