Fréttablaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 34
KÆLISKÁPALYKT getur stundum verið leiðinleg. Ráð til að koma í veg fyrir hana er að setja ílát með kaffi inn í ísskápinn og þá mun lyktin hverfa. Jóhann smíðaði þennan bókaskáp.Bækurnar njóta sín vel þegar þær fá að þekja heilan vegg eins og hér. Jóhann Böðvar Skúlason smiður segir að það sé töluvert um að fólk láti sérsmíða inn á heimili sín, en hann hefur tekið að sér að sér- smíða hillur og baðherbergisinn- réttingar í íbúðir og segir það lítið mál. „Ég hef smíðað bókahillur utan á heilu veggina og einnig sér- smíðað skápa inn á baðherbergi,“ segir Jóhann. Efniskostnaður þó nokkuð mik- ill þegar fólk lætur sérsmíða inn- réttingar inn á heimilið að sögn Jóhanns. „Það er til dæmis ódýr- ara að kaupa bókahillur í Ikea, en ef fólk kaupir sér húsgögn eitt- hvað dýrara en þar, þá getur það borgað sig að láta sérsmíða,“ segir hann. Að sögn Jóhanns geta allir smið- ir sérsmíðað innréttingar inn í íbúðir og ekki er nauðsynlegt fyrir smiði að sérhæfa sig endilega í því. Sjálfur er Jóhann með sjálf- stæðan atvinnurekstur og tekur að sér sérverkefni eins og innrétt- ingauppsetningu, sérsmíði og aðra innréttingatengda vinnu. klara@frettabladid.is Sérsmíðar skápa og hillur Töluvert er um að fólk láti sérsmíða húsgögn og innréttingar inn á heimili sín, en það þarf oft ekki að vera dýrari kostur en þegar keypt er út úr búð. Þá er líka öruggt að allt smellpassi í plássið sem er til staðar. Jóhann Böðvar Skúlason smiður hefur tekið að sér að sérsmíða innréttingar fyrir fólk. FRETTABLAÐIÐ/GVA Í mikilli vætutíð vill bleytan ber- ast inn með útiskóm og stíg- vélum og fátt er leiðinlegra en að stíga í poll á sokkunum. Ekki er gott að láta polla safn- ast fyrir inni á gólfi og í forstof- um þar sem flísar eru getur bein- línis verið varasamt að láta bleyt- una liggja en flísarnar geta orðið hálar. Mottur sem safna í sig bleyt- unni er best að staðsetja rétt fyrir innan dyrnar og jafnvel líka fyrir utan ef dyraþrepið er í skjóli fyrir rigningunni. Veljið grófar mottur sem safna til sín mikilli vætu og óhreinindum svo síður berist inn. Skemmtilegt getur verið að velja mottu í hressandi lit eða með fallegu munstri þar sem mottan er oft það fyrsta sem gestirnir reka augun í. - rat Bleytuna burt GÓÐAR MOTTUR ERU ÞARFAÞING FYRIR FRAMAN OG INNAN ÚTI- DYRNAR ÞEGAR FER AÐ HAUSTA. KOS Monaco Hugmyndaflugið sparar NÝTA MÁ ÓTRÚLEGUSTU HLUTI TIL GÓÐRA VERKA. Á þessum síðustu og verstu tímum er um að gera að nýta þá hluti sem maður á til hins ýtrasta. Nú er málið að spara. Það er nefnilega ekki alltaf nauðsynlegt að rjúka út og kaupa nýtt. Með því að endurnýta eldri hluti má spara peninga, virkja hugmyndaflugið og einfalda lífið. Það minnkar líka allt dótið sem á það til að safnast fyrir á heimilinu. Á heimasíðunum www.realsimple.com og www.home.aol.com eru margar góðar og skemmtilegar hugmyndir um hvernig hægt er að nýta gamla hluti á nýja vegu. Hægt er til að mynda að nýta gömul linsubox undir lyf eða vítamín og er það hentug lausn á ferðalög- um. Nú eiga margir ísskápa með innbyggðri klaka- vél og þá er tilvalið að nota gömlu klakabakkana undir ýmiss konar soð sem verður aflögu í matargerð. Hvort sem það er kjöt- eða græn- metissoð þá er afar hentugt að frysta það í litlum teningum og nota síðan í matseld- ina þegar hentar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.