Fréttablaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 57
FIMMTUDAGUR 28. ágúst 2008 37 Eyjólfur Krist jánsson | Guðr ún Gunnarsdó ttir | Björgvin Halldórsson Stefán Hilmar sson | Ragnhei ður Gröndal | Páll Óskar Hj álmtýsson Ellen Kristján sdóttir | Edgar Smári | Erna H rönn Ólafsdó ttir Anna Hlín | Egi ll Ólafsson Lög Bergþóru Árnadóttur í útsetningum Eyjólfs Kristjá nssonar Eyjólfur Kristjánsson Guðrún Gunnarsdóttir Björgvin Halldórsson Stefán Hilmarsson Ragnheiður Gröndal Páll Óskar Hjálmtýsson Ellen Kristjánsdóttir Edgar Smári Erna Hrönn Ólafsdóttir Anna Hlín Egill Ólafsson Flytjendur: Útgefandi: 6 Strengir sími: 555 0931 Dreifing: Sena sími: 591 5100 12 lög eftir Bergþóru Árnadóttur í flutningi okkar ástsælustu söngvara í útsetningum Eyjólfs Kristjánssonar. SÝNIR Inniheldur meðal annars lagið Borgarljós í stórkostlegum flutningi Stebba Hilmars, Eyfa og Björgvins Halldórssonar. Ge isla dis kur inn se m beð ið h efu r ve rið eft ir „Hinn íslenski Dan Brown fannst í fyrra. Það var reyndar ég sem fann hann en ekki Bjart- ur,“ segir Tómas Hermanns- son útgefandi hjá Sögur útgáfa. Tómas er nú að kynna nýja bók frá Óttari M. Norðfjörð – sem heitir Sólkross – en skensar sér til gamans bókaútgáfuna Bjart í leiðinni. Eins og fram hefur komið, stóð bókaforlagið Bjartur fyrir leit að Dan Brown Íslands með samkeppni og átti sigurvegar- inn að fá milljón að launum. „Þeirri samkeppni lauk án sigurvegara. En spennusagna- sólgnir landsmenn þurfa ekki að örvænta fyrir þessi jól því von er á annarri spennusögu frá Óttari,“ segir Tómas. Af orðum hans má ljóst vera að ekkert verður gefið eftir í baráttunni um hylli lesenda í næstu jólabókaver- tíð. Slagurinn er þegar hafinn og hanskanum hefur verið hent. „Hnífur Abrahams eftir Óttar veitti honum titilinn „Hinn íslenski Dan Brown“ í fjölmiðlum og hjá almenningi. Hún endaði sem ein sölumesta bók ársins. Nýja bók Óttars ber heitið Sólkross og er rammíslensk háspenna sem tekur á víkingaarfi þjóðarinnar með frum- legum og æsispennandi hætti, en í bókinni koma meðal annars fram ýmsar lítt þekktar kenning- ar um fyrstu landnáms- menn þjóð- arinnar sem Óttar hefur rannsakað síðustu ár og eru til þess fallnar að kollvarpa skilningi okkar á fortíð Íslands,“ segir Tómas ánægður með sinn höfund. - jbg Tómas hefur fundið sinn Dan Brown TÓMAS HERMANNSSON ÚTGEFANDI Ef marka má orð hans er jóla- bókaslag- urinn að hefjast.ÓTTAR M. NORÐFJÖRÐ Útgefandi hans segir Óttar Dan Brown Íslands. 1. september verður kunngjört hvaða fimm kvikmyndir hafa hlotið tilnefningu til kvikmynda- verðlauna Norðurlandaráðs 2008. Ein mynd frá hverju landi hlýtur tilnefningu: Íslandi, Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð og Noregi. Í fyrsta skipti gefst almenningi í öllum löndunum tækifæri til að sjá myndirnar á sérstökum sýningum í höfuðborgunum fimm. Sýningarnar hérlendis fara fram í Háskólabíói 13. og 14. september í samstarfi við Græna ljósið. Rithöfundurinn Sjón situr í fimm manna dómnefndinni fyrir hönd Íslands. Tilnefningar 1. september SJÓN Sjón situr í fimm manna dómnefnd sem velur bestu norrænu kvikmyndina árið 2008. Myndbönd við lögin Svefn-g- englar með Sigur Rós og All Is Full Of Love með Björk hafa verið tilnefnd sem ein af þrjátíu bestu myndböndum allra tíma af MTV-sjónvarpsstöðinni í Bret- landi. Á meðal fleiri þekktra flytj- enda sem eiga myndbönd á listanum eru Michael Jackson með Thriller, Nirvana með Smells Like Teen Spirit, Madonna með Like A Prayer, Peter Gabriel með Sledgehammer og Aha með Take On Me. Úr þessum þrjátíu myndbanda hópi verða þau tíu bestu valin. Um netkosningu er að ræða og geta áhugasamir tekið þátt á heimasíðu MTV í Bretlandi, mtv.co.uk. Kosningunni lýkur 14. september og verður tilkynnt um bestu myndböndin 21. september. Á meðal 30 bestu Bresku piltarnir í The Arctic Monkeys hafa fengið Josh Homme, forsprakka Queens of the Stone Age, til að taka upp fyrir sig ný lög. Upptökurnar fara fram í Kaliforníu í næsta mánuði og bíða tónlistarunnendur spenntir eftir samstarfinu. „Þeir vilja prófa eitthvað allt annað en þeir eru vanir að gera,“ sagði Homme. „Ég held við byrjum á því að taka upp tvö lög í rólegheitunum. Markmiðið er að gera eitthvað sem þeir eiga eftir að fíla jafnmikið og allir aðrir.“ Arctic Monkeys hefur gefið út tvær plötur á ferli sínum sem hafa báðar selst gríðarlega vel. Sú síðari, Favorite Worst Nightmare, kom út á síðasta ári. Tekur upp fyrir Arctic JOSH HOMME Arctic Monkeys ætla að starfa með Josh Homme, forsprakka Queens of the Stone Age, í næsta mánuði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.