Fréttablaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 38
 28. ÁGÚST 2008 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● í túninu heima Mosfellsbær er einstakur bær. Fallegt bæjarstæði, fellin, árnar og nátt- úran mynda bæjarumgjörð sem er öfundsverð enda hefur bærinn vaxið einna hraðast allra bæjarfélaga á landinu síðastliðinn áratug. Á árunum 1997 til 2007 fjölgaði íbúum í Mosfellsbæ um hvorki meira né minna en 57 prósent, úr um 5.200 íbúum í um 8.200 sem er nánast einsdæmi á landsvísu. Ástæðan hlýtur að vera sú að í Mosfellsbæ líður fólki vel. Að minnsta kosti halda íbúar því fram. Þeir sem velja að búa í Mosfellsbæ gera það af þeim ástæðum að bærinn uppfyllir óskir þeirra og kemur til móts við þær kröfur sem nýir og gamlir íbúar gera til bæjarins. Í uppgangnum á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum árum hafa bæjarfélög keppt sín á milli um að laða til sín íbúa því auðvitað fylgir íbúafjölgun ákveðin hag- ræðing fyrir bæjarfélögin og tækifæri til að bæta þjónustuna og auka gæðin. Hlutfallslega flestir hafa komist að þeirri niðurstöðu að Mosfells- bær sé það bæjarfélag sem eftirsóknarverðast er að búa í. Hér er þjón- usta við íbúa til fyrirmyndar og aðstaða mjög góð. Möguleikar til útivist- ar eru óþrjótandi enda nálægðin við ósnortna náttúru mikil og útivistar- svæði innan bæjarmarkanna mörg og göngu-, hjóla- og reiðstíganetið á vart sinn líka. Barnafjölskyldur velja að búa hér meðal annars vegna þeirrar ríku áherslu sem lögð hefur verið á skólamál. Mikill metnaður hefur verið lagður í að móta framsækna skólastefnu sem hæfir þörfum nútímaþjóðfélags og hafa tveir nýir grunnskólar hafið göngu sína í Mos- fellsbæ á undanförnum árum. Nýjastur þeirra er Krikaskóli sem fjallað er um hér í blaðinu þar sem bryddað er upp á nýjungum sem eflaust eiga eftir að vekja mikla athygli á næstu árum. Þá hafa nýir leikskólar tekið til starfa og eru úrræði fyrir yngstu grunnskólabörnin að loknum skóla- degi til fyrirmyndar, þó að reyndar sé unnið að því að gera enn betur í þeim efnum, því lengi má gott bæta. Frístundastarf yngstu barnanna er komið undir stjórn skólanna sjálfra með því markmiði að mynda heild- stæða umgjörð um skóladag barnanna þar sem börnum er meðal annars gert kleift að sinna tómstundum og íþróttum innan skóladagsins. Mosfellsbær er framsækið bæjarfélag sem samt sem áður hefur tekist að halda sérstöðu sinni. Það er ekki langt síðan hér var sveit og í raun má segja að hér sé enn sveit fyrir þá sem þess óska. En auðvitað er Mosfellsbær um leið hluti af höfuðborginni okkar og öllu því sem hún hefur upp á að bjóða, eins konar sveit í borg. Til marks um metnað bæjar félagsins, að stuðla sífellt að bættum hag og velferð bæjarbúa, var farið í mikla stefnumótunarvinnu fyrir skömmu. Tilgangur hennar var að leggja grunn að enn betra samfélagi til að lifa og starfa í. Niður- staðan var til að mynda að skilgreind voru gildi og framtíðarsýn fyrir bæjarfélagið. Gildi Mosfellsbæjar eru virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja. Framtíðarsýnin snýr meðal annars að því að Mosfellsbær sé eftirsótt bæjarfélag til búsetu þar sem fjölskyldan er í fyrirrúmi. Þótt sérstaða Mosfellsbæjar felist ekki síst í nálægð við náttúruna er ekki síður hægt að halda því fram að menningar- og listalíf sé hér með eindæmum gott. Hér er til að mynda starfræktur metnaðarfullur lista- skóli þar sem hlúð er að áhuga bæjarbúa á myndlist, tónlist og leiklist enda getur bærinn státað af ótalmörgum framúrskarandi listamönnum á ýmsum sviðum. Sést það best á hinni metnaðarfullu og fjölbreyttu dag- skrá bæjarhátíðarinnar Í túninu heima sem fram fer nú um helgina þar sem fram kemur fjöldinn allur af ungum og eldri Mosfellingum ásamt fleiri listamönnum. Ég hvet alla til að koma og njóta þess sem hátíðin hefur upp á að bjóða. Verið hjartanlega velkomin í Mosfellsbæ. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri. Hver árgangur á sitt hreiður í Krikaskóla Fyrsta starfsár nýs og byltingar- kennds skóla er hafið í Brekku- koti í Mosfellsbæ. Sá heitir Krikaskóli og er í framtíðinni ætlaður börnum á aldrinum eins til níu ára. Snotrar byggingar hafa sprottið upp Helgafellsmegin við Álafoss- kvosina. Þetta er tímabundið hús- næði hins nýja Krikaskóla og heit- ir Brekkukot. Skólastjóri er Þrúð- ur Hjelm og hún kveðst einungis verða með tvær deildir í vetur, fyrir þriggja til fimm ára börn, samhliða því að vinna að opnun stóra skólans sem á að komast í gagnið að ári. Teikningar af húsi og lóð liggja fyrir en skipulagsferlið er enn í gangi. Þrúður segir mikl- ar væntingar gerðar til skólans bæði af foreldrum og skólafólki. „Þetta er fyrsti skólinn á landinu fyrir eins til níu ára börn og býður sam- felldan skóladag til rúmlega fimm. Þarna er verið að bræða saman tvö skólastig, tvo kennarahópa og fleira fólk með uppeldismenntun,“ útskýrir hún. Það er ekki bara aldur nemend- anna í Krikaskóla sem er sérstak- ur heldur líka hugmyndafræð- in. Hún byggist á verðlaunatil- lögu hóps sem kallar sig Bræðing og hefur arkitekta, verkfræðinga, landslagsarkitekt, skólafólk og rit- höfund innan sinna vébanda. „Við hengjum okkur ekki í að fimm ára börn eigi að læra eitt og sex ára börn annað heldur leggjum áherslu á samvinnu nemenda. Þó þannig að hver einstaklingur fái notið sín. Að finna sterku hliðarn- ar og vinna út frá þeim. Við höfum verið með mörg fjögurra og fimm ára börn sem eru læs og það á bara að leyfa þeim að halda áfram. Stundum verð ég vör við að börn læra að lesa á sama hátt og þau lærðu að tala, án þess að taka eftir því að einhver var að kenna þeim það. Það finnst mér mjög gott. Hver árgangur kemur til með að hafa heimasvæði í skólanum sem við köllum hreiður en eru þó ekki af- lokaðar kennslustofur.“ Þrúður segir hönnun skólans styðja þær aðferðir og leiðir sem farnar verða í skólastarfinu og meira að segja skólalóðin verði uppbyggð sem hluti af náms- og kennslurými, auk þess að vera leiksvæði. „Börnin verða með pollagall- ana með sér því þau eiga vísa úti- veru og þau fá morgunmat, há- degisverð og síðdegishressingu. Það verður sem sagt boðið upp á þá þjónustu sem leikskólinn hefur verið með en fyrir allan þennan aldurshóp sem getur ekki séð um sig sjálfur meðan foreldrarnir vinna fullan vinnudag.“ - gun „Við hengjum okkur ekki í að fimm ára börn eigi að læra eitt og sex ára börn annað.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Krikaskóli hinn nýi eins og hann lítur út á teikniborðinu. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA PISTILL BÆJARSTJÓRA Mosfellsbær – þar sem fólki líður vel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.