Fréttablaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 26. apríl 2008 13
„Við erum bara að vinna að okkar
málum,“ segir Stefán Þórarinsson,
stjórnarformaður Nýsis.
Samkvæmt heimildum Markað-
arins hefur félagið boðið fjárfest-
um einstakar eignir sínar til sölu.
Stefán hvorki játar því né neitar,
en segir að félagið sendi frá sér til-
kynningu um stöðu mála. Stefán
vill ekki segja hvenær tilkynningin
er væntanleg.
Rætt hefur verið um veika stöðu
Nýsis, en í upphafi mánaðarins kom
fram í tilkynningu til Kauphallar-
innar að samið hefði verið við
Landsbankann um aðstoð við sölu
eigna, fjárhagslega endurskipu-
lagningu og öflun nýs hlutafjár.
Stefán Þórarinsson sagði hins
vegar í viðtali við Markaðinn fyrir
skömmu að eigið fé félagsins væri
ekki uppurið. Unnið væri við að
fjármagna hluta skulda en verkefn-
ið væri hluti af reglulegum rekstri
árið um kring. Allar vangaveltur
um erfiða stöðu séu úr lausu lofti
gripnar.
Umsvif Nýsis eru mikil. Félagið
vinnur meðal annars við ráðstefnu-
og tónlistarhús í Reykjavík í sam-
starfi við opinbera aðila. Portus
stendur að smíðinni, en Nýsir á
helmingshlut í félaginu á móti
Landsbankanum. Þá rekur Nýsir
meðal annars húsnæði Háskólans á
Bifröst auk þess að vera með mörg
fleiri járn í eldinum, innanlands
sem utan. - ikh
Nýsir boðar tilkynningu
Í neikvæðum lánshæfismatshorf-
um Íbúðalánasjóðs endurspeglast
neikvæðar horfur ríkissjóðs, segir
í nýrri umsögn alþjóðlega mats-
fyrirtækisins Standard & Poor‘s
(S&P). Fyrirtækið sendi í gær frá
sér umsögn um stöðu Íbúðalána-
sjóðs í kjölfar þess að lánshæfi
hans var lækkað 17. apríl.
„Við búumst einnig við að
kólnandi húsnæðismarkaður á
Íslandi geti sett þrýsting á gæði
eigna Íbúðalánasjóðs og hag-
kvæmni reksturs sjóðsins,“ segir í
umsögninni. Þar kemur jafnframt
fram að S&P geri ekki ráð fyrir
nokkrum þeim breytingum sem
dregið gætu úr stuðningi ríkisins
við Íbúðalánasjóð fyrr en birt
verður lokaniðurstaða EFTA um
málefni ríkisins og sjóðsins. Dragi
úr stuðningi ríkisins segir S&P
það munu þrýsta á um lækkun
lánshæfismats á krónuútgáfu
sjóðsins. - óká
Kólnandi hús-
næðismarkaður
þrýstir á
HÚS Í BYGGINGU Kólnandi fasteigna-
markaður segir Standard & Poor‘s að
geti rýrt gæði eigna Íbúðalánasjóðs.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
„Við núverandi krísu á fjármála-
mörkuðum, þegar fjármálakerfið
er í hættu, þá má líkja þessu við
fjárhagslega hryðjuverkastarf-
semi,“ segir Neil Barnett, dálka-
höfundur Spectator, um hegðun
sumra vogunarsjóða.
Hann segir sögu af hluthafa í
vogunarsjóði, sem hann þorir ekki
að nefna af ótta við lögsókn, sem
hringdi í að minnsta kosti tvo ein-
staklinga sem hafa áhrif á mark-
aði. Þeir fengu að heyra að íslensk-
ir bankar ættu í vandræðum og að
innlánareikningar Landsbankans
og Kaupþings væru viðkvæmir
fyrir áhlaupi. Þetta var á sama
tíma og krónan var í frjálsu falli,
hlutabréf í bönkunum á niðurleið
og skuldatryggingarálög þeirra á
uppleið. Breska fjármálaeftirlitið
hafi ekki hafið rannsókn á sjóðn-
um, en þekki til hans.
Sjóðurinn mun ekki vera í hópi
þeirra sjóða sem nefndir hafa
verið í hérlendum fjölmiðlum í
tengslum við gengisfall krónunn-
ar.
Barnett segir mörg dæmi um að
sjóður eða hópur sjóða fari gegn
fyrirtækjum með skortstöðu og
röngum orðrómi.
Skylda ætti sjóðina til að upp-
lýsa um skortstöður sínar, til að
koma í veg fyrir markaðsmisnotk-
un. - ikh
Vogunarsjóðirnir í
hryðjuverkastarfsemi
FORSTJÓRI NÝSIS Sigfús Jónsson hefur
stýrt félaginu ásamt Stefáni Þórarinssyni.
Bakkavör Group innkallaði í vik-
unni tvær tegundir af hummus-
ídýfum í Bretlandi, eftir að salm-
onella fannst í sýni við reglu bundið
innra eftirlit. Í tilkynningu fyrir-
tækisins kemur fram að innköll-
unin hafi verið gerð í varðúðar-
skyni.
„Mikil áhersla er lögð á
öryggis- og gæðamál hjá félaginu
og átti Bakkavör frumkvæðið að
innkölluninni, en hún er umfangs-
lítil. Um er að ræða einangrað
tilvik sem mun ekki hafa áhrif á
framleiðslu félagsins á hummus-
ídýfum né öðrum vörum sem
félagið framleiðir fyrir viðkom-
andi viðskiptavini,“ segir þar.
Fjallað var um innköllunina í
breskum fjölmiðlum um helgina,
meðal annars í dagblaðinu
Guardian, sem sagði þúsundir
pakkninga af hummus-ídýfum
hafa verið fjarlægðar úr hillum
verslana Tescos og Waitrose í
Bretlandi. Í frétt frá 23. apríl á
vef breska matvælaeftirlitsins
(food.gov.uk) er að finna tæmandi
lista yfir hummustegundirnar
sem innkallaðar voru. - óká
Bakkavör inn-
kallar hummus
LOSTÆTI Við innra eftirlit hjá Bakkavör í
Bretlandi fannst salmonella í hummus.
Vinningur í hverri viku