Fréttablaðið - 28.08.2008, Qupperneq 33
ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR
Bergþór Bjarnason skrifar frá París
NÝTT
Fáðu fæturna mjúka og fína
á 2 vikum með Flextiol
Útsölustaðir: Fótaaðgerðastofurnar og Snyrtistofurnar Eygló, Paradís, Líf, Jóna og Aníta Vestmannaeyjum,
Ásdísar í GB. Spar, Þín verslun Kópavogi, Fjarðarkaup HFJ og Lipurtá, Lyfja, Fótaaðgerðastofa Reykjavíkur.
Þráinn skóari – skóbúð
Grettisgötu 3
Útsalan
í fullum gangi
Enn meiri
verðlækkun
Á hinni árlegu „Teen Choice
Awards“-hátíð, þar sem ungstirni
samtímans taka við verðlaunum
fyrir leik- og söngsigra, var mikið
um dýrðir, en hátíðin fór fram í
byrjun mánaðarins.
Tískustraumarnir komu þar
bersýnilega í ljós og virtust ungu
stjörnurnar sérstaklega heitar
fyrir stuttum pilsum og kjólum.
Margir náðu einungis niður á
mið læri en gjarnan mátti þó
sjá pífur og púff niður undan
faldinum.
Sumar stjörnurnar voru þó í
ögn efnismeiri fötum og rataði
leikkonan Olivia Wilde inn á lista
Vogue.com yfir best klæddu
konur síðustu viku en hún
klæddist hvítum satínkjól. - ve
Í stuttum pilsum
með pífum
UNGSTIRNIN VILJA PILSIN STUTT.
V
etrartískan hefur nú
fyllt verslanir. Í
tísku húsum jafnvel
síðan fyrir sumarút-
sölur en á eftir útsölum í smærri
verslunum. Kaupmenn reyna þó
enn að selja það sem eftir er af
sumartískunni, með góðum
afslætti, meðan veður leyfir þar
sem síðasta árstíð og útsölurnar
stóðu ekki undir væntingum.
Veturinn sem í hönd fer verður
verslunareigendum og tísku-
heiminum öllum erfiður vegna
versnandi efnahagsástands og
hætt við að lítið verði eftir í
buddunni fyrir tísku vörum og
öðrum óþarfa þegar búið er að
kaupa skólavörur og klæða
börnin fyrir veturinn. Reyndar
má þegar sjá tilboð í búðunum
sem er óþekkt á þessum árstíma.
Þessu er þó ekki eins farið í
fínni tískuhúsum sem gera út á
erlenda viðskiptavini sem sumir
eru enn loðnir um lófana en
ólíklegt er að það dugi til að
bæta upp peningaleysi Evrópu-
búa og Bandaríkjamanna sem
halda að sér höndum. Ekki
hvetur gengi dollarans þá til að
eyða fúlgum í frönskum
tískuhúsum.
Oft er eins og tískan sé eilíf
endurtekning, á sumrin er hún
hvít, á veturna svört. Síðustu
árin hafa þó orðið breytingar á
þessu. Síðustu tvo vetur hefur
hvítt verið áberandi í vetrar-
tískunni. Fyrir komandi vetur er
tískan ansi dökk en sterkum
litum er blandað saman við. Til
dæmis fyrir herrana, næturblátt
eða -grænt, brúnt sem hér er
kallað „marron glacé“, kaldgrátt
og kóralbleikt. Í ódýru búðunum
er það skærgult og gulrautt.
Í kventískunni er blöndun hins
kven/karllega í anda Yves Saint
Laurents heitins áberandi en
hann hannaði smókinginn og
kom þannig buxnadragtinni í
kvenfataskápinn. Þetta má sjá
með jökkum eða með herraleg-
um vestum. Svo er það sem
tískuskríbent FashionMag.fr,
tískuvefjar hér í landi, Marion
Perron, kallar „Norditude“ og
kemur frá Norðurlöndum, meðal
annars innblásið frá jarðarlitum
Snæfellsness.
Hausttískan er því langt frá
því að vera óspennandi fyrir þá
sem geta fundið nokkrar aura í
veskinu til að slá út fyrir
nokkrum flíkum. Svo er alltaf
hægt að grafa í fataskápum og
finna það sem er toppurinn í dag
enda tískan rómantísk í anda
sjöunda og áttunda áratugarins.
Svört sól á himni
TÓMATRAUÐUR verður áberandi í hausttískunni. Aðrir litir sem
tískan kallar á eru haustlitir, himinbláir og jarðlitir. Nú er um að gera
að finna flíkur í þessum litum.
Katharine
McPhee
og Olivia
Wilde
voru flottar
á hátíð-
inni.
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki