Fréttablaðið - 28.08.2008, Qupperneq 66
46 28. ágúst 2008 FIMMTUDAGUR
BASK
LAUGAVEGUR 86-94
101 REYKJAVÍK
SÍMI: 552 8090
NIKE
SÍÐUSTU DAGAR ÚTSÖLUNNAR
ADIDAS ORIGINALS
AMERICAN APPAREL
DR. DENIM
KSUBI
ACNE JEANS
THOMAS BURBERRY
SURFACE 2 AIR
ALLAR VÖRUR 70% AF
Jóhann Páll Valdimarsson,
útgefandi og áhugaljós-
myndari, fór með tónlistar-
manninum KK á handfæra-
veiðar á dögunum. Hann
gerði sér lítið fyrir og
mokaði inn aflanum og KK
hafði ekki við að gera að
afla útgefanda síns.
„Við KK sigldum um Faxaflóa og
upp á Kjalarnes. Í kvöldbirtunni.
Dásemdarveður. Við tveir félag-
arnir. Að róa til fiskjar,“ segir
Jóhann Páll Valdimarsson útgef-
andi.
Tónlistarmaðurinn KK á trillu
sem heitir Æðruleysið. Jóhann
Páll er landkrabbi en segist hafa
óskaplega gaman af því að
vera á sjó. Og er þetta í
annað skiptið sem hann
fær að fljóta með KK á
Æðruleysinu. Á sjó sé
snerting við almættið, sér-
staklega á litlum trillum,
en þegar Jóhann var strák-
ur í sveit á Dalvík var
hann í trilluróðrum.
Og lengi býr að
fyrstu gerð eins og
átti eftir að koma á
daginn. Í það minnsta
ef marka má JPV
sem kann að segja
ferðasöguna þannig
að hann stendur uppi
sem algjör sigurveg-
ari.
„Sko, við renndum
fyrir fisk og ég af eðlis-
lægri hógværð tók með
mér ryðgaða rúllu
meðan KK var með
nýjan eðalgrip. En
meðan ég mokaði inn
aflanum, helst ekki
færri en þremur í einu, varð
KK ekki var. En hann bætti það
upp með því að reynast frá-
bær í aðgerðinni og hjálpaði
þar útgefanda sínum,“
segir JPV en þeir
notuðu tækifærið
og ræddu vænt-
anlega plötu
KK, Svona eru
menn, sem
Jóhann Páll
gefur út. Að
sögn útgef-
andans not-
uðu félagarn-
ir tækifærið
til að slúðra og velta einu og öðru
fyrir sér. „Eitt lag á plötunni heit-
ir „Á æðruleysinu“ og er tileinkað
mér. Textinn varð til eftir fyrstu
sjóferðina. Ég veit ekki hvort
þetta var útspekúleruð aðferð
hans til að sjarmera útgefanda
sinn. En þetta er assgoti gott
lag.“
Að sögn JPV var afli hans eink-
um þorskur. Sem var eins gott.
„Ég er svo viðkvæmur maður að
ég á erfitt með að horfa í brostin
augu ýsunnar þegar hún er dreg-
in. Fæ hroðalegt samviskubit.“
KK lét krók koma á móti bragði
og úrskurðaði megnið af afla
útgefandans sem of lítinn við
hávær mótmæli Jóhanns. „Já, ég
mokaði inn en hann henti þeim
mörgum fyrir borð á þeim for-
sendum að þeir væru svo litlir. Ég
hef grun um að sá dómur hafi
byggst á sársauka hans vegna
þess að það var ég sem reyndist
aflaklóin.“ jakob@frettabladid.is
Á skaki með KK á Æðruleysinu
KK SITUR OG BEITIR Í SKUTI ÆÐRULEYSISINS Það kom í hlut tónlistarmannsins að
gera að afla útgefandans sem mokaði þeim gula upp. LJÓSMYND/JÓHANN PÁLL
JÓHANN PÁLL
VALDIMARSSON
Mokaði inn
aflanum á meðan
KK varð ekki var.
„Þetta er mitt
áhugamál. Að búa
til eitthvert svona
grín og er það alveg
óháð vinnunni,“
segir Guðmundur
Bergkvist, kvik-
myndatökumaður á
fréttastofu Sjón-
varps.
Guðmundur rekur
bloggsíðuna kvist-
ur.blog.is þar sem
hann gleður oft les-
endur sína með
skondnum myndum
sem hann hefur
unnið í photoshop-
forritinu. „Tilgang-
urinn er náttúrlega
að fólk geti skellt
upp úr og haft
gaman af þessu.
Kvikindisskapurinn
er ekki hafður að leiðarljósi.“ Og
nýverið birtist myndin Sjö kraft-
miklir íhaldsmenn þar sem lagt er
út af forsíðu Tinna-
bókarinnar Sjö
kraftmiklar krist-
alkúlur. Yfirskrift-
in er: Sjö kraft-
miklir íhaldsmenn.
Hræringarnar í
borgarstjórnar-
málum undanfar-
inna vikna verða
skemmtilegar
komnar í þetta
samhengi. Og svo
þaulhugsað er
þetta að Tobba,
Þorbjörg Helga
Vigfúsdóttir, er
komin í líki hunds-
ins Tobba. Guð-
mundur segist ekki
vera neinn Tinna-
sérfræðingur eins
og þeir eru margir
en las bækurnar í
æsku. „En það þekkja allir Tinna
og eiga því auðvelt með að tengja.“
- jbg
Sjö kraftmiklir
íhaldsmenn
SJÖ KRAFTMIKLIR ÍHALDSMENN
Þegar borgarstjórnarmálin eru
komin í nýtt samhengi Tinnabók-
anna verður myndin skýrari.
GUÐMUNDUR BERGKVIST Gleður lesendur sína með skondnum photoshop-mynd-
um.