Fréttablaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 6
6 28. ágúst 2008 FIMMTUDAGUR SÍÐUSTU DAGAR EFNAHAGSMÁL „Þetta kemur kannski ekki á óvart og spurning hvað á að gera. Ég er farinn að velta því fyrir mér hvort þarf að handstýra þessu að einhverju leyti og taka eitthvað út úr verðbólgumæl- ingunni. Það er verið að hækka þjónustu hins opinbera, sem stingur mjög í augun,“ segir Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjáls- lynda flokksins. „Ég held að ríkisstjórnin og þingið verði að ræða það af fullri alvöru hvort sameinast verður um einhverjar tímabundnar aðgerðir til að virkilega hafa áhrif á að þetta fari að telja niður. Einhvers staðar verðum við að byrja.“ - shá Guðjón A. Kristjánsson: Spurning um handstýringu GUÐJÓN A. KRISTJÁNSSON EFNAHAGSMÁL „Þarf frekari vitna við? Hafi einhver reynt að halda öðru fram en því að við værum í miklum vanda og hagstjórnin sé í molum þá segja þessar tölur allt sem segja þarf. Við erum komin aftur fyrir daga þjóðarsáttarinnar árið 1990,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður og formaður Vinstri grænna. „Það er skelfileg tilhugsun að menn hafi klúðrað málum svona.“ Steingrímur segir að ekki megi gefast upp fyrir vandanum, sem vissulega sé mikill. „Við verðum að bíta á jaxlinn og snúa okkur að því að ná tökum á ástandinu. Ég vara við því að menn missi kjark og sjálfstraust gagnvart því að takast á við þessa hluti, en ríkisstjórnin verður að vakna af dvalanum.“ - shá Steingrímur J. Sigfússon: Hagstjórnin hér er í molum STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON EFNAHAGSMÁL „Mér var satt best að segja brugðið þegar ég sá þessar tölur. Þetta segir mér að ríkis- stjórnin kemst ekki upp með það lengur að láta sem ekkert sé. Því fyrr sem ríkisstjórnin viðurkennir að staðan er alvarleg, því fyrr getum við leitað leiða til að snúa þessari þróun við“, segir Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknar- flokksins. Valgerður segir að allir ábyrgir aðilar í samfélaginu, bæði félagasamtök og aðilar vinnumark- aðarins, verði að koma að borðinu með stjórnvöldum til að „snúa þessari óheillaþróun við“. Hún telur einnig að verðbólguþróunin þrýsti enn frekar á umræðu um Evrópumálin. - shá Valgerður Sverrisdóttir: Brugðið við verðbólgutölur VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR EFNAHAGSMÁL „Almennt getur maður sagt að verðbólga sé að mælast allt of há og það er mikið áhyggjuefni. Það heldur uppi stýrivöxtunum og veldur kaup- máttarrýrnun hjá launafólki. Hún er alvarlegur skaðvaldur og mik- ilvægt að ná henni niður,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan- ríkisráðherra. Ingibjörg telur að allar for- sendur séu fyrir hendi til að verð- bólga lækki hratt á næstunni. „Þrír megin verðbólguvaldarnir ættu ekki að vera lengur til stað- ar og þá á ég við gengislækkanir og hækkun olíu- og fasteigna- verðs.“ Um verðskrár- hækkanir tveggja stofnana hins opinbera segir Ingibjörg að almennt séu opinberar stofn- anir og fyrirtæki að halda aftur af hækkunum. „Og það eru skýr skilaboð frá rík- isstjórninni að þau geri það. Það er einnig mikil- vægt að sveitarfélögin haldi aftur af hækkunum því margar gjald- skrár þeirra hafa áhrif á kjör almennings og verðbólguna.“ Um gagnrýni stjórnarandstöð- unnar um aðgerðaleysi ríkis- stjórnarinnar segir Ingibjörg að ekki sé til nein patentlausn á þess- um vanda. „Hagkerfið var mjög þanið á síðasta kjörtímabili og þar áttu stjórnvöld hlut að máli en einnig bankarnir, fyrirtækin og almenningur líka að hluta til. Því verða allir að leggjast á árarn- ar í sameiningu í glímunni við þennan vanda.“ Um hugmynd Neytendasam- takanna og ASÍ um samráðsvett- vang til lausnar vandanum segir Ingibjörg: „Mér líst vel á það og það er sú leið sem ég tel mikil- vægt að fara.“ - shá Opinberar stofnanir eiga að halda aftur af gjaldskrárhækkunum í óðaverðbólgu: Verðbólgan er mikill skaðvaldur EFNAHAGSMÁL Forsendur gildandi kjarasamninga eru brostnar en þær byggðu á þeim forsendum að koma böndum á verðbólgu og verja kaupmátt. Miðstjórn Alþýðusam- bands Íslands (ASÍ) krefst þess að efnahagsvandinn verði tekinn föst- um tökum því samráð, samvinna og samstaða hafi skilað mestum árangri þegar þjóðin hafi þurft að takast á við efnahagserfiðleika. Miðstjórn ASÍ ræddi efnahags- málin á fundi sínum í gær og kall- aði eftir breiðu samráði ríkis- stjórnar, verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda en sagði jafnframt undirtektir ríkisstjórnarinnar hafa valdið vonbrigðum. Gylfi Arn- björnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, segir að innihald samráðsins hafi hingað til verið rýrt og engin vinna verið á milli funda. „Það er ekki nóg að setjast að fundi og láta mynda sig,“ segir hann. „Það hafa engin raunveruleg samtöl eða samráð verið um að finna lausnir á efnahagsvandan- um heldur hefur meira verið sest niður undir kastljósi fjölmiðla. Svo hefur innihaldið ekkert verið,“ segir Gylfi. „Verkalýðs- hreyfing mun nú fara í sína gras- rót og ræða með hvaða hætti hreyfingin tekur á þessu í febrú- ar. Það er ekki sjálfgefið hvernig brugðist verður við.“ Hannes G. Sigurðsson, aðstoð- arframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, SA, segir að von- andi fari verðbólgan nú hjaðn- andi. Kaupmátturinn hafi verið of hár og því sé ákveðin aðlögun í gangi eftir þá „ofursterku krónu“ sem hafi verið hér á landi í nokk- ur ár. „Þetta þýðir óhjákvæmi- lega kjaraskerðingu. Það þarf að nást ákveðið jafnvægi. Það geng- ur ekki að safna skuldum enda- laust fyrir neyslunni,“ segir hann. Gunnar Ólafur Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofn- unar, segir verðbólguna háa og engar töfralausnir séu til. „Maður vonar að þetta sé ekki viðvarandi ástand en það fer eftir því hvern- ig úr spilast hjá stjórnvöldum og Seðlabanka. Ég ber fyllsta traust til manna að bregðast rétt við,“ segir hann. Tryggvi Þór Herbertsson, efnahagsráðgjafi ríkisstjórnar- innar, hefur nú starfað í forsæt- isráðuneytinu í þrjár vikur og verið að undirbúa efnahagsað- gerðir. Vonast er til að lands- menn verði varir við þær í sept- ember en engir samráðsfundir hafa verið boðaðir. Miðstjórn ASÍ vill að ríki og sveitarfélög haldi aftur af gjaldskrárhækk- unum sínum. ghs@frettabladid.is Ríkið gagnrýnt fyrir málamyndasamráð Forsendur kjarasamninga eru brostnar og nú þarf að ræða hvernig bregðast skuli við í febrúar. ASÍ lýsir eftir breiðu samráði með raunverulegu innihaldi og vinnu milli funda. „Ekki nóg að láta mynda sig,“ segir framkvæmdastjóri ASÍ. FYLLSTA TRAUST „Ég ber fyllsta traust til manna að bregðast rétt við,“ segir Gunnar Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar. ENGIN RAUNVERULEG SAMTÖL „Það hafa engin raunveruleg samtöl eða sam- ráð verið um að finna lausnir,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ. ÞARF JAFNVÆGI „Það þarf að nást ákveðið jafnvægi,“ segir Hannes G. Sig- urðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA. INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR LÍBÍA, AP Tveir menn sem rændu farþegaþotu frá Darfúr-héraði í Súdan gáfust upp í gær eftir 22 tíma dvöl vélarinnar á afskekkt- um eyðimerkurflugvelli í sunnan- verðri Líbíu. Áður höfðu þeir látið lausa 87 farþega vélarinnar, en áhöfnin var áfram í haldi flugræningjanna þangað til þeir gáfust upp. Murtada Hassan, framkvæmda- stjóri flugfélagsins Sun Air, sem á vélina, sagði mennina hafa rænt vélinni af persónulegum ástæð- um. Þeir hefðu engin tengsl við nein stjórnmálasamtök eða upp- reisnarhópa. Hassan sagði hugsanlegt að flugræningjarnir hefðu verið fleiri en tveir, en hinir hefðu leynst í farþegahópnum sem sleppt var úr haldi. Starfsmenn á flugvellinum í Líbíu höfðu áður fullyrt að ræn- ingjarnir hefðu verið uppreisnar- menn frá Darfúr-héraði. Farþeg- ar, lausir úr gíslingu, sögðu einnig að ræningjarnir hefðu sjálfir sagst vera uppreisnarmenn frá Darfúr. Þegar vélin lenti á Kufra-flug- velli í Líbíu kröfðust ræningjarn- ir þess fyrst að fá kort og elds- neyti sem nægði til að fljúga til Parísar. Um 500 lögreglumenn og öryggisverðir umkringdu vélina meðan samningaviðræður stóðu yfir um lausn gíslanna. - gb Flugræningjar, sem rændu farþegaþotu frá Súdan, gáfust upp í gær: Ræningjarnir vildu til Parísar FARÞEGUM SLEPPT ÚR GÍSLINGU Á þess- ari mynd, sem tekin er af sjónvarpsskjá, sjást farþegar koma úr bifreið sem flutti þá frá flugvélinni eftir að ræningjarnir létu þá lausa. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Er nauðsynlegt að íslenskir lög- reglumenn klæðist skotheldum vestum? Já 61,8% Nei 38,2% SPURNING DAGSINS Í DAG Var rétt hjá menntamálaráð- herra að verja fimm milljónum króna í ferðir til Kína? Segðu þína skoðun á visir.is STJÓRNSÝSLA Ferð forseta Íslands á Ólympíuleikana í Peking lýkur ekki fyrr en í næstu viku, að sögn Örnólfs Thorssonar forsetaritara, og því er ómögulegt að gefa upplýsingar um heildarkostnað við hana að svo stöddu. Forsetinn var hins vegar staddur hér á landi í gær. „Ferðin stendur enn yfir, lýkur ekki fyrr en í fyrstu viku næsta mánaðar, og því óvíst á þessu stigi hve kostnaðarsöm hún verður þegar öll kurl koma til grafar,“ segir Örnólfur í skriflegu svari sem barst í gær við fyrirspurn Frétta blaðsins um kostnað við Ólympíuferðina. - sh Ferðakostnaður ekki ljós: Forsetinn enn í Pekingferðinni EFNAHAGSMÁL Geir H. Haarde forsætisráðherra mun flytja skýrslu um stöðu efnahagsmála á þingfundi á þriðjudag. Þann dag hefjast þingstörf á ný og standa í tíu daga. Í framhaldi skýrsluflutnings- ins fara fram umræður um efnahagsmál sem fulltrúar allra flokka taka þátt í. Stjórnarand- staðan hefur í sumar kallað eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, er til að mynda í fundarferð um landið undir kjörorðunum „Tími aðgerða í efnahagsmálum er runninn upp“ og efnahagsmálin eru – auk sveitarstjórnamála – aðalefni flokksráðsfundar VG um helgina. - bþs Þingstörf hefjast á þriðjudag: Rætt um stöðu efnahagsmála GEIR H. HAARDE KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.