Fréttablaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 2
2 28. ágúst 2008 FIMMTUDAGUR Er mataræðið óreglulegt? LGG+ er fyrirbyggjandi vörn! Skyndibitafæði, sætindi, óreglulegar máltíðir – allt þetta dregur úr innri styrk, veldur þróttleysi, kemur meltingunni úr lagi og stuðlar að vanlíðan. Regluleg neysla LGG+ vinnur gegn þessum áhrifum og flýtir fyrir því að jafnvægi náist á ný. Dagleg neysla þess tryggir fulla virkni. H V Í T A H Ú S IÐ / S ÍA LÖGGÆSLUMÁL Tíðar hækkanir eldsneytis á undanförnum mánuð- um hafa valdið því að rekstrar- staða lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu hefur versnað um allt að 55 milljónir króna á síðustu sex mánuðum. Auk þess hafa aðrar verðlagshækkanir aukið rekstrar- vanda embættisins um fimmtán milljónir króna. Fækkun lögreglumanna virðist eina úrræðið sem fyrir hendi er, geri stjórnvöld ekkert til að auð- velda embættinu að mæta þessum vanda. Að óbreyttu vofa því yfir uppsagnir á næstunni, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Stefán Eiríksson lögreglustjóri kveðst ekki vilja tjá sig um málið, þar sem það sé nú til athugunar í dómsmálaráðuneytinu. Höfuðborgarlögreglan er ekki eina embættið sem er í kröggum, meðal annars vegna undangeng- inna eldsneytishækkana. „Frá árinu 2003 til dagsins í dag hefur þessi kostnaður aukist um sjö milljónir króna, sem jafngildir einu stöðugildi,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Sel- fossi. Hann segir einu mögulegu viðbrögðin í stöðunni hafa verið að skera niður í rekstrinum. „Kostnaðurinn var undir meðal- tali í maíbyrjun, jókst aðeins í sumar, en nú höfum við gripið aftur til aðgerða. Þær felast í því að keyra minna, en hafa meira kyrrstöðueftirlit. Það er svo margt sem við ráðum ekki við. Eitt útkall upp í Kerlingafjöll þýðir liðlega 400 kílómetra akstur. Þessi staða er mikið áhyggjuefni af því að við getum ekki mætt henni með öðru en að skera niður laun, sem þýðir fækkun á lögreglumönnum.“ Ólafur Helgi segir raunar borð- leggjandi að fækka verði um að minnsta kosti fjóra lögreglumenn hjá embættinu um áramót verði fjárlög í ár byggð á sama grunni og í fyrra. Þá hafi embættið fengið þrjátíu milljónir króna. „Þá er ekki tekið tillit til aukins eldsneytiskostnaðar,“ útskýrir hann. „Ef við þurfum að fækka um fleiri en fjóra lögreglumenn skerð- ir það auðvitað afkastagetu rann- sóknardeildarinnar. Verkefnum hennar hefur hins vegar fjölgað mjög mikið.“ Ólafur Helgi segir fullan skiln- ing á vandamálinu í dómsmála- ráðuneytinu. Spurningin sé hins vegar hvað fjárveitingarvaldið geri. jss@frettabladid.is Uppsagnir blasa við hjá lögreglunni Tíðar hækkanir bensínverðs síðustu misseri hafa aukið rekstrarkostnað lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu um 55 milljónir króna. Geri stjórnvöld ekkert til að auðvelda embættinu að mæta auknum kostnaði blasir við fækkun lögreglumanna. Ásgeir, verður þetta til kynbóta fyrir keppnina? „Er það ekki augljóst? Var ekki mynd með fréttinni?“ Fréttablaðið sagði frá því í gær að útvarpsmaðurinn og íþróttafréttamaður- inn Ásgeir Erlendsson hefði verið ráðinn stigavörður í næstu þáttaröð af Gettu betur. Langt er liðið síðan karlmaður gegndi því starfi síðast. ÞRÓUNARAÐSTOÐ Er þróunarhjálp gagnleg eða jafnvel skaðleg? Að þessu spyr Jón Baldvin Hanni- balsson, fyrrver- andi utanríkis- ráðherra, í fyrstu grein af þremur um þróunar- aðstoð, sem birtast í Frétta- blaðinu næstu daga. Jón Baldvin fór með málefni þróunarsam- vinnu Íslands frá 1988 til 1995. Í fyrstu greininni fjallar hann um þróunarhjálp í alþjóðlegu samhengi; í annarri er þróunar- starf Íslands í Afríku reifað; og að lokum er fjallað um leið Íslendinga frá örbirgð til bjargálna og spurt hvort reynsla Íslendinga geti komið fátækum þjóðum að notum nú. - bs / sjá síðu 30 Jón Baldvin Hannibalsson: Greinaröð um þróunaraðstoð JÓN BALDVIN HANNIBALSSON LÖGREGLA Í ÁTÖKUM Fækka mun í lögreglusveitinni á höfuðborgarsvæðinu ef fram heldur sem horfir, meðal annars vegna gífur- legra hækkana á eldsneytisverði sem að óbreyttu kalla á niðurskurð. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FÓLK „Þetta er fyrsti skólinn á landinu fyrir eins til níu ára börn og er boðið upp á samfelldan skóladag til rúmlega fimm. Þarna er verið að bræða saman tvö skólastig, tvo kennarahópa og fleira fólk með uppeldismenntun,“ segir Þrúður Hjelm, skólastjóri Krikaskóla sem tók nýlega til starfa í Mosfellsbæ. Í vetur starfa í skólanum tvær deildir fyrir þriggja til fimm ára. Áætlað er að opna stóra skólann að ári og verður þá boðið upp á þá þjónustu sem leikskólinn verður með í vetur en fyrir allan aldurs- hópinn, frá eins til níu ára. - hs / sjá sérblaðið í túninu heima Nýr skóli fyrir 1 til 9 ára börn: Fyrsti skólinn af þessum toga LÖGREGLA „Ég á allt eins von á því að dómsmála- ráðuneytið hafi farið þess á leit að horft verði til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í fjárauka- lögum til að mæta þessum kostnaði.“ Þetta segir Gunnar Svavarsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, spurður um viðbrögð við gríðarlegum hækkunum á bensínkostnaði hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, hafa mætt tvisvar sinnum á fund fjárlaganefndar í vor. Í marsmánuði hafi hann þegar gert grein fyrir stöðunni. Á fundina hafi einnig mætt fulltrúar dómsmálaráðuneytisins. Spurður um önnur lögreglustjóraembætti á landinu, sem við blasi sami vandi, segist Gunnar búast við að ráðuneyti dómsmála og fjármála geri fjárlaganefnd grein fyrir rekstrarstöðu embætt- anna nú í september og svo í byrjun október þegar fjárlagafrumvarp verði lagt fram. „Þá munum við fara yfir þessa hluti og horfa til þess hvernig þessar breytingar hafa orðið og hvort mæta eigi því. Það er sameiginleg ákvörðun okkar í nefndinni.“ - jss Formaður fjárlaganefndar um stóraukinn bensínkostnað lögreglunnar: Á von á beiðni frá ráðuneyti VIÐSKIPTI Verið er að ljúka samningum um sölu Skeljungs. Samkvæmt heimildum Markaðarins eru athafnamennirnir Birgir Þór Bieltvedt og Guðmundur Þórðarson kjölfestufjárfestar í kaupunum. Skeljungur hefur verið í eigu Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haralds- sonar og Jóhannesar Kristinssonar. Glitnir banki annast söluna, en félagið hefur verið til sölu frá því í fyrrahaust. Samningar um kaupin eru langt komnir og við því búist að lokið verði við þau á næstu dögum. Gunnar Karl Guðmundsson, núverandi forstjóri Skeljungs, er samkvæmt heimildum blaðsins meðal annarra fjárfesta sem að kaupum á félaginu koma. Viðræður um kaupin hafa staðið síðustu vikur og eru sagðar nokkuð flóknar vegna þess hve lítið er um lausafé og þungt yfir á fjármála- mörkuðum. Yfirgnæfandi líkur eru þó sagðar á að málið verði klárað nú. Söluferli og áreiðanleikakönnun vegna Skeljungs hófst á haustdögum í fyrra, en þá gerðu forsvarsmenn fyrirtækjaráðgjafar Glitnis sér vonir um að ljúka sölunni fyrir áramót. Enginn hlutaðeigandi, hvorki hjá Fons, Glitni, né mögulegir kaupendur Skeljungs vildu tjá sig um söluna. - óká Birgir Þór Bieltvedt og Guðmundur Þórðarson kjölfestufjárfestar í kaupum: Sölu Skeljungs alveg að ljúka BENSÍNSTÖÐ SKELJUNGS Skeljungur hefur verið í sölumeðferð hjá Glitni frá því í október í fyrra. Nú hillir undir að félagið verði selt. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR GUNNAR SVAVARSSON Formaður fjárlaganefndar á von á beiðni um auknar fjárveitingar til lögreglu höfuðborgarsvæðisins. GUÐMUNDUR ÞÓRÐARSON BIRGIR ÞÓR BIELTVEDT MALASÍA, AP Klofningshópur í stjórnarflokki Malasíu krafðist í gær afsagnar forsætisráðherrans, er stjórnarandstöðuleiðtoginn Anwar Ibrahim sneri aftur á þing eftir sigur í aukakosningum. Anwar endurheimti þingsæti sitt í kjördæmi í norðurhluta landsins með yfirburðasigri yfir frambjóðanda stjórnarflokks- ins. Úrslitin voru áfall fyrir Abdullah Ahbad Badawi forsætis- ráðherra og ríkisstjórn hans, sem Anwar sakar um að standa að baki tilraun til að láta fangelsa sig út á ásakanir um samkynhneigð. Razaleigh Hamzah, innanflokks- keppinautur Abdullahs, sagði „leifar trúverðugleika“ forsætis- ráðherrans nú uppurnar. - aa Stjórnmál í Malasíu: Fjarar undan stjórn Abdullah ANWAR IBRAHIM STJÓRNMÁL Meðlimir samgöngu- nefndar Alþingis gistu í sumar eina nótt á kostnað ríkisins á hótelinu Kríunesi við Elliðavatn. Að því er Stöð 2 greindi frá í gær var lúxusgistingin á Kríunesi lokapunktur á kynning- arferð samgöngunefndarmanna um Reykjavík. Steinunn Valdís Óskarsdóttur, formaður samgöngunefndar, sagði á Stöð 2 að kostnaður við ferðina hefði verið minni en við ferðir nefndarinnar út á land. Þeir sem gistu voru landsbyggð- arþingmennirnir Árni Johnsen, Guðjón Arnar Kristjánsson, Herdís Þórðardóttir, Karl V. Matthíasson og Ólöf Nordal auk Reykjavíkurþingmannsins Árna Þórs Sigurðssonar. - gar Samgöngunefnd Alþingis: Í lúxusgistingu við Elliðavatn Frelsuðu tjóðraðan busa Lögreglan á Sauðárkróki leysti í fyrrakvöld nýnema í fjölbrautaskólan- um þar í bæ frá ljósastaur sem hann hafði verið tjóðraður við með sterku byggingarlímbandi. Pilturinn, sem var að auki handjárnaður, bað um að fá að vera áfram við staurinn en lögreglan taldi það geta haft truflandi áhrif á umferð. Busavígslan er reyndar ekki á Sauðárkróki fyrr en á morgun. Hald var lagt á handjárnin, sem eru bönnuð samkvæmt vopnalögum. Fullir þjófar náðust Bíl var stöðvaður í austurbæ Reykjavík- ur í gær vegna undarlegs ökulags og reyndist í honum vera þýfi úr innbroti frá í heimahúsi fyrr um daginn. Meðal annars var um að ræða þrjár fartölvur. Fjórir góðkunningjar lögreglunnar voru í bílnum og voru tveir enn í haldi lögreglu í gærkvöld. Ökumaðurinn er sterklega grunaður um ölvunarakstur. LÖGREGLAN SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.