Fréttablaðið - 28.08.2008, Síða 64

Fréttablaðið - 28.08.2008, Síða 64
44 28. ágúst 2008 FIMMTUDAGUR Björk Guðmundsdóttir hélt velheppnaða tónleika í Lang- holtskirkju á þriðjudagskvöldið. Aðeins voru um þrjú hundruð miðar í boði og ruku þeir út á svipstundu þegar sala hófst. Þeir sem komust að fengu nóg fyrir peninginn. Tónleikar Bjarkar í Langholtskirkju voru þeir síðustu á löngu tónleika- ferðalagi hennar til kynningar á Volta-plötunni. Ljósmyndari Frétta- blaðsins var á svæðinu og tók púlsinn á gestum fyrir tónleikana. Sjá gagnrýni á síðu 48 Ánægðir aðdá- endur Bjarkar SUMARLEGIR AÐDÁENDUR Systurnar Ragna og Edda Gunnarsdætur biðu spenntar eftir Björk. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Hildur Rúna, mamma Bjarkar, skundaði í átt að inngangi Langholtskirkju. Ársæll, Margrét og Sólný stilltu sér upp fyrir ljósmyndarann. Ólafur, Magnús, Lárus, Eyrún, Jóna og Lydia náðu að verða sér úti um miða. Íris Björk og Ýr voru fremstar í röðinni, enda mættu þær tveimur tímum fyrir tónleikana. Þetta ágæta fólk kom alla leið frá Ítalíu og Bandaríkjunum.Löng röð myndaðist skömmu fyrir tónleikana. > DRAUGAUMBI Lindsay Lohan og Blake Li- vely úr Gossip Girl hafa báðar orðið fyrir barðinu á óþekktum manni í New York sem þykist vera umboðsmaður þeirra og bókar þær á ýmsa viðburði, öllum til gremju þegar þær mæta svo ekki. Eins og talsmaður Lindsay orðar það: „Hann er hvorki fulltrúi Lindsay né Blake og enginn veit hver ógeðið er.“ Aðþrengda eiginkonan Nicollette Sheridan er hætt með unnusta sínum, ballöðusöngvaranum síðhærða Michael Bolton. Parið tók fyrst saman árið 1993 en hætti saman ári seinna. Þau byrjuðu aftur saman árið 2005 og tilkynntu trúlofun sína ári seinna. „Nicoll- ette og Michael hafa ákveðið að slíta trúlofun sinni og skiljast sem vinir. Þau vona að fjölmiðlar sýni þeim skilning og gefi þeim tíma til að jafna sig,“ sagði talsmaður Nicollette Sheridan um sambands- litin. Áfram vinir Nýjustu fregnir herma að Samantha Ronson, sem er hvað þekktust fyrir að vera kærasta Lindsay Lohan, ætli að skrá ævisögu sína. Faðir Lindsay, Michael Lohan, segir að þetta sanni að Samantha sé aðeins að notfæra sér Lindsay til að koma sjálfri sér á framfæri. „Ég hef þagað nógu lengi. Samantha er að nota dóttur mína. Enginn vissi hver Samantha var fyrr en hún kynntist Lindsay og nú ætlar hún að skrifa bók? Ég vona bara að Lindsay opni augun og átti sig á því hvaða fólk það er sem er að nota hana,“ sagði hinn reiði faðir um málið. Michael heldur áfram og segir að það sé Samönthu að kenna að Lindsay hafi fallið og sé á ný byrjuð að neyta áfengis. Slæm áhrif á Lindsay SAMÖNTHU AÐ KENNA Faðir Lindsay segir að Samantha hafi slæm áhrif á dóttur sína. „Þetta verður fjölmennasta Stuðmannasveit sem hefur stigið á svið. Fyrir utan okkar hefð- bundu forsöngvara, Egil og Birgittu, verða þrjár söngkonur með okkur á sviðinu: Margrét Ásgeirs Óskars- og Guðrúnardóttir, Margrét Eir og Heiða í Idol,“ segir Jakob Frímann Magnússon. Stuðmenn blása nú um helgina til síns árlega stórdansleiks á Seltjarnarnesi. Eftir að Jakob hefur þulið upp þennan fríða flokk söngvara bætir hann því við að þarna sé aðeins hálf sagan sögð. Nú? „Já, því upp úr miðnætti mætir Óðmaðurinn og Trúbrjóturinn Magnús Kjartansson til leiks og alls ekki einn síns liðs, heldur með heilan flugfreyjukór sem slæst í lið með Stuðmönnum í völdum lögum. Reikna má með því að Magnús rifji upp Óðmannahoppið og eitt til tvö Trú- brotsvers við þetta tækifæri.“ Að sögn Jakobs er þetta í sjöunda skipti sem efnt er til stórdansleiks með fulltingi Stuð- manna á Seltjarnarnesi. Það eru þeir Gróttu- menn sem standa fyrir þessu húllumhæi sem hófst sem hverfishátíð þar sem menn komu saman til að grilla og luku því svo með að kíkja í íþróttahúsið á Seltjarnarnesi á ball með Stuð- mönnum. „Síðan færðist þetta yfir í önnur hverfi og er nú með fjölmennustu héraðsmót- um höfuðborgarsvæðisins,“ segir Jakob. - jbg Stuðmenn og Flugfreyjukór í eina sæng folk@frettabladid.is Kate Moss fækkar fötum á myndum í nýjasta tölublaði bandaríska tímaritsins Interview, en myndirnar þykja með þeim djörfustu sem hafa birst af fyrirsætunni. Í viðtali við blaðamann tímaritsins leysir Kate einnig frá skjóðunni varð- andi ýmis einkamál sín og talar meðal annars um hversu góðar konur yfir þrítugu séu í rúminu. „Ég held að það sé af því að við vitum hluti. Við erum reyndar. Ég gat klæmst þegar ég var tvítug. En ég er miklu betri í rúminu núna,“ segir Moss, sem greinir frá því að það fyrsta sem hún taki eftir í fari karlmanna séu augu og varir. „Það fyrsta sem ég tek eftir á konum eru brjóstin,“ segir fyrirsætan hins vegar, og lýsir yfir vanþóknun sinni á brjóstastækkunum. „Svo margar vinkonur mínar hafa farið í þær og þær hafa mistekist. Brjóst einnar vinkonu minnar fór að stækka og það fór að blæða úr geirvörtunni. Önnur lenti í því að brjóstið fór að færast upp að öxl- inni á henni. Annað var eðlilegt, og hitt var uppi við viðbeinið,“ segir fyrirsætan. Moss hefur löngum verið þekkt fyrir fal- legan fatasmekk og sprengfullan fataskáp. Hann notar hún sem vopn í uppeldinu á dótt- urinni Lilu Grace, sem er fimm ára gömul. „Ég er að geyma alla þessa Pucci-kjóla og dót sem ég klæddist þegar ég var sautján fyrir hana. Það eru múturnar: „Ef þú borðar ekki kvöldmatinn færðu ekki fötin mín. Þú munt ekki stækka, og þá kemstu ekki í fötin“,“ útskýrir fyrirsætan. TJÁIR SIG UM EINKALÍFIÐ Kate Moss talar um kynlíf og brjósta- stækkanir í nýju viðtali við tímaritið Interview. Moss aldrei betri í rúminu FJÖLMENN SVEIT Stuðmenn, gestasöngvarar og Flugfreyjukórinn syngja saman um helgina.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.