Fréttablaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 81

Fréttablaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 81
LAUGARDAGUR 26. apríl 2008 Áhættuleikari í nýjustu James Bond-myndinni Quantum Solace var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús eftir að hafa klesst Alfa Romeo-bíl á vegg í norður- hluta Ítalíu. Annar áhættuleikari hlaut minniháttar meiðsli. Tökum á myndinni hefur verið frestað meðan rannsókn á slysinu stendur yfir. Þetta er annað slysið við tökur myndarinnar á skömm- um tíma því nýlega keyrði áhættuleikari Aston Martin-bíl ofan í vatn. Enginn slasaðist í það skiptið. Hvorki leikstjórinn Marc Forster né aðalleikarinn Daniel Craig voru á svæðinu þegar síðara slysið varð. Quantum Solace er væntanleg í bíó í haust. Slasaðist við tökur á Bond DANIEL CRAIG Craig endurtekur hlutverk sitt sem James Bond í Quantum Solace. MGMT er eitt af heitustu nöfnun- um í tónlistarheiminum á árinu 2008. Þetta er dúó skipað þeim Ben Goldwasser, söngvara og hljómborðsleikara, og gítarleik- aranum og söngvaranum Andrew Vanwyngarden. Þeir gera út frá Brooklyn þó að sveitin hafi verið stofnuð í Middletown, Connectic- ut fyrir sex árum. MGMT sem upphaflega hét The Management hitaði upp fyrir of Montreal á mikilli tónleikaferð í fyrra, en þeir Andrew og Kevin Barnes náðu svo vel saman á túrnum að þeir hafa planað samstarf undir nafninu Blikk Fang. Meðlimir MGMT nefna listamenn á borð við Syd Barrett, Suicide, Space- men 3 og Flaming Lips sem áhrifavalda. Oracular Spectacular er fyrsta plata MGMT í fullri lengd. Tón- listin er sambland af sýrukenndu indí-rokki og danstónlist með töluverðum 70’s áhrifum. Lagið Weekend Wars minnir t.d. sterk- lega á David Bowie eins og hann hljómaði í upphafi áttunda ára- tugarins. Platan er nokkuð fjöl- breytt. Lagið Kids er þegar búið að slá í gegn á klúbbunum í Evr- ópu og Electric Feel er falsettu- diskó í ætt við Scissor Sisters. Önnur lög eru rólegri og stemn- ingsfyllri. Platan virkar svolítið stefnulaus, en það er nóg af flott- um lögum og góðum hugmyndum á henni til að maður kunni vel við sig í óreiðunni. Það verður gaman að sjá hvaða stefnu MGMT tekur í framtíðinni. Trausti Júlíusson Skortir ekki hugmyndir TÓNLIST Oracular Spectacular MGMT ★★★★ MGMT er eitt af heitustu nöfnunum í tónlistarheiminum í dag. Þó að Orac- ular Spectacular sé svolítið óreiðu- kennd þá eru á henni mörg flott lög og góðar hugmyndir. Lag rokksveitarinnar Noise, Quiet, af plötunni Wicked hefur verið valið á safnplötuna Purer- awk sem kemur út í Bretlandi í sumar. Einnig er verið að undirbúa dreifingu Wicked þar í landi. Platan kom út hérlendis fyrir einu og hálfu ári. Noise er nýkomin heim úr vel heppnaðri tónleikaferð um Bretland þar sem sveitin spilaði í Manchester, Blackpool og víðar. Móttökurnar voru mjög góðar og er þegar farið að leggja drög að næstu Bretlandsferð. Til marks um vinsældirnar hafa tvær hollenskar stúlkur sem sáu sveitina í Bretlandi opnað aðdáendasíðu tileinkaða Noise. Slóðin á síðuna er www.myspace. com/noisefanpage1. Lag á breskri safnplötu NOISE Rokksveitin Noise á lag á safnplötunni Pureawk sem kemur út í sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.