Fréttablaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 18
26. apríl 2008 LAUGARDAGUR
K
vik-
mynda-
gerðar-
maðurinn
Rúnar
Rúnarsson keppir
um Gullpálmann á
kvikmyndahátíðinni í
Cannes í ár með
stuttmynd sína
Smáfuglar eða
2Birds. Þetta er í
annað sinn á
skömmum tíma sem
Rúnari er sýndur
slíkur heiður, en
fyrir tveimur árum
var stuttmynd hans,
Síðasti bærinn,
tilnefnd til Óskars-
verðlauna.
Rúnar er Seltirn-
ingur í húð og hár og
gekk í Mýrarhúsa-
skóla og Valhúsa-
skóla eins og aðrir
Nesbúar. Hann er
yngstur fjögurra
systkina, á þrjár
eldri systur sem
allar pössuðu vel upp
á að litli bróðir færi
sér ekki að voða.
Rúnar þótti upp-
átækjasamur sem
krakki og lét eldri
stráka ekki komast
upp með að níðast á
sér. Aftur á móti
þótti yngri krökkum
hann oft erfiður við
að eiga.
Leikstjórinn
hneigðist fljótt til
skapandi verka. Í
gagnfræðaskóla kom
hann gjarnan fram
sem plötusnúður en
það var þó ekki fyrr
en í Menntaskólan-
um við Hamrahlíð
sem listagyðjan náði
föstum tökum á
Rúnari. Þangað til
áttu hvers kyns
boltaíþróttir hug
hans allan. Rúnar
æfði og lék með
Gróttu. Hann var
markmaður bæði í
handbolta og fótbolta
og þótti ágætlega
liðtækur á milli
stanganna. Hann tók
reyndar upp á því að
nýta sér hinar
skærgulu mark-
mannsbuxur í
hversdagslegum
klæðaburði enda var
hann ákaflega
hrifinn af hip-hoppi á
unglingsárunum.
Í MH komst Rúnar
í kynni við annan,
ungan og efnilegan
kvikmyndagerðar-
mann, Grím Hákon-
arson. Saman tóku
þeir stuttmynda-
formið með trompi
og gerðu meðal
annars Klósettmenn-
ingu, stuttmynd sem
sló heldur betur í
gegn og var meðal
annars boðið á
Nordisk Panorama,
sem þá var haldin í
Finnlandi. Eftir að
kennaraverkfallið
lamaði allt fram-
haldsskólakerfið árið
1995 héldu þeir
Rúnar og Grímur
áfram að gera
stuttmyndir og
þegar ÍTR bað þá
um að halda
námskeið í stutt-
myndagerð varð
ekki aftur snúið.
Rúnar hætti í
skólanum og
einbeitti sér alfarið
að kvikmyndagerð.
Þeir Grímur gerðu
síðan saman
stuttmyndina Oiko
Logos en sú fór
algjörlega á hausinn
og eftir það ákváðu
þeir félagar að
hætta að gera
stuttmyndir saman
enda væri ekki
nægjanlegt rými
fyrir tvö stór egó
við gerð slíkra
mynda. Þessi
ákvörðun kom hins
vegar ekki niður á
vináttunni og þeir
hafa aðstoðað hvorn
annan í kvikmynda-
gerð sinni síðan þá.
Rúnari er lýst
sem miklum
grallara og stríðnis-
púka. Þannig sé til
dæmis fræg sagan
af því þegar hann
taldi Grími félaga
sínum trú um það að
móðir hans væri á
forsíðu dansks
dagblaðs. Flestir eru
þó sammála um að
Rúnar sé mun
rólegri í fasi en
hann var á yngri
árum.
Leikstjórinn er
einnig sagður vera
nokkuð þrjóskur,
hann sé afar fylginn
sér og fari jafnan
sínu fram. Þessir
eiginleikar nýtast
honum ákaflega vel
við kvikmyndagerð-
ina þar sem
nauðsynlegt er að
menn standi fast við
sína sannfæringu.
Samstarfsfólk
Rúnars lýsir honum
sem gamalli sál í
ungum líkama og að
hann gæti þess
vegna verið einbúi
upp í sveit með pípu
og rollur á nítjándu
öldinni. Hann geti
alls ekki talist
týpískur kvik-
myndagerðarmaður
því honum hugnast
ekki að eltast við
strauma og stefnur.
Rúnar hefur mikið
sjálfstraust og trúir
á það sem hann fæst
við og vinnur
samkvæmt nánum
samstarfsmanni
eftir nákvæmri
framtíðaráætlun.
Hver hún er veit
hins vegar enginn
en eflaust eiga bæði
íslenskir og erlendir
kvikmyndaáhuga-
menn eftir að fá að
njóta þess þegar
fram líða stundir.
MAÐUR VIKUNNAR
RÚNAR EYJÓLFUR RÚNARSSON
ÆVIÁGRIP
Rúnar Eyjólfur Rúnarsson fæddist 20. janúar 1977. Hann er
yngsta barn foreldra sinna, þeirra Ragnhildar Jónsdóttur, sem
starfar á leikskóla, og Rúnars Geirssonar, starfsmanns álversins í
Straumsvík. Rúnar á þrjár systur, Fanneyju, Eygló og Guðrúnu.
Rúnar ólst upp á Seltjarnarnesi, gekk í Mýrarhúsaskóla fram til
tólf ára aldurs og í Valhúsaskóla á gagnfræðaárunum. Hann
verður seint sakaður um að hafa talist afburðanámsmaður á
þessum árum, enda áttu aðrir hlutir meira hug hans. Hins vegar
gekk honum ætíð vel þegar hann lagði sig fram, enda annálaður
keppnismaður. Það sannaðist á íþróttavellinum; Rúnar æfði
bæði handbolta og fótbolta með Gróttu og lagði sig alltaf allan
fram í leikinn.
Rúnar hóf nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð vorið 1993.
Hann lauk ekki náminu, enda náði kvikmyndagerðin heljartök-
um á honum á þeim árum.
Árið 2002 fluttist Rúnar til Kaupmannahafnar. Þar kynntist hann
eiginkonu sinni og búa þau á Vesturbrú. Haustið 2005 hóf Rúnar
nám í Danska kvikmyndaskólanum og lýkur hann því að ári.
Rúnar er kvæntur hinni þýsku Claudiu Hausfeld og saman eiga
þau dótturina Esju, sem er átján mánaða.
VANN SÉR TIL FRÆGÐAR
Í vikunni var tilkynnt að stuttmynd Rúnars, Smáfuglar, mun
keppa um Gullpálmann á kvikmyndahátíðínni í Cannes í flokki
stuttmynda. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem mynd
eftir Rúnar hlýtur slíkan heiður. Fyrir tveimur árum var Síðasti
bærinn tilnefnd til Óskarsverðlauna.
HVAÐ SEGIR HANN SJÁLFUR?
„Ég hef alltaf verið svo mikill bölvaður egóisti að það er eiginlega
ekki á það bætandi. Ég hef bara verið að bíða eftir því að aðrir
átti sig á því hvað ég er mikill snillingur. Ég hef reyndar metnað
fyrir hverju einasta verkefni sem ég tek mér fyrir hendur sama
hversu lítið eða stórt það er. Þannig að ég er búinn að leggja sál
mína nokkrum sinnum að veði frá Síðasta bænum. Það er gott
að vera í þessu skólaumhverfi. Ég get prófað hitt og þetta sem
ég hefði ekki tækifæri til annars. Það er gerjun og gredda í gangi
í skólanum og talað um bíó frá því að maður mætir á morgnana
og fær sér fyrsta kaffibollann og sígarettuna og þangað til maður
fær sér síðasta bollann og rettuna og hjólar heim.“
Fréttablaðið 1. september 2007
VISSIR ÞÚ...
Að Rúnar var plötusnúður á gagnfræðaskólaárunum í Val-
húsaskóla. Á þeim árum þótti mjög flott að hlusta á rapp og
danstónlist og það gerði Rúnar og spilaði samviskulega þar sem
hann kom fram. Hins vegar sannaðist þá að hann getur verið
ólíkindatól því á sama tíma fékk Rúnar óbilandi áhuga á tónlist
Hauks Morthens, sem þá var nýlátinn. Fengu því slagarar Hauks
stundum að fljóta með í bland við Public Enemy og fleira slíkt.
Gömul sál í ungum líkama
Auglýsingasími
– Mest lesið