Fréttablaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 68
36 26. apríl 2008 LAUGARDAGUR GÓÐ VIKA / SLÆM VIKA HELGARKROSSGÁTAN 99 kr .s m si ð 99 k r. sm si ð Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón: i i i li i i : Þá sendir þú SMS-ið: JA LAUSN JON i i : Þú gætir unnið The Mist á DVD! Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐ á númerið 1900! Leystu krossgát una! Lausn krossgátunnar er birt að viku liðinni á vefnum, www.this.is/krossgatur Góð vika fyrir... ... Eurobandið Þegar landið leikur á reiði- skjálfi þurfum við að fylkja okkur á bak við eitt- hvað - Eurobandið auðvit- að! Áfram Ísland! Nú tökum við þetta í Serbíu! Mölum þetta! Og þetta er líka allt að koma. Frægasti bloggari í heimi, Perez Hilton, er hrifinn af mynd- bandinu og hinir sannspáu (eða þannig) veðbankar spá okkur ágætu gengi. Samtök Euro-aðdáanda setja okkur sjöunda sæti og í gærkvöldi átti Euro- bandið sviðið í svaka partíi í London. Við vinnum. Ekki spurning! ... Fréttamenn Loksins eitthvað að gerast sem fútt er í. Bálreitt fólk, löggan í röð með óeirða- skildi, krakkar að henda eggjum, æst lögga sem orgar GAS! GAS! GAS! og allt í beinni á báðum stöðv- um. „Dáldið svona erlendis,“ eins og Þorfinnur Ómarsson komst að orði í Íslandi í dag. ... Litla Hitlera Það getur verið gaman að dimmitera – flippa í bænum í alls konar flippuðum búningum. Þeir, sem höfðu fyrir gráglettni örlaganna ákveðið að vera Hitler á miðvikudaginn, kom- ust í feitt þegar þeir gátu troðið upp í miðjum átökunum í Norðlinga- holti. Þar tóku þeir gæsagang og nokkur Sieg Heil út í loftið mörg- um til ánægju og yndisauka. Þegar ástandið gat varla verið súrreal- ískara á litla saklausa Íslandi mættu Hitlerarnir og vörp- uðu enn súrrealískara ljósi á ruglið. Slæm vika fyrir... ... Sturlu Jónsson Almenningsálitið sveiflast til og frá. Í byrjun fannst flest- um mótmæli vörubílsstjór- anna bara nokkuð krúttleg, bensínhækkunin leggst jú jafn harkalega á okkur öll og gott að einhver nennir að rífa kjaft. Það voru mistök hjá þeim að mæta flautandi eins og hálfvitar þegar Abbas var á Bessastöðum, stríðshrjáðri Palestínu getur ekki verið meira sama um hags- muni íslenskra trukkara, og svo komu slagsmála- hundarnir enn verra orði á aðgerðirnar. Fyrst þeir sem streittust á móti og köstuðu drasli í lögguna, svo Ágúst Fylkisson sem réðist á löggu fyrir fram- an myndavélarnar. Ekki virkaði Sturla heldur sann- færandi þegar hann reyndi að þvo hendur sínar af skapofsamanninum. ... Láru Ómarsdóttur Stórmál á Íslandi hafa tilhneigingu til að þróast í mjög einkennilegar áttir. Skipulögð svik olíufyrirtækjanna við landsmenn urðu til þess eins að borgarstjóri sagði af sér. Valdarán í borginni varð til þess eins að fólk velti því fyrir sér hvort Spaugstof- an væri fyndin eða rosalega ósmekk- leg. Og mestu átök lögreglu og mót- mælanda síðan sautján hundruð og súrkál virðast ætla að verða til þess eins að Lára Ómarsdóttir er hætt á Stöð 2. ... Grím Atlason Í tvö ár hafði fráfarandi bæjarstjóri Bolungarvíkur barist fyrir bæjarfélagið með kjafti og klóm. Hann fór óhefðbundnar leiðir, hugs- aði út fyrir rammann og kom hagsmunum Bolungarvíkur á kortið. Bolungarvík var nafli alheimsins, skildist manni, ástarvika og stuð. En ekki meir. Anna Guðrún Edvards- dóttir sá til þess og Sjálfs- stæðisflokkurinn er kominn á gamalkunnugar slóðir í „endastöð sem kemur á óvart“. Hinn 17. júní kemur út nýr fimm diska pakki í „100 bestu“-seríu Senu, „100 bestu lög lýðveldis- ins“. „Við leggjum áherslu á að þetta sé óformlegt val enda verður nið- urstaðan náttúrulega aldrei end- anleg. En þetta gefur sterka vís- bendingu,“ segir Eiður Arnarson útgáfustjóri Senu. „Við leituðum til fimmtíu tónlistarspekinga og báðum þá um að gera lista með 30 bestu íslensku lögunum frá stofn- un lýðveldisins. Margir kvörtuðu og vildu fá að nefna miklu fleiri lög.“ Til að fá fjölbreytta niðurstöðu var passað upp á kynjahlutfall, aldursdreifingu og tónlistars- mekk. „Fyrir hvern rokkara feng- um við einn poppara,“ segir Eiður. „Svo leituðum við ekki til tónlist- armanna því við vildum ekki setja neinn í þá aðstöðu að þurfa hugs- anlega að velja sjálfan sig.“ Þrjátíu spekingar sendu inn lista og um 400 lög voru nefnd. „Endanleg röð birtist tæplega og lögin í pakkanum verða mjög fjöl- breytt. Svo finnst manni pínlegt að fara yfir lista laganna sem lentu í 101-200 sæti. Hann sýnir manni bara hvað við eigum flottan tónlistararf.“ Eiður á von á að niðurstaðan vekji athygli og umtal. Af hverju er þetta eða hitt lagið ekki með, munu margir spyrja. En hvor á fleiri lög í pakkanum, Bjöggi eða Bubbi? „Þeir eiga nú á að giska jafn mörg lög, ég hef bara ekki tekið það saman,“ segir Eiður. „Báðir líða fyrir það að hafa sung- ið mörg góð lög í gegnum tíðina svo atkvæðin til þeirra dreifðust mjög mikið.“ Bestu lög lýðveldis- ins á fimm diskum HVOR ER BETRI, BUBBI EÐA BJÖGGI? Væntanlega fæst svar 17. júní.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.