Fréttablaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 62
42 28. ágúst 2008 FIMMTUDAGUR maturogvin@frettabladid.is Fríða María Harðardóttir förðunarfræðingur er sjald- an heima á matmálstímum. Hún hefur þó gaman af að elda þegar tími vinnst til, enda eldamennskan henni svo til í blóð borin. „Ég er voðalega hrifin af léttum réttum, á borð við þetta salat, en ég get svo sem ekki sagt að ég sé mikið í því að útbúa slíkt. Fjöl- skyldan er ekki alveg jafn hrifin, og það þarf að taka tillit til barn- anna,“ segir Fríða María kímin. Hún býður lesendum Fréttablaðs- ins hér upp á uppskrift að girni- legu síðsumarsalati sem stenst haustsins tönn ef krónublöðunum er sleppt. Fríða María, sem starf- ar sem förðunarfræðingur, er dóttir veitingakonunnar Marentzu Poulsen, og segir því gnægt hug- mynda í matargerðinni vera að finna í fjölskyldunni. „Ég verð víst að standa mig í að halda heiðri fjölskyldunnar á lofti, þótt ég sé nú ekki alveg jafn mikil matargerðarkona,“ segir Fríða og hlær við. „Ég get nú samt gert ágæta hluti. Ég á mína spretti, þó að starfs míns vegna sé það nú yfirleitt maðurinn minn sem sér um eldamennskuna, ég er svo sjaldan heima á matmálstímum,“ útskýrir Fríða. Þegar hún eldar reynir hún hins vegar að leggja uppskriftabókunum og leyfa bragðlaukunum að ráða. „Þetta salat er til dæmis bara eitthvert bull, ég blanda því saman sem mér finnst gott. Ég er hrifin af því að hafa ost, hrá- skinku og einhverja skemmtilega ávexti með grænmeti,“ segir Fríða María, sem blandar dress- inguna einnig af fingrum fram. „Það er svo misjafnt hvað fólki finnst gott, sumir vilja hafa hana súrari, aðrir sætari … Það er bara að smakka sig áfram,“ segir hún. Aðferð: Skerið nektarín- urnar í þunna báta. Skerið fíkjurnar í fernt og rífið mozzarellakúlurnar niður. Skerið granateplin í tvennt og losið fræin úr með skeið. Blandið salatinu saman, stráið ferskum myntulauf- um yfir og skreytið með krónublöðum af skjald- fléttu og morgunfrú úr garðinum. Dressingu blandað vel saman, magn fer eftir smekk hvers og eins. Smakkið til með salti og pipar. sunna@frettabladid.is MATGÆÐINGURINN ELVA DÖGG MELSTEÐ FRAMKVÆMDASTÝRA Ekki hrifin af gellum eða kolkröbbum Pastasósan ítalska „puttanesca“, sem kennd er við portkonur, er í uppáhaldi hjá mörgum enda bragðmikil og góð. Hana má þó nota í fleira en pasta, því það er til dæmis tilvalið að baka fisk í álpappír með sósunni góðu. Legg- ið þá fiskinn ofan á sítrónusneið- ar, hrúgið sósu að vild ofan á, lokið álpappírnum og bakið í ofni þar til fiskurinn er tilbúinn. Berið fram með heitu brauði og salati og njótið! PUTTANESCA ½ bolli ólífuolía 3 hvítlauksgeirar 2 bollar saxaðir tómatar 4 ansjósuflök 2 msk. tómatpasta 3 msk. kapers 20 kalamata-ólífur ½ tsk. muldar rauðar piparflögur Fínsaxið hvítlaukinn, skolið og skerið ansjósurnar smátt. Fjar- lægið steininn úr ólífunum og skerið gróft. Sigtið tómatana svo að mestur safinn renni af. Hitið olíu í pönnu yfir lágum hita, steikið hvítlaukinn þar til hann er gullinn. Bætið tómötun- um út í og eldið í 5 mínútur. Bætið ansjósum, tómatpasta, kapers, ólífum og rauðum piparflögum út í og eldið í 10 mínútur, hrærið í af og til. > FROSNIR BANANAR Ekki henda banönum þó þeir séu orðnir ansi dökkir á litinn. Afhýddu þá, settu í poka og smelltu inn í frysti. Frosna banana má nota í mjólk- urhristinga eða drykkjar- blöndur, en þá má líka þíða og nota sem mauk í kökur og bananabrauð. Portkonupasta PASTA PORTKONUNNAR Puttanesca-sós- una má líka með góðu móti nota á fisk. NORDICPHOTOS/GETTY Spergilkál, eða brokkólí, er ekki bara meinhollt, það er líka dásam- lega bragðgott. Gerðu úr því gratín ef þig langar í eitthvað heitt og gott, eða bættu því hráu út í salöt. Spergilkál má líka gufusjóða, eins og í uppskriftinni hér að neðan, og fer þá afar vel með sesamfræjum. SPERGILKÁL MEÐ SESAM 3 msk. sesamfræ ¾ tsk. salt ¾ tsk. rauðar piparflögur 500 g spergilkál 1 msk. sesamolía Ristið sesamfræ á pönnu yfir miðl- ungshita þar til gullin, í um 5 mín- útur. Setjið 1 msk. af sesamfræjum til hliðar. Setjið afganginn af fræj- um í kryddkvörn ásamt ½ tsk. af piparflögum og salti, malið gróft. Gufusjóðið spergilkálið, í bitum, í um sjö mín. Setjið í skál, blandið olíu, sesamfræjum og piparflögum saman við ásamt 2 msk. af sesam- piparblöndunni. Blandið saman og berið fram ásamt afganginum af piparblöndunni. Sesam og spergilkál GUFUSOÐIÐ SPERGILKÁL Brokkólí er afspyrnu bragðgott, sérstaklega með sesamfræjum. NORDICPHOTOS/GETTY Hildur Hákonardóttir, höfundur bókanna Ætigarðurinn og Blálandsdrottningin, teygir berjasprettutímann. Hún ræktar til dæmis jarðarber, sólber, stikilsber og rifsber í garðinum og vínber inni við. „Ég reyni að hafa grænmeti og ber fersk. Ég er þess vegna löt að sulta eða vinna berin mikið,“ útskýrir Hildur. Hún grípur þó af og til í önnur ráð. „Með rifs- berin er ég eiginlega í kapphlaupi við þrestina og eina vonin til þess að vinna það er að gera hlaup úr þeim. Sólber sultaði ég heil í gamla daga, en nú frysti ég þau bara. Ef maður fær eftirþanka er svo alltaf hægt að gera sultu úr frosnu berjunum,“ bendir Hildur á. Bláber og krækiber frystir hún gjarnan líka, og þá oft með dálitlum sykri. „Svo dreifi ég þeim bara í grunna ofnskúffu og hita, þá eru þau ljúffeng með hverju sem er,“ segir Hildur. Næsta verkefni er hins vegar sultugerð úr nýtíndum hrútaberjum. „Ég ætla að prófa að gera svolítið beiska sultu úr þeim sem hentar með mat,“ segir Hildur. - sun Berjaspretta í fjóra mánuði VILL FERSK BER Hildur Hákonardóttir ræktar ýmiss konar ber og hefur þau því fersk fjóra mánuði ársins. Hún frystir gjarnan afgangsber. MYND/EGILL BJARNASON Hvaða matar gætirðu síst verið án? Vatns og kjúklings, reikna ég með. Svo er ég líka ægilega mikill nammigrís þótt ég sé að rembast við að hætta því, en það er hægara sagt en gert. Besta máltíð sem þú hefur fengið? Humar sem maðurinn minn eldar, humar á heimsins bestu veitingahúsum jafnast ekki á við hann. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Já, alveg slatti. Ég fíla til dæmis ekki gellur og ekki súrsaðan mat yfirhöfuð. Leyndarmál úr eldhússkápnum? Ég er ferlega lítill galdramaður í eldhúsinu, en mér finnst besta ráðið að vera með gott hráefni og svo getur maður yfirleitt bjargað sósum í lífsháska með slatta af rjóma, smjöri og koníaki. Sérstaklega gott fyrir línurnar líka … Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? Sætindi, hvaða nöfnum sem þau nefn- ast. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Ég reyni að eiga alltaf mjólk og banana, þótt ég geymi þá ekki í ísskápnum. Iðulega er til skyr líka. Ef þú yrðir föst á eyðieyju, hvað tækirðu með þér matarkyns? Vatn, vatn, vatn og aftur vatn. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? Ég er ekkert rosalega svag fyrir skrítnum mat en ég borðaði einu sinni kolkrabba og fannst það frekar ógeðslegt. Bragðlaukarnir ráða för PRÓFAR SIG ÁFRAM Fríða María Harðardóttir reynir að leggja uppskriftabókunum og smakka sig áfram þegar hún eldar. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA BLANDAÐ SALAT 2 nektarínur 1 bréf Rioja skinka 4 ferskar fíkjur 2 mozzarella kúlur Granateplafræ Fersk myntulauf Krónublöð af Skjaldfléttu og Morgunfrú DRESSING: Ólífuolía Dökkt balsamik edik Sítrónusafi Hunang Salt og pipar SÍÐSUMARSALAT Salatið góða virkar alveg jafn vel um haust og vetur, þótt þá verði eflaust að sleppa morgunfrúnni og skjald- fléttunni. Auglýsendur athugið! Yfirburðir Fréttablaðsins umfram bæði Morgunblaðið og 24 stundir eru mjög miklir í nánast öllum aldurshópum. Hvar er þín auglýsing? Fréttablaðið tryggir þér aðgang að rúmlega 45 þúsund fleiri lesendum en Morgunblaðið og rúmlega 25 þúsund fleiri lesendum en 24 stundir í aldurshópnum 18-49 skv. nýjustu könnun Capacent. Fréttablaðið Morgunblaðið 24 stundir 0 2000 4000 6000 8000 10000 12000 14000 16000 12–14 ára 15–19 ára 20–24 ára 25–29 ára 30–34 ára 35–39 ára 40–44 ára 45–49 ára 50–54 ára 55–59 ára 60–64 ára 65–69 ára 70–74 ára 75–79 ára Allt sem þú þarft... ...alla daga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.