Fréttablaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 78
58 28. ágúst 2008 FIMMTUDAGUR
Gunnar Björn Guðmundsson er á leið til Austin
í Texas með mynd sína Astrópíu. Myndin verð-
ur sýnd á Fantastic Fest, risastórri nörda-kvik-
myndahátíð.
„Þar sem þetta er svo mikil nördamynd verð-
ur gaman að sjá hvernig þessum nördum líst á
hana. Henni hefur verið mjög vel tekið á öðrum
hátíðum, en það er alltaf gaman að sjá við-
brögðin og hitta aðra nörda.“ Hann fer með
aðstandendum myndarinnar. „Það er stemning
að fara að sjá hana í réttu umhverfi.“
Hátíðin, sem hefst 18. september og er viku
löng, státar af því að bjóða upp á það besta úr
heimi vísindaskáldsagna-, ævintýra-, hryll-
ings-, teikni- og glæpamynda auk asískrar
kvikmyndagerðar.
Er Gunnar alltaf að sökkva meira og meira
inn í heim nördanna? „Ég veit það nú ekki.
Myndin gerir það allavega. Að einhverju leyti
er ég breyttur maður vegna hennar. Nú er
Nexus á rúntinum mínum. Ég fer alltaf reglu-
lega þangað og kaupi mér myndir og skoða
blöð. Enda snilldarbúð.“
Fleiri nördar hafa sýnt áhuga á myndinni, en
nýlega birtist ítarlegt viðtal við Gunnar á
twitchfilm.net. Þar er myndin sögð gera versl-
anir með teiknimyndasögur svalari en upphaf
Reservoir Dogs og hún útlistuð sem einn af
gimsteinum seinustu ára. Einnig kemur fram
að Gunnar er með aðra mynd í bígerð, Gaura-
gang Ólafs Hauks Símonarsonar, en hann kom
sjálfur að handritsgerð hennar, ásamt Ottó
Geir Borg. - kbs
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
MORGUNMATURINN
LÁRÉTT
2. blað, 6. munni, 8. herma, 9. fugl,
11. fyrir hönd, 12. flatfótur, 14. kvk
nafn, 16. skóli, 17. eyja í írlandshafi,
18. fugl, 20. skóli, 21. staðarnafn.
LÓÐRÉTT
1. tarfur, 3. samtök, 4. ósigur, 5. fley,
7. land í Evrópu, 10. flýtir, 13. angan,
15. ilmur, 16. skammst., 19. tveir eins.
LAUSN
Bók Hrafns Jökulssonar, Þar sem
vegurinn endar, fór hátt á sölulista
fyrir síðustu jól enda um afbragðs
bók að ræða. Nú eykst
enn vegur Hrafns því
skólakerfið hefur tekið
bókinni fagnandi og
verður hún kennd
bæði við Austur-
bæjarskóla og
Menntaskólann á
Laugarvatni.
Einn helsti sér-
fræðingur landsins í Gettu
betur, Stefán Pálsson sagnfræð-
ingur, var fljótur að benda á að
bollaleggingar hins nýja stigavarðar
þar, Ásgeirs Erlendssonar og
blaðamanns Fréttablaðsins í gær,
þess efnis að hann væri fyrsti stiga-
vörðurinn af karlkyni stæðust ekki.
Árið 1990 sáu Oddný Eir Ævars-
dóttir og enginn annar en Jón Atli
Jónasson, leikskáld með meiru,
um tíma- og stigavörslu – sem þar
með telst fyrsti karlinn til að tækla
stigavörsluna. Blaðið og
Ásgeir hafa það hins
vegar sér til varnar í
málinu, líkt og Stefán
segir, að þau voru
ekki eins áberandi og
síðari stigaverðir, þar
sem þau sátu ekki
í sviðsmyndinni,
heldur úti í sal og
var myndatökuvél-
unum sjaldan beint
að þeim.
Meðlimir hljómsveitarinnar
Sprengjuhöllin koma víða við og
þannig er söngvarinn
Bergur Ebbi Bene-
diktsson lögfræðingur
Útflutningsráðs eins
og margoft hefur komið
fram. Hljómborð-
sleikarinn Atli
Bollason er einnig
á framabraut utan
tónlistarbransans
en hann hefur nú
verið ráðinn sér-
legur kynningar-
fulltrúi Forlagsins.
- jbg
FRÉTTIR AF FÓLKI
LÁRÉTT: 2. lauf, 6. op, 8. apa, 9. lóa,
11. pr, 12. ilsig, 14. lilja, 16. ma, 17.
mön, 18. önd, 20. fg, 21. oddi.
LÓÐRÉTT: 1. boli, 3. aa, 4. uppgjöf,
5. far, 7. pólland, 10. asi, 13. ilm, 15.
angi, 16. möo, 19. dd.
„Já, hann lauk för sinni á Bjarkar-
tónleikum rétt áður en hann hvarf
af landi brott,“ segir Þór Kjartans-
son hjá True North.
Roman Arkadyevich Abramov-
itsj, einn ríkasti maður heims og
eigandi Chelsea meðal annars, var
á Íslandi í þrjá daga
ásamt börnum sínum
fjórum og fylgdar-
liði. Kvikmynda-,
atburða- og þjón-
ustufyrirtækið True
North annaðist heim-
sókn Abram-
ovich sem
lagði á það
ríka
áherslu,
þegar
hann sá að
Björk var
með tón-
leika á
þriðjudags-
kvöldið, að
fara á þá
sem hann og gerði ásamt dóttur
sinni og þremur úr fylgdarliðinu.
Þór segir það reglu hjá fyrirtæk-
inu að ræða ekki einstök atriði
varðandi viðskiptavini sína en stað-
festir það að fyrirtækið hafi, að
ósk Abramovich, bjargað rúss-
neska auðkýfingnum um miða á
Björk. Tónleikar Bjarkar voru í
Langholtskirkju og samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins líkaði
Abramovich sérlega vel það sem
hann sá en hann þekkir vel til tón-
listar Bjarkar og taldi það til for-
réttinda að sjá hana halda tónleika
í litlum sal á heimavelli. Ásamt
Björk komu fram meðal annarra
hljómsveitin Wonderbrass og Jónas
Sen – þetta voru órafmagnaðir
tónleikar og síðustu tónleikarnir í
Volta-tónleikaferð Bjarkar. Sérleg-
ur fylgdarmaður Abramovich var
tónleikahaldarinn Kári Sturluson
enda öllum hnútum kunnugur.
Þór segir Abramovich hafa
komið hingað til lands fyrst og
fremst til að njóta dvalar með börn-
um sínum og óskaði eftir eins mik-
illi ró og eins miklu næði og kostur
var til að vera með þeim. „Það
tókst mjög vel og ég held hann
hafi verið yfir sig ánægður með
þetta rólega og afslappaða
umhverfi sem Ísland getur boðið
upp á. Þau fóru vítt og breitt um
Suðvesturlandið og kynntust
mörgu skemmtilegu bæði í afþrey-
ingu og náttúru.“
Með reglulegu millibili gerist
það að True North berast fyrir-
spurnir frá auðkýfingum og
óskum um að fyrirtækið haldi utan
um heimsókn fólks sem kýs frið.
Þór segir að Ísland bjóði upp á
slíkt og ber íslenskum fjölmiðlum
vel söguna í því sambandi.
jakob@frettabladid.is
EIGANDI CHELSEA: LAGÐI RÍKA ÁHERSLU Á AÐ FÁ MIÐA Á BJÖRK
Alsæll Abramovich sá Björk
BJÖRK Rússneski auðkýfingurinn og dóttir hans heilluðust af söng Bjarkar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
ABRAMOVICH Var hér í
þriggja daga fríi með börnum
sínum fjórum og fór vítt og
breytt um suð-vesturhornið.
Á LEIÐ Á NÖRDAHÁTÍÐ Gunnar Björn kynnist sífellt
fleiri flötum nördalífsins í gegnum Astrópíu.
FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
HEILLANDI HEIMUR Astrópía dregur að nörda um allan
heim. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Hárdoktorinn Jón Atli Helgason
og félagar hans hjá Jóni Jónssyni
hafa ákveðið að bjóða íslenska
landsliðinu í handbolta á tónleika
Sebastien Tellier í kvöld í tilefni
silfursins. „Þetta verður þá í
annað sinn sem íslenska liðið
mætir Frökkum, en í þetta
sinn vinna allir. Óli er góður
vinur okkar og þetta er
okkar leið til þess að óska
honum til hamingju með
árangurinn, með alvöru
heimkomupartíi,“ segir
Jón Atli sem er viss
um að hann beri ein-
hverja ábyrgð á vel-
gengni íslenska
landsliðsins. „Við Dj
Margeir bjuggum til
fjóra geisladiska
fyrir Óla Stefánsson
sem hann tók með
sér út á leikana.
Við völdum
lög á disk-
ana sem
okkur
þóttu við-
eigandi við
þetta tækifæri, upp-
byggjandi og hvetjandi
lög ásamt nokkrum
fallegum og rólegum lögum.
Þetta tók hann með sér út og
þetta virðist hafa borið einhvern
árangur. Óli veit greinilega
hvernig á að undirbúa sig fyrir
stórmót.“ Jón Atli segist að sjálf-
sögðu hafa fylgst með leikjum
liðsins þótt hann muni lítið eftir
úrslitaleiknum sjálfum. Aðspurð-
ur segir Jón Atli strákana ekki fá
aðgang baksviðs. „Þeir eru búnir
að komast í návígi við Frakka og
eitt skipti er alveg nóg. Núna eiga
þeir bara að mæta og skemmta
sér.“ Örfáir miðar eru enn til sölu
og hvetur Jón Atli sem flesta til
að mæta og halda upp á árangur-
inn með strákunum og njóta
góðrar tónlistar. - sm
Strákarnir mæta Frökkum á ný
UNDIRBJÓ SIG VEL Ólafur
Stefánsson, fyrirliði íslenska
landsliðsins, undirbjó sig vel
fyrir leikana.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
TIL HEIÐURS STRÁKUNUM Jón Atli býður
strákunum okkar á tónleika í tilefni
árangursins á leikunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Astrópía sýnd alvöru nördum
Ég fæ mér bara banana og rist-
að brauð með osti. Mjög einfalt.
Kristján Jónasson, kaupmaður í Kjötborg.
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á bls. 12
1. Þorlákshöfn.
2. Ásdís Rán Gunnarsdóttir.
3. Fjárfestirinn Rik Albrecht.