Fréttablaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 28
28 28. ágúst 2008 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Sumir skjóta upp kryppu í hvert skipti sem skatta ber á góma. Þar á meðal eru banda- rískir repúblikanar með Bush forseta fremstan í flokki (og bráðum John McCain, forseta- frambjóðanda, sem býðst til að halda áfram á sömu braut og Bush): þeir hafa beitt sér mjög fyrir skattalækkun, einkum handa auðmönnum. Afstaða þeirra lýsir vantrú á samtaka- mætti einstaklinga fyrir tilstilli almannavaldsins og skeytingar- leysi um þá, sem höllum fæti standa og almannasjóðum er ætlað að hjálpa. Ekki hefur repúblikönum þó tekizt að hemja útgjöld ríkisins í hátt við dvínandi skatttekjur í stjórnartíð Bush, heldur hefur ríkissjóður verið rekinn með halla þar vestra þrátt fyrir góðæri. Tölurnar segja sögu Í forsetatíð Ronalds Reagan og George Bush eldri 1981-92 nam ríkishallinn vestra að jafnaði fjórum prósentum af landsfram- leiðslu, svo að skuldir ríkissjóðs jukust úr þriðjungi landsfram- leiðslunnar í tvo þriðju hluta. Clinton forseta og demókrata- stjórn hans tókst smám saman að snúa hallanum í afgang, sem nam röskum tveim prósentum af landsframleiðslu 2000. Þetta var gert með því að minnka ríkisút- gjöld um þrjú prósent af landsframleiðslu og auka skattheimtu um annað eins. Bush yngri sneri dæminu við á nýjan leik eftir 2000 með því að láta auka ríkisútgjöld um tvö prósent af landsframleiðslu, að hálfu leyti vegna stríðsins í Írak og Afganistan, og færa skattheimt- una aftur í það horf, sem hún var í 1981-92 og einnig 1953-60, þegar Dwight Eisenhower var forseti og Bandaríkin voru skemmra á veg komin en þau eru nú. Repúblikanar virðast ekki sjá ástæðu til, að skattheimta sé meiri nú miðað við landsfram- leiðslu en hún var, áður en almannatryggingar og borgara- réttindi voru leidd í lög í forsetatíð demókratans Lyndons Johnson 1963-68. Með þessari afstöðu afhjúpa repúblikanar andúð sína á almannatrygging- um. Þeir líta margir einnig svo á, að ríkishallarekstur og skulda- söfnun skipti engu máli, Cheney varaforseti hefur að minnsta kosti fullyrt það, þótt gengi dollarans hafi haldið áfram að falla fyrir allra augum. Mikil skuldasöfnun kallar að leikslok- um ævinlega á gengisfall, ekki síður í Bandaríkjunum en á Íslandi og annars staðar. Ofnæmi fyrir sköttum Megn andúð á sköttum tekur á sig ýmsar myndir. Repúblikanar og margir aðrir mega ekki heyra á það minnzt, að bensínnotkun Bandaríkjamanna sé hamin með hæfilegri skattlagningu eldsneyt- is líkt og tíðkast í Evrópu. Repúblikanar kjósa heldur lágt bensínverð við dæluna hvað sem það kostar. Afleiðingin er gríðarlegar olíuútflutningstekjur handa Sádi-Arabíu, Íran og öðrum einræðisríkjum í Austurlöndum nær, sem sitja um að fjármagna hryðjuverk gegn Bandaríkjunum og Evrópu. Kaninn fjármagnar því sjálfur hryðjuverkin gegn landi sínu og virðist ekki sjá samhengið eða setja það fyrir sig. Fjármuni, sem gætu runnið í almannasjóði og staðið straum af heilbrigðistrygg- ingum eða skárri skólum, kjósa þeir heldur að láta renna til olíuframleiðenda í Arabalöndum og annars staðar. Bush forseti hefur að vísu talað skynsamlega gegn „bensínfíkn“ Bandaríkja- manna, en hann skýtur samt upp kryppu, ef greiðasta leiðin að settu marki, evrópska skattlagn- ingarleiðin, er nefnd til sögunnar. Repúblikanar kjósa heldur að bora eftir nýrri olíu í friðlöndum Alaska. Samt er ekki við þá eina að sakast. Demókratar í New York felldu nýlega tillögu Michaels Bloomberg borgarstjóra um að minnka kraðakið á Manhattan með umferðargjaldi áþekku því, sem hefur á nokkrum árum gerbreytt lífi borgarbúa í London til hins betra og gesta þeirra eftir vel útfærðri fyrir- mynd frá Singapúr. Skattlagning lágra tekna Sjálfstæðisflokkurinn sækir ýmsar fyrirmyndir sínar til bandarískra repúblikana, þar á meðal hugsjónina um lægri skatta, einkum handa auðmönn- um, þrátt fyrir góðæri, verðbólgu og stríð. Munurinn er þó sá, að frekar en að reka ríkisbúskapinn með halla eins og Bush hefur gert hafa fjármálaráðherrar Sjálf- stæðisflokksins þjarmað að láglaunafólki með því að leyfa frítekjumarkinu að síga neðar og neðar að raungildi. Tekjuskattar og útsvör einstaklinga án fjármagnstekjuskatts hækkuðu úr 17 prósentum af tekjuskatts- og útsvarsstofni 1993 í 22 prósent 1998 og 25 prósent 2007. Fjár- magnstekjuskattar héldust um eða innan við tíu prósent af fjármagnstekjuskattsstofni 1998- 2007. Þessi slagsíða er ein helzta ástæða aukins ójafnaðar á Íslandi frá 1993. Aðförin var skipulögð vitandi vits. Ríkisstjórnin þarf nú að bregðast við auknum ójöfnuði í orði og verki. Olía, skattar og skyldur Í DAG | ÞORVALDUR GYLFASON Skattamál UMRÆÐAN Auður Lilja Erlingsdóttir skrifar um lýðræði Hvar geymir hin íslenska valdastétt notendaleiðbeiningar og umsóknar- eyðublöð fyrir málfrelsi? Þarf ég annars ekki að sækja um leyfi til hennar áður en ég opna munninn? Svo virðist, ef marka má helstu foringja hennar. Þeir eru hneykslaðir og skilja ekki hvers vegna við höfum í tvígang mótmælt í og við ráðhús Reykja- víkur. Í þeirra huga var beinlínis ólýðræðislegt að mótmæla framferði borgarfulltrúa borgaraflokk- anna, enda kosnir af almenningi. „Lýðræði“ valdastéttarinnar felst nefnilega í því að kjósa einu sinni á fjögurra ára fresti og fylgja fundarsköpum, engu öðru. Það er ólýðræðislegt að vera ósammála því sem þessar kosningar leiða af sér – hvað þá að því megi andmæla og mótmæla. Við eigum öll að vera sammála því sem meirihlut- inn í borginni eða á þingi gerir og segir. Þannig er lýðræði íslensku valdastéttarinnar – þar ræður meirihlutinn ekki bara eigin skoðunum heldur allra annarra, alltaf, án undantekninga. Og það á fjögurra ára fresti. Ekki amalegt það. Svo er hitt lýðræðið líka til, þar sem fólk má mótmæla eins og því sýnist, jafnvel brjóta fundarsköp. Þar er ólíkum skoðun- um jafnvel gert jafn hátt undir höfði í fjölmiðlum og líflegar rökræður eiga sér stað milli þeirra sem eru ósammála. Valdastéttinni þætti það að vísu ekki mjög lýðræðislegt því þá fengju minnihlutasjón- armið líka að koma fram í dagsljósið – jafnvel án þess að ritstjórar dagblaðanna réðust strax gegn þeim. Svo væri auðvitað kosið á fjögurra ára fresti – jafnvel oftar – en það kæmi ekki í staðinn fyrir að almenningur gæti látið skoðun sína í ljós þess á milli. Á fimmtudag var boðað til sýningar í fáránleik- húsi Sjálfstæðisflokksins. Þá ákváðum við, sem höfum síðari skilninginn á lýðræði, að varpa ljósi á fáránleikann með táknrænum hætti fyrir utan ráðhúsið. Valdastéttin gargaði þá yfirlætislega: „Hverju er eiginlega verið að mótmæla?“ Svarið er augljóst þeim sem ekki deila lýðræðisskilningi sínum með íslensku valdastéttinni. Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna. Lýðræðisást valdastéttarinnar AUÐUR LILJA ERLINGSDÓTTIR Viku síðar Lítið er að marka stefnu Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík, eins og hún er sett fram á heimasíðu flokksins á vefslóðinni betriborg.is; þegar smellt er á hlekkinn „Stefna“ stendur: „Borgarfulltrúar F-listans og Sjálfstæðisflokksins munu eiga með sér meirihlutasamstarf í borgarstjórn Reykjavíkur til loka kjörtíma- bilsins,“ og fyrir neðan er málefnasamningur F-lista og Sjálfstæðis- flokksins birtur í heild sinni. Kannski sjálf- stæðismenn í Reykjavík ráði sér vefumsjónar- mann sem fylgist með borgarmálum af aðeins meiri áhuga. Sætasta stelpan í Ossetíu Victor I. Tatarintsev, sendiherra Rússlands á Íslandi, velkist ekki í vafa um réttmæti aðgerða Rússa gegn Georgíu, eins og lesa mátti í Frétta- blaðinu í gær. Tatarintsev líkti aðgerðunum við viðbrögð manns sem verður vitni að árás á fallega konu. „Þá kemur maður til bjarg- ar. Það er réttlát barátta.“ Abkasía og Suður-Ossetía eru sem sagt sætustu stelpurnar á ballinu og þeim til gæfu að Rússar eru riddara- legir í hegðun. Flugvöllurinn um kjurt Íslenska landsliðið í handbolta kom til Íslands í gær eftir frægðarför til Kína. Vélin millilenti á Keflavíkurflug- velli, þar sem almennum flug- farþegum var sleppt út áður en hún hélt áfram, hringsólaði yfir höfuðborginni áður en hún lenti á Reykjavíkurflugvelli, hvaðan leikmönnunum var skutlað upp á Skólavörðuholt steinsnar frá. Má nú ætla að staðsetning Reykjavíkurflugvallar hafi sannað gildi sitt fyrir fullt og allt, enda hefði það svipt athöfnina allri reisn hefði landsliðið þurft að lenda á Hólmsheiði eða Löngu- skerjum og verið selflutt þaðan með rútu í miðbæinn. bergsteinn@frettabladid.is Það er gaman að syngja í Þröstum. Karlakórinn Þrestir geta bætt við sig söngmönnum, spennandi verkefni framundan, fjölskylduvænir æfi ngatímar og ókeypis söngkennsla fyrir nýliða. Símar: Eyjólfur 863 2803, Kristjan 840 0825 og Jakob 840 0551 M ikill fjöldi manns lét ekki súld aftra sér frá því að mæta í miðborgina í gær og hylla ólympíufar- ana. Afrek landsliðsins í handbolta var það sem trekkti helst að, svo og silfurverðlaunin. Þó má ekki gleyma öðrum afrekum. Það er til dæmis mjög góður árangur að setja Íslandsmet, þrátt fyrir að Íslands- metin hafi ekki dugað til verðlaunasætis. Eins og ríkisstjórnin staðfesti í fyrradag, þegar samþykkt var að veita Handknattleikssambandi Íslands fimmtíu millj- ónir króna, eru afrek eins og silfurverðlaun á Ólympíuleikum ekki ókeypis. Annars vegar kemur til að dýrt er að taka þátt í stórmótum. Hins vegar kostar það skildinginn að ala upp afreksfólk í íþróttum. Þegar íþróttafólk hefur sýnt hversu efni- legt það er á sínu sviði á það möguleika á styrkjum frá afreks- mannasjóðum en það stendur upp á íþróttafélögin að koma sínu íþróttafólki í lið afreksmanna. Á stundu sem þessari verða margir til að minna á þau gömlu sannindi að það að stunda íþróttir hafi forvarnagildi, að efni- legir íþróttamenn sem æfa mikið þurfa að vinna skipulegar í námi sínu, sem hefur áhrif á námsárangurinn. Börn og ungl- ingar hafa því verið hvött til að stunda íþróttir og annað tóm- stundastarf eftir skóla. Til að styðja við íþrótta- og tómstundastarf hafa nokk- ur sveitarfélög, líkt og stærsta sveitarfélagið í landinu, Reykjavíkur borg, stutt við slíkt æskulýðsstarf með frístunda- kortum. Eins og fram hefur komið þarf borgin að endurskoða frí- stundakortin, því þrátt fyrir að þeim hafi verið vel tekið eru þau minnst notuð af þeim foreldrum sem mest þurfa á þeim að halda – þeim efnaminni. Slík endurskoðun á vel heima með endurskoðun á frístunda- heimilum borgarinnar. Nú er árlegt vandamál að ekki fæst nógu margt fólk til að manna frístundaheimilin fyrir börn í 1.-4. bekk og því þurfa foreldrar 1.700 barna að finna önnur úrræði þangað til nægt starfsfólk finnst. Tæplega helmingur barna á þessum aldri var í vistun í frístundaheimilum ÍTR síð- asta vor. Foreldrar þeirra barna sem nýttu sér þetta úrræði segjast, í heildina séð, ánægðir með starfsemi frístundaheimil- anna en það er tvennt sem dregur úr ánægjunni. Annars vegar er verð þjónustunnar og hins vegar sú aðstaða sem boðið er upp á fyrir frístundaheimilin. Hvort tveggja hlýtur að koma til endurskoðunar ef farið verður í heildarendurskoðun á starf- semi frístundaheimilanna. Með því að endurskoða samhliða frístundaheimili og frí- stundakort, með því til dæmis að færa íþrótta- og tómstunda- starf meira inn í skólana, væri hægt að efla starfsemina með því að víkka út aldursmörkin. Ef frístundastarf á að vera meira en „vistunarúrræði“ fyrir yngstu börn grunnskóla eru engin rök fyrir því í raun að frístundastarf ÍTR og skólanna sé tak- markað við 1. til 4. bekk. Gildi íþrótta og tómstundastarfs á alveg jafn mikið við á mið- og unglingastigi grunnskólanna. Efling íþróttastarfs hefst á unga aldri. Afreksfólk kostar silfur og gull SVANBORG SIGMARSDÓTTIR SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.