Fréttablaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 81
LAUGARDAGUR 26. apríl 2008
Áhættuleikari í nýjustu James
Bond-myndinni Quantum Solace
var fluttur alvarlega slasaður á
sjúkrahús eftir að hafa klesst
Alfa Romeo-bíl á vegg í norður-
hluta Ítalíu.
Annar áhættuleikari hlaut
minniháttar meiðsli. Tökum á
myndinni hefur verið frestað
meðan rannsókn á slysinu
stendur yfir. Þetta er annað slysið
við tökur myndarinnar á skömm-
um tíma því nýlega keyrði
áhættuleikari Aston Martin-bíl
ofan í vatn. Enginn slasaðist í það
skiptið.
Hvorki leikstjórinn Marc
Forster né aðalleikarinn Daniel
Craig voru á svæðinu þegar
síðara slysið varð. Quantum
Solace er væntanleg í bíó í haust.
Slasaðist við
tökur á Bond
DANIEL CRAIG Craig endurtekur hlutverk
sitt sem James Bond í Quantum Solace.
MGMT er eitt af heitustu nöfnun-
um í tónlistarheiminum á árinu
2008. Þetta er dúó skipað þeim
Ben Goldwasser, söngvara og
hljómborðsleikara, og gítarleik-
aranum og söngvaranum Andrew
Vanwyngarden. Þeir gera út frá
Brooklyn þó að sveitin hafi verið
stofnuð í Middletown, Connectic-
ut fyrir sex árum. MGMT sem
upphaflega hét The Management
hitaði upp fyrir of Montreal á
mikilli tónleikaferð í fyrra, en
þeir Andrew og Kevin Barnes
náðu svo vel saman á túrnum að
þeir hafa planað samstarf undir
nafninu Blikk Fang. Meðlimir
MGMT nefna listamenn á borð
við Syd Barrett, Suicide, Space-
men 3 og Flaming Lips sem
áhrifavalda.
Oracular Spectacular er fyrsta
plata MGMT í fullri lengd. Tón-
listin er sambland af sýrukenndu
indí-rokki og danstónlist með
töluverðum 70’s áhrifum. Lagið
Weekend Wars minnir t.d. sterk-
lega á David Bowie eins og hann
hljómaði í upphafi áttunda ára-
tugarins. Platan er nokkuð fjöl-
breytt. Lagið Kids er þegar búið
að slá í gegn á klúbbunum í Evr-
ópu og Electric Feel er falsettu-
diskó í ætt við Scissor Sisters.
Önnur lög eru rólegri og stemn-
ingsfyllri. Platan virkar svolítið
stefnulaus, en það er nóg af flott-
um lögum og góðum hugmyndum
á henni til að maður kunni vel við
sig í óreiðunni. Það verður gaman
að sjá hvaða stefnu MGMT tekur
í framtíðinni. Trausti Júlíusson
Skortir ekki hugmyndir
TÓNLIST
Oracular Spectacular
MGMT
★★★★
MGMT er eitt af heitustu nöfnunum í
tónlistarheiminum í dag. Þó að Orac-
ular Spectacular sé svolítið óreiðu-
kennd þá eru á henni mörg flott lög
og góðar hugmyndir.
Lag rokksveitarinnar Noise,
Quiet, af plötunni Wicked hefur
verið valið á safnplötuna Purer-
awk sem kemur út í Bretlandi í
sumar. Einnig er verið að
undirbúa dreifingu Wicked þar í
landi. Platan kom út hérlendis
fyrir einu og hálfu ári.
Noise er nýkomin heim úr vel
heppnaðri tónleikaferð um
Bretland þar sem sveitin spilaði í
Manchester, Blackpool og víðar.
Móttökurnar voru mjög góðar og
er þegar farið að leggja drög að
næstu Bretlandsferð. Til marks
um vinsældirnar hafa tvær
hollenskar stúlkur sem sáu
sveitina í Bretlandi opnað
aðdáendasíðu tileinkaða Noise.
Slóðin á síðuna er www.myspace.
com/noisefanpage1.
Lag á breskri
safnplötu
NOISE Rokksveitin Noise á lag á
safnplötunni Pureawk sem kemur út í
sumar.