Fréttablaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 12
12 28. ágúst 2008 FIMMTUDAGUR HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ + Bókaðu flug á www.icelandair.is * Langar þig að brosa við Mónu Lísu, fara upp í Eiffelturninn, eiga róman- tískt kvöld á Signubökkum eða fá konunglega tilfinningu í Versölum? *Flug aðra leiðina með sköttum. Verð gildir frá 15. ágúst 2008. Safnaðu Vildarpunktum Punktarnir upp í Ferðaávísun gildir Komdu til Parísar, í helgarferð eða í sumarleyfi. Allir heillast af þessari litríku borg þar sem hún opnar faðm sinn, breiðstræti, torg og þröngar götur, á móti þeim sem vilja upplifa eitthvað nýtt og ævagamalt. Drífðu bara í því að panta far! ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 34 75 0 8 2 0 0 8 M A D R ID B A R C E LO N A PARÍS LONDO N MANCHESTER GLASGOW MÍLANÓ AMSTERDAM MÜNCHEN FRANKFURT BERLÍN KAUPMANNAHÖFN BERGEN GAUTABORG OSLÓ STOKKHÓLMUR HELSINKI HA LI FA X BO ST ON OR LAN DO MINN EAPOL IS – ST. P AUL TOR ONT O NE W YO RK REYKJAVÍK AKUREYRI 1 Hvar á Íslandi hefur nú verið hætt við reisa sólarkísilverk- smiðju? 2 Hvað heitir íslenska fyrir- sætan sem hefur frestað því að taka tilboði um að koma nakin fram í Playboy? 3 Hvaða Hollendingur ferðað- ist um Ísland á dráttarvél? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 58 ÞORLÁKSHÖFN Um fjórtán stór- fyrirtæki hafa bankað á dyrnar hjá bæjaryfirvöldum í Ölfusi und- anfarið ár til að kanna möguleika á því að reka verksmiðju í nágrenni við Þorlákshöfn, ýmist í sólarkísilframleiðslu eða öðrum iðnaði. Ólafur Áki Ragnarsson, bæjar- stjóri í Ölfusi, segir að nú verði farið í það að hafa samband við áhugasöm fyrirtæki í samstarfi við Fjárfestingastofu og láta vita af því að orka hafi losnað eftir að REC ákvað að reisa sólarkísil- verksmiðju í Kanada frekar en í Þorlákshöfn. „Það er engan bilbug á okkur að finna,“ segir Ólafur Áki. „Það er mikið af áhugaverðum fyrirtækj- um ýmist í kísilframleiðslu, sól- arkísilframleiðslu, kísilflögu- framleiðslu eða jafnvel álframleiðslu. Fjallað hefur verið um áhuga Norsk Hydro og svo hafa þýsk, norsk og finnsk fyrir- tæki sýnt áhuga ásamt fleirum, bæði í Ameríku og Evrópu. Net- þjónabú hafa líka verið að banka upp á en þau eru ekki eins mann- frek þó að þau kalli á stórt hús- næði,“ segir hann. Þórður H. Hilmarsson, fram- kvæmdastjóri Fjárfestingastofu, segir að framhaldið ráðist af því hvaða skýringar fáist frá REC Group á næstu dögum. Í rökstuðningi REC Group fyrir staðarvalinu í Kanada kemur fram að fyrirtækið hafi samið um lágt og fyrirsjáanlegt orkuverð til tuttugu ára. Jon André Lökke, upplýsingafulltrúi REC Group, sagði í gær að orkan hefði ekki verið fyrirstaða á Íslandi. Þórður segir tíma til kominn að slá á undirboðsumræðuna í orku- málunum. Íslensk orka sé kannski eitthvað ódýrari, en önnur atriði skipti meira máli. „Það var fyrir- fram vitað að við myndum skora betur í orkumálum,“ segir hann. Ólafur Áki bendir á að REC Group hefði þurft að senda 60-70 manns í þjálfun til Bandaríkjanna í tvö ár ef verksmiðjan hefði verið reist hér. Það hefði kostað um 800 milljónir króna. „Kanadamenn- irnir buðu fyrirgreiðslu í þessum málum en menn treystu sér ekki til þess hér út af samkeppnissjón- armiðum. Þetta samræmdist ekki EES-samningnum.“ Þórður segir að tíminn vinni með Íslendingum. Sú þróun sé í gangi núna að hreinsa kísilinn minna og í minni framleiðsluein- ingum. Þá sé það á dagskrá hjá REC Group að reisa nýjar verk- smiðjur á átján mánaða fresti og Ísland geti því fljótlega komið inn í myndina aftur. ghs@frettabladid.is Fjórtán fyrirtæki hafa bankað upp á Fjöldi stórfyrirtækja hefur sýnt áhuga á að reka verksmiðju í Þorlákshöfn síð- asta árið. Bæjarstjóri Ölfuss segir að nú verði hringt til baka. REC fær lágt og fyrirsjáanlegt orkuverð í Kanada til tuttugu ára. Orkuverðið samt lægra hér. FJÓRTÁN ÁHUGASÖM UM ÞORLÁKSHÖFN Þórður H. Hilmarsson, framkvæmdastjóri Fjárfestingastofu, segir að vitað hafi verið að orkuverð væri lægra hér en í Kanada. Önnur atriði hafi gert útslagið. AFGANISTAN, AP Fleiri en þrjátíu skæruliðar talibana, fjórir afganskir lögreglumenn og einn þýskur hermaður voru drepnir í skærum í Afganistan í gær. Austan landamæranna átti pakistanski stjórnarherinn við herskáa uppreisnarmenn í landamærahéruðunum að Afganistan, en þeir eru banda- menn talibana. Allt að 49 upp- reisnarmenn féllu í þeim átökum að sögn talsmanns Pakistanshers. Í fyrradag krafðist ríkisstjórn Afganistans þess að umsvif herliðs Bandaríkjamanna og NATO í landinu yrðu endurskoð- uð. einkum og sér í lagi hvernig loftárásum er beitt á svæðum þar sem óbreyttir borgarar dvelja. - aa Átökin í Afganistan: Aukið mannfall í skærum UMFERÐ Stöðuverðir Reykjavíkur- borgar munu næstu daga fylgjast sérstaklega vel með að ökumenn leggi bílum sínum ekki á gang- stéttir við skóla borgarinnar. Í tilkynningu frá borginni segir að börn í Þingholtunum og Vesturbænum hafi á leið til og frá skóla rekið sig á að bifreiðum er víða lagt upp á gangstéttir svo þau hafa þurft að leggja sig í hættu með því að ganga á götunni. Haft er eftir Kolbrúnu Jónatansdóttur, framkvæmda- stjóra Bílastæðasjóðs, að stöðuverðir muni næstu daga vakta þær götur þar sem þessi brot eiga sér oftast stað. Sérstaklega verði fylgst með Bárugötu, Ránargötu og Garða- stræti í gamla Vesturbænum og götum í Þingholtunum eins og Óðinsgötu og Þórsgötu. - ovd Bílum lagt á gangstéttir: Börnin lögð í mikla hættu SVISS, AP Anna Goeldi var tekin af lífi sem norn í Sviss fyrir rúmum 220 árum. Hún var síðasta manneskjan í Evrópu sem varð nornaveiðum að bráð. Til að bæta fyrir þetta réttarmorð ákvað kantónuþingið í Glarus einróma í gær að veita Goeldi uppreisn æru. Goeldi var hálshöggvin í þorpinu Mollis árið 1782, sökuð um að hafa eitrað fyrir manni. Að þingið tæki mál hennar fyrir nú má rekja til bókar sem blaðamaðurinn Walter Hauser skrifaði. Þar er lýst raunveruleg- um ástæðum þess að Goeldi var dæmd. Galdrafár reið yfir Evrópu í bylgjum frá fjórtándu fram á átjándu öld. Þúsundir manna, flest konur, urðu fórnarlömb þess. - aa Síðbúið réttlæti í Sviss: Norn fær uppreist æru VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.