Fréttablaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 28. ágúst 2008 13 SIMBABVE, AP Robert Mugabe Simbabveforseti segist munu mynda nýja ríkisstjórn fljótlega, með eða án þátttöku stjórnarandstöð- unnar. Ríkisfjölmiðl- ar höfðu eftir Mugabe í gær að hann myndi senn skipa nýja stjórn, sem fulltrúum stjórnarandstöð- unnar væri velkomið að ganga til liðs við. En í dagblaðinu The Herald segir að stjórnarandstöðu- leiðtoginn Morgan Tsvangirai „virtist ekki vilja taka þátt“. Viðræður um myndun þjóð- stjórnar hafa strandað á ágrein- ingi um það hve mikið vald Mugabe skuli láta af hendi. Á þriðjudag kom þing landsins saman, en það er nú í fyrsta sinn skipað stjórnarandstæðingum að meirihluta til. - aa Stjórnarkreppan í Simbabve: Mugabe boðar nýja stjórn ROBERT MUGABE FLÓTTAFÓLK Undirbúningur komu palestínska flóttafólksins til Akraness er á lokastigi, en fólkið er væntanlegt snemma í næsta mánuði. Í kvöld verður haldinn fundur með væntanlegum stuðningsfjölskyldum. Anna Lára Steindal, fram- kvæmdastjóri Akranesdeildar Rauða kross Íslands, segir fundinn í kvöld mikilvægan. „Þar verður farið yfir bak- grunn fólksins og þær aðstæður sem það hefur búið við. Þá verður farið yfir hlutverk stuðningsfjöl- skyldna, að svo miklu leyti sem það er hægt,“ segir Anna Lára. Fundurinn verður í Þorpinu og hefst klukkan 18.00. - kóp Flóttafólk á Akranesi: Stuðningsfjöl- skyldur funda AKRANES Þeir sem hafa hug á að gerast stuðningsfjölskyldur flóttafólksins geta mætt á fundinn í kvöld. MYND/SVIPMYND BYGGÐAMÁL Siglingastofnun framkvæmir nú umfangsmiklar rannsóknir vegna fyrirhugaðrar stækkunar Húsavíkurhafnar. Áform eru uppi um stækkun svo höfnin geti þjónað væntan- legu álveri á Bakka. Rannsóknirnar felast í mælingum á öldum í núverandi höfn og við fyrirhugaðan brimvarnargarð. Þá eru mældar hreyfingar súrálsskips en slík skip eru viðkvæm fyrir svo- nefndum sogahreyfingum í hafinu. Mælingarnar fara fram í líkanstöð Siglingastofnunar. - bþs Stækkun Húsavíkurhafnar: Mæla öldur og skipshreyfingar ALASKA, AP Ísinn á Norður-Íshafi hefur nú þegar hopað meira en eftir sumarið 2005. Það ár var umfang ísbreiðunnar næstminnst frá upp- hafi mælinga. Þar sem ísinn mu bráðna í nokkrar vikur enn stefnir í að metið í samdrætti ísbreiðunnar, frá því í í fyrra, verði slegið í ár. Þetta sýna nýbirtar niðurstöður mælinga Snjó- og ísmælingamið- stöðvar Bandaríkjanna (U.S. Nation- al Snow and Ice Data Center). Umfang ísbreiðunnar á Norður- Íshafi í lok sumars hefur minnkað niður í um 4,3 milljónir ferkíló- metra, en það er um 40 prósentum minna en langtímameðaltal áranna 1979-2000. Loftslagssérfræðingar hafa spáð því að ísinn muni halda áfram að skreppa saman og Norð- ur-Íshaf verði hugsanlega orðið alveg íslaust á sumrin frá árinu 2030 og hugsanlega fyrr. Þetta myndi opna nýjar siglingaleiðir frá norðanvertu Kyrrahafi til norðan- verðs Atlantshafs. Við þessar breyt- ingar væri Ísland vel í sveit sett til að hýsa umskipunarhafnir fyrir skipaflutninga eftir þessum leiðum. Talsmenn umhverfisverndar- samtaka lýsa áhyggjum af hinni hröðu bráðnun Norðurskautsíssins. Hún sé til vitnis um hröðun lofts- lagshlýnunar, sem leiði til þess að lífræn efni í þiðnandi sífrera norð- urslóða losi enn meiri gróðurhúsa- lofttegundir út í andrúmsloftið, sem aftur auki enn á loftslags- hlýnunina. - aa Stefnir í metsamdrátt ísbreiðunnar á Norður-Íshafi í haust: Norðurskautsísinn hopar hratt AÐ BRÁÐNA Þegar ísinn hopar minnkar sólarendurskin, sem eykur hlýnun. FRÉTTABLAÐIÐ/AP/NASA MENNTUN Aðsókn í kvöldskóla framhaldsskólanna hefur heldur dregist saman síðustu ár. Frá árinu 2001 til ársins 2007 fækkaði kvöldskólanemum úr 2.439 í 1.962, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Aðalheiður Dröfn Eggertsdótt- ir, deildarstjóri öldungadeildar Menntaskólans við Hamrahlíð, telur skýringuna margþætta. Til dæmis ljúki nú mikill meirihluti nemenda námi í dagskóla, eða um níutíu prósent, og háskólarn- ir séu farnir að bjóða inngöngu að loknu frumgreinanámi, í stað stúdentsprófs. - gh Fimmtungsfækkun nemenda: Minni aðsókn í kvöldskóla Kærir sparkvöll á leiksvæði Íbúi í Skildinganesi í Skerjafirði hefur kært gerð sparkavallar á skilgreindu útivistar- og leiksvæði milli Bauga- ness, Bauganestanga og Skildinga- ness. Íbúinn telur sparkvöllin rýra gæði og verðmæti eignar sinnar. REYKJAVÍK Þyrlupallur fyrir sjúkraflug Byggingarnefnd nýs háskólasjúkra- húss vill að gerður verði þyrlupallur fyrir sjúkraflug við boðaða samgöngu- miðstöð í Vatnsmýri. Til greina hafði komið að gera þyrlupall á sjúkrahúsið sjálft en það mun aðeins henta fyrir stærstu þyrlur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.