Fréttablaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 4
4 26. apríl 2008 LAUGARDAGUR KJARAMÁL Stéttarfélögin innan BSRB gengu frá því í gærmorgun að félagið fari sameiginlega í samn- ingaviðræður við samninganefnd ríkisins og freisti þess að ná skammtímasamningi. Félag fram- haldsskólakennara og stéttarfélög innan BHM ætla þó að halda sínu striki og semja hvert fyrir sig. „Það er fullreynt að við verðum ekki í samfloti allir opinberir starfs- menn,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu. Á BSRB-fundinum var Ögmundi Jónassyni, formanni BSRB, falið að koma á fundi með samninganefnd ríkisins í næstu viku. Ögmundur segir að samningafundurinn hafi verið boðaður á föstudaginn kemur. „Þetta verður okkar fyrsti formlegi samningafundur,“ segir hann. „Við ætlum að láta á það reyna hvort unnt sé að ná skammtímasamningi við ríkið.“ Samninganefnd ríkisins lagði í síðustu viku fram tilboð um kjara- samning sem gildir fram á haustið 2011. Samkvæmt því hækkar dag- vinnutaxti um 18 þúsund krónur 1. maí, um 13.500 krónur 1. maí 2009 og 6.500 krónur 1. janúar 2010. Orlofsuppbót verður 24.300 krónur á þessu ári, 25.200 krónur 2009, 25.800 krónur 2010 og 26.200 krón- ur 2011. Gert er ráð fyrir að desember- uppbót hækki um 44.100 krónur á þessu ári, 45.600 krónur á næsta ári og 46.800 krónur árið 2010. Í byrjun mars á næsta ári verði fjallað um framlengingu samningsins fyrir tímabilið 2009-2011 og þá þurfi kaupmáttur launa að hafa haldist eða aukist. Tólf mánaða verðbólga þarf þá að vera lægri en 5,5 prósent í desember og sex mánaða verð- bólga á tímabilinu ágúst 2008 til janúar 2009 lægri en 3,8 prósent. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Huggarðs og Ljósmæðrafélags Íslands, óskaði eftir samningafundi 17. apríl til að ræða tilboð ríkisins en hefur ekk- ert svar fengið. „Við vorum búin að lýsa því yfir við samninganefnd ríkisins að ekkert annað samflot væri í boði af okkar hálfu en það sem er nú þegar með ljósmæðrum hér í Huggarði. Við viljum fá þann samningafund sem við eigum rétt á,“ segir hún. Og Inga Rún segist enn bíða eftir viðbrögðum Gunnars Björnssonar, formanns samninga- nefndar ríkisins. „Við erum ekki sátt við þessa framgöngu og viljum vinna að því að klára þetta í ljósi þess að samningar eru lausir um mánaðamótin.“ Ekki hefur náðst í Gunnar síð- ustu daga. ghs@frettabladid.is Við erum ekki sátt við þessa framgöngu og vilj- um vinna að því að klára þetta í ljósi þess að samningar eru lausir um mánaðamótin. INGA RÚN ÓLAFSDÓTTIR FORMAÐUR SAMNINGANEFNDAR HUG- GARÐS OG LJÓSMÆÐRAFÉLAGS ÍSLANDS. Sumarferð til Barcelona Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting á hóteli með morgunverði, akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn. Nánar á expressferdir.is „Sumarferð til Barcelona“ 65.900 kr. Verð á mann í tvíbýli 13.–16. júní F í t o n / S Í A Fararstjóri: Halldór Stefánsson STJÓRNSÝSLA Sú ákvörðun að bíða með tilkynningu á uppsögn Þórhildar Líndal, mannréttinda- stjóra Reykja- víkur, var ekki að hennar ósk. Marta Guðjóns- dóttir, formaður mannréttinda- ráðs, sagði svo í gær. Þórhildur hættir 1. maí, en uppsögnin var tilkynnt síðasta miðvikudag. „Ég hafði miklar væntingar til starfsins og vildi byggja upp öfluga skrifstofu, en því miður hefur sú ekki orðið reyndin. Mannréttindaskrifstofan hefði mátt skipa stærri sess innan borgarkerfisins,“ segir Þórhild- ur. Ekki er ákveðið hvað hún tekur sér fyrir hendur. - kóp Tilkynning á uppsögn: Biðin ekki að ósk Þórhildar SVEITARSTJÓRNIR Borgarráðsfull- trúar minnihluta Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknar- flokks segja mannréttindaskrif- stofu borgarinnar verða óstarf- hæfa frá 1.maí þegar Þórhildur Líndal mannréttindastjóri og eini starfsmaður skrifstofunnar láti af störfum. „Borgarstjóri virðist hafa sett á ráðningabann í mannréttindamál- um þar sem ekki hefur verið ráðið í þrjár nýjar stöður á mannréttindaskrifstofuna sem fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir,“ segir í bókun minnihlutans: „Sú óstjórn sem nú ríkir hjá meiri- hlutanum í borgarstjórn er komin á það stig að ekki tekst að halda grunnstarfsemi borgarinnar gangandi.“ - gar Minnihlutinn í borgarstjórn: Ráðningabann hjá borginni? ÞÓRHILDUR LÍNDAL VIÐSKIPTI Tap Mosaic Fashions hf. á nýafstöðnu rekstrarári nemur 30,2 milljónum punda (4,4 milljörðum króna) fyrir skatta. Eftir skatt nemur tap ársins 16,3 milljónum punda (tæplega 2,4 milljörðum króna). Engu að síður jókst sala um 49 prósent. Viðsnúningur frá fyrra ári er mikill þegar fyrirtækið skilaði 10,7 milljóna punda hagnaði eftir skatta. Í tilkynningu kemur fram að tap ársins skýrist af niðurgreiðslum lána upp á 12,8 milljónir punda og afskriftum á viðskiptavild, í kjölfar kaupa félagsins á Rubicon Retail. - óká Uppgjör Mosaic Fashions hf.: Tap ársins 2.350 milljónir króna VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Bassel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 15° 14° 10° 14° 13° 18° 20° 19° 19° 22° 23° 19° 20° 26° 16° 30° 19° 13 Á MORGUN Norðlæg átt ÞRIÐJUDAGUR NV-átt, hvassast við vesturströndina -1 -4 -2 -5 -2 -2 -3 -1 8 2 3 7 1 4 5 5 4 -3 -4 13 13 10 7 12 8 6 11 10 10 8 2 0 ÉLJAGANGUR NORÐANLANDS Hitanum er mis- skipt á landinu í dag og talsverður mismunur á lands- hlutum. Á sunnan- verðu landinu má búast við 7-10 stiga hita, en 3-8 stiga frosti norðanlands. Elín Björk Jónsdóttir Veður- fræðingur FÓLK Lesið í lauginni, bókmennta- dagskrá í tilefni af alþjóðlegri viku bókarinnar verður í Sundlaug Seltjarnarness í dag. Höfundar koma og lesa upp úr verkum sínum ásamt leikurum og bæjarbúum. Gestum verður boðið upp á hressingu auk þess sem ókeypis aðgangur verður að sundlauginni og að líkamsræktar- stöð World Class allan daginn. Dagskráin hefst klukkan 10.30 og stendur til klukkan 19.30. - ovd Ræktun líkama og sálar: Lesið í lauginni á Seltjarnarnesi LESIÐ Í LAUGINNI Plastaðir bókahlutar og ljóð fljóta um í pottum og laugum Sundlaugar Seltjarnarness í dag. NEPAL, AP Maóistar, sem árum saman háðu harða uppreisnar- baráttu gegn konungsstjórninni í Nepal, hafa fengið 220 þingsæti á stjórnlagaþinginu, sem kosið var til 10. apríl síðastliðinn. Þeir verða því ráðandi afl á þinginu, sem verður skipað 601 þingmanni, og verða líklega í far- arbroddi nýrrar ríkisstjórnar. Bandaríkjastjórn telur maóist- ana í Nepal enn til hryðjuverka- samtaka. Stjórnlagaþingsins bíður það verkefni að semja nýja stjórnar- skrá fyrir Nepal, ásamt því að stjórna landinu þar til ný stjórn- skipan hefur verið tekin upp. Endanleg úrslit kosninganna lágu fyrir í gær. Næststærsti flokkurinn verður Congress- flokkurinn með 110 þingmenn, en flokkur kommúnista, sem höfðu meirihluta á bráðbirgðaþinginu sem setið hefur í vetur, fær aðeins 103 þingmenn. Þreifingar maóista við þessa tvo flokka um stjórnarmyndun hafa enn sem komið er lítinn árangur borið. Báðir flokkarnir hafa sakað maóista um að hafa beitt kjósendur ofríki á kosninga- dag, meðal annars staðið fyrir barsmíðum gegn andstæðingum sínum og komið í veg fyrir að frambjóðendur flokkanna tveggja hafi komist á kjörstað eða getað stundað kosningabar- áttu. - gb Endanleg úrslit kosninganna í Nepal orðin ljós: Maóistar fá þriðjung á þingi TILKYNNTI ÚRSLITIN Bhoj Raj Pokherel, formaður kjörstjórnar, skýrði í gær frá úrslitum þingkosninganna í Nepal. NORDICPHOTOS/AFP SVEITARSTJÓRNIR Ólafur Þór Gunnarsson, fulltrúi VG í bæjarráði Kópavogs, segir óperuhús ekki komast fyrir á Borgarholti eins og fyrirhugað er. „Ekki verður með góðu móti hægt að koma fyrir slíku mann- virki þar án þess að gjörbreyta ásýnd þess. Mjög verður þrengt að annarri starfsemi, bílastæða- mál ekki leyst og gengið nærri friðlýstu svæði,“ segir í bókun sem Ólafur lagði fram á bæjar- ráðsfundi. „Vinstri græn hvetja eindregið til þess að eigi að halda áfram með verkefnið verði fundin önnur staðsetning, sem tryggi að verkefnið fái þá reisn sem því ber án þess að skyggja á og skaða þá starfsemi sem fyrir er í bænum.“ - gar Vinstri grænir í Kópavogi: Telja óperuhús of stórt á Holtið Félög innan BSRB saman í viðræður BSRB-félögin samþykktu í gærmorgun að fara í samflot og var Ögmundi Jónas- syni falið að koma á samningafundi. Félög innan BHM hafa ítrekað farið fram á samningafund með samninganefnd ríkisins en ekkert svar fengið. FUNDUR Í NÆSTU VIKU Félögin innan BSRB hafa ákveðið að fara í samflot í kjara- viðræðunum sem í hönd fara og hafa falið Ögmundi Jónassyni, formanni BSRB, að koma á fundi með samninganefnd ríkisins. Fundur hefur verið boðaður á föstudag- inn í næstu viku. Ekki hefur verið boðaður samningafundur með samninganefndum félaga innan BHM. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR GENGIÐ 25.04.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 147,9984 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 73,53 73,89 146,07 146,79 114,69 115,33 15,366 15,456 14,304 14,388 12,281 12,353 0,7039 0,7081 119,59 120,31 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.