Fréttablaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 38
 HEIMILISHALD MARTA MARÍA JÓNASDÓTTIR ● Forsíðumynd: Arnþór Birkisson tók mynd á heimili Þórunnar Högnadóttur Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is, Emilía Örlygs- dóttir emilia@frettabladid.is Auglýsingar: Ámundi Ámundason s. 517 5724 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is. Fyrir þá sem vilja vera skrefi á undan nágrannanum er málið að fá sér risastóra hringlaga spegla, kork á veggina, pálmatré í stofuna og króma allt sem hægt er að króma. Þráðlaus þægindi frá Danfoss Gólfhiti - einfaldari en nokkru sinni fyrr Þráðlausar gólfhitastýringar Háþróaðar en einfaldar Við erum leiðandi í hönnun og framleiðslu gólfhitastýringa Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins ● heimili&hönnun Í síðustu viku heimsótti ég heimilissýninguna Salone Internazionale del Mobile sem haldin er árlega í Mílanó á Ítalíu. Á sýninguna flykkjast blaðamenn, innkaupafólk og arkitektar til að fá strauma og stefnur framtíðarinnar beint í æð. Ég var svo glöð þegar ég labbaði þarna um og sá hvernig heimurinn var að hugsa á svipuðum nótum og ég sjálf. Mínimalisminn er greinilega á undanhaldi og hið kaotíska er að taka yfir með miklum glamúráhrifum. Það var þó ekki bara glamúrinn sem var ríkjandi heldur minnti ansi margt á sjötta áratuginn í húsgögnum og sumir básarnir voru eins og kókaínpartí í amerískri bíómynd. Það vantaði bara sundlaugina og hávaxnar ljóshærðar gellur í þröngum samfesting- um. Árið 2003 sýndi Tom Dixon speglakúluljósin sem hafa algerlega slegið í gegn. Þau þóttu ótrúlega framúrstefnuleg og það voru ekki allir vissir um að þau myndu raunverulega hitta í mark. Núna, fimm árum síðar, hefðu Tom Dixon-ljósin smellpassað inn á hvern bás á sýningunni. Þar sá ég líka að krómið er að taka við af burstuðu stáli og sumir gengu svo langt að sýna gulllituð blöndunartæki og höldur á skápa. Er hægt að biðja um meiri glamúr en það? Í bland við allt glingrið og glamúrinn voru plöntur áberandi líkt og það þyrfti einhverja jarðtengingu inn á nútímaheimilin. Síðustu ár hafa blóm þótt al- gert aukaatriði inni á íslenskum mínimalískum heim- ilum og ekki hefur sést annar gróður en orkedía í ferköntuðum blómapotti eða túlípanar í Ittala-vösum. Á sýningunni sá ég að blóm er það sem íslensku þjóð- ina vantar og það var svo gaman að sjá hvernig heilu pálmatrján- um var komið fyrir í stofunni án þess að vera asnalegt. Í framhaldinu spólaði ég til baka og minntist áttunda áratugarins þegar velmegun var mæld í stærð pálmans í stofunni. Speglar voru einnig áberandi, bæði á veggi en líka í húsgögnum. Eitt fyrirtækið sýndi til dæmis ansi vegleg speglahúsgögn, risastór- ar kommóður, hillur, stofuborð og lampa. Ég féll alveg fyrir þessu og sá fyrir mér hvernig hægt væri að blanda þessu með þykkum vegleg- um mottum, kósí sófum og pálmatréð myndi svo sannarlega toppa út- komuna. Kannski hljómar þetta ekkert ógurlega vel, minnir kannski meira á Southfork en smart heimili, en ég get lofað að þetta kemur vel út ef þetta er útfært á réttan máta. Fyrir þá sem vilja vera skrefi á undan nágrannanum er málið að fá sér risastóra hringlaga spegla, kork á veggina, pálmatré í stofuna og króma allt sem hægt er að króma. Fyrir þá sem þora ekki að umbreyta heimilinu en langar að upplifa þessa stemningu er um að gera að blanda sér bara vodka í kók, borða bugles og biðja leigubílinn um að keyra í Hollywood. Hrefna Hallgrímsdóttir, sem margir kannast við sem Skrítlu úr barnaleikritinu og -þáttunum um Skoppu og Skrítlu, er sann- kölluð strákamamma enda á hún tvo unga syni. Þeir eru báðir miklir boltastrákar og æfa fót- bolta með Val. Fjölskyldan, sem átti um tíma heima í vesturbæ Reykjavíkur, flutti fyrir nokkru í Kópavog í þeim tilgangi að stækka við sig og fengu strákarnir þá heilt leikher- bergi í kjallaranum fyrir sig. „Það var helsti kosturinn við nýja húsið, ásamt garðinum, en ég viðurkenni þó alveg að ég átti mjög erfitt með að flytja úr vesturbænum þar sem allt var í göngufæri,“ segir Hrefna. „Það góða við leikherbergið er að úr því er opið inn í sjónvarps- stofu, sem gerir það að verk- um að þegar við erum með gesti er hægt að sitja og spjalla með augun á börnunum,“ bætir hún við. Í einu horni herbergisins eru rimlar á veggnum og stór dýna fyrir neðan. „Þetta er stórsniðugt horn, sérstaklega á löngum vetr- um þegar lítið er hægt að fara út. Þá hamast strákarnir þarna og fá útrás,“ lýsir Hrefna. Við hliðina á dýnunni er körfu- boltaspjald en yngri strákur- inn, sem er fjögurra ára, fékk það í tveggja ára afmælisgjöf. „Hann var farinn að hlaupa um allt og rekja boltann eins og hálfs árs gamall ásamt því að horfa á heilu körfuboltaleikina með föður sínum,“ segir Hrefna og fannst henni og manninum hennar mikil- vægt að ýta frekar undir þann mikla boltaáhuga. Fyrir utan boltaleiki segir Hrefna strákana vera hrifna af playmó og dýrum og fylla leik- föngin þeirra hillur og aðrar hirslur í herberginu. Hún segir þá vera lítið fyrir bíla og sams konar tæki en í loftinu hangir þó flugvélaljós úr leikfangaverslun- inni Einu sinni var. Hrefna segir ýmis ný og spenn- andi verkefni fram undan hjá Skoppu og Skrítlu en þær eru í sjónvarpinu á hverjum laugar- dagsmorgni ásamt því að leika í Þjóðleikhúsinu. - ve Leikherbergið mikill kostur ● Leikkonan Hrefna Hallgrímsdóttir græddi leikherbergi fyrir syni sína og stóran garð þegar hún stækkaði við sig og flutti úr vesturbæ Reykjavíkur í Kópavog. Hrefna er sankölluð strákamamma en synir hennar eiga skemmtilegt leikherbergi í kjallaranum á heimili fjölskyldunnar í Kópavogi. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Rimlarnir og körfuboltaspjaldið njóta sérstakra vinsælda. Krómuð glysveröld 26. APRÍL 2008 LAUGARDAGUR2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.