Fréttablaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 68
48 28. ágúst 2008 FIMMTUDAGUR L.I.B.Topp5.is Yfir 65.000 manns Ásgeir j - DV TSK - 24 stundir ÁLFABAKKA SELFOSS AKUREYRI KEFLAVÍK KRINGLUNNI TROPIC THUNDER kl. 3:40 - 5:40 - 8 - 10:20 16 TROPIC THUNDER kl. 5:40 - 8 - 10:20 VIP STAR WARS kl. 3:40 - 5:50 - 8 L GET SMART kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 L THE MUMMY 3 kl. 5:50 - 8 - 10:20 12 DARK KNIGHT kl. 5:40 - 8:30 - 10:20 12 WALL-E m/ísl. tali kl. 3:40D L GET SMART kl. 10:20D L STAR WARS kl. 5:30D L DARK KNIGHT kl. 8:30 - 10:10 12 WALL-E m/ísl. tali kl. 5:30D L WALL-E m/ensku tali kl. 5:30 L TROPIC THUNDER kl. 8 - 10:20 16 GET SMART SÍÐ. SÝN. kl. 8 - 10:20 7 WALL-E. m/ísl. tali kl. 6 L GET SMART kl. 8 - 10 L STAR WARS kl. 6 - 8 L THE MUMMY 3 kl. 10 12 GET SMART Síð. sýndagur kl. 8 - 10:20 7 MAMMA MÍA SÍÐ. SÝN kl. 5:50 L WALL-E m/ísl. tali kl. 5:50 L SKRAPP ÚT kl. 8 12 X-FILES 2 kl. 10:10 16 - bara lúxus Sími: 553 2075 TROPIC THUNDER kl. 5.40, 8 og 10.15 16 GET SMART kl. 5.40, 8 og 10.15 L MAMMA MIA kl. 6 og 9 L L.I.B Topp5.is/FBL DV 2 VIKUR Á TOPPNUM Í USA NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 16 16 L 7 L TROPIC THUNDER kl. 6 - 8 - 10.10 THE ROCKER kl. 10.10 MAMMA MIA kl. 6 - 8 16 7 L TROPIC THUNDER kl. 5.30 - 8 - 10.30 TROPIC THUNDER LÚXUS kl. 5.30 - 8 - 10.30 MAKE IT HAPPEN kl. 4 - 6 - 8 - 10.10 THE ROCKER kl. 5.40 - 8 - 10.20 MAMMA MIA kl. 5.30 - 8 - 10.30 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI 50 KR. AFSLÁTTUR EF ÞÚ KAUPIR BÍÓMIÐANN Á 7 12 12 L THE ROCKER kl. 5.30 - 8 - 10.30 SKRAPP ÚT kl. 6 - 8 - 10 THE DARK KNIGHT kl. 6 - 9 MAMMA MIA kl. 5.30 - 8 - 10.30 5% 5% SÍMI 551 9000 L 16 16 L MAKE IT HAPPEN kl. 5.40 - 8 - 10.20 X - FILES kl. 5.40 - 8 - 10.20 THE STRANGERS kl. 6 - 8 - 10 MAMMA MIA kl. 5.30 - 8 - 10.30 SÍMI 530 1919 “DUCHOVNY OG ANDERSON SÝNA GAMLA TAKTA” -Þ.Þ., DV TIL AÐ FINNA SANNLEIKANN VERÐUR ÞÚ AÐ TRÚA! FRÁ BEN STILLER KEMUR EIN KLIKKAÐASTA GRÍNMYND ÁRSINS! Tónleikarnir sem Björk hélt á þriðjudaginn í Langholtskirkju voru lokapunkturinn á tónleikaferð hennar í tengslum við Volta-plöt- una. Þeir voru ólíkir öðrum tónleik- um í ferðinni – tónleikastaðurinn var kirkja sem tekur ekki nema rúmlega þrjú hundruð manns og aðaltilgangurinn með þeim var að hljóð- og myndrita efni fyrir útgáfu DVD-disks. Hátíðleg stemning í kirkju Þetta var í annað sinn sem ég sé Björk spila í kirkju. Í fyrra skiptið var það í Union Chapel í London 1999 þar sem hún söng ásamt Brod- sky-kvartettinum. Mjög eftirminni- legir tónleikar. Kirkjur eru góður kostur fyrir tónleika. Í þeim er yfir- leitt góður hljómburður og það fylgir hátíðleg stemning því að vera í kirkju. Tónleikarnir á þriðjudagskvöldið hófust með því að stelpurnar tíu í Wonderbrass-lúðrasveitinni spiluðu stuttan forleik, en svo kom Björk inn á sviðið og söng með þeim lagið Pneumonia af Volta. Næst kom Um akkeri og svo hurfu Wonderbrass af sviðinu, en inn kom Jónas Sen sem lék undir hjá Björk í laginu cover me. Pípuorgelið í Langholtskirkju er mjög tilkomumikið þar sem það blasir við á veggnum bak við altar- ið. Það kom ekki á óvart að Björk skyldi vilja nota það á tónleikunum. Jónas lék á orgelið í nokkrum lag- anna, meðal annars cover me, Dull Flame of Desire og Who is it?, en í öðrum lögum spilaði hann á sembal eða flygil. Um miðbik tónleikanna kom 17 manna kór á sviðið og með honum flutti Björk m.a. lögin Vökuró, Son- nets / Unrealities XI, Mouth’s Cradle og Oceania, öll af Medúllu. Tónleikarnir voru að mestu óraf- magnaðir, en þó var Mark Bell mættur með kjöltutölvuna þannig að raftaktar fengu að hljóma í nokkrum laganna. Eftir um 40 mínútna leik og tólf lög hvarf Björk af sviðinu og tón- leikagestir klöppuðu ákaft. Hún kom þá aftur ásamt Jónasi og Wond- erbrass og saman tóku þau slagar- ann It’s Oh So Quiet, en pípuorgel- leikur Jónasar kom sérstaklega skemmtilega út í þessari nýju útgáfu. Eftir annað uppklapp var svo lagið Mouth’s Cradle tekið aftur þar sem það hafði mislukkast í fyrra skiptið. Og svo var það búið. Spilaði lítið af þekktum lögum Þetta voru sérstakir tónleikar. Umgjörðin var óvenjuleg og laga- listinn var aðallega samsettur úr minna þekktum lögum Bjarkar. Þar af voru aðeins þrjú af Voltu. Það var ekkert Declare Independence, Earth Intruders, Army Of Me, All Is Full Of Love eða Bachelorette. Og útsetningarnar voru margar ólíkar þeim upprunalegu. Einn af stóru plúsunum við Björk er að hún gefur aldrei neitt eftir í sköpuninni. Hún skrifar nýjar útsetningar fyrir hverja tónleikaferð og í þessu til- felli voru sum laganna í nýjum útsetningum fyrir þessa einu tón- leika. Þetta voru flottir tónleikar og eftirminnilegir og ég hlakka mikið til að upplifa þá aftur þegar DVD-ið kemur út. Trausti Júlíusson Sérstök upplifun í kirkju TÓNLEIKAR Björk Langholtskirkja 26. ágúst ★★★★ Tónleikar Bjarkar í Langholtskirkju voru sérstök upplifun. Lagalistinn samanstóð af minna þekktum lögum söngkonunnar og útsetningar voru margar skemmtilegar, ekki síst fyrir tilþrif Jónasar Sen á pípuorgelið. Þegar anarkistahljómsveitin Total Fucking Destruction kom til Íslands fóru meðlimirnir að skoða Errósýninguna á Listasafni Reykjavíkur. Þegar þeir sáu verk Errós sem mótmæltu hernaðar- hyggju og innrás Ísraelsmanna í Palestínu árið 1967 urðu þeir hneykslaðir og sögðust ekki búast við að það væri svona mikið gyð- ingahatur á Íslandi. Það að vera hlynntur málstað Palestínumanna er í hugum Banda- ríkjamanna ekki aðeins vafasamt heldur einnig glæpsamlegt. Þetta fékk Sami Al-Arian, prófessor í Háskóla Suður-Flórída, að kenna. Hann fluttist ungur að aldri til Bandaríkjanna frá Palestínu og hefur löngum verið öflugur tals- maður fyrir réttindum Palestínu- manna. En eftir 11. september 2001 var hann handtekinn fyrir litlar sakir og gefið að sök að vera hryðjuverkamaður. Þetta er að sjálfsögðu hið versta mál og því þarft verk að gera heimildarmynd um dómsmorð þetta. Hin norska Line Halvorsen hefur gert einmitt það, en fyrir fimm árum gerði hún heimildarmyndina Et Steinkast unna, sem fjallaði um börn í Palestínu. Á hinn bóginn verður að segjast eins og er að fyrir íslenska áhorf- endur er fátt nýtt sem hér kemur fram. Við vitum af hernámi Ísra- ela í Palestínu og við vitum af því að brotið var á mannréttindum fólks í Bandaríkjunum í kjölfar 11. september. Og þó að maður hafi fulla samúð með Al-Arian og fjölskyldu hans eru kannski 98 mínútur full langur tími til að eyða í þeirra selskap, þegar lýsa mætti vandamálinu á mun styttri tíma. Myndin ber það einnig með sér að hún kom út 2007 en var gerð 2006, svo að margt af því sem hér er lýst hefur þegar komið fram. Það myndast þó talsverð spenna í lokin þegar kveðinn er upp dómur yfir Al-Arian, ekki aðeins einu sinni heldur tvisvar. Ef til vill er það ljótt að segja, en mynd- in verður áhugaverðari eftir því sem harmleikurinn verður ljós- ari. Samkvæmt texta í lok mynd- arinnar er líklegt að Al-Arian verði sleppt í nóvember 2008 og er hann að leita að landi til að taka við sér. Má ég þá leggja til að við „Bobby Fischerum“ hann til Íslands. Hann gæti þá ef til vill haldið áfram störfum við Háskólann hér. Valur Gunnarsson Dómsmorð í Bandaríkjunum KVIKMYNDIR USA vs. Al-Arian Leikstjóri: Line Halvorsen Sýnd á Reykjavík Shorts&Docs í Aust- urbæjarbíói í kvöld klukkan 21. ★★★ Forvitnileg heimildarmynd sem líður þó fyrir að vera of löng og að nokkru leyti úrelt. Boðuð endurkoma Skítamórals hefur hlotið góðar undirtektir frá því að hljómsveitin fór af stað í vor. „Við tókum smá syrpu í maí og núna er allt að fara í gang hjá okkur, við ætlum að vera öflugir í vetur,“ segir Arngrímur Fannar Haraldsson, betur þekktur sem Addi Fannar. „Við verðum í höfuð- stöðvum Norðurlands, Sjallanum, um helgina, og svo rekur þetta sig bara koll af kolli. Við verðum á Selfossi 6. september og á Nasa helgina eftir það. Þar verður öllu til tjaldað og búið til eitt stórt Skímó-partí,“ segir Arngrímur. Hljómsveitin tók upp tvö lög í vor og var að senda frá sér lagið Allt fyrir peninginn, sem fór í spil- un á útvarpsstöðvum í vikunni. Frekari stúdíódvöl er ekki búið að negla niður sem stendur, en Arn- grímur segir stefnuna tekna á nýja plötu. „Hún kemur ekki fyrir jólin, en við stefnum á útgáfu á næsta ári,“ segir hann. „Fólk sem vill fylgjast með okkur getur kíkt inn á myspace-síðuna okkar, ef það finnur okkur ekki í síma- skránni,“ segir hann brosandi. Síð- una má finna á www.myspace. com/skitamorall. - sun Nóg að gera hjá Skítamóral SKÍTAMÓRALL Boðuð endurkoma sveit- arinnar hefur gengið vel og stefna strák- arnir á að vera ötulir að spila í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V A LL I 1. Forleikur Wonderbrass 2. Pneumonia 3. Um akkeri 4. cover me 5. My Juvenile 6. Immature 7. Dull Flame Of Desire 8. Vökuró 9. Sonnets / Unrealities XI 10. Mouth’s Cradle 11. Oceania 12. Who Is It? -- 13. It’s Oh So Quiet -- 14. Mouth’s Cradle aftur LAGALISTINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.