Fréttablaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 72
52 28. ágúst 2008 FIMMTUDAGUR FÓTBOLTI Fram vann öruggan sigur á Fjölni, 3-1, á heimavelli sínum í Laugardal í gærkvöld. Fram er því enn í fjórða sæti deildarinnar og í harðri baráttu um sæti í Evrópu- keppni félagsliða. Fjölnir hefur aðeins náð í eitt stig í sjö leikjum og er enn í áttunda sæti. Framarar voru miklu betri aðil- inn í fyrri hálfleik og komust verð- skuldað yfir þegar átta mínútur voru til leikhlés. Fjölnismenn komust vart yfir miðju og hafa líklega aldrei leikið verr á leiktíðinni. Fram réðu lögum og lofum á vellinum og hefðu hæg- lega getað skorað fleiri mörk þó að færin hefðu ekki verið mörg. Fjölnismenn voru mun atkvæða- meiri á fyrstu mínútum síðari hálf- leiks en í öllum fyrri hálfleiknum. Liðið sótti af krafti og uppskar verðskuldað jöfnunarmark aðeins níu mínútum eftir að Valgeir Val- geirsson flautaði til síðari hálf- leiks. Það tók Fram aðeins fjórar mín- útur að komast aftur yfir og skömmu seinna var munurinn kominn í tvö mörk og Framarar aftur komnir með öll tök á leiknum og hefðu hæglega getað unnið stærra. Fjölnismenn náðu ekki að fylgja eftir góðum leik gegn FH og áttu aldrei möguleika gegn firnasterku liði Fram sem lék sinn besta leik í sumar. Hjálmar Þórarinsson var frá- bær í leiknum og lagði upp ófá færin fyrir samherja sína auk þess sem Þórður Ingason varði nokkr- um sinnum vel frá honum. Hjálmar tók undir að Fram spilaði sinn besta leik á tíma- bilinu. „Ekki spurning. Þetta var frábær leikur. Það gekk allt upp í dag. Menn höfðu virkilega gaman af því sem þeir voru að gera í dag. Frá- bær leikur í alla staði.“ Fram lék mun öflugri sókn- arbolta en liðið hefur áður sýnt í sumar og greinilegt að liðið getur hæglega blandað sér í toppbaráttuna á lokasprettinum haldi liðið uppteknum hætti í næstu leikjum. „Þetta var algjör viðsnún- ingur frá síðustu leikjum. Blússandi sóknarbolti og við hefðum hæglega getað skorað fleiri mörk,“ sagði Hjálmar. „Við lögðum leikinn ekkert öðruvísi upp en aðra leiki. Við ætluðum að keyra yfir þá, vinna leikinn og hafa gaman af þessu. Það tókst í dag.“ Fjölnir hefur átt í vandræðum í síðustu leikjum eins og eitt stig í sjö leikjum gefur til kynna. „Það er alltaf erfitt að mæta þeim en jú, ég reiknaði með þeim sterkari.“ Eini góði leikkafli Fjölnis kom í upphafi síðari hálf- leiks. „Þetta var aldrei spurning eftir að við skoruðum í seinni hálf- leik. Það fer um mann þegar þeir jöfnuðu en við þjöpp- uðum okkur saman og keyrðum yfir þá. Ég hef trú á því að sóknarleikurinn sé að smella. Við höfum farið vel yfir hann á æfingum og við höfum skorað fleiri mörk í seinni umferðinni. Við sækjum líka á fleiri mönnum og liðið er samstillt- ara einhvern veginn. Það er óhætt að segja að við stefn- um að Evr- ópusæti eins og staðan er núna,“ sagði Hjálmar í leikslok. - gmi Framarar héldu áfram góðu gengi sínu í Landsbankadeild gegn Fjölni í gær: Framarar fóru á kostum Forkeppni Meistaradeildar Arsenal-Twente 4-0 Nasri, Gallas, Walcott, Bendtner. Marseille-Brann 2-1 M. Niang (2) - Kristján Örn Sigurðsson Liverpool-Standard Liege 1-0 D. Kuyt eftir framlengdan leik. Enski deildarbikarinn West Ham-Macclesfield Town 4-1 0-1 G. Evans (5.), 1-1 Lee Bowyer (74.), 2-1 C. Cole (100.), 3-1 Z. Hines (105.), 4-1 K. Reid (117.). Fulham-Leicester 3-2 1-0 Z. Gera (31.), 1-1 P. Dickov (46.), 1-2 A. King (48.), 2-2 J. Bullard (83.), 3-2 D. Murphy (90.). Blackburn-Grimsby 4-1 0-1 T. Newey (7.), 1-1 C. Villanueva (18.), 2-1 M. Derbyshire (32.), 3-1 B. Emerton (39.), 4-1 M. Derbyshire (55.). Nottingham Forest-Sunderland 1-2 1-0 R. Earnshaw (60.), 1-1 P. Bardsley (86.), 1-2 D. Healy (93.). Landsbankadeild karla 1. Keflavík 17 11 4 2 43-24 37 2. FH 17 11 2 4 38-19 35 3. Valur 17 10 2 5 31-21 32 4. Fram 18 10 1 7 23-15 31 5. KR 18 9 2 7 30-20 29 6. Breiðablik 17 7 6 4 34-25 27 7. Grindavík 17 7 6 4 24-29 24 8. Fjölnir 18 7 1 10 23-36 22 9. Þróttur 17 4 7 6 22-33 19 10. Fylkir 18 4 4 10 18-32 16 11. HK 17 3 3 11 15-39 12 12. ÍA 17 1 5 11 15-38 8 ÚRSLIT Laugardalsvöllur, áhorf.: 626 Fram Fjölnir TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 16–6 (11–2) Varin skot Hannes 1 – Þórður 7 Horn 7–11 Aukaspyrnur fengnar 14-7 Rangstöður 3-1 FJÖLNIR 4–5-1 Þórður Ingason 6 Heimir Guðmunds. 4 Ásgeir A. Ásgeirsson 4 Kristján Hauksson 5 Magnús I. Einarsson 4 Tómas Leifsson 4 Ólafur Páll Johnson 3 (71., Gunnar Gunn. -) Ágúst Þór Gylfason 3 (71., Andri Ívars. -) Gunnar M. Guðm. 3 Pétur Georg Markan 4 Ólafur Páll Snorrason 3 (90., Aron Jóhanns. -) *Maður leiksins FRAM 4–5–1 Hannes Þ. Halldórs. 6 Jón Orri Ólafsson 5 Auðun Helgason 7 Reynir Leósson 6 Samuel Tillen 6 Ívar Björnsson 7 Heiðar G. Júlíusson 8 (87., Daði Guðm. -) Paul McShane 7 (75., Almarr Orm. -) Halldór H. Jónsson 7 Joseph Tillen 5 (68., Ingvar Þór 6) *Hjálmar Þórarin. 8 1-0 Ívar Björns. (37.), 1-1 Kristján Hauks. (56.), 2-1 Paul McShane (60.), 3-1 Ívar Björns. (64.). 3-1 Valgeir Valgeirsson (7) Liverpool - Stoke 19. - 22. september Liverpool klúbburinn á Íslandi og Úrval Útsýn bjóða upp á ferð á leik Liverpool og Stoke. Beint áætlunarfl ug með Icelandair til Manchester og gisting á Radison SAS hótelinu í Liverpool sem er glæsilegt 4 stjörnu hótel Verð: 88.500 kr. á mann í tvíbýli Innifalið: fl ug, skattar, gisting í 3 nætur með morgunverði, miði á leikinn, rútur til og frá fl ugvelli og íslensk fararstjórn Aukagjald f. einbýli 24.500 kr. Nánari upplýsingar og bókanir á www.uu.is eða í tölvupósti tonsport@uu.is Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu KÖRFUBOLTI Íslenska kvennalands- liðið byrjaði frábærlega í Evrópu- keppninni í körfubolta þegar liðið vann 15 stiga sigur á Sviss, 68-53, á Ásvöllum í gær. Þetta er bæði stærsti sigur liðsins í Evrópu- keppninni frá upphafi sem og í fyrsta sinn sem liðið vinnur fyrsta leik sinni í keppninni. Helena Sverrisdóttir átti stórleik með íslenska liðinu, skoraði 25 stig, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. „Við stefndum að þessu og það er rosalega gaman að vera búnar að fá fyrsta sigurinn,“ sagði Hel- ena Sverrisdóttir í leikslok. Hel- ena var úti um allan völl í bókstaf- legri merkingu í gær því hún spilaði nánast allar stöður á vellin- um og gerði það með glans. „Það er svolítið gaman að fara úr fimm- unni í ásinn, yfir í þristinn og svo í fjarkann eða eitthvað annað. Ég veit að ég get spilað allar stöður sem er kostur fyrir mig,“ sagði Helena. Hún var mjög sátt við félaga sína í liðinu. „Við vorum að spila flott saman. Það kom stund- um smá hiksti í þetta hjá okkur en í heildina var liðsheildin að gera mjög góða hluti. Mér fannst þetta flottur leikur hjá okkur og eitt- hvað sem við getum byggt ofan á,“ sagði Helena áður en hún rauk að skrifa eiginhandaráritanir en íslensku stelpurnar höfðu nóg að gera eftir leik að skrifa á plaköt sem liðið gaf út á dögunum. „Helena spilaði frábærlega og við lékum aftur það bragð að byrja með hana inn í teig. Með því náðum við að létta aðeins pressunni á henni og það virkaði ágætlega. Við sáum það líka í endann að þær voru komnar í box og einn á hana og það er slæmt þegar það er tek- inn box og einn á þig í landsleik,“ sagði Ágúst Björgvinsson lands- liðsþjálfari eftir leikinn. Íslenska liðið náði frumkvæðinu snemma leiks og var með ágæt tök á leiknum í fyrri hálfleik en þó munaði aðeins fimm stigum í hálf- leik. Ísland var 24-19 yfir eftir fyrsta leikhluta og 39-34 yfir í hálf- leik. Helena skoraði síðan sjö fyrstu stig seinni hálfleiks á sama tíma og vörnin lokaði á svissnesku sóknina og eftir það var leikurinn í öruggum höndum íslenska liðsins. Eftir smá óöryggi í fyrri hálfleik léku stelpurnar mjög vel í þeim seinni og unnu öruggan sigur. „Þetta er óskastart og það er ekki hægt að biðja um meira en að fá sigur í fyrsta leik. Það er alltaf erfitt að ná í þennan fyrsta sigur og nú er hann kominn sem er frá- bært,“ sagði Ágúst. „Það mátti alveg búast við því að það væri smá spenna í liðinu í byrjun leiks. Við sáum það strax í byrjun að við eigum mjög góða möguleika á að geta unnið þetta lið. Mér fannst kannski vera smá stress og smá pirringur í liðinu að vera ekki að spila betur í fyrri hálfleik. Við töl- uðum um margt í hálfleik en það var talað um það að njóta augna- bliksins og einbeita sér að góðri vörn. Mér fannst sóknarleikurinn vera allt í lagi í fyrri hálfleik en þá var varnarleikurinn að klikka hjá okkur. Það var helsti munurinn á fyrri og seinni hálfleik,“ sagði Ágúst. Helena átti eins og áður sagði mjög góðan leik en það voru fleiri að standa sig vel. Kristrún Sigur- jónsdóttir hitti frábærlega fyrir utan þriggja stiga línuna eða úr 4 af 5 skotum sínum og setti per- sónulegt met í landsleik með því að skora 14 stig. Pálína Gunn- laugsdóttir skoraði 11 stig og hefur heldur ekki skorað meira í einum landsleik. Fyrirliðinn Signý Hermannsdóttir var líka sterk í vörninni og endaði með 8 stig, 8 fráköst og 4 varin skot. Næsti leikur íslenska liðsins er á laugardaginn á móti Hollandi á útivelli. ooj@frettabladid.is Óskabyrjun íslensku stelpnanna Íslenska kvennalandsliðið endurskrifaði söguna í tvennum skilningi á Ásvöllum í gærkvöld. Liðið vann bæði sinn stærsta sigur í Evrópukeppni frá upphafi og í fyrsta sinn fyrsta leik sinn í nýrri keppni. Helena Sverrisdóttir átti frábæran dag og var úti um allan völl í bókstaflegri merkingu. GÓÐUR SIGUR Hannes Þ. Halldórsson og félagar í Fram halda áfram góðu gengi sínu í Landsbankadeildinni FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FRÁBÆR Helena Sverrisdóttir átti mjög góðan leik fyrir Ísland í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA EVRÓPUK. KVK. B-DEILD ÍSLAND-SVISS 68-53 Stig Íslands: Helena Sverrisdóttir 25 (10 frák.,7 stoðs.), Kristrún Sigurjóns- dóttir 14 (hitti úr 4 af 5 Þriggja stiga skotum), Pálína Gunnlaugsdóttir 11 (5 frák.), Signý Hermannsdóttir 8 (8 frák.,4 stoðs., 4 varin), Petrúnella Skúladóttir 3, Sigrún Ámundadóttir 3 (5 frák.), Hildur Sigurðardóttir 2 (5 stoðs.), María Ben Erlingsdóttir 2. GÓÐ LIÐSHEILD Íslensku stelpurnar voru baráttuglaðar og náðu mikilvægum sigri í fyrsta leik sínum í Evrópukeppninni í körfu- bolta í B-deild. Hér er María Ben Erlingsdóttir í baráttunni. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.