Fréttablaðið - 28.08.2008, Side 73

Fréttablaðið - 28.08.2008, Side 73
FIMMTUDAGUR 28. ágúst 2008 53 FÓTBOLTI Lið Þórs/KA í Lands- bankadeild kvenna hefur slegið í gegn í Landsbankadeild kvenna í sumar og stelpurnar að norðan eru núna komnar upp í 4. sæti eftir þrjá flotta sigurleiki í röð. Þór/KA hefur unnið þrjá síðustu leiki með markatölunni 15-1 þar sem framherjaparið Rakel Hönnu- dóttir og Mateja Zver hefur farið á kostum og skorað saman tólf mörk. Rakel, sem hefur skorað fimm þessara marka og lagt að auki upp stærsta hluta hinna markanna, er ánægð með að hafa fengið Zver til liðsins. „Við erum að ná vel saman. Þetta var eigilega það sem vantaði í liðið. Síðan hún kom hefur sókn- arleikurinn okkar batnað mikið. Það er líka mjög fínt að vera ekki lengur ein frammi,“ segir Rakel kát og bætir við: „Mér líst mjög vel á þetta hjá okkur og það er búið að ganga mjög vel síðan að hún kom,“ segir Rakel en Þór/KA-liðið hefur unnið fimm af sex leikjum með sló- venska framherjann í byrjunar- liðinu. „Við erum að spila þrjár frammi og miðjan okkar er síðan að gera mjög vel að loka á sóknirnar hjá hinum liðunum,“ segir Rakel, sem sjálf hefur skorað fimmtán mörk í sumar og er því í baráttu um silf- ur- og bronsskóinn haldi hún áfram að raða inn mörkum. „Það getur vel verið að mér tak- ist að krækja í skó en það verður bara að koma í ljós. Það skiptir ekki öllu máli,“ segir Rakel en það er meira undir að ná besta árangri norðanliðs í efstu deild kvenna. „Besti árangurinn fyrir þetta sumar var fimmta sæti og við erum á góðri leið með að bæta það. Markatalan okkar hefur líka aldrei verið í plús en nú erum við með fimmtán mörk í plús þannig að þetta er að ganga mjög vel. Mark- miðið okkar var að vera um miðja deild þannig að þetta kemur okkur ekkert á óvart. Við þurfum bara að halda áfram að spila okkar leik og þá held ég að þetta komi,“ segir Rakel að lokum. - óój Rakel Hönnudóttir og Mateja Zver ná vel saman í framlínu Þórs/KA í Landsbankadeild kvenna: Hafa skorað 12 mörk í síðustu 3 leikjum FIMMTÁN MÖRK Rakel Hönnudóttir hefur verið einn besti leikmaður Lands- bankadeildar kvenna í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN HANDBOLTI Landsliðslínumaðurinn Anna Úrsúla Guðmundsdóttir hefur ákveðið að spila með Íslandsmeisturum Stjörnunnar næsta vetur en Anna hefur spilað allan sinn feril með Gróttu fyrir utan eitt tímabil í Noregi. Anna Úrsúla er einn besti leikmaður deildarinnar og þetta er því mikill missir fyrir Gróttu- liðið en félagið er þó ekki alveg búið að horfa á eftir henni því Anna fer á eins árs lánssamningi til Stjörnunnar. Heimildir Fréttablaðsins segja þó að Anna ætli sér að reyna að komast út eftir næsta tímabil og spili því líklega ekki aftur fyrir Gróttu. - óój N1-deild kvenna í handbolta: Anna Úrsúla til meistaranna ÖFLUG Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er ein besta handboltakona landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KÖRFUBOLTI KR-ingar tilkynntu í gær að Ingi Þór Steinþórsson myndi aðstoða Benedikt Guð- mundsson með meistaraflokk karla í vetur. Enn berast því góðar fréttir af KR-ingum en í síðustu viku ákváðu þeir Jón Arnór Stefánsson og Jakob Örn Sigurðarson að spila með KR á næsta tímabili. Benedikt og Ingi Þór eiga það sameiginlegt að vera einu þjálfarnir sem hafa gert KR að Íslandsmeisturum undanfarin sautján ár, Ingi Þór vorið 2000 og Benedikt í fyrra. Það verða því tveir meistaraþjálfarar við stjórnvölinn í DHL-Höllinni í vetur. - óój Ingi Þór aðstoðar Benedikt: Tveir meistara- þjálfarar hjá KR MÆTTUR AFTUR Í SLAGINN Ingi Þór Steinþórsson þjálfaði KR-liðið frá 1999 til 2004. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDBOLTI Næsta heimsmeistara- mót í handbolta fer fram í Króatíu 2009 en Ísland verður ekki með þar. Ekki er hins vegar enn búið að ákveða hvar HM fer fram 2011, sem er næsta heimsmeistaramót sem Ísland á möguleika á. Alþjóða handboltasambandið mun tilkynna val sitt í október en fjórar þjóðir sækjast eftir því að halda keppnina. Þetta eru Danmörk, Svíþjóð, Ungverjaland og Spánn. - óój HM í handbolta árið 2011: Svíar og Danir keppa um HM Haustnámskeið í Tónvinnsluskóla Þorvaldar Bjarna HAUSTNÁMSKEIÐIN HEFJAST Í SEPTEMBER ÞAR SEM ÖLL FJÖLSKYLDAN GETUR FUNDIÐ EITTHVAÐ VIÐ SITT HÆFI Í TÓNLISTINNI. Námskeiðin hefjast í september. Kennt verður í Kópavogi, Grafarvogi, Foldaskóla eftir að venjulegum skólatíma líkur og hljóðveri RMP Skráningar á heimasíðunni www.tonvinnsluskoli.is eða í síma 534 9090 Sponsored Digidesign School *Nánari upplýsingar á www.itr.is um möguleika Frístundakortsins. Á ekki við um námskeið í tónvinnslu. Gítarnámskeði fyrir byrjendur Viltu vera stjarnan í partýinu eða geta spilað lag fyrir ástina þína? Langar þig kannski að stofna hljómsveit? Þetta námskeið er kjörinn byrjunarreitur. Kennsla fer fram í hóptímum þar sem raðað er niður eftir stöðu hvers og eins. Markmið námskeiðsins er að nemendur læri undirstöðuatriði gítarleiks og kunni helstu gítagripin. Lengd námskeiðs: 12 vikur Aldur: Fyrir alla aldurshópa. Fyrir þá sem vilja læra meira Við bjóðum lengra komnum gítar- leikurum upp á einkakennslu þar sem farið er nánar í tækniatriði, hljómfræði og kenndar upphafslínur og þekkt sóló úr lögum flytjenda á borð við Metallica, Led Zeppelin, Nirvana o.fl. Uppbygging gítarsólóa og notkun skala er kennd í bland við skemmtileg gítar-"trix". Farið verður í mismunandi “karakter” -tegundir gítara og- gítarmagnara og notkun þeirra í hljóðverum. Lengd námskeiðs: 12 einkatímar Aldur: Fyrir alla aldurshópa. Kennarar að þessu sinni eru: Vignir Snær Vigfússon, Gunnar Þór Jónsson og Hafþór Valur Guðjónsson. Söngur og framkoma Þetta er nú í áttunda skipti sem þetta skemmtilega og gagnlega námskeið er haldið. Margrét Eir Hjartardóttir sem leiðir þetta námskeið sem fyrr en hún útskrifaðist sem söngkennari frá Linklater akademiunni í New York í fyrra. Þetta er námskeið fyrir þá sem ætla að fara að stíga sín fyrstu skref á söngsviðinu t.d. með því að fara á áheyrnarprufur leikhúsanna, sjónvarpsstöðvanna eða jafnvel ganga til liðs við hljómsveit. Einnig hentar þetta þeim sem lengra eru komnir sem vilja leysa ákveðin vandamál hjá sér eins og t.d. hæsi eða þreytu í raddböndum. Barna- og unglinganámskeið Þá er komið að nýju námskeiði fyrir þá yngri. Núna verður námskeiðið byggt upp í kringum Evróvisjónæði okkar Íslendinga. Skólinn á í fórum sér undirspil af öllum Íslensku Evróvisjónlögunum og mun námskeiðið miða að því að undirbúa skemmtilega tónleika fyrir vini og vandamenn. Kennarar að þessu sinni eru Jón Jósep Snæbjörnsson Evróvisjónfari og Hulda Dögg Proppé. Gestir verða Evróvisjónhetjurnar Selma Björnsdóttir og Birgitta Haukdal. Tónvinnsluskólinn „Sponsored Digidesign School“ Nýlega gerðu Tónvinnsluskólinn og Digidesign með sér samstarfssamning um þjálfun nemenda í Pro Tools og kallast nú Tónvinnsluskólinn „Digidesign Sponsored School“. Þetta veitir okkur rétt til að kenna til alþjóðlega viðurkennds prófs Pro Tools 101 og Pro Tools 110. 101 gráðan gerir mönnum kleift að nota Pro Tools til eigin hagsmuna við lagasmíðar og upptökur meðan að 110 gráðan gerir mönnum kleift að nota Pro Tools í hljóðversumhverfi atvinnumannsins. Veitir rétt til framhaldsnáms Eftir að hafa tekið þessi próf geta nemendur farið beint í 201 og 210 gráðurnar erlendis sem gerir menn að viðurkenndum „Pro Tools Operator“ sem gefur möguleika á störfum hér og erlendis í hljóðverum og kvikmyndaverum. 25.000 kr. niðurgreiðsla fyrir þá sem geta notað Frístundakort ÍTR*

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.