Fréttablaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 30
 28. ágúst 2008 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Jón Baldvin Hannibalsson skrifar um þróunarhjálp Á bökkum Karlsárinnar í Boston stendur lítt áberandi minnismerki um fiskimanninn sem skyggnir hönd fyrir augu og horfir til hafs. Á stöplinum stend- ur skrifað eitthvað á þessa leið: Gefirðu manni einn fisk, getur hann satt hungur sitt þann dag- inn; en kennirðu honum að fiska, þá hefur hann lært að sjá sér og sínum farborða til frambúðar. Þetta er það sem þróunarað- stoð á að snúast um: Að hjálpa fólki til að hjálpa sér sjálft. Nú til dags er þetta kallað sjálfbær þróun. Leiðtogar ríku þjóðanna, sem eru fulltrúar u.þ.b. sjötta parts jarðarbúa, hafa ítrekað heitið því við drengskap sinn að veita 0,7% af þjóðarframleiðslu sinna ríku þjóða til þróunarað- stoðar við hinar fátæku. Þeir hafa svikið þessi loforð, allir með tölu – nema ríkisstjórnir jafnaðar- manna í Svíþjóð, Noregi, Dan- mörku og Hollandi. Aðrir hafa látið sitja við orðin tóm. Við, Íslendingar, sem vorum um aldir meðal fátækustu þjóða heims, erum nú í hópi hinna rík- ustu. Engu síður erum við langt frá því að standa við gefin loforð um aðstoð við fátæka. Seinasta ríkisstjórn og sú sem sem nú situr starfa hins vegar sam- kvæmt áætlun um að hækka hlut- fallið smám saman á næstu árum, þangað til staðið verði við gefin loforð. Það eru engan veginn allir á einu máli um ágæti þróunarað- stoðar. Sumir – einkum hreintrú- armenn af frjálshyggjukyni – ganga svo langt að segja að þróunaraðstoð sé ekki einasta gagnslaus, heldur beinlínis skað- leg. Það er satt að segja auðvelt að nefna dæmi um að þeir hafi á stundum nokkuð til síns máls. Þjófar í þjóðhöfðingjastétt Þótt Bandaríkjamenn hafi á eftir- stríðsárunum verið ríkasta þjóð í heimi, hafa þeir venjulega vermt neðsta sætið á listanum yfir þróunaraðstoð ríku þjóðanna. Á kaldastríðstímanum notuðu bæði Bandaríkjamenn og Rússar þróunaraðstoð til að kaupa sér völd og áhrif í þriðja heiminum og þar með innan stofnana Sam- einuðu þjóðanna. Fyrir utan fjár- hagsaðstoð til að halda spilltum valdhöfum við völd, var hjálpin aðallega í því fólgin að gefa harð- stjórum hergögn til að hjálpa þeim við að kúga sínar eigin þjóðir. Dæmi um „þróunarhjálp“ af þessu tagi eru legio. Meðal skjól- stæðinga Bandaríkjamanna á þessum tíma má nefna helstu þjófa og bófa samtímans, þ.á m. Marcoshjónin á Filippseyjum (sem stálu jafnaðarlega um 18% af tekjum ríkissjóðs þar í landi); Mobuto, Kongóbófa (sem stal um þriðjungi af útflutningstekjum landsins árum saman); og Suharto, fjöldamorðingja í Indónesíu, sem er talinn hafa stolið hærri fjárhæðum en nokk- ur annar þjófur í þjóðhöfðingja- stétt á seinni árum. Það eru vand- fundin rök til að réttlæta þróunarhjálp af þessu tagi. Annað sígilt dæmi um skaðlega þróunarhjálp eða um efnahags- aðstoð sem hefur þveröfug áhrif á við yfirlýstan tilgang, er þegar Bandaríkjamenn hafa „dumpað“ gríðarlegum umframbirgðum af korni, maís, sojabaunum, o.s.frv. á markaði þróunarlanda. Magnið er iðulega svo mikið að það hefur haft í för með sér verðfall á afurðum bænda í þróunarlöndum og komið fjölda þeirra á vonar- völ. Þetta er með öðrum orðum dæmi um niðurgreiðslur og styrki í atkvæðakaupaskyni til ríkra bænda á sléttum Ameríku, sem er síðan réttlætt að nafninu til sem þróunaraðstoð við fátæka. Á seinustu áratugum hefur helstu stofnun- um heims- kapítalismans, Alþjóðabank- anum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, verið stjórnað af fólki sem fylgt hefur í blindni einfeldningslegum töfra- formúlum frjálshyggjupostul- anna í Washington D.C. Washing- tonviskan hefur það verið kallað. Samkvæmt formúlunni urðu fátæk þróunarríki að einkavæða allt sem nöfnum tjáði að nefna og að opna lönd sín upp á gátt fyrir innflutningi og erlendu fjár- magni. Þetta var skilyrði fyrir því að ríkisstjórnir þessara landa fengju lán til framkvæmda. Afleiðingarnar hafa reynst skelfilegar. Innlend framleiðsla reyndist einatt ósamkeppnisfær við innflutning og lagðist því af. Afleiðingin varð sívaxandi við- skiptahalli og þar af leiðandi skuldasöfnun. Arðurinn af þjóð- arauðlindum, þar sem þær voru nýttar, fluttist úr landi. Þannig hafa tugir hinna fátækustu þjóða heims sokkið í skuldafen sem þær komast ekki upp úr af eigin rammleik. Þjóðir Afríku sunnan Sahara eru skólabókardæmi um þetta. Þær hafa verið í gjörgæslu hjá frjálshyggjutrúboðunum í Washington sl. 30 ár. Á þessu tímabili hefur lífskjörum almenn- ings hrakað jafnt og þétt. Forritið er vitlaust. Í skuldafangelsi heims- kapítalismans Opinber þróunaraðstoð allra ríkra þjóða við öll þróunarríki hefur að undanförnu numið milli 60 og 70 milljörðum Bandaríkja- dala á ári. Þetta er sú upphæð sem einn frjálshyggjupostulinn hefur kallað „skattgreiðslur hinna efnaminni í ríku löndunum til hinna ríku í fátæku löndun- um“. Þá er gengið út frá því að þróunaraðstoðin lendi að lokum í vösum spilltra stjórnmálamanna og embættisaðalsins á þeirra snærum í þróunarlöndum. Af því tilefni má spyrja, hverjir bera ábyrgðina? Hverjir héldu spilltum valdhöfum við völd ára- tugum saman með pólitískum mútugreiðslum, í pólitísku eigin- hagsmunaskyni? Hverjir eiga höfundarréttinn að þessu fjár- hagslega spillingarkerfi? Var ekki tilgangurinn sá að gera þessa skjólstæðinga Vesturlanda háða húsbændum sínum? Það hljómar satt að segja ekki mjög trúverð- uglega þegar þróunarhjálp er síðan gagnrýnd af þessum sömu aðilum á þeim forsendum að hún komist ekki til skila til almenn- ings vegna spilltra valdhafa. Það er hins vegar rétt athugað að skattbyrði hjá ríku þjóðunum hefur verið að færast frá hinum ríku til millistéttanna og hinna efnaminni, fyrir áhrif frá hægri- öfgamönnum frá Reagan til Bush. En þar með er ekki öll sagan sögð. Það eru aðrir og stærri fjár- straumar en þessi opinbera þró- unaraðstoð, sem ganga árlega milli hinna ríku þjóða og þróunar- landanna. Sem dæmi um það má nefna hagnað ríku þjóðanna af útflutningsverslun við þróunar- ríkin, þar sem viðskiptakjörin hafa löngum verið hinum ríku þjóðum í hag; annað dæmi er arður af fjárfestingum (ekki síst af verðmætum auðlindum þróun- arlandanna, svo sem eins og af olíu og gasi eða ómissandi eðal- málmum), fyrir nú utan ríflega vexti af lánum til þessara þjóða sem flestar eru sokknar í skuldir. Þegar þetta er allt skoðað í heild sinni kemur útkoman mörgum á óvart. Fjárstraumarnir frá þróun- arlöndunum til ríku þjóðanna – frá suðri til norðurs – eru miklum mun meiri en þróunaraðstoð ríku þjóðanna við hina fátæku. Sann- leikurinn er sá að í samanburði við þann arð sem ríku þjóðirnar hafa af viðskiptum sínum við þróunarlöndin, er þróunaraðstoð- in við fátæku þjóðirnar eins og hver önnur skiptimynd í saman- burðinum. Í þessu samhengi er vert að hafa í huga að styrkir og niðurgreiðslur ríku þjóðanna eins og t.d. Bandaríkjanna, Evrópu- sambandsins og Íslands, við land- búnaðinn heima fyrir, eru taldir kosta þróunarlöndin um 850 millj- arða bandaríkjadala á ári hverju í glötuðum viðskiptum. Þessi fórn- arkostnaður hinna fátæku er meiri en tíföld þróunaraðstoð allra ríku þjóðanna á ári. Höfundur fór með málefni þróunarsamvinnu Íslands á árunum 1988-95. Að útrýma fátækt eða friða samviskuna? JÓN BALDVIN HANNIBALSSON Sannleikurinn er sá að í sam- anburði við þann arð sem ríku þjóðirnar hafa af viðskiptum sínum við þróunarlöndin, er þróunaraðstoðin við fátæku þjóðirnar eins og hver önnur skiptimynd í samanburðinum. MARKAÐUR Á FÍLABEINSSTRÖNDINNI Dæmi um skaðlega þróunaraðstoð er að mati höfundar, þegar Bandaríkjamenn hafa sent umframbirgðir af korni og fleiru á markaði þróunarlanda, sem hefur haft í för með sér verðfall á afurðum bænda í þróunarlöndum og komið fjölda þeirra á vonarvöl. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.