Fréttablaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 70
50 28. ágúst 2008 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni endaði einstakt tímabil á skemmtilegan hátt þegar þessi fjölhæfa sjöþraut- arkona vann átta greinar á Meistaramóti Íslands 15-22 ára sem fram fór á Sauðárkróksvelli um helgina. Helga vann 100 metra hlaup, 200 metra hlaup, 100 metra grindahlaup, hástökk, langstökk, þrístökk, kúluvarp og kringlukast á mótinu. „Það var rosalega gaman að þessu og ég er ánægð með þetta. Ég hef áður unnið mörg gull á sama móti en ég keppti bara í það mörgum greinum núna að þetta tókst,“ segir Helga, sem vildi þó ekki gera of mikið úr þessu. „Þetta var meira gaman en það var erfitt. Þetta var síðasta mótið í sumar og ég ákvað bara að prófa það að fara í margar greinar. Sumar af þeim voru ekki mínar greinar eins og til dæmis þrístökk og kringlukast,“ segir Helga, sem þurfti að skipuleggja sig vel til þess að ná því að keppa alls staðar. „Það var svolítið um að maður var að hlaupa á milli greina en það er nú bara þannig þegar maður er að keppa í mörgum greinum. Maður þurfti að hlaupa eða stökkva á milli kasta og skipta um skó á milli,“ rifjar hún upp. Helga Margrét fékk líka brons í níundu greininni, sem var spjótkast. „Spjótið klikkaði eins og alltaf en það hefði verið flott ef ég hefði náð að vinna það líka,“ sagði Helga Margrét, sem bætti eigið stúlknamet í kúluvarpi þegar hún varpaði kúlunni 13,21 metra og bætti gamla metið um 34 sentimetra. Helga Margrét er ánægð með tímabilið en hún varð Norðurlandameistari unglinga í sumar, endaði í 7. sæti á HM 19 ára og yngri og bætti Íslandsmetið. „Ég get ekki verið annað en ánægð með sumarið. Ég get samt ekki sagt að þetta hafi verið langt fram úr mínum væntingum, þetta þróaðist svona eins og mig langaði til,“ segir Helga, sem ætlar að taka sér frí áður en undirbúningstímabilið fyrir næsta tímabil hefst. „Ég ætla að taka mér smá hvíld frá æfingum en hreyfi mig eitthvað í öðru en frjálsum. Ég er lítið búin að skoða næsta ár og ætla bara að taka mér smá frí,” sagði Helga að lokum. HELGA MARGRÉT ÞORSTEINSDÓTTIR: ENDAÐI FRÁBÆRT TÍMABIL Á ÞVÍ AÐ VINNA ÁTTA GULL Á MÍ 15 TIL 22 ÁRA: Þetta var meira gaman en það var erfitt FÓTBOLTI Seinni leikur FH og Aston Villa í ann- arri umferð forkeppni UEFA-bikarsins fer fram á leikvanginum Villa Park í Birmingham á Englandi í kvöld. Aston Villa vann fyrri leik liðanna á Laugardalsvelli sem kunnugt er fremur auðveldlega, 1-4, og er því í vænlegri stöðu upp á framhaldið að gera en þjálfarinn Heimir Guðjónsson hjá FH er fullur tilhlökk- unar fyrir leikinn. „Við erum mættir á Villa Park til þess að ná hagstæðum úrslitum og FH hefur reyndar gengið vel á útivöllum í Evrópukeppni síð- ustu ár. Við náum vonandi góðum leik og sýnum að það sé eitthvað varið í íslenska knattspyrnu,“ segir Heimir. Heimir telur að FH-ingar hafi rekið sig á ýmislegt á Laugardals- velli sem þurfi að laga fyrir leikinn á Villa Park. „Við leggjum leikinn svipað upp og við gerð- um á Laugardalsvellinum en þó með nokkrum áherslubreytingum. Það er ljóst að við verðum að spila betri varnarleik en við gerðum þá og það er mikilvægt að menn mæti í hjálparvörn þegar fljótir leikmenn eins og Ashley Young og Gabriel Agbonlahor koma aðvífandi,“ segir Heimir. Martin O‘Neill, knattspyrnustjóri Aston Villa, er bjartsýnn á að lið sitt komist áfram gegn FH og telur jafnframt að Villa geti farið alla leið í UEFA-bikarnum í ár. „Ég held að við séum líklegir til þess að vinna UEFA-bikarinn í lok tímabils og við ættum að setja stefnuna á það,“ segir O‘Neill í nýlegu viðtali á opinberri heimasíðu Aston Villa. Heimir hefur ekki trú á því að Aston Villa vinni UEFA-bikarinn. „Ekki ef þeir spila eins og þeir gerðu á móti Stoke um síð- ustu helgi. Þótt þeir séu með nokk- uð sterkan leikmannahóp og góða blöndu af þessum enska kraftabolta og svona meginlandsbolta þar sem þeir vilja halda boltanum, þá held ég að þeir fari ekki alla leið,“ segir Heimir. FH-ingum hefur ekki gengið sem skyldi í Landsbankadeildinni síðan þeir mættu Aston Villa á Laugardalsvellinum og tapað einum leik og gert eitt jafntefli, en Heimir telur að þátttöku Hafnarfjarðarliðsins í Evrópukeppn- inni sé þar ekki sérstaklega um að kenna. „Úrslitin í síðustu tveimur leikjum í deild- inni heima, þar sem við höfum fengið aðeins eitt stig, eru náttúrulega óásættanleg og við verðum að bæta fyrir það. Næsti leikur okkar í deildinni er 13. september þannig að það gefst góður tími til þess að fara yfir málin eftir seinni leikinn við Aston Villa. Þátttaka FH í þessum Aston Villa- leikjum er náttúrulega frábær fyrir klúbbinn og sér í lagi fyrir unga leikmenn liðsins og það er ekkert nema gott um það að segja,“ segir Heimir. - óþ Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, er hvergi nærri smeykur út af leiknum gegn Aston Villa á Villa Park í kvöld: Mættir til að ná hagstæðum úrslitum BJARTSÝNI O‘Neill telur að Aston Villa geti farið alla leið og unnið UEFA-bikarinn á þessu keppnistímabili. NORDIC PHOTOS/GETTY TILHLÖKKUN Heimir hlakkar til leiksins í kvöld og vonar að FH nái að sýna sitt rétta andlit. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FYLKIR 0-2 KR 0-1 Guðjón Baldvinsson (22.), 0-2 Björgólfur Takefusa (39.). Fylkisvöllur, áhorf.: 985 Magnús Þórisson (5) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 14-7 (8-4) Varin skot Fjalar 1 – Stefán Logi 6 Horn 6–5 Aukaspyrnur fengnar 16-11 Rangstöður 4-4 Fylkir 4–5–1 Fjalar Þorgeirss. 5 - Andrés Már Jóhanness. 6, Kristján Valdimars. 4, Ólafur Ingi Stígss. 3, Peter Gravesen 6, Ingimundur Óskarss. 7, Hermann Aðalgeirss. 6 (74., Björn Orri -), Valur Fannar Gíslason 5, Halldór Hilmisson 5 (83., Allan Dyring -), Kjartan Á. Breiðdal 5, Jóhann Þórhallss. 4 (70., Kjartan Andri 5). KR 4–4–2 Stefán Logi 6 - Skúli Jón Friðgeirss. 5, Pétur Marteinss. 6, Grétar S. Sigurðars. 6, Guðmund- ur Gunnarss. 3, Gunnar Jónss. 6 (80., Ásgeir Örn -) , Jónas Sævarss. 6, Bjarni Guðjónss. 6, *Jordao Diogo 7, Guðjón Baldvinss. 6 (54., Guðm. Péturss. 5), Björgólfur Takefusa 6 (65., Óskar Hauks. 5). > Landsliðshópurinn tilkynntur í dag Landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson mun tilkynna landsliðshóp sinn fyrir leikina gegn Noregi og Skotlandi í undankeppni HM 2010 í hádeginu í dag. Frétt á heima- síðu norska félagsins Stabæk í fyrrakvöld gaf til kynna að Veigar Páll Gunnarsson og Pálmi Rafn Pálmason væru á meðal þeirra leikmanna sem Ólafur hefði valið í lands- liðshóp sinn en landsliðsþjálfarinn sagði það hins vegar ekki alls kostar rétt í viðtali við Nettavis- en í gær. „Við sendum út fax til 40-50 félaga um að umræddur leikmaður komi til greina í landsliðshópinn. Ég er ekki búinn að ákveða nákvæmlega hverjir verði í 22-manna leik- mannahópnum. En það eru meiri líkur en minni á að ég velji Veigar Pál,“ sagði Ólafur við Nettavisen í gær. Löggildir rafverktakar Rafmagnsvandamál Talaðu þá við okkur Uppl. síma 8604507 / 8494007 islagnir@islagnir.is www.islagnir.is FÓTBOLTI KR-ingar voru langt frá sínu besta þegar þeir unnu Fylk- ismenn 0-2 í Landsbankadeild karla á Fylkisvelli í gærkvöld. Gestirnir nýttu hins vegar færi sín vel á meðan heimamenn náðu lítið að skapa sér þrátt fyrir að hafa verið mun meira með boltann í leiknum. „Við vorum bara ekki nógu ein- beittir í sóknaraðgerðum okkar. Við vorum í raun sjálfum okkur verstir í þessum leik og það var mjög leiðinlegt að tapa á móti gömlu liðsfélögunum með þessum hætti,“ sagði Ingimundur Níels Óskarsson, sem kom til Árbæjar- félagsins frá KR fyrr í sumar. Jafnræði var með liðunum framan af fyrri hálfleik. Fylkis- menn voru meira með boltann en náðu ekki að koma sér í nógu góð marktækifæri. Á meðan lágu KR- ingar aftarlega á vellinum og beittu stórhættulegum skyndi- sóknum sem báru þó nokkurn árangur. Á 22. mínútu skoraði KR-ingur- inn Guðjón Baldvinsson fyrsta mark leiksins þegar hann slapp einn inn fyrir vörn Fylkis og afgreiddi boltann af öryggi í netið framhjá varnarlausum Fjalari Þorgeirssyni. Fylkismenn reyndu að svara en það vantaði að sóknarmenn liðs- ins kláruðu sóknirnar af meiri krafti og þau skot sem rötuðu á KR-markið voru máttlítil og í raun algjörir æfingaboltar fyrir Stefán Loga Magnússon í mark- inu. KR-ingar bættu svo við öðru marki á 39. mínútu eftir glæsilega sókn. Jordao Diogo átti góðan sprett upp vinstri kantinn, tók létt þríhyrningsspil með Bjarna Guð- jónssyni og náði sendingu fyrir markið á Björgólf Takefusa sem skoraði af stuttu færi. Vel útfærð sókn sem gjörsamlega splundraði slakri Fylkisvörninni. Snemma í síðari hálfleik fékk KR-ingurinn Guðmundur Reynir Gunnarsson rautt spjald fyrir að fella Fylkismann þegar boltinn var víðs fjarri. Fylkismenn reyndu hvað þeir gátu til þess að nýta sér liðsmuninn og skora en lítið gekk. Sóknaraðgerðir Fylkismanna voru sem fyrr í leiknum ósann- færandi og runnu allar út í sand- inn án þess að heimamenn næðu að koma almennilegum skotum á mark KR-inga. KR-ingar féllu eðli- lega aftar á völlinn eftir að þeir misstu mann útaf en lentu aldrei í vandræðum og sigldu sigrinum í höfn hægt og bítandi. Til að bæta gráu ofan á svart hjá Fylkismönnum þá fékk fyrirliðinn Ólafur Ingi Stígsson rautt spjald en lokatölur urðu 0-2. Guðjón Baldvinsson var sáttur með þrjú stigin í leikslok en fannst lítið til spilamennsku liðanna koma. „Þetta var hrikalega slapp- ur leikur og það vilja örugglega margir áhorfendur fá endurgreitt fyrir að horfa upp á svona dæmi. Við kláruðum okkar færi vel og náðum að halda vel eftir að við missum mann útaf. Það er því ágætis léttir að hafa náð að klára leikinn,“ sagði Guðjón. omar@frettabladid.is Fylkismenn sjálfum sér verstir KR vann Fylki 0-2 í Landsbankadeild karla á Fylkisvelli í gærkvöld. Bæði mörk KR-inga komu í fyrri hálf- leik en Vesturbæingar léku einum manni færri nær allan seinni hálfleik eftir að Guðmundur Reynir Gunnarsson fékk rautt. Fylkismenn náðu ekki að nýta sér liðsmuninn og eru áfram í mikilli fallhættu. ÖFLUGUR Portúgalinn Jordao Diogo átti góðan leik fyrir KR á Fylkisvelli í gærkvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA FÓTBOLTI Landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson lét sig ekki vanta á Fylkisvöll í gær og var þar ásamt aðstoðarþjálfaranum Pétri Péturssyni. Hugsanlega hafa einhverjir leikmenn átt þar möguleika á því að vinna sér sæti í landsliðshópn- um sem mætir Noregi og Skotlandi í næsta mánuði. Markverðirnir, Stefán Logi Magnússon hjá KR og Fjalar Þorgeirsson hjá Fylki, hafa báðir verið í leikmannahópum Ólafs og Stefán Logi lék til að mynda allan leikinn í síðasta leik á móti Aserum á Laugardalsvelli. - óþ Landsliðsþjálfarinn mættur: Ólafur var á vellinum í gær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.